Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 23 íþróttir íþróttir 5® ENGLAND .........—------—---- Eftir langar og strangar samningaviö- ræður hafa Newcastle og Steve Howey loksins komist að samkomu- lagi hvað varðar nýjan samning hans við félagið. Ruud Gullit vildi endi- lega halda í Howey þrátt fyrir að hann hafi lítið leikiö með Newcastle að undanfornu vegna meiðsla og að- eins 12 leiki á þessu ári. Howey er enskur landsliðsmaður og er sagður iukkulegur með nýja samn- inginn. Hann tryggir honum 2,3 miilj- ónir króna i vikulaun. Félög á borð við Arsenal, Liverpool og Sunderland höfðu sýnt Howey mikinn áhuga. Enska knattspymusambandið hefur sent stranga aðvörun til forráða- manna Portsmouth vegna endurtek- inna vandræða með stuðningsmenn liðsins. Þann 28. desember sl. réðst einn áhangenda Portsmouth á leik- mann Oxford inni á vellinum og óþverra var kastað í leikmenn að- komuliösins. Nú hefur sambandið sagt að ef til frekari vandræða komi á Fratton Park verði gripið til mjög al- varlegra aðgerða gegn Portsmouth. David O’Leary, framkvæmdastjóri Leeds, er mjög ánægður með Hollend- inginn Willem Korsten sem nú um stundir er lánsmaður hjá Leeds frá hollenska félaginu Witesse Arnhem. O’Leary hefur varað aðra fram- kvæmdastjóra við að láta Hollending- inn i friði og geftð i skyn að hann verði örugglega keyptur til Leeds í sumar. Knattspyrnuyfirvöld i Suður-Afríku hafa sýnt Leeds mikla tillitssemi varðandi varnarmanninn sterka, Lucas Radebe. Hann átti að vera með landsliði Suður-Afríku en vegna leiks Leeds og Tottenham í bikamum hafa forráðamenn suðurafriska landsliðsins samþykkt að Radebe komi til landliðsins með flugvél strax að leiknum gegn Tottenham loknum. Radebe mun hafa í nógu að snúast. Hann leikur með landsliöi sínu á laugardagskvöld og strax eftir þann leik fer hann með flugvél til Englands og verður klár í slaginn er Leeds leik- ur gegn Leicester i deildinni. Norski vamarmaðurinn Claus Lundekvam hjá Southampton var til- búinn með yfirlýsingar um Alan Shearer eftir leik Southampton og Newcaastle um siðustu helgi. „Shear- er hefur tapað hraða og er ekki sami leikmaður og áður. Það er mun auö- veldara að eiga við hann nú en áður,“ sagði Norðmaöurinn. Liverpool hefur enn og aftur kallað á norska markvörðinn Espen Johnsen sem leikur með IKStart i Noregi. Johnsen leikur i marki landsliðs Nor- egs sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri og hefur áður dvalið hjá Liverpool. Taliö er víst að hann skrifi undir nýjan samning við Liverpool eftir leik með varaliðinu i dag. Kaup- verðið verður 250 þúsund pund. Tommy Schram heitir enn einn Dan- inn sem Bolton er með undir smá- sjánni. Hann var til reynslu hjá fé- laginu í síðustu viku og kemur aftur i þessari. Schram (kunnuglegt ættar- nafn hér á fandi, ekki satt?) er 28 ára miðjumaður og leikur með Herfölge i heimalandi sinu. Colin Todd hefur stýrt Bolton upp í annað sæti B-deildarinnar en liðið hefur veriö mjög sannfærandi siðustu vikumar. Todd er þó ekki ánægður, hann sættir sig ekki við annað en að ná Sunderland og fara upp með liöiö sem meistara, en tíu stig skilja félögin. Vegna mistaka birtist eldri staða í umfjöllun um A-deildina í blaðinu í gær. Rétt staða eftir leiki helgarinnar er þannig: Manch.Utd 27 15 9 3 61-28 54 Chelsea 26 13 11 2 39-21 50 Arsenal 26 13 10 3 34-12 49 Aston Villa 26 12 8 6 37-27 44 Leeds 26 11 9 6 39-25 42 Liverpool 26 11 6 9 49-32 39 Derby 26 9 10 7 25-24 37 West Ham 26 10 7 9 29-38 37 Wimbledon 25 9 9 7 29-35 36 Newcastle 26 9 7 10 34-35 34 Middlesbro 26 7 12 7 33-36 33 Sheff.Wed. 25 9 5 11 31-24 32 Tottenham 25 7 11 7 29-31 32 Leicester 25 7 9 9 25-34 30 Everton 26 6 9 11 19-28 27 Charlton 26 6 8 12 31-37 26 Blackburn 26 6 8 12 27-36 26 Coventry 26 6 6 14 24-37 24 Southampt. 25 6 5 14 25-48 23 Nott.For. 26 3 7 16 22-54 16 Tony Knapp, fyrrum landsliðsþjálfari, er enn að í norsku knattspyrnunni: „Fótboltinn snýst alls staðar um það sama“ - segir Knapp sem þjálfar þunnskipað lið Stavanger IF Henrik Larsson hefur verið iðinn við kolann og hér skorar hann eitt marka sinna gegn Motherwell. Larsson ótrúlega markheppinn Sænski landsliðsmaðurinn Henrik Larsson hefur farið á kostum með Celtic að undan- fornu. Larsson hefur verið mcirkheppinn með afbrigðum en hann hefur skorað 25 mörk í síð- ustu 16 leikjum liðsins. Um helgina skoraði Larsson fjögur mörk þegar Celtic vann stóran sigur á Motherwell, 1-7, á útivelli. Á síðasta tímabili skoraði Larsson 30 mörk fyrir Celtic en þá kom hann til félagsins frá hol- lenska liðinu Feyenoord. í Skotlandi er farið að -tala um að þetta séu ein bestu leikmannakaup Celtic um árabil. -JKS Tony Knapp er einn af litríkustu knattspymuþjálfurum sem starfað hafa hér á landi. Hann þjálfaði fyrst KR-inga og síðan íslenska landsliðið árin 1974-1977 og aftur 1984-1985. Undir hans stjórn komust íslendingar á kortið á átt- unda áratugnum með fræknum úr- slitum gegn Austur-Þjóðverjum, 1-1 í Magdeburg og 2-1 sigri á Laugardalsvellinum. Knapp stjórn- aði landsliðinu í 40 leikjum, fleir- um en nokkur annar í sögunni til þessa, og það vann 13 sigra á því tímabili. Það hefur lítið frést hingaö af þessum hressa Englendingi undan- farin ár. En hann hefur lítið slegið af þó kominn sé á sjötugsaldur og er enn að þjálfa í Noregi þar sem hann hefur lengst af búið og starf- að. Knapp stjómar nú liði Stavanger IF, sem leikur í norsku E-deildinni. Hann komst í fréttimar í staðar- blaðinu Stavanger Aftenblad á dög- Tony Knapp á góðri stundu með Atla Eðvaldssyni og Ásgeiri Sigurvins- syni fyrir landsleik íslands. unum þegar félagið auglýsti eftir leikmönnum í blaðinu. Leikmanna- hópurinn er lítill og vegna meiðsla og annarra forfalla hafa aðeins á bilinu 8-13 verið á æfingum. Knapp er samt ánægður með sinn hlut. „Svona er þetta stundum á veturna og ég er hættur að æsa mig yfir þessu. Það er þó erfitt að fara eftir áætlunum þegar ástandið er svona og maður þarf cilltaf að finna upp á einhverju nýju þegar svona fáir mæta á æfingar. En þetta er skemmtilegur hópur og fót- boltinn snýst alls staðar um það sama, hvort sem maður er að þjálfa íslenska landsliðið, Brann eða Vik- ing. Ánægjan af því að starfa náið með leikmönnunum er alltaf til staðar," segir Knapp við blaðið. Knapp segist hafa tekið sér sitt fyrsta firí frá þjálfun í 42 ár á síð- asta ári. „Fyrir tíu árum síðan færði ég mig niður í neðri deildim- ar til að geta tekið meiri þátt í upp- eldi bamanna minna. Ég hef haíii- að mörgum tilboðum um þjálfum og verið sáttur við mitt. Mér líkar mjög vel hjá Stavanger IF og það er hægt að koma þessu félagi ofar. Launin þyrftu bara að vera betri,“ segir Knapp. Nils Vorland, formaður knatt- spyrnudeildarinnar, er í skýjunum yfir því aö hafa fengið Tony Knapp sem þjálfara. „Hann byrjaði í des- ember og leikmennirnir eru stór- hrifnir. Tony er magnaður," segir formaðurinn. -VS 3. deildin í knattspyrnu í sumar: Fleiri félög en jafnmörg lið - sameining vestra og eystra Þátttökufélögum i 3. deild karla í knattspymu fjölgar um tvö í ár, úr 26 í 28. Samt em liðin jafnmörg og í fyrra, 26 talsins. Þessi einkennilega staöhæfing gengur upp vegna þess að í tveimur tilfellum er um sameinuð félög að ræða. Á Vestfjörðum hafa Bolvík- ingar og Ernir á ísafirði sameinast undir nafninu KÍB, og á Austur- landi munu Höttur á Egilsstöðum og Huginn á Seyðisfirði tefla fram sameiginlegu liði sem nefnist Hug- inn/Höttur. Tvö félög heltast úr lestinni frá því í fyrra, Snæfell úr Stykkishólmi og Neisti á Djúpavogi. Fjögur lið koma i staðinn. Það era Grótta á Seltjamarnesi, Kor- mákur á Hvammstanga, Þróttur úr Vogum og Augnablik, sem hefur heimavöll á Álftanesi. Leikiö er í fjórum riðlum sem eru þannig skipaðir: A-riðifl: KFR (Hvolsvöllur/Hella), Augnablik (Álftanes), Grótta (Sel- tjamarnes), Afturelding (Mosfells- bær), Haukar (Hafnarfjörður), Ham- ar (Hyeragerði), Fjölnir (Reykjavík), KÍB (Ísafjörður/Bolungarvík) B-riðill: Bruni (Akranes), Þróttur (Vogar), GG (Grindavik), Njarðvík, KFS (Eyjar), Víkingur (Ólafsvík), Reynir (Sandgerði). C-riðill: Neisti (Hofsós), Kormák- ur (Hvammstangi), Hvöt (Blönduós), Nökkvi (Akureyri), Magni (Greni- vik), HSÞ-b (Mývatnssveit). D-riðill: Einherji (Vopnafjörður), Leiknir (Fáskrúðsfjörður), Hug- inn/Höttur (Seyðisfjörður/Egils- staðir), Þróttur (Neskaupstaður). Tvöfóld umferð er leikin í A- og B-riðlum, þreföld í C-riðli og fiór- fiöld í D-riðli. Tvö efstu lið í hverj- um riðli komast í 8-liða úrslit og tvö lið fara að lokum upp í 2. deild. -VS Eins og í sögu - segir Ólafur Gottskálksson hjá Hibernian Ólafur Gottskálksson og félagar í skoska knattspymufélaginu Hibem- ian bæta félagsmet í hverjum leik þessa dagana. Á laugardaginn var vann Hibemian sinn tólfta sigur í röð í B-deildinni og hefur ekki notið slikrar velgengni í 50 ár. 20 stiga forysta Hibemian er komið með hvorki meira né minna en 20 stiga forystu í defldinni eftir 2-1 útisigur á Fal- kirk, sem var í öðru sætinu. Sigur á Hibemian var nánast síðasta hálm- stráið fyrir Falkirk því aðeins eitt lið kemst upp í A-defldina. Ólafur hefur varið mark Hibernian af miklu öryggi í vetur og spilað hvem einasta leik á timabilinu. „Þetta hefur allt gengið eins og í sögu og maður bjóst aldrei við að þetta myndi verða svona. Ég reikn- aði með mun erfiðari baráttu um að komast upp. Forystan er núna orðin það mikil að það á ekki að vera hægt að klúðra þessu,“ sagði Ólaf- ur í samtali við DV. Hibemian er að grunni tfl eitt af stóra félögunum í Skotlandi. Það hefur orðið meistari fiórum sinn- um, bikarmeistari tvisvar og deilda- bikarmeistari tvisvar. Það eru hins vegar orðin 47 ár síðan félagið fagn- aði skoska meistaratitlinum síðast. Frá árinu 1895 hefur Hibemian að- eins leikið þrjú tímabil utan efstu deildar, liðið hefúr þrisvar fallið og er á leiðinni upp í fyrstu tflraun í þriðja skipti. -VS NBA-DEILDIN Úrslit aðfaranótt mánudags Indiana-NJ Nets ...........80-79 Múllin 21, Miller 18 - Van Hom 25, Williams 17, Gatling 12. Seattle-LA Lakers..........92-89 Payton 26, Baker 19, Schrempf 15, Polynice 15 - O’Neal 27, Bryant 23, Jones 17. Úrslitin í nótt Atlanta-Chicago............68-77 Henderson 16, Long 13 - Bryant 16, Kukoc 11, Brown 11, Harper 10. Cleveland-76ers...........97-106 Anderson 28, Kemp 23, Knight 13 - Iverson 37, Geiger 18, Lynch 15. Orlando-Sacramento .... 107-96 Anderson 30, Hardaway 23, Grant 16 - Webber 22, Williamson 17, Funderberke 14. Denver-LA Lakers........117-113 McDyess 22, Lafrentz 20, Billups 20 - O'Neal 28, Bryant 26, Campbell 24. Minnesota-SA Spurs........95-89 Mitchell 17, Marbury 16, Gamett 14, Sealy 14 - Johnson 20, Elie 19, Robinson 17. Phoenix-Dallas............101-83 Chapman 18, Kidd 17, Manning 17 - Ceballos 21, Finley 17, Nowitzki 11, Pack 11. Utah Jazz-LA Clippers . . . 104-89 Malone 20, Anderson 17, Hömacek 14 - Robinson 17, Taylor 17, Murray 12. -SK Ellefu laus sæti - segir Martin O’Neill hjá Leicester Martin O’Neill, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Leicester, var að vonum óhress með frammistöðu sinna manna á laugardaginn þegar þeir steinlágu fyrir Arsenal, 5-0. „Það lék ekki einn einasti leikmaður vel og það er ljóst að nú era ellefu laus sæti i byrjunarliðinu hjá okkur. Vissu- lega era ákveðnir leikmenn sem maður treystir á að skfli alltaf sínu og vildi ekki vera án, en nú eru fleiri valtir í sessi en nokkurn granar," sagði O’Neill á heima- síðu félagsins í gær. Leicester mætir Tottenham í úrslita- leik deildabikarsins á Wembley þann 21. mars og O’Neill er greinflega strax byrj- aður að gera sínum mönnum ljóst að það gæti hent alla að missa af þeim leik. Það eina sem er öruggt er að Amar Gunnlaugsson verður ekki með í þeim leik en hann hefur þegar spilað með Bolton í deildabikamum og er því ekki löglegur. -VS Freyr Karlsson og Þórarinn Kristjánsson æfðu með Wimbledon: Gaman að kynnast þessu Freyr Karlsson úr Fram og Þórarinn Kristjánsson úr Keflavík era komnir heim eftir einnar viku reynsludvöl hjá enska knattspymufélaginu Wimbledon. Þeir léku tvo leiki. Fyrst með varalið- inu gegn Brentford síöasta miðvikudag en sá leikur endaði 0-0. Hann var leik- inn við mjög erfið skilyrði, auk þess sem Freyr og Þórarinn fóra í hann eftir að hafa verið á tveggja tíma æfingu og þeir spiluðu aðeins annan hálfleikinn. Á heimasíðu Wimbledon var sagt að þetta hefði ekki verið ákjósanlegur leikur fyr- ir þá félaga til að sýna sig og sanna. Á laugardag léku þeir síðan með 21- árs liðinu gegn Bristol City. Þar vann Wimbledon, 1-0, og Freyr lagði upp sig- urmarkið. Freyr, sem er 19 ára, lék 14 af 18 leikj- um Fram í úrvalsdeildinni I fyrra og Þórarinn, sem er 18 ára, var markahæsti leikmaður Keflvikinga með 5 mörk þó hann léki aðeins 10 leiki síðasta sumar. „Seinni leikurinn gekk ágætlega og það var gaman að kynnast þessu. Ég á svo sem ekki von á því að fá tilboð en þeir hjá Wimbledon ætluðu að láta umboðsmann, sem sá um málið fyrir mig, vita hvort frekari áhugi hjá þeim væri til staðar," sagði Freyr við DV í gær. -VS Pólskur framkvæmdastjóri býður leikmenn til íslands: Meistaraliðið finnst ekki - segist vera með meistara tveggja síðustu ára og leikmann ársins Knattspymudeild Keflavíkur hefur fengið bréf frá framkvæmdastjóra pólsks félags sem býður alla leikmenn sína til leigu eða sölu. Pólverjinn gerir greinilega ráð fyrir að íslendingar viti lítið um knattspym- ima í heimalandi hans því hann segir að lið sitt, LKS Ptaksa, hafi orðið pólsk- ur meistari tvö undanfarin ár. Miðað við það ætti að vera um góða leikmenn að ræða en þeir munu vera bæði pólsk- ir og brasflískir. Þá segir í upplýsingum Pólverjans aö einn leikmanna hans hafi verið kjörinn leikmaður ársins í landinu í fyrra. En þetta ágæta félag, LKS Ptaksa, er ekki finnanlegt í hópi þeirra liða sem skipuðu tvær efstu deildir pólsku knattspymunnar á síðasta tímabili og þó vora þar 35 lið í tvískiptri B-deild, auk 18 í efstu deildinni. Meistarar tveggja síðustu ára hafa verið LKS Lodz og Widzew Lodz, kunn félög í evr- ópskri knattspymu sem hafa selt góða leikmenn til Vestur-Evrópu fyrir hundrað milljóna. Stjóri Ptaksa býður hins vegar sína menn fyrir um 2 millj- ónir króna. Leikmaður ársins í Póllandi var í vetur seldur frá Gomik tfl Auxerre í Frakklandi. „Eflaust hefúr hann sent þetta bréf til fleiri félaga en við voram svo sem ekki að spá í þetta. Það berast líka til okkar mörg bréf frá breskum leik- mönnum sem vifia koma hingað. Það er ekki á okkar stefnuskrá að vera með erlenda leikmenn í sumar, ekki nema við missum lykilmenn í meiðsli eða eitthvað slikt,“ sagði Steinbjörn Loga- son, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Keflavíkur, við DV í gær. Bland í poka Piltasveit Ægis setti nýtt íslandsmet í 4x50 metra skriðsundi á Meistara- móti Reykjavíkur í sundi um siðustu helgi. Sveitin synti á 1:42,10 minút- um. - fer til danska liðsins Fredriksberg í sumar Erla Hendriksdóttir, ein af lykfl- leikmönnum Breiðabliks í knatt- spyrnunni, er á förum frá félaginu og heldur utan í sumar til danska liðsins Fredriksberg. Þessi félaga- skipti hafa verið í farvatninu um tíma og gerði Erla sér vonir um að getað leikið með Breiðabliki á ís- landsmótinu í sumar og halda siðan utan þegar mótinu lyki í haust. Foráðamenn danska liðsins vildu hins vegar ólmir frá Erlu miklu fyrr og er ljóst núna að hún fer til Dan- merkur 5. júní í sumar. Erla leikur fyrstu þrjá leikina með Blikunum á íslandsmótinu en heldur síðan til Danmerkur. Miklar væntingar fyrir komandi leiktíð Fredriksberg, sem er frá Kaup- mannahöfn, átti misjöfnu gengi að fagna á siðasta tímabili í efstu deild en þá varð liðið HEI-meistari. Á dögunum varð liðið danskur meistari í innanhússknattspymu og era miklar væntingar innan félags- ins til komandi tímabils og næstu ára. Með liðinu leikur m.a. banda- rískur landsliðsmaður. -ih/JKS Erla Hendriksdóttir til Danmerkur. Bente Martinsen glöð á svip með gullverðlaunin í Ramsau í gær. SímamyndReuter Annað gullið hjá Myllyla Finninn Mika Myllyla krækti í sín önnur gullverðlaun á heims- meistaramótinu þegar hann sigraði 10 km göngu karla. Fyrra gullið vann hann í 30 km göngu á fyrsta degi mótsins. Austurríkismaðurinn Alois Stadlöber kom á óvart með því að koma annar í mark en þessi 36 ára göngumaður hefur aldrei áður náð svona langt á heimsmeistaramóti. Þriðji í markið í varð Norðmaður- inn Oddbjörn Hjelmeset en hann var að keppa á sínu fyrsta móti. Bjöm Dæhlie varð að gera sér fimmta sætið að góðu og var 26 sek- úndum á eftir Mika Myllyla. -JKS Heimsmeistarakeppni í norrænum greinum: Loksins sigur Norðmenn brostu út að eyrum þegar Bente Martinsen sigraði í 5 km göngu kvenna með hefðbund- inni aðferð á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Ramsau í Austurríki í gær. Þetta voru fyrstu gullverðlaun norskrar stúlku í skíðagöngu í keppninni í átta ár. Martinsen gekk kílómetrana fimm á 12:49,8 mínútum en á ólymp- íuleikunum í Nagono varð hún í þriðja sæti. Á heimsmeistaramóti 1991 á Ítalíu vann norska stúlkan Trude Dybendahl gull svo biðin eft- ir næsta gulli lauk í Ramsau í gær. Önnur í göngunni í gær varð rússneska stúlkan Olga Danilova á 13:02,5 mínútum og í þriðja sæti lenti Katerina Neumannova frá Tékklandi á 13:07, mínútum. „Ég náði mér vel á strik á síðari hluta leiðarinnar. Ég er mjög ham- ingjusöm," sagði hin 26 ára gamla Martinsen eftir gönguna. Hún er komin af sterkri skíðagöngufiöl- skyldu en faðir hennar gat sér gott orð á sjöunda áratugnum. Sundmaður Reykjavíkur er Jakob J. Sveinsson, Ægi. Jakob setti nýtt piltamet í 200 metra bringusundi á síöasta ári, 2:19,15 mínútur. Þar með náði Jakob lágmarkinu fyrir Evrópu- mót unglinga sem fram fer á þessu ári. Aðalfundur Knattspyrnudeildar Vals verður haldinn á morgun, mið- vikudag, og hefst hann kl. 20.00 að Hliðarenda. Nánari upplýsingar er að fá í síma 562 3730. Þýski tennisleikarinn Tommy Haas vann auðveldan sigur í gær á Banda- rikjamanninum Jim Courier á móti atvinnumanna í Bandarikjunum. Haas vann 6-4 og 6-1 en þetta var fyrsti sigur hans á ferlinum á mótum atvinnumanna. Thomas Dooley lék sinn siðasta knattspymulandsleik fyrir Bandarík- in í sigurleiknum gegn Chile í fyrra- kvöld, 2-1, en hann er 37 ára gamall og lék alls 81 landsleik. Gestur Gylfason, knattspyrnumaður úr Keflavík, meiddist á hné i síðustu viku. Liðbönd tognuðu og Gestur þarf að taka sér nokkurra vikna hvíld og verður því væntanlega ekki með Kefl- víkingum í fyrstu leikjum deildabik- arsins. Leik Bochum og Hamburg i þýsku knattspyrnunni, sem fram átti að fara í kvöld, hefur verið frestað til 2. mars. Völlurinn hjá Bochum er á floti i vatni. Barcelona hefur yflrburðaforystu í spænska handboltanum. Um helgina vann liðið ellefu marka sigur, 26-37, á Portland. Barcelona hefur 41 stig, Ademar 33 stig og Portland 30 stig. Dartska lióió AGF frá Árósum seldi í gær miðvallarleikmanninn Peter Degn til enska liðsins Everton. Degn, sem er 21 árs, skoraði sex mörk í 90 leikjum með AGF. Þaö var handgangur i öskjunni í leik Toledo og B-liðs Atletico Madrid í B-deildinni spænsku um helgina. Alls fengu fimm leikmenn að líta rauða spjladið. Þrír leikmanna Toledo voru reknir af leikvelli og tveir frá Atletico sem fór með sigur af hólmi, 2-1. FIFA gaf i gœrkvöld leyfi fyrir þvi að viðureign Arsenal og Sheffield United í 5. umferð bikarkeppninar yrði leikin að nýju og verður hún háð á Highbury í kvöld. Alexandra Meissnitzer frá Austur- riki sigraði í stórsvigi kvenna á heimsbikarmóti í Svíþjóð i gærkvöld. í öðru sæti varð landi hennar Anita Wachter og í þriöja sæti kom Andrine Flemmen frá Noregi. Þœrfréttir bárust frá Los Angeles í gær að Dennis Rodman væri að ganga til liðs við LA Lakers og myndi leika sinn fyrsta leik gegn LA Clippers á fimmtudag. -SK/VS/JKS Viö getum verið stolt Við íslendingar erum í dag ríkir af íþróttafólki en staðan er þannig að varla fer orðið íþróttamaður úr landi öðravísi en að lenda á verðlaunapalli. Hér hefur orðið stökkbreyting og hljótum við öll að gleðjast yfir þesum framforum. Við getum ekki annað en verið stolt af okkar fólki. Um helgina bar svo við að margt af okkar fólki var að keppa á alþjóða- vettvangi við bestu íþróttamenn í sinni grein. Öm Amarson, sundkappi úr Hafn- arfirði og íþróttamaður ársins, gerir það ekki endasleppt en um helgina stóð hann í ströngu á sterku heims- bikarmóti í París. Öm krækti sér í bronsverðlaun í 100 metra baksundi en meiðsli í öxl komu í veg fyrir frek- ari þátttöku hans í mótinu. Það biðu margir eftir framgangi hans í 200 metra baksundinu en Öm tók enga áhættu og ákvað að hvíla vegna meiðsla. Þetta er annað heimsbikar- mótið þar sem Öm kemst á verð- launapafl. Þessi fámenna þjóð norður í Dumbshafi á orðið sund- mann i fremstu röð, eftir honum er tekið og þessi ungi hógværi sundmaður hefur skapað sér nafn í sundheiminum. Þetta er einungis upphafið segja margir og verður sögu ríkari. Vala Flosadóttir atti kappi við margar af bestu stangarstökkskon- um heims í Frakklandu um helgina sem leið. Vala sýndi það og sannaði að hún er ef til vill mætt leiks aldrei sterkari. Hún stökk yfir 4,40 metra sem er hennar besti árang- ur i langan tima. Þetta era bara von- andi fyrirheit um það sem koma skal á næstunni. Verkefnin era ærin og verður fróðlegt að fylgjast með henni. Jón Amar Magnússon hefur sjaldan verið í betra formi. Hann hefur undanfarið dvalið í Svíþjóð við æfingar og næsta stórverkefni hans sem og Völu verður heimsmeistaramótið innanhúss í Japan i næsta mánuði. Jón hef- ur sagst ætla stefna hátt á því móti og æfíngamar í Svíþjóð miða að því að hann mæti sem sterkastur til leiks. Jón Amar náði ágætum árangri á móti ytra um helg- ina sem segir að honum miði vel i æf- ingaáætlun sinni. Handboltamenn í Þýskalandi komu enn fremur við sögu i sterk- ustu deild heims um helgina. Þar fór Ólafur Stefánsson á kostum með Magdeburg og skoraði alls 12 mörk. Annar íslendingur, Eyjólfur Sverris- son, stóð sig með prýði þegar lið hans, Hertha Berlín, vaxm góðan sig- ur. Vemharð Þorleifsson og nokkrir félaga hans í júdóinu hafa verið að gera góða hluti að undanfomu svo þar er einnig framtíðin björt. Það er góð auglýsing fyrir land og þjóð að eiga sterka íþróttamenn í fremstu röð. Við faum þá kynningu margfalt til baka. Ríkisvaldið á að öllu afli að styðja við bakið á okkar besta íþróttafólki en sá stuðningur skila sér örugglega og ber ávöxt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.