Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 13 Sjö þúsund árum síðar... Fyrir sjö þúsund árum (eða sjö sinnum sjö þúsund árum) ákvað salamandra nokkur að hún hefði fengið nóg af vatnavist og skreið á land. Eftir að hafa dýft hausnum nokkrum sinnum oní aftur, vandist hún því að anda þurru, og ein- beitt á svipinn skund- aði hún áleiðis til skóg- ar og varð á leiðinni smátt og smátt að mannveru. í því ferli missti hún halann, en þar sem halaskortur mannfólks er þeirra helsti fagur- fræðilegi hönnunargalli hlýt ég að álykta að salamöndrunni hati lent saman við eiginmann sinn og hann bitið af henni halann, og hún hafi því verið skemmd frá upphafi. Slíkar heimiliserjur gætu líka hafa verið ástæðan fyrir burtforinni, en ef svo er þá náði skilnaðurinn skammt, því hann hefur greinilega elt hana, bölvaður, og varð að apa (sem Darwin nokkur vildi halda fram að orðið hefði loks að manni). Á frúna vantar rófuenda Með þessa forsögu að leiðarljósi skundaði ég í búð og fjárfesti í tveimur snareygum salamöndr- um, með appelsínugular doppur á maganum. Þetta eru mestu frið- semdardýr, þau vakka tígulega um búrið, synda stundum (og eru alveg eins og geimverumar í Alien: Resurrection) en þess á milli tylla þau sér á turna plast- kastalans síns og líta þá út eins og litlir drekar. Og stundum slást þær. Þarsem ég hef ekki enn fundið neina sala- möndruhandbók þá veit ég ekki hvort þetta er partur af einhverj- um æsingslegum ástarleik, eða til Kjallarinn Ulfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur marks um það að hjónakornin eigi fátt sameiginlegt annað en búrið (og það að vera sala- möndrur). Mig grunar þó hið síðar- nefnda og tek mér það bessaleyfi að skilja þau að. En þrátt fýrir strangt eftirlit með þessum heimiliserjum er nú svo komið að á frúna vantar rófu- enda, auk þess sem einn fóturinn er greinilega á fallanda fæti. Frá gangráðum til ganglima En þetta gerir ekkert til. Því salamöndrur endumýja sig, það vaxa einfaldlega á þær nýir útlim- ir í stað þeirra afbitnu. Af þess- um sökum sér Donna nokkur Haraway sala- möndramar sem framtíð mann- kyns, ekki siður en fortíð. í þvi tæknivædda samfélagi sem við lifum í, segir Donna, verður manneskjan að geta aðlagað sig nýjum aðstæðum og endumýjað sig. Hún tekur salamöndruna sem dæmi og bendir á hvemig þeir nýju útlimir sem henni vaxi séu iðulega frá- brugðnir hinum fyrri, að því leyti sem þeir henti betur breyttu umhverfi (mína dömu vantar til dæmis gadda á halann, a la Zilla). Með nútímatækni og læknavís- indum er hægt að flikka upp á líkamann á miklu afdrifaríkari hátt en áður og bæta á hann allt hafs annars hlýtur öllum að vera nokkuð ljóst að form mannsins er gersamlega úrelt - jafnvel maður- inn sjálfur sem tegund. Það gengur ekki lengur að burðast með þessa ófullkomnu líkama heldur þurfiun við nýtt form, „Með nútímatækni og læknavís- indum er hægt að flikka upp á líkamann á miklu afdrifaríkari hátt en áður og bæta á hann allt frá gangráðum til ganglima, svo ekki sé talað um gervineglur.u frá gangráðum til ganglima, svo ekki sé talað um gervineglur. Þurfum nýtt form Við lok eins árþúsunds og upp- eitthvað sveigj- anlegt, endurnýj- anlegt og elegant. Svo þess er varla langt að bíða að mannfólkið taki að stökkbreytast, því vaxi halar og tálkn og appel- sínugular dopp- ur. Persónulega hlakka ég þó mest til þegar ég fæ kastalann minn og get hringað mig þar, horft fránum augum ofan af turni og spúð eldi yfir hrædda þorpsbúa. Úlfhildur Dagsdóttir „Svo þess er varla langt að biða að mannfólkið taki að stökkbreytast, því vaxi halar og tálkn og appelsínugular doppur." Ein orkuveita Allir em sammála um að Orku- veita Reykjavikur hin nýja er vel rekið fyrirtæki. Stjórnarformaður hennar er ötull og hefur mikill völd og ársvelta veitunnar nemur mörgum miljörðum. Völd for- mannsins og áhrif hefðu líklega nægt honum til að komast á þing hefði hann látið sér nægja þriðja sætið á lista flokks síns í Reykja- vík. En oddviti Hitaveitunnar er stórlátur og ætlaði fyrir skömmu að kaupa upp hálf- an Reykjanesskag- ann til að standa sig betur í kom- andi samkeppni. Hvaða samkeppni spyrja margir. - Reykjavíkurborg á nú þegar 45% í Landsvirkjun og hefur beitt áhrif- um sínum til að tefja framgang raf- orkuvinnslu í Svartsengi á sama tíma og hún fékk virkjað á Nesjavöllum. Ágóðinn í hafnsækið listasafn? Við hvern átti Orkuveita Reykjavíkur að keppa þegar hún væri búin að komast yfir allt virkjanlegt afl í nágrenni við höf- uðborgina? Síðasta afrek Alfreðs Þorsteinssonar var að kaupa hita- réttindi á jörð lögregluþjóna í Hvalfirði. Eflaust til að geta í framtíðinni veitt Kjósverjum heitt vatn. Aðrir segja að stjómarfor- maðurinn hafi verið að gera lög- reglumönnum greiða með því að bjarga þeim úr skuldasúpunni sem hvíldi á Hvammsvík. Heita- vatnið þar sé aðeins volgt og fáum nýtanlegt. Heitvatnsnotendur greiða, og það sem þá kann að vera eftir er lagt í Borgarsjóð Reykjavikur. Ágóðinn af heita vatninu getur því allt eins farið í miljaraða endur- bætur á Hafnarhúsinu eða milli veggja í Iðnó. - Hvorki betra né verra en hjá sjálfstæðismönnum sem létu hitaveituna greiða kostn- að við Perluna að því er sagt var. Hagkvæm hitaveita og traustir viðskiptavinir Hitaveitan á góða viðskiptavini og hagkvæma virkjunarkosti en oftekur gjald fyrir þjónustu sína. Hún lætur sér ekki nægja 10 -15% ágóða, heldur vilja kjömir fulltrúar fólksins að hún skili 30% afgjaldi til Reykjavíkurborgar, eins og Vatnsveit- unni hefur verið upp- álagt. Hlutafélög sem sýna 10% arð af veltu em álitin einstök, en einokunarfélag sem ekki keppir við neinn og hefur 30% arð er vandamál. Auk þessa hefur Orkuveitan vald til að loka fyrir orku- gjafana hvenær sem hún vill greiði kaup- andinn ekki skilvíslega. Skiptir engu hvort hann kunni að vera er- lendis, á spítala eða hafi verið dyggur og skilvís greiðandi ámm eða áratugum saman. Bæjarstjóri mótmælir Er furða þótt skelleggur bæjar- stjóri sem á ónotuð háhitasvæði og Álftanesbúar sem hafa selt hita- veituréttindi sín til Reykjavíkur mótmæli of dýru heitu vatni? En er bæjarfélögum eða einstakling- um ekki frjálst að virkja og selja inn á sameiginlegt dreifikerfi? Hversu miklum fjármunum hefur ekki verið kastað á glæ með því að Al- þingi hefur ekki enn- þá gefið grænt ljós á frelsi í orkumálum og frjálsa sölu inn á veitukerfi, sem væri skylt að taka orku frá lægstbjóðanda? Garðyrkjubær eins og Hveragerði hefði átt að vera búinn fyr- ir löngu að virkja og þar með lýsa upp gróðurhús með ódýr- ari raforku frá virkj- unum í eigu einstak- linga. Tækniþekking sem hefur farið forgörðum og hefði orðið til við virkjun ólíkra fyrir- tækja í samkeppni á háhitasvæð- um verður seint metin. Líklegt er að virkjun raforku á háhitasvæð- um væri mun hagkvæmari hefði frjálsræði ríkt í þessum efnum. Sjálfstæðismenn komu á fót hitaveitu í Reykjavík með frum- kvæði Jóns Þorlákssonar. Þá var þörf fyrir frumkvæði hins opin- bera en nú nærri sjö áratugum síðar eru afskipti hins opinbera af virkjunum eins og steinbarn. Valdinu er ekki dreift heldur sitja láir að of stórum kjötkötlum og reyna að verða enn stærri. Sigurður Antonsson „Hversu miklum fjármunum hefur ekki verið kastað á glæ með því að Alþingi hefur ekki ennþá gefið grænt Ijós á frelsi í orkumálum og frjálsa sölu inn á veitukerfí sem væri skylt að taka orku frá lægst- bjóðanda?u Kjallarinn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri Með og á móti Er rétt að nota myndbandstökuvélar á knattspyrnuleikjum til aðstoðar við dómgæslu? Magnús V. Péturs- son, fyrrv. milli- nkjadomari í knatt- spyrnu. Myndavélar geta átt rétt á sér „Það getur verið til góða að hafa myndatökuvélar á knatt- spyrnuleikjum og koma þannig í veg fyrir stór- slys á leikjun- um. Hins vegar er ég alfarið þeirrar skoð- unar að dómar- inn sé hluti af leiknum og vit- leysur dómara eigi að standa sem hluti af þessum skemmtilega leik. Það getur hins vegar verið nauðsynlegt að hafa myndavélar við mörkin eins og dæmin sanna. Englendingar skomðu ólöglegt mark í úrslitaleik HM 1966 og Frakkar skomðu mark á dögunum gegn Englendingum á Wembley. Það er verið aö athuga þessa hluti í enska boltanum þessa dagana. En dómaramir verða alltaf hluti af leiknum og þeirra vitleysur eiga aö fá að standa eins og vitleysur leik- manna. Aftur á móti geta mynda- vélar reynst mjög nauðsynlegar þegar kemur að því að skoða grófar árásir á leikvellinum. Það er gert í enska boltanum í dag og leikmenn eru dæmdir í leikbönn eftir að menn hafa skoðað atvik á myndbandi daginn eftir.“ Mun minni skemmtun fyrir áhofendur „Áhorfendur munu hafa mun minni skemmtun af knattspyrn- unni ef stöðugt er verið að gera hlé á leiknum til þess að dómarinn geti skoðað mynd- bandsupptök- ur af umdeild- um atvikum. Mistök dóm- ara era hluti af leiknum, rétt eins og mistök leikmannanna sjálfra, en að sjálfsögðu verður að leita allra leiða til að fækka þeim. Ég sé því ekkert athugavert við það að gerðar séu tilraunir í þessa átt, t.d. með því að koma fyrir myndavél i mörkunum til þess aö hjálpa dómaranum við að úr- skuröa hvort knötturinn hafi far- ið inn fyrir línuna eða ekki, en það verður að vanda vel fram- kvæmdina. Það er hins vegar úti- lokað að gera sér í hugarlund hvernig menn hyggjast nýta myndbandsupptökur í öðrum til- fellum, s.s. eins og við að meta rangstöðu o.s.frv. Þá er það hluti af upplifuninni við að horfa á knattspymuleik að rökræða hvort rétt hafi verið dæmt í þessu eða hinu tilfellinu og sjaldnast virðast sjónvarpsupp- tökur af umdeildum atvikum taka af allan vafa í þeim efnum. Hver man ekki eftir markinu fræga sem Geoff Hurst skoraði fyrir England á móti V- Þjóðverjum í HM 1966 ? Nú skilst mér að V-Þjóðverjar hafi, með aðstoð nýrrcir tækni, sannað að knötturinn hafi ekki farið inn fyrir marklínuna. Englendingar hafa reyndar nýtt sér sömu tækni til þess að sanna að knötturinn fór allur inn fyrir.“ -SK Gylfi Orrason, milli- ríkjadómari í knatt- spyrnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.