Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRUAR 1999 menning 11 í tölu spámanna - í tilefni íslensku bókmenntaverðlaunanna I frægu viðtali sem Jón Óskar tók við Stein Steinarr árið 1955 i tilefni af útkomu Ljóða ungra skálda sagði hann m.a. um Thor Vilhjálmsson: „Uui Thor Vilhjálmsson þori ég lítið að segja. Hann er fullur af skáldlegum belgingi eins og ungum mönnum er tamt. Það kæmi mér að vísu ekki alls kostar á óvart að hann yrði einhvem tíma í framtíðinni talinn til spámann- anna, en eins og nú standa sakir finnst mér alvara hans dálítið innantóm og allt að því brosleg á stundum." Þrátt fyrir vamaglann era þetta nokkuð harkaleg orð, en þó má greina í þeim forspá um ýmislegt sem hefur einkennt feril Thors síðan og viðhorf til verka hans. Líklega hefur enginn íslenskur rithöfundur á öldinni haft til að bera jafnmikinn og sérstæðan listrænan metnað og Thor Vilhjálms- son og metnaður hans lá oft ansi langt frá alfaraleið. Árið 1955 hafði Thor gefíð út tvö söfn stuttra þátta og sagna sem vom ólík öllu sem áður hafði sést í íslensk- um bókmenntum. Þetta voru ljóðræn- ar og oft abstrakt hugleiðingar og svipmyndir með tilvistarlegum undir- tóni. Ein slík bók bættist við árið 1957, Andlit í spegli dropans, en í 11 ár eftir það kom ekkert skáldskaparkyns frá Thor. Þess í stað birtust ferðaþættir og greinar á sviði menningarbaráttu, hárheittar og kynngimagnaðri i stil og orðfæri en menn áttu að venjast. Asmundur og Sturla Árið 1968 kom fyrsta skáldsaga Thors út, Fljótt fljótt sagði fuglinn, og allan áttunda áratuginn rak hvert Thor Vilhjálmsson. stórvirkið annað, Óp bjöllunnar (1970), Mánasigð (1976), Turnleikhúsið (1979) ________ og - af nokkuð öðru tagi - Folda (1972). í þess- um verkum birtust einkenni Thors sem skálds fullmótuð og sterk: Djúp alvara og átök við hinstu rök mannlegrar tilvistar, einsemdar og ástríðna. Þar er lýst fjölskrúðugu mannlífi og menningu í suðupotti eftirstríðsáranna í Evr- ópu, áreiti nýrra hugmjmda í listum, pólitík og lífsstíl. Sameiginlegt einkenni þeirra er marg- röddunin og fjölbreytnin, hverja þessara sagna byggja margvíslegar raddir og ótal víddir sem fléttast saman í háleitum stíl og ómstríðum. Merkustu skáldsögur Thors frá síðasta ára- tugnum eða svo, Grámosinn glóir og Morgun- þula í stráum, byggja báðar á sögulegum at- burðum, en þær eiga fleira sameiginlegt þegar að er gáð. í stað margbreytileikans verður hér eitt þema allsráðandi og tengir í raun saman þessar tvær sögur. í Morgunþulu í stráum era spunnin áfram ýmis stef sem hera Grámosann uppi. Jafnvel má segja að saga Sturlu sé boðuð í Grámosanum, Ásmundur skáld veltir örlög- um hans fyrir sér og á einum stað stendur: arra standa til vegna djúpstæðs klofnings í sálarlífinu. Og hér má halda áfram að tengja við verk Thors allt aftur til þeirra fyrstu. Hinn klofni maður, hin sundraða sjálfsvera. Þetta er klassískur módernismi, eins þversagnakennt og það kann að hljóma, en ferill Thors rúmar miklar andstæður. Hann er okkar alþjóðlegasti höfund- ur, en þó um leið rammþjóðlegur - jafn rómantískur og hann er róttæk- ur. Stíll Thors er það höfundarein- kermi hans sem allir hrósa, og löngu áður en hann náði þeirri almanna- hylli sem hann nú nýtur voru allir sammála um stílsnilld hans. „En erf- iður er hann“, var sú einkunn sem ávallt fylgdi hrósinu. Og þyngd ein- kennir vissulega stíl Thors, ef menn kjósa að hafa slíka mælikvarða. En þessi þyngd er ekki fráhrindandi, heldur er textinn ágengm-, frekur á athygli manns og einbeitingu, og jafnvel þannig að hljómfall hans legg- ur undir sig lesandann drjúga stund á eftir. Texti hans lætur mann ekki í friði, heldur fylgir manni eftir lengi og setningar skjóta upp kollinum í vitundinni jafnvel löngu seinna. Und- irritaður hefur meira að segja orðið fyrir því að dreyma í óreglulegu og striðu hljómfalli setninga Thors ef honum verður á að lesa í verkum hans of nálægt háttatíma. Tæpri hálfri öld eftir viðtalið við Stein Steinarr er enginn vafi á því að Thor er i fremstu röð spámann- anna, alvara hans og það sem Steini þótti belgingur DV-mynd E.OI. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson „Atti þá þjóðin ekkert saman nema eymdina og afturgöngumar? Fornsögurnar jú. En var það nema hetjurnar, hillingamar? Ekki var það Sturla Sighvatsson; hann hugsaði sér: næst þegar við feðgar hittumst ætla ég að spyrja hann karl föður minn hvort Sturla Sighvatsson sem ætlaði að eignast ísland allt, var hann asni? Að drepa ekki Gissur þegar hann gat? Hvar bilaði Sturla sem konungsefni? í göng- unni til Róms?“ Hér er strax boðað meginviðfangsefni Morg- unþulunnar, og það sem tengir þá saman, Ás- mund skáld og Sturlu Sighvatsson. Báðir eru klofnir menn, menn sem ekki ná að risa til þeirra metorða sem hugur þeirra og spár ann- var í raun vis- ir að þeirri stíldirfsku og listræna metnaði sem hafa skilað honum á tind- inn. Thor hefur aldrei misst sjónar á markmið- um sínum, hversu Sarlæg og langsótt sem þau virt- ust öðram. Þótt fáir efist nú um þann virðingarsess sem Thor skipar er okkur hollt að hugsa til þess að fáir höfundar hafa mætt jafn miklu fálæti og jafnvel fordóm- um á ferlinum. Sú staða sem hann nú skipar hefur reynst honum torsótt og því er enn meiri ástæða til þess að samgleðjast honum og þjóð- inni með það að hann skuli loks hafa hlotið verðskuldaða viðurkenningu. í umfjöllun hér á síöunni um Thnr Vilhjálmsson og Hörö Ágústsson í tilefni þess aö þeir hlutu báöir ís- lensku bókmenntaverölaunin í ár var þess getiö aö þeir heföu setió saman í stjórn tímaritsins Birtings ásamt stofnanda þess, Einari Braga. Þvl er viö aö bœta aó meö þeim sat í stjórn Birtings skáldið Jón Óskar. Danskt og dásamlegt Tríóið Kind of Jazz: Kitlaði líka þjóðernisgenið. I síðustu viku var danska djasstríóið Kind of Jazz í tón- leikafór um ísland - lék á Akur- eyri, í Hverageröi og svo síðast hér í Reykjavík, hjá djassklúbbn- um Múlanum á Sóloni íslandusi á sunnudagskvöldið. Tríóið er skipað píanistanum og tónhöf- undinum Niels Raae, hassaleikar- anum Ole Rasmussen og trommu- leikaranum Mikkel Find. Tveir þeir fyrrnefndu komu fyrst hing- að til lands áriö 1987 en þá um sumarið ferðuðust þeir saman vítt og breitt um ísland og spil- uðu hér og þar. Ole hefur komið hingað þrisvar síðan, nú síðast í fyrra þegar hann lék með sam- norrænum kvintett Björns Thoroddsens. Uppistaðan í efnisskrá tríósins eru lög eftir pianistann Niels Raae en auk þess fljóta með standardar og norræn þjóðlög. Á Múlanum á sunnudagskvöldið hófst dagskráin á hinu gamal- kunna „My Funny Valentine" og siðan tóku við lög eftir Niels. Það kitlaði svo þjóðemisgenið í okk- im áheyrendum þegar „Ég beið þín lengi, lengi“ hljómaði um salinn. Tvö önnur íslensk lög voru á dagskránni: „Sofðu unga ástin mín“ og „Móðir mín í kví, kví“. Djass Ársæll Másson Niels er prýðilegur lagahöfundur og mörg laga hans sem þeir fluttu vora verulega góð, hvert með sinu móti. Má þar t.d. nefna „Morkef', „Zimmermann" og „Jean-Baptiste“. Píanóleikur hans var hestur í miðlungshröðu tempói og hægar og náðist þá upp verulega góð sveifla. En skrautijöður tríósins í hljóð- færaleik er bassistinn, Ole Rasmussen, sem er einstaklega léttleikandi auk þess að hafa ágæt- an og massífan tón og yljaði hann áheyrendum með mörgum skemmtilegum tilþrifum. Mikkel Find er einnig góður trommuleikari og tríóið er sem heild mjög danskt, léttleikandi og el- egant í spilamennsku sinni. Hvort sem það var samba, fönk eða annaö sem leikið var á Múl- anum þá var létt og áreynslulaust yfirbragð á flutningnum - danskt og dásamlegt. Dou-de-mano Á Háskólatónleikum í Norræna hús- inu kl. 12.30 á morgun leikur gítardúett- inn Dou-de-mano sem skipaður er gítar- leikuranum Hinriki Bjamasyni og Rún- ari Þórissyni. Tónleikamir era um hálf- timi að lengd og þar verður flutt suður- amerísk tónlist, verk eftir Astor Pi- azzolla og Leo Brouwe. Handhöfum stúdentaskírteina er boð- inn ókeypis aðgangur en fyrir aðra er aðgangseyrir 400 kr. Ljóð unga fólksins Nú er hafln ljóðasamkeppni almenn- ingsbókasafna og Máls og menningar og ber hún yfirskriftina Ljóð unga fólksins. Þátttakendum er skipt í tvo hópa, 9-12 ára og 13-16 ára. Þöll, samstarfshópur um bamastarf á íslenskum bókasöfhum, sér um framgang keppninnar. Skila- frestur er til 1. mars og verðlaunaaf- hending fer fram þann 22. apríl á sum- argleði Bama og bóka, íslandsdeildar IBBY-samtakanna. Úrval ljóðanna verö- ur síðan gefið út á bók. Þátttakendur mega senda inn eitt til þrjú ljóð sem þeir eiga eða semja sér- staklega fyrir keppnina. Dómnefnd skipa: Iðunn Steinsdóttir, rithöfundur og formaður nefndarinnar, Jón Kalman rithöfundur, Hildur Hermóðsdóttir, rit- stjóri hjá Máli og menningu, og Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir frá Þöll. I fyrra héldu almenningsbókasöfhin smásagna- og ljóðasamkeppni og bárast þá á annað þúsund ritverka. Úrval úr þeim var gefið út í þremur stóram og afar skemmtilegum heftum sem sýna að ungir íslendingar hafa bæði áhuga á skáldskap og hæfileika til að iðka hann. Maður og menning í bókinni Maður og menning eftir Harald Ólafsson, prófessor í mannfræði við Háskóla íslands, er fjallað um skiln- ing og skýringar á eðli manns og menn- ingar frá sjónarhorni mannfræðinnar og rakin þróun helstu hugmynda um manninn frá tíma upp- lýsingastefnunnar til nú- tímans. En mannfræðin „stökk ekki alsköpuð út úr höfði nokkurra fræði- manna á nítjándu öld,“ segir Haraldur í inngangi. „Grundvöllur hennar var lagður í verkum heimspekinga og vís- indamanna á þeim tíma þegar skil milli vísindagreina vora óglögg og heimspek- ingar og vísindamenn kynntu sér allt það sem þá var helst vitað um eðli hluta og fyrir- bæra. Heimspeki og vís- indi vora nátengd enda litu vísindamenn svo á að hlutverk þeirra væri að finna skýring- ar á öllum fyrirbær- um náttúrunnar og mannlífsins." I Haraldur setur hugmyndir mannfræð- innar í samhengi við almenna hug' myndasögu þjóðfélagsfræða og líffræða og fer sinar eigin leiðir í túlkun klass- ískra fræðiverka á þessu sviði. Viö- fangsefhi hans era ótrúlega fiölbreytt, frá göldram, trú og töfrum til verald- legrar skynsemishyggju, frá fábrotnum siðum frummannsins til flókins nútíma- legs þjóðskipulags. Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gefur bókina út en Háskólaútgáfan dreifir henni. Resnais hjá Alliance Annað kvöld kl. 21 verður kvikmynd- in On connait la chanson eftir Alain Resnais sýnd í Kvikmyndaklúbbi Alli- ance Frangaise, Austurstræti 3. Myndin hlaut 7 „Césara“, aðalkvikmyndaverð- launin frönsku, og varð þar að auki geysilega vinsæl meðal áhorfenda. Resnais er öllum kvikmyndaáhuga- mönnum vel kunnur; meðal fyrri frægð- arverka hans má nefna Hiroshima mon amour og L’année derniére á Marien- bad. Aðgangur er ókeypis og öllum op- inn en myndin er ótextuð. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.