Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 Fréttir Formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasambands íslands: Innflutningi á erlendu vinnuafli verði hætt DV, Akureyri: „Ég tel fulla ástæöu til að skoða það að innflutningur á erlendu vinnuafli til fiskvinnslu verði stöðv- aður. Sú þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár, að hingað eru flutt hundruð útlendinga til að vinna í fiski, er orðin mjög hættuleg og hefur beinlinis orðið til þess að halda launum í fiskvinnslunni niðri," segir Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar Verka- mannasambands íslands. Hér á landi munu vera milli 700 og 800 útlendingar sem vinna við fiskvinnslu og Aðalsteinn segir að þetta þýði að launum í fiskvinnslu sé haldið niðri, sem leiði svo aftur til þess að ekki fáist innlent verka- fólk til að starfa í fiskvinnslunni. „Það sem auðvitað þarf að gera er að hækka laun í fiskvinnslu, sem myndi um leið þýða að auöveldara yrði að fá íslenskt verkafólk til að starfa við þennan aðal atvinnuveg okkar. Ég hef líka velt því fyrir mér hvort ekki sé ástæða til að skoða það að veita fiskvinnslufólki ein- hver skattafríðindi, til að efla áhuga fólks á að starfa við fiskvinnsluna. Ef til að mynda yrði tekið upp sam- bærilegt kerfi og er hjá sjómönnum þá væri hægt að hækka laun í fisk- vinnslunni um 20 þúsund krónur á mánuöi. Það myndi styrkja mjög bú- setuna í sjávarbyggðunum og gjör- breyta viðhorfi fólks til þess að starfa við fiskvinnslu. Það þarf að bregðast við þessum Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ. vanda með hærri launum og það hlýtur aö koma til skoðunar að breyta skattakerfmu gagnvart því láglaunafólki sem er að starfa í frumgreinunum eins og fiskvinnsl- unni. Það myndi spoma við þeim mikla flótta sem er af landsbyggð- inni og fólk myndi vilja starfa við fiskvinnsluna. En þetta gerist varla að mínu mati nema við hættum inn- flutningi á erlendu vinnuafli. Það á ekki að vera neitt sjálfgefið að það sé endalaust skrifað upp á atvinnu- leyfi fyrir útlendinga, þegar hægt væri að fá innlent vinnuafl ef mann- sæmandi laun væru i boði. Og sú staðreynd er fyrir hendi að við búum við atvinnuleysi - það er þró- un sem þarf að stööva," segir Aðal- steinn. -gk Mögnuð gæsaætt á Tjörninni - 500 grágæsir hafa vetursetu í höfuðborginni Um 500 grágæsir búa á höfuðborgarsvæðinu og hafa hér vetursetu. Þar af em um 300 á Tjöminni í Reykjavík. Þær er líka að finna í Laugardalsgarðinum og við Lækinn í Hafnar- firði og víðar. Þessi hópur þarf rétt yfir 100 kíló af brauði á dag þeg- ar hann hefur enga beit. Þessari fuglahjörð em gefin nokkur tonn af brauðmeti á vetri hverjum. Ólafur Nielsen ann- ast eftirlit með fuglalífi Tjarnarinnar. Hann segir að borgin hafi áður fyrr fóðrað fugl- ana nokkuð stíft en dregið hefur úr því á síðustu árum. Það er þvi almenningur sem kemur með brauð í poka og liðsinnir hin- um fiðruðu vinum þeg- ar verst stendur á. Grágæsahópurinn er afkomandi gæsa sem merm hændu að sér um 1960 og voru hafðar í sárum á Tjörninni. Hefðin hefur ekki rofn- að síðan. Fuglarnir kunnu vel við lífið I mannabyggð. Þarna voru 5-10 fuglar i upp- hafi en þeim hefur fjölg- að og Tjamargæsirnar hafa laðað aðrar til sín. Fuglamergð sem sækir til mannfólksins hefur stundum verið túlkuð í ýmsa vemna og snúið upp í spádóma um versnandi hag. Ná- grannar gæsanna í Al- þingishúsinu eru ekki sammála þessu og spá þvert á móti batnandi hag með blómum í haga. Gráðugar gæsir í frosthörkum vetrarins em bara að bjarga deg- inum. -JBP Þær voru að gefa gæsunum brauðmola við Iðnaðarmannafélagshúsið í Lækjargötu. Gæsirnar eru að- gangsharðar þessa dagana og konurnar forðuðu sér undan þeim. Hér gefur að líta nokkurn hluta af- komenda fyrstu gæsanna sem settar voru á Tjörnina 1960. DV-mynd Sveinn. Hver vildi kvótaþingið? Síðast þegar sjómenn sögðu upp samningum við útgerðarmenn þurfti sem endranær að setja lög á sjómennina og banna verkfall. Harðasti hnúturinn í þeim samningum öllum var sögð sú krafa sjó- manna á hendur út- gerðarmanna að þeir féllust á að allur fiskur færi á markað gegnum kvótaþing. Enda var kvótaþingið lögsett til að friða sjómenn og skapa sátt um lögbann- ið af þeirra hálfu. Nú er nokkuð um lið- ið og kvótaþingið er umdeilt og kvótinn er búinn og kvótalausir útgerðarmenn farnir að stofna samtök gegn kvótaþingi. í miðri þeirri orrahríð er það haft eftir formanni Sjó- mannasambandsins, Sævari Gunnarssyni, að sjó- menn hafi aldrei viljað kvótaþing. Það sé á mis- skilningi byggt að kvótaþingið sé að þeirra frum- kvæði. Þetta kom mörgum spánskt fyrir sjónir og Sævar hefur nú gefið út yfirlýsingu um að þetta sé ekki rétt eftir haft. Hann hafi aldrei sagt að sjó- menn hefðu ekki samþykkt kvótaþing heldur hafi það verið menn í ráðuneytinu sem vildu kvóta- þing og Sjómannasambandið varð að láta sér það lynda í „pakkanum", segir Sævar. Með þessum ummælum hefur Sævar auðvitað sýnt fram á að síðasta verkfallsdeila var byggð á misskilningi, þvi útgerðarmenn neituðu að semja vegna þess að sjómenn kröfðust kvótaþings, eða héldu að sjómenn vildu kvótaþing, þegar nú er komið í ljós að sjómenn vildu ekki kvótaþing heldur þeir í ráðuneytinu. Ráðuneytið átti þó ekki aðild að deilunni nema þá til að reyna að leysa hana. Sævar Gunnarsson var sem sagt alltaf á móti kvótaþingi þótt viðsemjendur hans hefðu skilið það svo að hann vildi kvótaþing en hann sér hins vegar ástæðu til að mótmæla því þegar því er haldið fram á fundi kvótalausra útgerðarmanna að hann hafi ekki viljað kvótaþing vegna þess að Sævar vildi ekki kvótaþing, nema vegna þess að þeir í ráðuneytinu lögðu til að setja kvótaþing á stofn. Auðvitað eiga útgerðarmenn að kreíjast þess að þetta kvótaþing verði lagt niður þegar fyrir liggur að sjómenn eru á móti kvótaþingi og þeir eiga að hóta verkbanni og beina spjótum sinum að ráðuneytinu, sem að vísu á ekki aðild að samningum útgerðarmanna og sjómanna, en setti ákvæðið um kvótaþingið inn í lögin vegna þes að það hélt að sjómenn vildu kvótaþing, af því að sjómenn heimtuðu kvótaþing í samningaviðræð- unum án þess að hafa í sjálfu sér viljað það. Það er allt annað að hafa kvótaþing sem menn vilja ekki heldur en kvótaþing sem menn vilja og alls engin ástæða til að hafa kvótaþing þegar eng- inn vill það nema þeir sem ekki eiga aðild að samningum milli sjómanna og útgerðarmanna. Þetta hljóta allir að skilja hjá Sævari. Dagfari Stuttar fréttir i>v Kort í ríkinu Nefnd sem Geir H. Haarde fjár- málaráðherra skipaði til að kanna notkun greiðslukorta í ríkisgeiranum leggur eindregið til að innan hans verði leyft að greiða fyrir inn- kaup undir 50 þúsund krónum. Þannig muni nást mikill sparnaður við um- sýslu reikninga. Ekkert nýtt Þrátt fyrir að rúm fimm ár séu síðan Alþingi samþykkti þingsá- lyktunartillögu umhverfisnefndar þingsins um úttekt Byggðastofn- unar á möguleikum á náttúru- vænni nýsköpun við Mývatn er afraksturinn svo gott sem enginn. Kísiliðjan er eina vonin í atvinnu- málum. Dagur segir frá. Vextir hækka Bankastjórn Seðlabanka ís- lands hefur ákveðið að hækka vexti í viðskiptum bankans við lánastofnanir. Ávöxtun í endur- hverfum viðskiptum verður hækkuð um 0,4% á næsta upp- boði, ávöxtun daglána hækkar þegar í stað um 0,4% og vextir af innstæðum lánastofnana í Seðla- bankanum um 0,4%. Þetta er gert til að draga úr ofþenslu og slá á útlánaaukningu viðskiptabank- anna. Viðskiptablaðið segir frá. Þingið hunsað Þegar Alþingi samþykkir þings- ályktunartÓlögur um að skora á ríkisstjórnina aö aðhafast eitt- hvað í ákveðnu máli er það hrein viljayfirlýsing þingsins í viðkom- andi máli. Þingmenn eru flestir sammála því að alltof oft hafi framkvæmdavaldið þessar viljayf- irlýsingar þingsins að engu. Dag- ur segir frá. Björk best Tónlistarmyndbönd Bjarkar Guðmundsdóttur fá lofsamlega gagn- rýni í bandaríska dagblaðinu The New York Times um helgina. Þau eru sögð þau bestu sem gerö hafa ver- ið. Morgunblaðið sagði frá. Umferðarvandræði Vandræði urðu síðdegis í gær- dag vegna hávaðaroks, hálku og blindhríðar á Keflavíkurveginum, á Hellisheiði, í Þrengslum og á Kjalamesi. Fjöldi bíla var fastur á Reykjanesbrautinni í Hafnarfirði og umferð fór úr skoröum. Meiri rækja í Öxarfiröi Mjög góð innfjaröarrækjuveiði hefur verið í Öxarfirði síðan ver- tíðin hófst í haust og rækjan vænni. Rækjuveiðar á Öxarfirði eru því að aukast gagnstætt því sem víðast hvar annars staðar er raunin. Dagur sagði frá. Eitur í öldrunarhúsi Búiö er að ákæra fjóra unga Akureyringa, allt karlmenn, fyrir fikniefnabrot. Þeir voru teknir í einkasamkvæmi í Húsi aldraðra fyrir skemmstu og fundust efnin á þeim. Kjörin í Evrópu Samiðn, Rafiðnaðarsambandið og Verkamannasambandið standa fyrir ráðstefnu um Evrópukjara- samninga sem hefst í dag. Rætt verður hvort íslensk verkalýðsfé- lög muni taka þátt í gerð evr- ópskra kjarasamninga og hvort þeir verði gerðir í hinni nýju mynteiningu, evrunni. Gengur vel Vel gekk að vinna úr umsókn- um um húsbréfa- lán um helgina og tókst að af- greiða 120 mál, að sögn Gunnars S. Björnssonar, stjómarformanns íbúðalánasjóðs, við Morgunblaðið. Félag fast- eignasala hefur ítrekað gagnrýnt seinagang hjá stofnuninni við af- greiðslu húsbréfalána -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.