Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 10
10 enmng MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 Þak yfir menningararfinn Guðmundur Jónsson arkitekt, dómnefndar- maður DV um byggingarlist, heldur fyrirlestur á morgun sem hann nefnir „Þak yfir menning- ararfinn". Að fyrirlestrinum standa Reykjavík- urAkademian, Félag háskólamenntaðra ferða- málafræðinga og Arkitektafélag íslands. Fyrir- lesturinn er haldinn í framhaldi af ráðstefnunni „íslenskur menningararfur - auðlind í ferða- þjónustu" fyrr í þessum mánuði. Guðmundur Jónsson hefur unnið sem arki- tekt í Noregi síðastliðin 18 ár og starfrækt þar eigin arkitektastofu frá árinu 1987. Hann hefur gert menningarkynningu að sinni sérgrein og er mjög eftir- sóttur í verkefni af því tagi. Með- | al annars hefur hann hlotið fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun á Noregssögusýningu fyrir Ólympíuleikana í Lil- lehammer, tónlistarhúsi í Reykjavík og Fjarðarminjasafni í Geirangxirsfirði í Vestur-Nor- egi. Ennfremur hefur Guðmund- ur hannað skemmtigarðinn Vík- ingalandið við Tusenfryd í nágrenni Osló og ýmsar sýningar sem tengjast norskri menning- arsögu. Hann vinnur nú að hönnun menningar- miðstöðva og sögusýninga sem verða opnaðar víðs vegar í Noregi á næstu árum. í fyrirlestri sínum ræðir Guðmundur um þessi verkefni og hugmyndir sínar um samspil menningararfs, byggingarlistar og ferðaþjónustu. Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Landsbókasafns-Háskólabókasafns á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu, hann hefst klukkan 17.15 og er öllum opinn. 9£ - Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Unaðslegur söngur Óstýrilát Aðalheiður og hefði mátt taka á píanóinu af meiri festu. Enn fremur passaði illa að hafa hljóðfærið lokað, enda hljómur þess óþarflega daufur. Vel hefði mátt sleppa þessu atriði tónleik- anna. Á tónleikunum var einnig flutt Berger- ettes fyrir fiðlu, selló og píanó eftir tékk- neska tónskáldið Bohuslav Martinu, en það var samið árið 1939 í París. Bergerettes er i fimm stuttum þáttum, einkar lífleg tónlist sem Tríó Reykjavíkur flutti sérlega vel. Einnig gneistaði af leik þeirra Guðnýjar Guðmundsdóttur og Peters Maté í sónötu- þætti Brahms, hluta af sónötu sem þrjú tón- skáld sömdu í sameiningu, Brahms, Dietrich og Schumann. Það var Schumann sem fékk þessa undarlegu hugmynd að láta nefnd semja sónötu, samt er það kaflinn eftir Brahms hefur reynst langlífastur og var hann vel fluttur á tónleikunum. Brahms átti einnig annað kammerverk á efnisskránni, Geistliche Lieder op. 91 fyrir messósópran, víólu og pianó, og lék Guðný Guðmundsdótt- ir prýðilega á vióluna. Alina söng líka frá- bærlega vel og Peter var í essinu sínu við slaghörpuna. Lokaatriði tónleikanna var svo eftir Pou- Nú eru 150 ár síðan Fryderik Chopin lést, og í tilefni þess voru flutt sex sönglög eftir hann á tónleikum Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg síðastliðið sunnudagskvöld. Sönglögin eru sjald- heyrð vegna þess að þau eru á pólsku, enda eru fáir íslenskir söngvarar sem kunna nokkuð í henni. Þetta er skaði, vegna þess að þessi tónlist er hrif- andi fögur og að mörgu leyti ólík öðru sem tónskáldið samdi. Gestur tríósins að þessu sinni var Alina Dubik söngkona. Pólskan er hennar móðurmál og má því segja að hún hafi verið á heimavelli. Sönglög- in bera ópusnúmerið 74, eitt hið síðasta á stuttri ævi Chopins, og skemmst er frá því að segja að Alina og Peter Maté, píanóleik- ari Tríós Reykjavíkur, fluttu þessi lög dásam- lega vel. Alina hefur einstaklega fagra rödd, litríka, áreynslu- lausa og ekta - ef svo má að orði komast. Hvergi var að merkja neina yfirborðs- mennsku í túlkun hennar, þvert á móti var hvert orð þrungið meiningu og einlægni. Sömuleiðis var píanóleikur Peters Maté tær og nákvæmur, skáldlegur og upphafinn. ■s. V* * Tríó Reykjavíkur: Gunnar Kvaran, Dublk. Tónlist Jónas Sen Annað verk eftir Chopin var flutt á tón- leikunum, Polonaise brillante op. 3. Eins og ópusnúmerið ber með sér var tónsmíðin samin á unglingsárum tónskáldsins og flokk- ast undir bernskubrek. Chopin samdi nokk- ur ægilega leiðinleg verk í upphafi ferils síns og Polonaise brillante er óttalegt þvaður. Verkið þykist vera fyrir selló og píanó en er í raun fyrir píanó með selló hangandi á eftir sér. Rödd hins síðarnefnda er óttalega þunnildisleg og hlutur píanósins reyndar líka, þótt þar séu ólíkt fleiri nótur. Gunnar Kvaran spilaði hér prýðilega þó hann hljóm- aði ekki eins og hann væri að rifna úr sann- færingu, en Peter Maté var dálítið óheppinn Peter Maté og Guðný Guðmundsdóttir, ásamt gesti sínum á tónleikunum, Alinu DV-mynd Teitur lenc sem á hundrað ára afmæli í ár. Þau Al- ina og Peter fluttu fjögur lög eftir tónskáldið og var túlkunin yfirveguð og fáguð eins og franskri tónlist hæfir. Sérstaklega var hið síðasta, Les Chemins de l’amom-, snyrtilegt og hæfilega slagaralegt, og vakti mikla lukku áheyrenda. Greinilegt er Alina og Pet- er passa vel saman uppi á sviði og var unað- ur að hlýða á þau þama um kvöld- ið. Svona tónlistar- flutningur heyrist ekki oft og skora ég hér með á þau að halda heila tón- leika sam- an í allra nánustu framtíð. Það sem lesandinn rekur fyrst augun í þegar Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða er skoðuð, utan smæð bókarinnar, er sérlega falleg hönnun hennar. Rósaflúr er á hverri blaðsíðu og textinn rammaður með gylltum strikum, auk draumkenndrar myndar af borðinu blíða. Höfundur myndar einnig um- gjörð um söguna með feikimörgum tileink- unum og þúsund þökkum. Tekur nafnalist- inn nærfellt tvær blaðsíður, en sagan sjálf er fjórtán síður i litlu broti. Lesanda gmnar ósjálfrátt að þetta litla ævintýri Elísabetar Jökulsdóttur eigi sér mikla og merkilega sögu. Bókmenntir Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Sagan segir af einkennilegu bami, Aðal- heiði litlu. Aðalheiður er ellefu ára gráhært bam sem gengur berfætt og bindur hárið í fléttur. Hún býr á óskilgreindum stað og enginn veit hvaðan hún kemur né hvert hún ætlar. En það skiptir minnstu máli. Allir virðast bíða eftir því að Aðalheiður heiðri þá IGjöf Jóns Sigurðssonar Nítján aðilar hlutu nýlega styrk úr Gjöf Jóns Sigurðssonar, ýmist til að ljúka við vísindarit eða fyrir bækur sem þegar em komnar út. Tveir ; fræðimenn hlutu hæsta fjárhæð en þeir em báð- | ir með tvær bækur: Jón Viðar Jónsson hlaut 300 | þúsund króna styrk fyrir ritið Leyndarmál frú I Stefaníu og 200 þús. fyrir Safn til sögu íslenskr- 1 ar leikritunar og Sigurður Gylfi Magnússon hlaut alls 400 þúsund fyrir ritin Menntun, ást og I sorg og Bræður af Ströndum. Meðal annarra rita sem styrki hlutu em I Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða eftir Einar : G. Pétursson, Klassísk menntun á íslandi : 1846-1996. Átök í íslenskri skólasögu eftir Cl- I arence E. Glad og Ágúst Ásgeirsson, Utanríkis- I verslun íslands og þróun efnahagslífsins | 1870-1913 eftir Halldór Bjamason, Landsins fbr- betran. Innréttingar og ullar- vefsmiðjur eftir Hrefnu Róberts- dóttur, Brennuöldin - Galdur og galdramál 17. aldar í ljósi mál- skjala og sagnageymdar eftir Ólínu Þorvarðardóttur og Arfur og umbylting. Rannsókn á ís- lenskri rómantík eftir Svein Yngva Egilsson. Jón Sigurðsson forseti og Ingi- björg Einarsdóttir kona hans gáfu mestan hluta eigna sinna til sjóðs- stofnunar til styrktar íslenskum vísindamönnum á sviði sagn- fræði, bókmennta, stjórnar og laga. Sjóðurinn brann upp í verð- bólgu eftir seinni heimsstyrjöld en 1974 var samþykkt að veita fé til hans árlega á ijáiiögum. í verð- launanefhd sjóðsins sitja nú Ólaf- | ur Oddsson formaður, Sigþrúður Gunnarsdóttir 1 og Magdalena Sigurðardóttir. Konur og mannréttindi Á morgun kl. 12-13 flytur Ragnheiður Elfa * Þorsteinsdóttir lögfræðingur rabb á vegum | Rannsóknarstofu í kvennafræðum um konur og ; mannréttindi í stofu 201 í Odda. [ Fyrirlesturinn fjallar um hvemig femínískar lagakenningar endurspeglast í mannréttinda- umræðunni. Þá er spurt hvort alþjóðleg mann- 1 réttindaákvæði gagnist konum i baráttu þeirra | og hve langt eigi að ganga til að mæta þörfum 1 kvenna með lagaákvæðum. Tónlistin úr Mávahlátri Tónlist Péturs Grétarssonar úr sýningu Leikfé- lags Reykjavíkur á leikritinu Mávahlátri er komin út á geisladiski. Þetta eru fimmt- án verk, þar af fjögur sönglög með textum eftir Jón Hjartarson sem gerði leikgerðina af skáldsögu Kristínar Marju Baldurs- dóttur. Útgefandi disksins er Pétur Grét- arsson í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. með nærveru sinni: „Hvenær skyldi hún Aðalheiður litla banka upp á hjá okkur, hugsaði heimilisfólkið á heimilunum, þegar það lagð- ist til sveíhs á kvöldin. Það skyldi þó aldrei vera að hún skyldi koma til okkar á morgun?“ (14) Hvað er það sem fólk fýsir að fá hjá Að- alheiði? Ekki er hún ein af þeim sem eru sítalandi; eiginlega segir hún aldrei neitt við annað fólk. En hún virðist tala heilmikið við sjálfa sig og eiga þá jafnvel í hrókasam- ræðum. Augljóslega er það ekki speki orðanna sem fólk fýsir að fá hjá Aðalheiði. Ekki þykir heldur ljóst hvað það er sem Aðal- heiður gerir í híbýlum manna sem hún heimsækir annað en að næra sig á kjötsúpu sem allir hlaupa upp til handa og fóta til að elda þegar hún birtist. Hið eina sem er víst er að Aðalheiður litla kemur Undrinu af stað. Eins og náttúruöflin á sérstökum dögum „þegar hafið virðist lyfta sér til himins af ástríðu og þrá“ veitir hún sælunni og ljós- inu inngöngu í húsin fólksins. Sagan af Aðalheiði litlu er óstýrilát eins og Aðalheiður sjálf. Líkt og Aðalheiður mætti segja að sagan tali ekki við annað fólk heldur einungis við sjálfa sig. Og eins og fólkið í sögunni verðum við lesendur guðs lifandi fegn- ir að fá að fylgjast með henni. Hún kemur bara þegar hún kemur og fer bara þegar hún fer og lesendum er uppálagt að njóta nærverunnar án þess að skilja eða spyrja. Og hér skal einskis spurt. Elísabet Jökulsdóttir: Sagan af Aðalheiði og borðinu blíða. Viti menn, 1998.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.