Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aóstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vtsir, netútgáfa Frjálsrar fiölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. r Aratugur umskipta Eitt helsta vandamál íslensks efnahagslífs er skortur á samkeppni og óljóst eignarhald fyrirtækja. Stór hluti efna- hagslífsins er án samkeppni - allt frá raforkuframleiðslu til heilbrigðisþjónustu, frá landbúnaði til stórs hluta sam- göngu- og fjarskiptakerfis. Þegar við bætist að einungis þriðjungur eigna landsmanna er í eigu einkaaðila, en tveir þriðju í eigu ríkis og sveitarfélaga, samvinnufélaga eða sjálfseignarfélaga með óljóst eignarhald, þarf engan að furða að uppskeran sé ekki meiri en raun ber vitni. Fylgi- fiskar fákeppni og einokunar eru lítil framleiðni vinnuafls og fjármagns, óstjóm og óráðsía. Heilbrigðis-, mennta- og almannatryggingakerfið era að líkindum viðamesti hluti opinberrar þjónustu þar sem ekki ríkir samkeppni. Dómur Hæstaréttar í máli Áma Ing- ólfssonar læknis á síðasta ári kann hins vegar að marka nokkur tímamót í þessum efnum. Samkvæmt réttinum fellur heilbrigðiskerfið undir samkeppnislög. Þar með hef- ur verið rudd leið fyrir einkaaðila til að stunda ýmsa þjón- ustu og rekstur innan heilbrigðiskerfisins, í sanngjarnri samkeppni við opinbera aðila. Hér getur verið um mikið framfaraspor að ræða, líkt og gerst hefur á fjármálamark- aði eftir að samkeppni var komið þar á. Á Viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands á liðnu ári gerði Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB, skýra grein fyrir nauðsyn þess að koma á samkeppni á sem flestum sviðum. Hann benti meðal annars á, að oft væri deilt um það hvort hagkvæmt væri að fela einkaaðil- um þjónustu í mennta- og heilbrigðiskerfi, en bætti við: „Þetta er alls ekki mergurinn málsins. Aðalatriðið er að fullkomin einokun eða hömlur á samkeppni hafa jafnskað- leg áhrif til að hækka kostnað og draga úr framleiðni í þessum greinum þjónustu, eins og á öllum öðrum sviðum atvinnulífsins, hérlendis og erlendis.“ í ágúst 1984 var tekið lítið skref í átt að samkeppni milli banka og sparisjóða, þegar innlánsstofnanir fengu tak- markað frelsi til að ákvarða vexti, sem ríkisstjóra hafði gert áður í gegnum Seðlabankann. Frá þeim tíma hefur hvert skrefið eftir annað í átt að auknu fijálsræði verið tekið. Uppskeran hefur verið aukin þjónusta á hagstæðari kjörum en áður fyrir viðskiptavini. Afkoma íjármálastofn- ana hefur um leið batnað og tekist hefur að lækka rekstr- arkostnað verulega, þó enn vanti nokkuð á að íslenska fjármálakerfið geti talist hagkvæmt. Vandinn sem glímt er við er enn sá sami. Ríkið er með ægivald yfir íslenskum íjármálastofnunum og það breytist lítt fyrr en einkavæð- ingu ríkisviðskiptabankanna er að fullu lokið. Tugþúsund- ir landsmanna hafa gerst hluthafar í Landsbanka, Búnað- arbanka og Fjárfestingarbankanum. Stjómartaumamir eru enn í höndum ríkisvaldsins, þó agi hlutabréfamarkað- arins hafi að nokkru komist yfir þessi fjármálafyrirtæki. Þegar hafist var handa við sölu á 49% hlut ríkisins í Fjárfestingarbankanum undir lok síðasta árs, var því lýst yfir að meirihluti hlutabréfanna yrði seldur á fyrri hluta þessa árs. Enn hefur ekkert gerst, þegar tveir mánuðir eru brátt að baki. Og óljóst er hvert rikið ætlar með Búnaðar- banka og Landsbanka. Engin ákvörðun liggur fyrir hvort, hvenær og þá hvernig ríkið ætlar að losa um eignarhluti sína í þessum fyrirtækjum. Líkt og síðustu ár hafa verið ár róttækra breytinga - byltingar - á íslenskum fjármálamarkaði, gæti fyrsti ára- tugur nýrrar aldar verið áratugur umskipta í fjarskiptum, raforkuvinnslu, heilbrigðisþjónustu og í menntakerfinu. Takist að innleiða þar heilbrigða samkeppni með skýru eignarhaldi, þar sem það á við, munu landsmenn allir upp- skera ríkulega. Óli Björn Kárason bomba I'iilii l M ? -mi m Frá „World Press Photo“ sýningu í Kringlunni. - Drengur skoðar myndir. Myndir á sýningu glingur. Fyrir kemur að bifreiðar eru til sýn- is, skólabörn að selja heimabakaðar kökur til styrktar góðum málefn- um og fulltrúi hjálp- ræðishersins er yflr- leitt á sínum stað. Þarna á göngunum var líka sett upp fréttaljós- myndasýning síðasta árs. Fréttamyndir Myndefnið vakti at- hygli mína þegar ég skoðaði bestu frétta- myndirnar utan úr heimi. Oftar en ekki eru það nærmyndir af grátandi konum með „En hvers vegna eru nær ein- göngu konur á þessum myndum? Hvar eru karlarnir, eiginmenn, feöur og synir? Þeir eru í hern- aði þar sem þeir berja á óvinum að skipun yfírboðara síns sem oftast er karikyns. Og þannig er það og mun lengi verða.“ Kjallarinn Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur Ég gef mér ætíð góðan tíma þegar ég heimsæki Kringl- una því þar er margt að sjá og skoða. Ekki kemur mér í hug að ganga í það hús íklædd gallabuxum með úfið hár. Öðru nær, ég held þangað búin mínu besta í jóla- kjólnum með þre- falda hálsfesti. Ég hitti alltaf svo marga sem ég þekki að það jafnast næst- um á við ferðir á ættarmót i fjarlæg- um landshlutum að eyða þar stund á laugardegi. Milli þess sem maður spyr frétta af ættingjum og lít- ur á vaminginn sem er á boðstólum í verslununum get- ur maður sest nið- ur og fengið sér hressingu á þokka- legum veitingastöð- um. Með kaffi í bolla og góða tertu- sneið lítur maður þverskurð tískimn- ar og meðan þreytan líður úr fót- unum er lika ágætt að láta Visa- kortið kólna dálítið áður en maður heldur innkaupunum áfram. Að loknu hitaeiningasvallinu er haldið aftur af stað og brunað milli hæða í rennistigum og þaðan er gott útsýni. Og oft getur að líta fleira í Kringlunni en punt og grindhoruð, klæðlítil börn sín í fanginu. Einnig grátandi konur yfir blóðugum líkum ættmenna sinna, að ógleymdum grátandi konum við húsarústir og tötraleg böm í bakgrunni. Það setur að manni hroll og ósjálfrátt vefur maður að sér vel- megunarkápunni og þakkar al- mættinu fyrir að fá að búa hér á íslandi í allsnægtum á toppi heimsins. Stríð og aftur strið úti í löndum. Það er nú gott að maður er laus við allt það sem þessar skýru, góðu myndir sýna, þessi augnablik sem glöggur ljósmynd- ari hefur náð að festa á filmu sina. Eins dauði er annars brauð En hvers vegna eru nær ein- göngu konur á þessum myndum? Hvar eru karlarnir, eiginmenn, feður og synir? Þeir em í hernaði þar sem þeir berja á óvinum að skipun yfirboðara síns sem oftast er karlkyns. Og þannig er það og mun lengi verða. Karlar í stríði, konur og börn þjást heima á með- an. Ekki að hermannslíflð sé neitt sældarlíf, nei, það get ég alls ekki ímyndað mér. Við sem búum í friðsæld og fógnuði getum lítið gert til að stöðva þessar hörmungar, nema ef til vill látið nokkrar krónur af hendi rakna til hjálparstarfs. Hver veit annars hvert þær krón- ur rata, kannski eru þær hirtar af milliliðum eða yfirvöldum við- komandi lands sem þarfnast þeirra af því það er svo dýrt að fara í stríð. Gjarnan eru ljósmyndarar sem taka þessar myndir karlar. Það er nöturleg staðreynd að um leið og stríð varpar skugga hryllings, þjáningar og dauða yfir lönd og þjóðir skapa þær fréttamönnum og fréttaljósmyndurum atvinnu. Sorgin verður tilefni listsköprmar sem hinum siðmenntaða heimi er boðið upp á. Gunnhildur Hrólfsdóttir Skoðanir annarra Reykjavíkurflugvöllur „Bretar gerðu flugvöll í Vatnsmýrinni í síðari heimsstyrjöldinni og þar er hann enn. Vissulega hefði byggð þróast öðruvísi, ef herinn hefði ekki val- ið honum stað þar sem hann er nú og fórnað Rauð- hólunum. Allt er það rétt, sem menn segja um ná- lægð hans við byggð höfuðborgarinnar, flugvöllurinn tekur upp dýrmætt byggingasvæði, flugvallarsvæðið tekur 142 ha lands og ámóta svæði umhverfis hann nýtist illa vegna flugumferðar, hann heftir uppbygg- ingu stofnbrautakerfisins vestur Seltjarnames og af honum stafar bæði loft- og hávaðamengun." Úr forystgrein Mbl. 23. febr. Ofhitnun hagkerfisins? „Margt bendir til að hætta fyrir ofhitnun sé fyrir hendi. Vöruinnflutningur á sl. ári jókst um 26%, at- vinnuleysi hefur minnkað hratt að undanförnu og var í desember sl. 2,3%...Einnig höfum við ofþenslu- merki í peninga- og lánastærðum og til marks má nefna að útlán í fyrra jukust um 31%. Hins vegar hefur verðbólga enn haldist innan við 2%, sem stafar af hagstæðum ytri aðstæðum, lækkun á hrá- vöru- og olíuverði og lágri alþjóðlegri verðbólgu. En einnig kemur til mikil framleiðniaukning í hagkerf- inu.“ Már Guðmundsson í Degi 23. febr. Þingsæti og launakjör „Berum saman mannfjölda hér á Fróni og i Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þetta hlutfall er einn á móti þúsund. Þeir hafa liðlega fimm hundruð manna þing svo okkur ætti að duga einn þingmaður í hálfu starfi. Við gætum a.m.k. fækkað þeim í sama hlutfalli og bankastjórum Landsbankans var fækkað á síðasta ári með góðum árangri. Það er fækkun í einn þriðja eða 21 þingmann. Nú tala ýmsir um að bráðnauðsynlegt sé að hækka þingfararlaunin svo hæfir menn fáist til að sinna þingmennsku. Ég vil eindregið vara við þessu enda er þingmennska að verða kvennastarf og á þar með að vera láglauna- starf...Réttast væri að gera landið að einu kjördæmi, fækka þingmönnum verulega, lækka laun þeirra og afnema fríðindin með öllu.“ Einar Kristinsson í Mbl. 23. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.