Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 32
V I K I N G A L#TT#| •% Ctð-^ín5P: . ■": .5%^; jyrír kí. 1-/ í tltfe æFRETTASKOTIÐ iSÍMINNSEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið T hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ■ 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 ^ Lögregla í órétti: Árekstur í kjöl- far morðhótunar Karlmaður í fólksbíl slasaðist í hörðum árekstri á mótum Egils- götu og Snorrabrautar þegar menn ”1á stórum lögreglubíl óku í dauðans ofboði yfir á rauðu ljósi þegar ótt- ast var að maður væri að ógna konu með hnífi uppi í efra Breið- holti. Loka þurfti götunum um stund þegar verið var að klippa fólksbílinn nánast í sundur til að ná hinum slasaða út. Kona sem var með manninum í bílnum slapp ómeidd, samkvæmt upplýsingum DV í morgun. Neyðarútkall Sannkallað neyðarútkall barst úr efra Breiðholti klukkan rúmlega sjö þegar konurödd sagði að maður væri að hóta að skera hana á háls. Við svo búið slitnaði símasamband- ^ið. Þrír lögreglubilar voru sendir af stað, þar á meðal stóri lögreglubíll- inn sem var á stöðinni við Hverfis- götu. Bílnum var ekið með forgangi að framangreindum gatnamótum. Bílstjórinn tók ákvörðun um að aka á móti rauðu ljósi. Þá vildi ekki bet- ur til en svo að Subarubifreið var ekið yfir gatnamótin og skullu bíl- arnir harkalega saman. Ökumaður- inn slasaðist m.a. á mjöðm. Ljóst er talið að lögreglan var í órétti, enda var ekið yfir á rauðu. Menn á tækjabíl slökkviliðsins klippa Subarubifreiðina í sundur til að ná hinum slasaða ökumanni út eftir að lögreglubílnum var ekið á hann. DV-mynd HH Þegar lögreglumenn komu á vett- vang í Breiðholti kom í ljós að ekki var um manndrápstilraun eða hótun um slíkt að ræða. „Þetta reyndist bara ölvunarrugl í fólki, sem betur fer auðvitað, en það er verst með slysið,“ sagði aðalvarðstjóri lögreglu í morgun. -hb Snjóflóð í Óshlíð Snjóflóð féll á veginn um Óshlíð á tólfta tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar á ísafirði var það þunnt og sakaði engan. Bifreið keyrði þó inn í snjóflóðið rétt eftir að það féll og var dregin út. Vega- gerðarmenn fóru af stað snemma í '^•morgun til að ryðja veginn og er hann nú greiðfær. -hb Frímínúturnar eru til margs brúklegar. Dömurnar í Menntaskólanum í Reykjavík notuðu þær til að ræða landsins gagn og nauðsynjar í skólastofunni. DV-mynd Hilmar Þór Seðlabankinn spyrnir við fótum Seðlabankinn hefur gripið til að- gerða til að hamla gegn þenslu og al- mennri eftirspurn eftir fjármagni í bönkum með því að hækka vexti í viðskiptum við lánastofnanir og leggja lausafjárkvöð á banka. „Ég sé ekkert óeðlilegt við lausa- fjárkvöðina en varðandi vaxta- hækkunina held ég að seðlabanka- stjóramir hafi einblínt um of á jan- úarmánuð. Ég hefði litið inn í febr- úar líka,“ sagði Halldór J. Kristjáns- son, bankastjóri Landsbankans, í morgun. -EIR Erlent skip á Akureyri: Skipsljórinn í tóbakssmygli DV, Akureyri: Skipstjóri á flutningaskipi frá Ba- hamaeyjum var í gær staðinn að tó- bakssmygli í Akureyrarhöfn og höfðu tollgæsla og lögregla uppi á 300 kartonum af tóbaki sem smygla átti í land. Skipstjórinn var fluttur til yfir- heyrslu á Akureyri í gær og viður- kenndi þar að eiga tóbakið og hafa ætlað að selja það hér á landi. Gefin var út ákæra á hendur honum en málinu var síðan lokið með því að skipstjórinn féllst á að greiða 900 þúsund króna sekt. -gk Þriöji hverfillinn í Nesjavallavirkjun án útboðs og borgarfulltrúar í Japansferð: ESA klagar borgina Reykjavíkurborg hyggst kaupa þriðju Mitsubishi-túrbtnuna til Nesja- valla og auka raforkuframleiðslu þar. Kaupin kunna að verða gerð án und- angengins útboðs. ESA, Eftirlitsstofn- un Evrópusambandsins, hefur sent fjármálaráðuneytinu athugasemd vegna þessa, telur að kaupin eigi að fara í útboð á öllu evrópska efnahags- svæðinu. Á sunnudag halda þau Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformað- ur Orkuveitu Reykjavíkur, og Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, til Japans til þess að þiggja boð Mitsubishi um að skoða verksmiðjurnar sem framleiða hverflana. Mönnum í viðskiptalífinu finnast þetta einkennileg vinnubrögð af hálfu borgarinnar og bera keim af öðru en eðlilegum viðskiptaháttum. „Mér skilst að verið sé að biðja um meiri upplýsingar hjá ráðuneytinu," sagði Alfreð Þorsteinsson í morgun. Hann segir að ekkert sé ákveðið um Alfreð Þorsteins- Jóna Gróa Sigurð- son. ardóttir. viðbótarkaup en reglur EBE geri ráð fyrir slíkum kaupum án útboðs. Hann segir hins vegar að túrbínan mundi kosta rúmar 600 milljónir en slík tæki gætu kostað allt að milljarð. Mjög gott tilboð fékkst i tvær fyrstu túrbínum- ar og er sagt að borgin hafi sparað sér peninga sem voru ígildi glæsilegrar sundlaugar þá. Túrbínan nú væri seld á sama verði og við fyrri kaupin. Al- freð sagði alis óvíst að hægt yrði að koma við þriðju túrbínunni, rann- sóknir á því væru framundan. Sigfús Sigfús- son, forstjóri Heklu hf., sagði í morgun að ekki væri búið að ganga frá einu eða neinu í sambandi við sölu á hverfli Ingibjörg Sólrún númer þrjú til Gísladóttir. Nesjavalla. „Það er búið að skrifa undir viljayfirlýsingu. Það á eftir að gera alls konar prófanir á svæðinu og kanna hvort það þolir eina túrbínu í viðbót,“ sagði Sigfús. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stað- festi við DV í morgun að Japansfórin stæði fyrir dyrum og að til stæði að líta við hjá Mitsubishi. Hún sagði að ferðin væri farin á vegum borgarinn- ar og væri öðrum þræði heimsókn til Tokyoborgar. Borgarstjóri staðfesti einnig að erindi hefði borist flármála- ráðuneytinu frá Eftirlitsstofnun EFTA vegna hugsanlegra kaupa á þriðja hverflinum fyrir Nesjavalla- virkjun án opins útboðs. Þegar l,2ja milljarða tiiboði Mitsubishi í þá tvo hverfla sem þegar eru komnir til Nesjavalla var tekið hafi jafnframt verið gerð viljayfiriýsing í þá veru að þriðji hverfilliinn yrði einnig frá Mitsubishi. Hins vegar sagði hún enga formlega ákvörðun hafa enn ver- ið tekna um að kaupa þriðja hverfil- inn. „Kvörtun ESA hefur borist ráðu- neytinu og er til skoðunar hjá Inn- kaupastofnun,“ sagði borgarstjóri. Að- spurð til hvers þrír borgarfulltrúar sem ekki eru verkfræðimenntaðir færu til Japans til að skoða gufu- hverfla sagði Ingibjörg Sólrún að ekki stæði sérstaklega til að skoða hverflana í krók og kring heldur verksmiðju Mitsubishi þar sem hverflarnir eru framleiddir. „Orku- veitustjóri, Guðmundur Þóroddsson, er með í fór,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Veðrið á morgun: Rigning eða slydda Á morgun verður suðvestan- gola eða kaldi og rigning eða slydda, einkum sunnan- og vestan til framan af degi en fer yfir i élja- gang vestanlands síðdegis. Hiti verður víða um eða rétt ofan við frostmark. Veðrið í dag er á bls. 45.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.