Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1999 15 Af tjáningarfrelsi þó hvortveggja sé auð- vitað teygjanlegt en þá höfum við dómstóla. Anne Kristine Magnúsdóttir dagskrárgerðarmaður. - Hleypir hún óþægi- legum skoðunum út til landsmanna? - Greinarhöf. fjallar um brotthvarf hennar af Rás 2 Ríkisútvarpsins. Hún Anna Kristine fyllir ekki lengur eyðuna „milli mjalta og messu“ á sunnu- dagsmorgnum. Af einhverjum ástæð- um virðist hún ekki hafa fengið að vera í friði með þennan létta, meinlausa, stundum beitta og á stundum pínulítið væmna þátt, sem hlustað hefur verið meira á en aðra dagskrárliði að fréttum undanskild- um. Við sem komið höfum fram í þess- um þáttum hljótum að hafa vonda samvisku af ein- hverju sem við höfum látið út úr okkur og hefur farið í taugarnar á einhverjum yfirsamstarfsmanna Kristínar. Það var aldrei meining- in að hún missti vinnuna. Þessi vistaskipti Önnu Kristine leiða aftur til hugleiðinga um það hver sé staða tjáningarfrelsis í lýð- veldinu íslandi á þessu síðasta ári aldarinnar en tjáningarfrelsi er stjómarskrárbundinn réttur þegn- anna. Getur hver sem er hiklaust tjáð sig hvenær sem er um hvað sem er? Flestir munu svara því játandi svo framarlega sem skoð- anirnar eru ekki ærumeiðandi eða brjóta í bága við almennt velsæmi Ekki er allt sem sýnist Valdhafar allra þjóða hafa á öllum tímum eignað sér rétt til að hafa áhrif á skoðanir þegna sinna og þeir hafa lengst af ráðið flestum þeim miðlum sem móta þessar skoð- anir. Hér á landi vora dagblöð lengi í eigu stjómmálaflokka og túlkuðu því stefnu þeirra og skoðanir. Þetta hefur breyst á allra síðustu árum þannig að nú eru dagblöðin rekin sem fyrirtæki, óháð stjórnmála- flokkum, og ætlast er til að þau beri sig fjárhagslega og skili eigendum sínum arði. Það bindur tjáningar- frelsið við það að efni hins „frjálsa" fjölmiðils verður að höfða til það margra að fjölmiðillinn beri sig. Þetta þýðir ekki að blöðin hafi slitið öll tengsl við flokkana, a.m.k. eru enn augljós tilfinn- ingatengsl milli Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins. Einn fjölmiðill er enn í eigu þjóðarinnar en það er Ríkis- útvarpið ásamt sjónvarpi. Þó hef- ur einkaréttur ríkisins til út- varps- og sjónvarpsrekstrar verið afnuminn sem er af hinu góða. Frá upphafi hefur ríkisútvarpið, síðar með viðbótinni sjónvarp, verið vígi tjáningarfrelsis í landinu og það hefúr verið gæfa landsmanna að þar á bæ hafa setið við stjórn vel menntaðir hugsjónamenn sem staðið hafa fast á rétti stofnunar- innar til að halla ekki málum eftir geðþótta ríkisvaldhafa. Boðskapurinn frá flokknum Ýmsum hefur þó fundist sem hér hafi orðið á breyting á síðari árum. Stærsti og um leið valda- mesti stjórnmálaflokkur landsins hefur sýnt vaxandi tilburði í þá átt að takmarka tjáningarfrelsi stofn- unarinnar. Boðskapurinn frá flokknum hefur þó verið tvíræður. Annars vegar hafa þeir sem fara fyrir frjálshyggjuliðinu í flokkn- um heimtað að ríkið seldi fjölmiðl- ana sína og hins vegar hafa kerfis- mennirnir sýnt vaxandi tilburði í þá veru að sveigja skoðanatján- ingu þessara fjöhniðla að hug- myndafræði Sjálfstæðisflokksins. Einn þáttur í þeirri tilhneigingu hefur verið að sjá til þess að að- eins fólk með „hreinar hugsanir" réðist að stofnununum. Annar þáttur er að ýta til hliðar fólki, sem hleypir óþægilegum skoðun- um út til landsmanna, beint eða óbeint. Má ætla að brotthvarf Önnu Kristine sé hluti af þeim leik, þó annað sé gefíð í skyn. Blikur eru á lofti í íslensku þjóðfélagi sem gætu bent til þess að tjáningarfrelsið sé í hættu. Annars vegar stafar hættan af fjár- magni í höndum óhlutvandra að- ila og hins vegar af ofurvaldi stjómmálamanna. Gagnvart báð- um þessum aðilum þarf þjóðin að halda vöku sinni. Árni Bjömsson Kjallarinn Árni Björnsson læknir „Við sem komið höfum fram í þessum þáttum hljótum að hafa vonda samvisku afeinhverju sem við höfum látið út úr okkur og hefur farið í taugarnar á einhverj- um yfirsamstarfsmanna Kristín- ar. Það var aldrei meiningin að hún missti vinnuna.“ Hækkun námslána er brýn Þeir sem hafa kynnt sér kjör námsmanna eru sammála um að námslánin eru of lág. 57.600 kr. grunnframfærsla á mánuði auk skerðingar á þeirri upphæð við óverulegar árstekjur (185.000 kr.) dugir alls ekki öllum og hafa því margir neyðst til að vinna með námi eða rúlla á undan sér um- talsverðu yfirdráttarláni í bönk- um. Dæmi er um að duglegt fólk neyðist til að hverfa frá háskóla- námi til að sjá sér og sínum far- borða. Námslánin hafa lækkað að raungildi um 16,7% frá þv.í 1982. Nú er svo komið að margir sitja uppi með mörg hundruð þúsund króna yfirdrátt að loknu námi. Námsmenn í leiguhúsnæði eða eigin húsnæði hafa það þó verst. Til að undirstrika alvarleika málsins má benda á að hlutfall námsmanna undir fátækramörkum var nálægt 50% árið 1995 og hefur ástandið ekki batnað síðan. Einnig má benda á að atvinnuleysisbætur eru nú þó nokkuð hærri en námslán. Það ætti því öllum að vera ljóst að námslán standa ekki undir nafni. Þurfa ekki að kosta mikið Námsmenn sem eiga erfitt með að lifa á lágum námslánum eiga sárafá úrræði önnur en að fara út á vinnumarkaðinn. Þrátt fyrir hóf- samar kröfur námsmanna þess efnis að námslán verði hækkuð til jafns við atvinnuleysisbætur og örorkubætur hefur ekki verið gengið að kröfum námsmanna vegna þess að þær kosta ríkið hundruð milljóna á ári. En hærri námslán þurfa ekki endilega að kosta mikið. Vaka, fé- lag lýðræðissinnaðra stúdenta, leggur til að lánasjóðurinn veiti öllum námslánaþegmn sem þess óska allt að 20.000 kr. viðbótarlán á mánuði á kostnaðarverði fyrir lánasjóðinn. í þessari hugmynd felst að ríkið noti lánstraust sitt til að taka hagstæð lán fyrir náms- menn, hagstæð- ari en náms- menn geta fengið í eigin nafni án þess að ríkið kosti til þess miklu. Það er raunhæft að LÍN bjóði viðbótar- lánin með 5-6% raunvöxtum án þess að ríkið borgi meira í sjóðinn. Hagstæð erlend lán Hægt er að fjármagna námslán með útgáfu ríkstryggðra bréfa eða með hagstæðum erlendum lánum sem ríkinu standa til boða. Náms- lán eru niðurgreidd og bera nú 1% raunvexti en ef hugmynd Vöku nær fram að ganga má gera ráð fyrir að heildarnámslánið muni bera raunvexti á bilinu 1 til 2% eftir því hversu há upphæð er tekin að láni (0-20.000 kr. við- bótarlán). Þessi út- færsla felur ekki í sér aðrar breytingar á úthlutunarreglum LÍN en kemur alls ekki í veg fyrir þær. Þessi hugmynd okk- ar Vökumanna bygg- ist á mikilli vinnu sem farið hefur fram í allan vetur innan félagsins og hefur fengið mjög jákvæð- ar móttökur. Langtímamarkmið námsmanna er að þeim standi til boða sómasamleg lán á sömu kjörum og nú og þessi lausn er skref í rétta átt. Það er ekki ætlun Vöku að hverfa frá hugmyndum um lækkun á allt of hárri skerðingu námslána vegna tekna en viðbótarlán er bráða- birgðalausn sem kemur mörgum til góða strax án aukins tilkostnað- ar af hálfu ríkisins. Tillaga Vöku hefur marga kosti Hugmynd Vöku hefur marga kosti. Ef hún nær fram að ganga felst í því löngu tímabær viður- kenning af hálfú stjórnvalda á að námslán séu of lág. Viðbótarlánið myndi líka bæta strax úr neyð margra lánþega og tryggt er að enginn væri verr settur en nú. Það hlýtur að vera æskilegra að náms- menn fái langtímalán fyrir brýn- ustu lífsnauðsynjum heldur en að þeir sitji uppi með himinháan yfirdrátt í bönkum að loknu námi. Tillaga Vöku gerir námsmönnum einnig kleift að sníða sér bet- ur stakk eftir vexti því fjölbreytni lán- anna eykst. Einnig má benda á að samningsstaða námsmanna gagnvart ríkinu batnar eftir að búið er að viðurkenna þörfina fyrir hærri námslán. Sú þörf er vissulega til staðar. Það er svigrúm fyrir hærri námslán án þess að hækka endur- greiðslubyrði náms- manna Þeir sem tækju viðbótarlánið þyrftu að sjáfsögðu að borga meira til baka en það er ennþá svigrúm fyrir hærri lán án þess að hækka endurgreiðslubyrðina. Nú er hún 4,75% af launum og heftst tveimur árum eftir nám. Það er skoðun Vöku að vel sé hægt að hækka lánin án þess að hækka endurgreiðslubyrðina Breytingin mun felast í því að námsmenn veröa lengur að borga af lánunum en greiðslubyrðin verður sú sama og áður. Betri samningsstaða námsmanna og hagstæð lán í stað yfírdráttar í bönkum koma öllum til góða, hvort sem þeir sjá fram á háar eða lágar tekjur í framtíðinni. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir „ Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, leggur til að lánasjóður- inn veiti öllum námslánaþegum sem þess óska allt að 20.000 kr. viðbótarlán á mánuði á kostnað- arverði fyrir lánasjóðinn.“ Kjallarinn Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðinemi, skipar 6. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs Með og á móti Eru Dwight Yorke og Andy Cole besta framherjaparið í ensku knattspyrnunni? Elvar Guöjónsson, stuöningsmaður Manchester United. Staðreyndir tala sínu máli „I mínum huga er engum blöð- um um það að fletta að Andy Cole og Dwight Yorke eru lang- besta fram- herjaparið í ensku úrvals- deildinni þetta tímabilið. Stað- reyndir tala sínu máli þar. Saman hafa þeir skoraö ná- lægt 35 mörk- um þetta tíma- bilið, hvert öðru glæsi- legra og hefur samvinna þeirra verið hreint stórkostleg. Þá þarf ekki annað en líta til þess að það hlýtur að þurfa mjög sterka framherja til að halda manni eins og Ole Gunnar Sol- skjær á bekknum. Manchester United hefur nú skoraö yfir 60 mörk í úrvalsdeildinni, þökk sé Andy Cole og Dwight Yorke, því ef þeir ekki skora mörkin þá leggja þeir þau upp meðan næsta lið hefur ekki enn náö 50 mörk- um. Oft hef ég óskað þess að hafa svona framherja í FH.!!!!!“ Fowler og Owen betri „Ég er þeirrar skoðunar að Robbie Fowler og Michael Owen framherjaparið hjá Liverpool sé það sterkasta í ensku knatt- spyrnunni í dag. Samvinna Yorke og Cole hefur að vísu ver- ið mjög góð í vetur en það má ekki gleyma því að þeir eru að spila með klassa fótbolta- mönnum. Þeir hafa Ryan Giggs og David Beckham sem báðir hafa yfir að ráða frá- bærum sendingum og hafa skap- að mörg mörk fyrir þá. Þetta hef- ur auðvitað hjálpað framherjum United heilmikið. Þegar Fowler og Owen verða komnir á meira skrið og með betri leikmenn með sér tel ég þá vera betri. Fowler er að mínu mati besti framherj- inn þegar hann er heill. Hann er bestur í að klára færin sín og er ótrúlega þefvís í að skapa sér þau. Haim er mjög sterkur í loft- inu þó lítill sé, hefur góöan hraða og magnaðan vinstri fót. Ég held að hann eigi eftir að fá að sanna sig í enska landsliðinu með tilkomu Kevins Keegan i þjálfarastöðuna. Owen er ungur og á margt ólært en þrátt fyrir það er hann meðal þeirra allra bestu. Hann hefur mikinn hraða og það er ómögulegt fyrir varn- armennina að lesa út hvað hann ætlar sér að gera. Owen á eftir að verða enn betri og ég sé fyrir mér að þeir saman eigi eftir að blómstra hjá Liverpool næstu árin. Dwight Yorke er nálægt því að vera besti framherjinn í ensku knattspyrnunni en þegar allt er tekið saman set ég Fowler í efsta sætið." -GH Höröur Magnússon stuöningsmaöur Uverpool. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.