Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 Fréttir Bókari Vegas kæröur fyrir fjárdrátt: Kom að peninga- skápnum galopnum - segir talsmaöur staöarins Fyrrum bókari skemmtistaðarins Vegas í Reykjavík hefur verið kærð- ur til lögreglu vegna grvms um millj- óna króna íjárdrátt. Talsmaður stað- arins sagði í samtali við DV að ekki væri vitað með fuilkominni vissu hversu miklu bókarinn hefði skotið undan en grunur léki á að um nokkr- ar milljónir króna væri að ræða. „Hann sá um allt bókhald staðar- ins þegar ég var erlendis í um viku í lok janúar. Þegar ég kom svo heim að utan fór ég inn á skrifstofu okkar á Vegas og kom að peningaskáp galopnum," segir talsmaöur staðar- ins. „Það getur komið fyrir að fólk gleymi að loka skápnum og ég hélt því áfram vinnu minni eins og ekk- ert hefði ískorist. Svo kom ég aftur að honum opnrnn tveimur dögum síðar. Ég reyndi að ná í bókarann en það tókst ekki. Svo sendi ég honum símskeyti og hann hringdi til baka og sagði mér þá i miklum æsingi að hann væri hættur. Ég sagði þá að ég vildi fá uppgjör vegna þeirrar viku þegar ég var frá og hann lofaði að skila þvi,“ segir talsmaðurinn. Að sögn talsmannsins hefur hókarinn Frá Eiðum. Veitingastaðurinn Vegas. ekki enn skilað bókhaldinu. „Mér sýnist, skv. mínum gögnum, að þessa viku sem ég var frá vanti 1,4 milljónir og í heildina hef ég grun um að þetta skipti nokkrum milljónum," sagði hann. -hb Eiöar: Menningarmiðstöð Austurlands - rætt viö Vilhjálm Einarsson DV, Egilsstöðum: Það er dauft yfír skólastaðnum Eiðum í vetur. Þar er nú engin kennsla og enginn veit hvað verður um þetta sögu- fræga menntaset- ur Austfirðinga. Nokkrir áhuga- menn stofnuðu sl. vor félagið Sam- tök Eiðavina imd- ir forystu Vil- hjálms Einarsson- ar, fyrrverandi skólameistara. Við spurðum hann um félagið og stöðu mála. „Félagið okkar hefur nú verið til i nær ár og okkar störf hafa miðast við að stuðla að endurreisn Eiöa- staðar í þágu menningar og athafna- lífs á Austurlandi. Þessu hyggjumst við ná með því að afla stuðnings ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka, gefa út fræðslurit um staðinn og halda Eiðamót," sagði Vilhjálmur. En hefur eitthvað áunnist? „Jú, við höfum gert könnun á hugsanlegri nýtingu, miðað við að staðurinn verði rekinn svipað og heimavistarskóli. Þar kom í ljós mikill áhugi meðal eldri borgara á vikudvöl. Verulegur áhugi fyrir- tækja á helgardvöl eða stuttum námskeiðum. Fræðslustjóri Aushir- lands telur að grunnskólinn gæti haft margvísleg not af Eiðastað, t.d. fyrir skólabúðir. Þá er rétt að nefna þær hugmyndir sem komið hafa upp um stærri not af staðnum, eins og verkmennta- og handíðaskóla, mannræktarstöð, alþjóðaflugvöll, enda örstutt á Egilsstaðaflugvöll, og fleiri hugmyndir hafa komið fram.“ Er staðurinn ekkert nýttur eins og er? „Jú, reyndar. Óperumiðstöð Aust- urlands, sem æfir nú Töfraflautuna, hefur fengið afnot af húsnæði Al- þýðuskólans til æfinga og sýninga. Það er eitt dæmið um þá margþættu menningarstarfsemi sem þar gæti farið fram. Og það er vissulega margt sem styður þá skoðun okkar að það beri að hlúa að Eiðum sem menningarsetri. Þar var höfuðból áð fomu og nýju. Langt fram eftir 20. öldinni var þar eini framhalds- skólinn á Austurlandi. Fjöldi máls- metandi Austfirðinga hlaut þar sína fyrstu framhaldsmenntun og á Eið- um er nánast allt sem þarf til að reka þar fjölþætta menningarstarf- semi.“ Er líklegt að eitthvað af þessu nái fram að ganga? „Á góðum stimdum ræða stjóm- málamenn gjama um mikilvægi þess að jafnræði til náms nái til allra óháð búsetu. Menntastöð á Eiðum gæti orðið mikil driffjöður í menningarlífi á Austurlandi og það er von okkar Eiðavina að í framtíð- inni geti hvers konar meningarvið- leitni átt þar skjól og sótt þangað styrk.“ Einhver lokaorð? „Ég vil skora á Alþingi og ríkis- stjóm að sjá til þess að staðnum verði skapaður rekstrargrundvöll- ur þannig að hann geti komið að gagni fyrir unga sem aldna, sem efni standa til. Við verðum öll að standa saman um viðreisn Eiða- staðar. Gerrnn Eiða að menningar- setri Austurlands," sagði Vilhjálm- ur Einarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.