Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 2
Fréttir FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 Stuttar fréttir i>v Eskfiröingurinn sem tók upp sjónvarpsdagskrána: Hundrað þúsund krónur á mánuði - innheimti 10.500 krónur fyrir hvert skip sem keypti þjónustuna Eskfirðingurinn, sem hefur verið kærður fyrir að taka upp sjónvarps- dagskrá Stöðvar 2 og Sýnar í leyfis- leysi, innheimti 10.500 kr. fyrir hvert skip sem keypti þjónustu af manninum. Alls var maðurinn í viðskiptum við um tiu skip og hefur því haft rúmlega 100.000 kr. í laun fyrir þjónustu sína á mánuði. í samningi, sem DV hefur undir höndum milli fyrirtækis í eigu mannsins og loðnuskips á Aust- fjöröum, kemur fram að kærði greiðir afnotagjöld sjónvarpsstöðv- Áburðarverk- smiðjan staðgreidd Haraldur Haraldsson í Andra staðgreiddi í gær Áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi fyrir hönd nýrra eigenda hennar. Hann gekk á fund Sigurðar Þorkelssonar ríkis- bókara rétt fyrir tvö í gær og af- henti honum tvær ávísanir, samtals að upphæð 1.257 milljónir króna en þar sem bankakerfið ræður ekki við svo háa upphæð á einni ávísun voru tvær notaðar. Hann fékk að því loknu afhent hlutabréf í verksmiðj- unni, alls tíu talsins. Þar með lauk 47 ára sögu hennar í eigu ríkisins en verksmiðjan var reist árið 1952. Nýju eigendurnir taka við rekstri verksmiðjunnar í dag og verður þá skipt um stjórn hennar en Haraldur mun þá taka við stöðu stjórnarfor- manns fyrirtækisins. Nýju eigend- urnir gera ráð fyrir svipaðri starf- semi hjá verksmiðjunni. -hb anna og miðar við að taka upp alla dagskrá frá kl. 19 til dagskrárloka á þremur sjónvarpsstöðvum, Stöð 2, Sýn og RÚV. Lögfræðingur kærða sagði i samtali við DV í gær að skipin, sem kærði átti í viðskiptum við, greiddu öll afnotagjöld. Engu að síður hefur maður- inn ætlað að greiða afnota- gjöld af stöðvunum. í til- boðinu býðst kærði einnig að kaupa eitt myndbands- Hólmgeir Jóns- son, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins. tæki fyrir hverja stöð sem hann tekur upp. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins, sagði í samtali við DV að málið snerti ekki Sjó- mannsambandið sem ein samtök. „Ég skynja að þeir sem eru að taka upp efni og selja eru að bijóta höfunda- lög. Að öðru leyti hefur Sjó- mannsambandið ekki skoðrrn á málinu," sagði Hólmgeir. Bjami Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkissjónvarpsins, sagði í samtali við DV að stofnunin ætlaði ekki að fara enn sem komið væri sömu leið og íslenska útvarpsfé- lagið. „Málið er í lögformlegum far- vegi hjá íslenska útvarpsfélaginu og við fylgjumst með því,“ sagði hann. Aðspm-ður sagðist hann ekki áður orðið var við starfsemi sem þessa en þetta væri í fyrsta skipti þar sem kraf- ist væri rannsóknar á máli sem þessu. „Við fylgjumst með framvindu máls- ins og gerum ekki meira að svo stöddu," sagði Bjami. -hb Haraldur í Andra gekk á fund ríkisféhirðls í gær og staðgreiddi verksmiðjuna. DV-mynd Hiimar Þór Þorskurinn sporðrennir ýsunni - ofbeitt í hafinu, segja sjómenn. Þorskstofninn oft stærri en þetta, segir fiskifræðingur Ein tegund étur aðra. Þannig étur þorskurinn, sá gráðugi fiskur, ýs- una í talsverðu magni um þessar mundir úti í Faxaflóa. „Þetta hefur verið algengt í allan vetur. Fiskur- inn er búinn að vera mjög vel á sig kominn og hefur hakkað í sig ýs- una,“ sögðu kallarnir í fiskvinnslu Aðalbjargar RE 5 vestur á Granda- garði. Þeir eru fagmenn með langa reynslu. Bæði sjómenn og land- menn liggja ekkert á því að verið er að „setja of mikið á“, það sem sé að gerast í sjónum sé „ofbeit" rétt eins og í landbúnaðinum. Þegar gert er að stórum þorskum kemur síðasti málsverðurinn í ljós. Kíkt inn í boldangsþorsk. Hádegisverður hans kem- ur í Ijós, allmyndarleg ýsa. Landmenn á Aðalbjörgu RE tala um „ofbeit" á miðunum. DV-mynd S Stundum eru það fiskar sem nálgast að vera 2 kíló á þyngd, eða 10 til 20 ýsuseiði. Þorskur- inn er grimmur og duglegur fiskur og ýsan og ufsinn greinilega í uppá- haldi hjá honum ef uppáhaldsréttirnir eru ekki í boði. Hann sporðrennir lika kola og fleiri góðfiskum. „Þegar loðnan kemur á svæðið fer þorskurinn í hana,“ sagði Sigfús Schopka fiskifræðingur, forstöðu- maður fiskveiðiráðgjafar hjá Haf- rannsóknastofnun, í gær. Loðnan er númer eitt á matseðlinum hjá þeim gula, að sögn Sigfúsar. í öðru sæti er rækjan og því þriðja sandsíli sem hann tekur fram yfir ýsu og aðra fiska. Hér sunnanlands er æti þorsksins mun blandaðra en víða annars staðar i höfunum kringum landið. Sigfús er ekki fremur en aðr- ir fiskifræðingar sammála þeirri samlikingu að búið sé að setja of mikið á eða að ofbeit sé í sjónum. Þorskstofninn hefur oft verið miklu stærri en þetta, segir Sigfús. -JBP Alþingi unga fólksins í lok mars: Ungt fólk og Evrópuráðið Alþingi unga fólksins verður hald- ið dagana 29.-31. mars nk. Á þessu þingi gefst ungu fólki á aldrinum 16-20 ára tækifæri á að ræða mál sem tengjast Evrópupráðinu þar sem það er 50 ára um þessar mundir. Það er utanríkisráðunetyið sem stendur að þinginu og hefur fengið náms- mannahreyfingarnar til liðs við sig. Að sögn Mörtu Nordal, verkefnis- stjóra Alþingis unga fólksins, verða 63 ungmenni hvaðanæva af landinu valin til setu á þinginu. „Það verður fengið fólk frá öllum kjördæmum líkt og þingmenn eru valdir til setu á Alþingi Islendinga. Og þá er einnig gert ráð fyrir því að hlutfall milli kynja verði jafnt en þar sem það eru 63 þingmenn sem sitja á þinginu verður kastað upp á hvort það verð- ur karlmaður eða kvenmaður sem verður 63. þingmaðurinn," segir Marta. Á þinginu verður rætt um mannréttindamál, fikniefnamál, um- hverfismál o.fl. Hvaða ungmenni sem er á aldr- inum 16-20 ára getur sótt um að setjast á þingið en þarf að sækja um það formlega með því að fylla út umsókn sem hefur verið dreift í alla framhaldsskóla landsins, auk þess sem þær liggja frammi í Hinu húsinu og hjá Æskulýðssambandi ís- lands. Umsækjendur eru m.a. valdir Það verða hugsanlega alþingismenn framtíðar- innar sem koma til með að ræöa málefni unga fólksins í lok mars. eftir því hvaða málefni þeir leggja til að verði rædd en þau þurfa að vera tíunduð á umsókninni. -hb Vill verða ráðherra Kristinn H. Gunnarsson ætlar að gera tilkall tii þess að verða sjáv- arútvegsráðherra verði Framsókn- arflokkurinn í rík- isstjóm eftir al- þingiskosningamar í vor. Hann sagði þetta i viðtali við tímaritið Ægi og Stöð 2 greindi frá. Minni hagnaður Rekstur Krossaness hf. skiiaði 36,7 miiljónum króna á árinu 1998, sem er talsvert lakari afkoma en árið á undan þegar hann nam 109,5 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam liölega 117 milljónum og lækk- aði um rúmar 110 milljónir. Búnaðarbanki greiðir 8% arð Bankaráð Búnaðarbanka íslands hf. hefur ákveðið að leggja tO við að- alfúnd félagsins þann 10. mars næst- komandi að greiddin verði 8% arð- ur af nafhverði hlutafjár. Hlutafé Búnaðarbankans er 4100 m.kr. og nema því væntanlegar arðgreiðslur alls 328 m.kr. Þetta er um helmingur hagnaðar félagsins að teknu tilliti til skattgreiðslna. DeCode í 24 doliara 1 gær fóru fram viðskipti með bréf í deCode, móðurfélagi íslenskrar erfðagreiningar, á 24 doliara hlutur- inn. Það þýðir að markaðsverðmæti deCode er komið yfir 40 miiljarða króna. Samkvæmt upplýsingum frá verðbréfamiðlurum er mikil eftir- spum eftir bréfunum en lítið fram- boð. Menn spá því að þau muni halda áfram að hækka. Þetta kom fram á Viðskiptavef VB á Vísi.is Sverrir í hringferð „Það er nú öðru nær en að einhver afturkippur sé í okkar framboðs- málum eða flokks- starfi yfirleitt. Hér er allf á fijúgandi ferð, maður,“ sagði Sverrir Hermanns- son, formaður Frjálslynda flokksins, í samtali við Dag. Gert út á vandann Mikill meirililuti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu á fr éttavef Við- skiptablaðsins á Vísi.is telur að tölvu- fyrirtækin „geri út á“ 2000-vandann. Alls greiddu 804 atkvæði. 78% svör- uðu játandi en 22% neitandi. 54 þúsund færri hluthafar HÍúthafar i Búnaðarbanka ís- lands .er nú 39 þúsund talsins en 93 þúsund manns skráðu sig fyrir hlutabréfum í bankanum þegar hlutafé hans var aukið um 17,25% fyrr í vetur. Viðskiptaráðherra vill skoða hvort nýju hluthafamir fái fuiitrúa í bankaráð bankans. Við- skiptablaðið sagði frá. Hótað vegna hvalveiða Christian Brenne, yfirmaður Tengelman-versl- unarkeðjunnar þýsku, hefurkomið því á framfæri við Vilhjálm Egilsson alþingismann að viðskiptum við ís- lendinga kunni að verða rift hefji þeir hvalveiðar á ný. Stöð 2 sagði frá. 50 þúsund stúdentar Fjöldi brautskráðra stúdenta á ís- landi, frá 1847, komst yfir 50 þúsund á sl. vori. Ríflega helmingur þeirra hefúr lokið prófi á síðustu 14 árum. Dagur sagði frá. ÚN kærður Réttindaskrifstofa stúdenta hefur kært Lánasjóð IsL námsmanna til málskotsnefndar LÍN fyrir að ákvarða námslán út frá því að 57 þús. kr. dugi til grunnffamfærslu. Þess er krafist að úrskurður stjómar sjóðsins þar um verði úr gildi felldur. Kaupir Lögberg Bókaútgáfan Vaka-Helgafell hefur fest kaup á forlaginu Lögbergi, sem hefúr gefið út menningarsöguleg rit á borð við Guðbrandsbiblíu, Skarðsbók og fleiri. Lögberg var í eigu Iðunnar. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.