Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 27 Fréttir Fjölmenni var saman komið í bóknámshúsi FNV þar sem spástefnan var haldin. DV-myndir Örn Fjölsótt spástefna á Sauðárkróki: Mannauðurinn helsta auðlindin - sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra DV, Skagafirði: „Samkvæmt erlendum samanburð- arrannsóknum felast 56% af auði ís- lands í náttúruauðlindum, 29% í mannauði og 15% í fjármagni. Þessar rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að mannauðurinn er okkar helsta auðlind ef náttúruauðlindir landsins eru frátaldar. Margt bendir til að mannauðurinn verði sífellt mik- ilvægari í samkeppnishæfi þjóða,“ sagði HaUdór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra í framsöguerindi sínu á spástefnu sem haldin var á Sauðár- króki 26. febrúar. Spástefnan bar yflrskriftina Al- þjóðaþróun - Byggðaþróun, framtíð íslenskra byggða. Ráðherra gerði skýrslu Byggða- stofmmar frá 1997 um búsetu á íslandi að umtalsefni og sagði: „Það er ljóst að sam- keppni um vinnuafl verður sífellt meiri, einkum fyrir tilstilli sameinaðs vinnumark- aðs Evrópu. 1 könnun Byggðastofnunar kom fram áhugi landsbyggð- arfólks á því sem kall- aðir eru nútímalegir lífshættir og skipta miklu máli við val á bú- setustað. Á íslandi er að vaxa úr grasi ný kyn- slóð fólks sem hefur raunverulega mögu- leika og rétt á að vinna hvar sem er í Evrópu og jafnvel víðar. Þetta þýðir einfaldiega að ísland verður að vera samkeppnishæft við önnur Evrópu- ríki um íslenskt vinnu- afl. Við verðum að geta boðið upp á fjölbreytt at- vinnutækifæri á íslandi eins og í öðrum Evrópu- löndum.“ Það voru Ræðuklúbb- ur Sauðárkróks, Verka- lýðsfélögin Fram og Ald- an, Atvinnumálanefnd Skagaíjarðar, Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra og þróunarsvið Byggðastofnunar sem gengust fyrir spástefn- unni. Samkoman var ágætlega sótt og kom fólk víðs vegar af Norðurlandi vestra. Að loknum erindum framsögumanna voru pallborðsumræður og að lokum frjálsar umræður. -ÖÞ Halldór Ásgrfmsson í ræðustól. 1000 kr. 990 m 1000 fermetrar Gegnheilar flísar á bílskúrinn, ikr. 1290 m Smiðjuvegi 4a, græn gata, Kópavogi, sími 587 1885 www.umferd.is BÍLAHÚ8I (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöfða 2 • Reykjavík Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf: 587 7605 Frábær greiðsiukjör: Engin útborgun og lán til allt að 48 mánaða. Fyrsta afborgun getur verið eftir allt að 3 mánuði. Visa/Euro- raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. Mazda 323 ‘98, ek.10 þ.km. Verð 1.950 þús. Mazda 323 ’90, ek. 138 þ.km. Verð 470 þús. Subaru 1,8 station, ’89, ek. 162 þ.km. Verð 450 þús. Subaru Legacy ’91,ek.152 þ.km. Verð 740 þús. Subaru Impreza 2.0, '98, ek. 9 þ.km. Verð 1.650 þús. Toyota Corolla 4x4, ’98, ek. 16 þ.km. Verð 1.650 þús. Subaru Legacy 2,0, ‘97,ek. 52 þ.km. Verð 1.890 þús. Nissan Almera 1,6, ‘96, ek. 9 þ.km. Verð 1.190 þús. Subaru Legacy ’91, ek. 140 þ.km. Verð 860 þús. Opel Corsa Swing 1,4 ’97, ek. 37 þ.km. Verð 1.070 þús. Toyota touring ’96, ek. 66 þ.km. Verð 1.420 þús. VW Corrado ’91, ek. 41 þ.km. Verð 1.450 þús. Subaru Legacy 2,2 ’98, ek. 38 þ.km. Verð 2.150 þús. Pontiac Grand Am ’96,ek. 50 þ.km. Verð 1.900 þús. KIA-Sportage ‘96, ek 38 þ. km. Verð 1.350 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.