Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 22
 FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 26 Fréttir i>v HeUdarútgjöld ferðamanna í Hveragerði nær milljarður: Velta íslendinga þar 800 milljónir - yfir hálf milljón á hvern íbúa bæjarins DV, Hveragerði: Hvergerðingar og nærsveitamenn -> fengu 18. febrúar áskorun um að mæta á borgarafund um framtíðar- möguleika ferðaþjónustu í Hvera- gerði. Olaf Forberg, verkefnisstjóri atvinnu- og markaðsnefndar Hvera- gerðis, stjómaði fundinum, en hann var haldinn á vegum þeirrar nefnd- ar. Tilgangurinn var m.a. að gefa bæjarbúum, fyrirtækjum og stofn- unum kost á að koma inn í stefnu- SCHWAB Eldtraustir öryggisskápar ✓ Nýtísku hönnun ✓ Margargerðir ✓ Hagstæðverð J. áSTVfllDSSON HF. ^—£=J Skipholti33,105Reykjawík, sími5333535 mótunarvinnu í ferðamálum fyrir Hveragerðisbæ. Á fundinn mætti Óli Rúnar Ást- þórsson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarsjóðs Suðurlands, og gerði grein fyrir helstu verkefnum sjóðsins og tilgangi hans. Magnús Ágústsson, formaður atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðis, ræddi síðan um mcirkmið með stefnumótunarvinnu. Rögnvaldur Guðmundsson ferða- málafræðingur kynnti að lokum skýrslu um niðurstöður rannsókna í ferðamálum Hveragerðis. í skýrsl- unni, „Ferðaþjónusta í Hveragerði 1997-’98“, sem unnin var að mestu af Gallup og kom út í október 1998, er byggt á skoðanakönnunum sem frarn fóru meðal heimamanna, gesta og leiðsögumanna um stöðu ferða- mála í Hveragerði. í skýrslunni eru m.a. fróðlegar upplýsingar um útgjöld (eyðslu) ferðamanna í Hveragerði. Sam- kvæmt niðurstöðum Gallup komu 68% íslendinga á aldrinum 16-74 ára í dagsferð i Hveragerði árið 1998 að meðaltali 5,7 sinnum. Um 50% af fólki af landsbyggðinni komu til Hveragerðis sama ár, en 72% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ef áætluð er 1000 króna eyðsla á mann í hverri heimsókn innlendra ferðamanna, eru útgjöld þeirra um 800 milljónir króna árið 1998. Um 28% erlendra gesta sumarið Frá fundinum um ferðamál f Hveragerði. Bærinn er sannkallaður ferðamannabær. Nær 70 prósent landsmanna komu þangað í dagsferð á liðnu ári. DV-mynd Eva 1998 komu í Hveragerði, en 15% þeirra utan þess tima. Áætla má að um 50.000 erlendir gestir hafi komið í Hveragerði á árinu, þar af 32.000 að sumarlagi og 9-10.000 hafi gist. Áætlaðar tekjur af erlendum gest- um 1998 eru því um 130 milljónir króna. Heildarútgjöld ferðamanna eru þannig áætluð um 980 milljónir króna, sem samsvarar 580 þúsund krónum á hvem íbúa Hveragerðis -eh Átak í trjágróöri í Hveragerði: Gata valin - frí trjáklipping DV, Hverageröi: Nýlega var haldinn fúndur um fegrun Hveragerðisbæjar þar sem bæjarbúar hlýddu á fyrirlestra um trjáklippingar í bænum og fegrun bæjarins. Kristinn H. Þorsteins- son, kennari í Garðyrkjuskóla rík- isins í Ölfusi, fræddi fundargesti um mismunandi klippingu á ein- stökum trjátegundum. Kolbrún Þóra Oddsdóttir garð- yrkjustjóri hélt erindi og beindi orðum sínum einkum til þeirra lóðareigenda þar sem trjágreinar i görðum slúta yfir gangstéttir og hindra eðlilega umferð vegfar- enda. Kolbrún sagði að til hennar hefðu leitað ökumenn í bænum, sem orðið hefðu fyrir því að rispur hefðu kömið á hliðarspegla á bif- reiðum þeirra vegna trjágreina sem fengið hefðu að vaxa óáreittar. Hjólreiðamenn hefðu einnig kvartað yfir óþægindum og væru dæmi þess að trjágreinar hefðu krækst í gleraugu þeirra með þeim afleiðingum að þau brotnuðu á malbikinu. Á fundinum fengu gestir að setja götunafn sitt í pott sem síðan var dregið úr. Sú gata sem dregin var úr pottinum, var austurhluti Heiðmarkar. íbúar þeirrar götu fá tré í garði sínum klippt frítt. 8. mars hefjast aðgerðir við að klippa runna og trjágreinar sem valda truflun og töfum á umferð vegfarenda í bænum. Garðyrkju- skólinn hefur óskað eftir því að nemendur fái að æfa sig á trjá- klippingum og verður gengið til samstarfs við þá til að fylgja átaki þessu eftir. -eh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.