Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 4. MARS 1999 13 Frekar tekjuskatt en þjónustugjöld A síðustu mánuð- um og vikum hefur mikið borið á kröf- unni um minnkandi skattgreiðslur til ríkis og sveitarfélaga. Öll- um finnst þeir borga of mikið í skatt, bæði fyrirtækjum og ein- staklingum. Samhliða kröfunni um lækk- andi skatta, hefur krafan um aukna þjónustu samfélagins orðið æ háværari. í þessu felst ákveðin þversögn, því aukin samfélagsþjónusta og betra velferðarkerfi kosta peninga. Ríki og sveitarfélög geta ekki staðið undir þessari þjónustu án þess að hafa tekjur. Allir greiði sinn skerf Það er ljóst að ef við viljum halda uppi ásættanlegu stigi á velferðar- Kjallarinn Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamanna- sambands íslands „Samhliða kröfunni um lækkanúi skatta, hefur krafan um aukna þjónustu samfélagins orðið æ há- værafu í þessu felst ákveðin þversögn, því aukin samfélags- þjónusta og betra velferðarkerfi kostar peninga. “ kerfi okkar verða allir íslendingar að vera tilbúnir að greiða til samfé- lagsins. Spumingin er einungis hvernig við viljum sjá skattkeríið okkar líta út. Þróun síðustu ára hefur verið sú að tekjuskattur einstak- linga og fyrirtækja hefur lækkað, útgjöld ríkissjóðs vegna barna- og vaxtabóta hafa minnkað, á sama tíma hefur þjónustu- gjöldum flölgað og þau hækkað. Þessi þróun hefur komið verst niður á þeim fjölskyldum sem hafa lágar- og miðl- ungstekjur. Lækkun tekjuskattsprósentun- ar skilar sér best til þeirra hópa sem hafa ■’ háar tekjur og þjón- ustugjöld hafa einnig minnst áhrif hjá þeim. Minnkandi greiðslur ríkissjóðs vegna vaxta og barnabóta hafa lítil sem engin áhrif á þá tekjuhærri því þeir fá þessar bætur sjaldnast. Viljum við ójöfnuð? Þegar upp er staðið hafa breyt- ingar síðustu ára komið verst nið- ur á barnafjöl- skyldum með lág- ar og miðlungs- tekjur. Þessu þarf að breyta. Skatt- kerfið má ekki þróast í þá átt að haldi áfram að einstaklingum og beinir skattar lækka, en þeim sem nýti sér þjónustu ríkis sveitarfélaga sé gert að greiða fyr- ir hana með þjónustugjöldum. Nauðsynlegt er að tryggja ríki og sveitarfélögum örugga tekju- stofna, svo hægt sé að halda uppi góðu velferðarkerfi. Núverandi þróun leiðir til aukins ójafnaðar í samfélagi okkar. Er það það sem við viljum? Bjöm Grétar Sveinsson „Skattkerfið má ekki þróast í þá átt að beinir skattar haldi áfram að lækka, en þeim einstaklingum sem nýti sér þjónustu ríkis og sveitarfé- laga sé gert að greiða fyrir hana með þjónustugjöldum," segir m.a. í grein Björns Grétars. - Örtröð á Skattstofunni. Japansferðin í leiðara DV sl. laugardag fjall- ar Jónas Kristjánsson, ritstjóri blaðsins, um Japansferð á vegum borgarinnar. Eins og sá orðhákur sem hann er, fer hann mikinn og er stóryrtur. Ég hef ekki lagt það í vana minn að svara leiðurum dag- blaða, en get ekki látið það hjá líða að þessu sinni. í leiðaranum eru bornar sakir á mig og aðra borgar- fulltrúa sem eru bæði ósannar og ósæmilegar og ekki er hægt að láta ósvarað. Hverju hef ég logið? Sagt er fullum fetum i leiðaran- um að ég - og aðrir sem áttu hlut að Japansferðinni - hafi logið að fjölmiðlum um ferðina, þegar ég hafi fullyrt að hún væri ekki á vegum Mitsubishi. I leiðaranum er siðan gengið út frá því að regl- ur borgarinnar um boðsferðir við- skiptaaðila hafi verið sniðgengn- ar, ferðin hafi ekki verið sam- þykkt af til þess bærum yfirvöld- um borgarinnar, hún hafi átt að vera á kostnað Mitsubishi en rannsóknarblaðamennska DV hafi gert það að verkum að hrokafull borgaryfirvöld hafi séð sitt óvænna og reynt verði „að bak- færa kostnaðinn yfir á Reykjavík- urborg til að mæta gagnrýni". Sá sem ber öðrum lygar á brýn verður að finna lygunum stað. Hverju hef ég logið og að hverjum? í öllum samtölum við fjölmiðla hef ég aldrei dregið það undan að ferð- in til Japan sé skipulögð af Mitsu- bishi. Ég hef hins vegar sagt, eins og satt er, að þetta sé ekki boðs- ferð enda allur kostnaður greiddur af borginni. Á þetta við um ferða- kostnað til Japan og innan Japan, hótelkostnað og annað uppihald. Hvaða leyfi hefur Jónas Krist- jánsson til að halda þeim lygum - svo notuð séu hans eigin orð - að lesendum að það hafi verið ætlun- in að hafa annan hátt á? Hvað hef- ur hann fyrir sér í því? Hvemig dettur honum í hug að ég sé sá heimskingi að láta viðskiptavin borga opinbera ferð sem er hlið- stæð öðrum ferð- um sem borgar- sjóður og Orku- veita Reykjavík- ur eiga að standa undir? Hvernig í veröldinni gæti ég haft einhvern ávinning af því? Borgin sér um sig Hugsanlega má sækja hluta af svörum Jónasar í leiðarann þar sem segir: „í fundargerðum borg- arráðs, borgarstjórnar og Orku- veitunnar er hvergi að finna staf- krók um að borgin eða Orkuveitan samþykki að kosta þessa Japansferð. Þetta vakti grxm um óheilindi, því að slikra bókana er þörf, þegar farið er í ferðalög á vegum þessara aðila. „í framhaldi af þessu hlýtur sú spurning að vakna hvort Jónas geti yfirleitt fundið stafkrók um ferðalög og ferða- kostnað í fundar- gerðum fyrr- nefndra aðila? Ég þekki þess ekki dæmi, enda er gert ráð fyrir ferða- kostnaði í fjárhags- áætlun borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar og ein- stakar ferðir borgarstarfsmanna og borgarfulltrúa eru ekki bornar upp í nefndum og ráðum borgar- innar. Einstakar móttökur og veislur á vegum borgarinnar - sem geta verið kostnaðarsamar ekkert síður en ferðalög - eru heldur ekki bornar þar upp. Meðan ferða- og risnukostnaður er innan skynsamlegra marka, og ég fullyrði að hann er það hjá borginni, þá fæ ég ekki séð af hverju nefndir og ráð borgarinnar ættu að verja tíma sínum í slík mál. Þær hafa öðrum og mikilvæg- ari verkum að sinna. Borgarstjóri og forstjórar borgarfyrirtækja bera ábyrgð á rekstri borgarsjóðs og borgarfyrirtækja og hljóta að vera þess umkomnir að taka ákvarðanir um einstakar ferðir rétt eins og fjölmarga aðra þætti í borgarrekstrinum. Til að sýna enn betur þá fásinnu sem felst í rök- semdafærslu Jónasar þá þætti það eflaust saga til næsta bæjar ef ríkisstjórnin verði fundartíma sínum í að fjalla um einstakar ferð- ir ráðherra og ríkis- starfsmanna. Tónninn sleginn Tónninn í þeirri um- ræðu sem verið hefur í fjölmiðlum undanfarið um ferðina til Japan var sleginn í DV. Und- anfama daga hafa sjálf- stæðismenn spilað und- ir, af því að það er í takt við þau upphlaup og upphrópanir sem einkennir þeirra fátæklegu pólitík. Þetta gera þeir þrátt fyrir þá staðreynd að þeir fengu afrit af bréfi Mitsu- bishi þegar í ársbyrjun og gerðu þá engar athugasemdir heldur til- nefndu fulltrúa sinn í ferðina svo sem eðlilegt var. Oddviti sjálfstæðismanna, Inga Jóna ÞórðEn-dóttir, hefur engu að síður vísvitandi tekið þátt í því að blekkja fjölmiðla og almenning með því að segja „að um sé að ræða hreina boðsferð á vegum eins stórfyrirtækis". Með þessu orðalagi hefur hún alið á þeirri skoðun að það hafi verið ætlunin að láta Mitsubishi greiða fyrir ferðina. Hún veit betur. Það má því segja ritstjóra DV til málsbóta að hann hafi verið leiddur á villi- götur af oddvita minnihlutans. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Meðan ferða- og risnukostnaður er innan skynsamlegra marka, og ég fullyrði að hann er það hjá borginni, þá fæ ég ekki séð af hverju nefndir og ráð borgarinnar ættu að verja tíma sínum í stik mál. Þær hafa öðrum og mikilvæg• ari verkum að sinna.“ Kjallarinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Með og á móti Er ástæða til að kæra afgreiðslu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á útboði um byggingu yfirbyggðs íþróttaleikvangs í bænum? Virða ber rétt íbúanna „Við bæjarfulltrúar þurfum alltaf að hafa það hugfast að við erum að höndla með fé bæjarbúa en ekki okkar eigið. Okkur ber því að fara þær leiðir sem geta leitt til sem mestra lífsgæða fyrir íbúana og virða þær leik- reglur sem okkur eru sett- ar. Þegar efnt er til lokaðs út- boðs og síðan gengið til samninga við einn bjóðenda um allt annað en boðið var út er ekki staðið rétt að út- boði og lög um framkvæmd út- boða brotin. Þegar gerður er leigusamning- ur sem kostar bæjarfélag um 12 milljón ECU er auk þess skylt að bjóða hann út á Evrópska efna- hagssvæðinu og því lög um opin- ber innkaup brotin. Þegar svo- kallaður leigusamningur kveður á um að leigutaki greiði til við- bótar leigugjaldi öll þau gjöld sem á slíka eign falla „hvort sem leigusala eða leigutaka er gert að greiða slík gjöld af opinberum aðilum" og „önnur gjöld sem venjulega falla á eigendur fast- eigna“ og að leigutaki endur- greiði leigusala alla skatta og gjöld sem kunna að verða lögð á vegna þessa samnings er ástæða til að gera allt sem hægt er til að stöðva slíka ósvinnu. Þegar til viðbótar er hægt að sýna fram á að bærinn mun þurfa að borga í leigu allt að 50% hærri upphæð á samningstímanum en hann þyrfti að greiða ef um kaup væri að ræða er ástæða til að staldra við. Við munum því krefjast þess að réttur íbúanna sé virtur og að þær leikreglur sem settar eru til að gæta hagsmuna íbúanna verði virtar.“ Fórum að lögum „Ég er sannfærður um það að við sem stöndum að þessu máli höfum farið eftir öllum lögum og reglum sem varða slík út- boð og fram- kvæmdir og allt sem snýst um þessi fram- kvæmd. Þess vegna sé ég ekkert á þessarri stundu að minnihlutinn hafi réttar forsendur til kæru. Við leigjum á tuttugu og sjö milljónir á ári næstu þrjátíu og fimm árin. Allir eru sammála um að þetta sé sanngjörn og hag- stæða leiga. Ég blæs því á allar ásakanir um svik og að þetta til- boð hafi verið eitthvert mála- myndatilboð. Þessu vísa ég ein- faldlega til föðurhúsanna sem slúðri. Við höfum skoðað þetta mál vel og lengi frá öllum köntum og haft ýmsa ráðgjafa okkur til halds og trausts í þessu máli. Við teljum einfaldlega að það séu engar forsendur fyrir þessarri kæru þar sem minnihlutinn gefi sér ekki réttar forsendur í þessu máli. Við förum auðvitað al- mennt í þessu máli sem og öðr- um málum bæjarfélagsins algjör- lega að lögum og reglum." -GLM Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.