Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999
9
DV
Útlönd
Dumas í tíma-
bundið leyfi
vegna spillingar-
málanna
Roland Dumas, fyrrum utanrík-
isráðherra Frakklands, er farinn í
tímabundið leyfi frá störfum sín-
um sem forseti hins valdamikla
stjómlagadómstóls. Dumas hefur
á undanfömum mánuðum mátt
þola sifelldar ásakanir um að
vera viöriðinn eitthvert mesta
spillingarmál síðari tíma og notið
góðs af mútusjóði olíufélagsins
Elf-Aquitaine í byrjun þessa ára-
tugar.
Dumas vísar öllum ásökunum
um spillingu á bug og hefur hvað
eftir annað neitað að segja af sér,
þótt að honum hafi verið sótt úr
öllum homum.
Utanríkisráðherrann fyrrver-
andi, sem var náinn samverka-
maður Mitterrands forseta á sín-
um tíma, sagöi í yfirlýsingu sem
hann sendi frá sér í gær að hann
ætlaði að einbeita sér að þvi á
næstunni að hreinsa mannorð sitt
af þessum ákæmm.
KOMIN
AFTUR
© Husqvarna
Husqvama heimilistækin eru
komin aftur til landsins.
Þau taka á móti gestum í verslun okkar
alla virka daga frá 9:00 -18:00.
Endumýjum góð kynni!
BRÆOURNIR
ORMSSON
LágmCila 8 • ‘Slmi 533 2800
Þar var glatt á hjalla hjá þeim Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, og
erkipopparanum Michael Jackson á helmili Mandela í Höfðaborg í gær.
Jackson var í stuttri heimsókn og skýrði frá tónleikaáformum, meðal annars
til styrktar barnasjóði Mandela.
Hefur ekki
efni á húsinu
Hertogaynjan af
Jórvík, sem kölluð er
Fergie, lýsti því yfir í
viðtali við sjónvarps-
konuna Oprah Win-
frey að hún hefði
ekki efni á að reka
húsið sem Elísabet
Englandsdrottning
hefði keypt handa
dætrum hennar.
Fergie kallaöi fyrr-
verandi tengdamóður
sína „skínandi litla
stjömu". Hún kvaðst
hafa þakkað tengda-
móðurinni fyrrver-
andi fyrir en jafnframt tjáð henni
að hún hefði ekki efiii á að reka
húsið.
Bresk blöð greindu frá því í
gær að húsið sem
drottningin keypti
hefði verið sett í sölu
þar sem Fergie neit-
aði að flytja inn í það.
Drottningin væri bú-
in að missa þolin-
mæðina.
Fergie sagði við
Winfrey að fjármál
sín væra nú í lagi og
að hún vildi ekki
steypa sér i skuldir á
ný. Bresk blöð segjast
hafa það eftir heim-
ildarmönnum innan
bresku hirðarinnar
að Fergie sé að reyna að fá meiri
pening út úr skilnaði sínum við
Andrés prins. Þess hafi hafi hún
neitað að flytja í húsið.
Hertogaynjan
af Jórvík.
Símamynd Reuter.
Mikil spenna í Paragvæ:
Forseta kennt um
morð á varaforseta
Sími 581 1560
Opið alla daga
Sími 581 1560
Mikil spenna ríkir nú í Suður-
Ameríkuríkinu Paragvæ eftir morð-
ið á Luis Maria Argana, varaforseta
landsins, í höfuðborginni Suncion í
gær. Þrir eða fjórir menn í her-
mannafötum köstuðu handsprengju
að bíl Argana og skutu á hann. Arg-
ana varð fyrir tíu skotum. Leit var
þegar hafm að morðingjunum.
Stuðningsmenn varaforsetans
segja að forseti landsins, Raul
Cubas, hafi staðið fyrir morðinu.
Stærsta verkalýðsfélag Paragvæ
hefur boðað ótímabundið verkfall
til að þvinga forsetann til afsagnar.
Forsetinn rak innanríkisráðherr-
ann og setti bróður sinn í embættið.
Orðrómur er á kreiki um að hann
ætli að lýsa yfir neyðarástandi.
Valdabarátta hafði verið milli for-
setans og varaforsetans undanfarið.
Stuðningsmenn varaforsetans í
stjómarflokkinum höföu hótað að
draga forsetann fyrir ríkisrétt.
Lögregluþjónn leitar að vísbending-
um sem gætu veitt upplýsingar um
morðingja varaforseta Paragvæs.
Subaru Legacy Anniversary,
1. skrd. 06/'98, ekinn 9 þús. km.
Verð 2.150.000.
Volvo V70 '97, ekinn
Verð 2.750.000.
Nissan Almera 1400 '97, ekinn
28 þús. km. Verð 1.095.000.
Renault Laguna '95, ekinn 72
þús. km. Verð 1.230.000.
Peugeot 406 200 cc, 1. skrd.
12/'98, ekinn 2 þús. km.
Verð 1.950.000.
EVRÓPA-BÍLASALA býður nú fyrst bílasala upp á sölumeðferð fyrir
þig sem þarft að selja bílinn þinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Hafðu samband við sölumenn okkar strax, fáðu upplýsingar og
skáðu bílinn í meðferð. Við vinnum fyrir þig.
og meðal íbúa Chile
Urskurður í máli Augustos Pino-
chets, fyrrverandi einræðisherra
Chile, verður kveðinn upp i bresku
lávarðadeildinni í dag. Hefur mikil
spenna ríkt í heimalandi einræðis-
herrans fyrrverandi og hafa yfir-
völd hvatt íbúa landsins til að sýna
stiilingu. Innan hersins hefur orðið
vart við talsverðan óróa. Menn
spyrja sig að því hvað herinn geri
fái Pinochet ekki að snúa heim.
Herforingi á eftirlaunum, Luis
Cortes Villa, kvaðst í gær ekki spá
valdaráni hersins, en gerði þó ráð
fýrir að herinn léti að sér kveða á
einhvern hátt. Yfirmaður flug-
hersins i Chile, Femando Rojas,
sagði að handtaka Pinochets hefði
leitt til sundrungar í landinu.
Lögreglan í Chile ætlar að reyna
Stuðningsmenn Augustos Pinochets kröfðust frelsis hans í Santiago í gær.
Símamynd Reuter.
að halda stuðningsmönnum og and-
stæðingum Pinochets aðskildum til
að koma í veg fyrir átök.
Pinochet var handtekinn í
Englandi í október síðastliðnum eft-
ir að krafa barst frá Spáni um fram-
sal hans. Spænskur dómari vill að
réttað verði yfir Pinochet vegna
mannréttindabrota hans á áranum
1973 til 1990.
Auk Spánar hafa Frakkland,
Belgía og Sviss krafist framsals Pin-
ochets vegna mannréttindabrota.
Hugsanlegt er að Kanada, Bandarík-
in og önnur lönd vilji einnig fá
hann framseldan.
Pinochet, sem er 83 ára, situr nú
í stofúfangelsi í Englandi. Hann fór
sjálfviljugur frá völdum í Chile árið
1990.
Jóhann Hannó Jóhannsson,
lögg. bifreiSasali
Sigríður Jóhannsdóltir,
lögg. bifreiSasali
FriSbjöm Kristjónsson,
sölufulltrúi
Jóhann M. Ólafsson,
sölufulltrúi
EVRÓPA
JAKN UM TRAUSF
Faxafen 8
Sími 581 1560
Fax 581 1566
Opnum kl. 8:30
Virka daga
^ Úrskurðað í máli Pinochets í dag:
Orói innan hersins