Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1999, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 1999 11 Fréttir Atvinnuástandið á Kópaskeri: Sótt verði um rækju- kvóta til viðbótar - segir Aöalsteinn Baldursson, starfsmaður Verkalýösfélags Presthólahrepps DV, Akureyri: „Ég hef lagt til að sótt verði um heimild til veiða á 200 tonnum af rækju til viðbótar í Öxarfirði, og um byggðakvóta. Með slíkum að- gerðum yrði hægt að brúa bilið á Kópaskeri, í stað þess að þar missi um 30 manns atvinnuna,“ segir Að- alsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, en hann er jafnframt starfsmaður Verkcdýðsfélagsins á Kópaskeri, sem ber nafn hins gamla Presthóla- hrepps. Eins og fram hefur komið hefur Fiskiðjusamlag Húsavíkur, sem rekur rækjuvinnslu á Húsavík og Kópaskeri, ákveðið að loka verk- smiðjunni á Kópaskeri þegar veið- um á innfjarðarrækju lýkur i maí, og opna hana ekki aftur fyrr en veiðin á innfjarðarrækjunni hefst aftur í október. Þá myndu um 30 manns missa atvinnuna í um 5 mánuði og segir Aðalsteinn að allt verði að gera til að koma í veg fyr- ir það, enda er rækjuvinnslan langstærsti at- vinnurekandinn á Kópaskeri. „Það er leyft að veiða 1500 tonn af innfjarðarrækju í Öxarfirði, en það eru fordæmi fyrir veiðum á 1700 tonnum þar og þetta er því leið sem á að vera fær að minu mati. Ég hef rætt þessa hugmynd við starfsfólk rækju- vinnslutmar, sem tók henni mjög vel. Ef mál gengju eftir á þennan hátt yrði hægt að halda áfram vinnslu fram á sumarið, síðan tæki við sumarleyfi hjá starfsfólkinu og svo kemur sláturhúsið inn í sept- ember og gæti brúað bilið fram að því að rækjuveiðin hefst aftur í október. Ég sé ekki annað en að þetta yrði mjög góð lausn,“ segir Aðalsteinn Baldursson. -gk Aðalsteinn Baldursson leggur til að sótt verði um við- bótarkvóta. 4, yy Illa horfir í atvinnumálum á Kópaskeri eftir að Húsvíkingar ákváðu að loka rækjuverksmiðjunni frá maí til október. Frá höfninni á Kópaskeri. Elín Einarsdóttir, formaður Sindra, afhenti fimm félögum í Sindra viðurkenningu fyrir störf í þágu félagsins. Frá vinstri: Elín Einarsdóttir, Hrefna Finnboga- dóttir, Kristjana Einarsdóttir, Einar Þorsteinsson, Árni Sigurjónsson og Jón Sigurðsson. DV-mynd Njörður Hestamannafélagiö Sindri 50 ára: Vegleg afmælishátíð að Skógum DV.Vik: Félagar í hestamannafélaginu Sindra héldu upp á 50 ára afinæli félagsins með veglegri afmælis árshátíð í Fossbúð að Skógum undir Eyjaíjöllum um síðustu helgi. Þar var fjölmargt til skemmtunar og fróðleiks. Saga fé- lagsins var riíjuð upp í máli og myndum og fimm félagar voru heiðraðir fyrir störf í þágu félags- ins og verðlaun fyrir besta árang- ur á félagsmóti siðastliðið sumar voru veitt. Félaginu voru einnig færðar margar gjafir í tilefni af- mælisins. Hestamannafélagið Sindri var stofnað árið 1949. Fyrsta fúndar- gerð félagsins hefst svo: „Sunnu- daginn 10. júlí 1949 komu nokkrir menn úr Mýrdal og Eyjafjöllum ásamt Jóni Pálssyni saman til fundar að Skarðshlíð, í þeim til- gangi að stofna hestamannafé- lag“. Á þessum stofnfúndi og fram- haldsstofnfundi sem haldinn var 22 janúar árið eftir, gengu alls 26 menn í hið nýstofnaða félag. Starfsemi þess varð fljótt öflug og um sumarið 1950 voru fyrstu kappreiðar Sindra haldnar. 18 hestar voru skráðir til keppni. Fyrstu 16 árin voru kappreiðam- ar haldnar á flötum austan Pét- urseyjar en 2. júlí árið 1966 var núverandi völlur félagsins vígður og er enn keppt á honum. Miklar endurbætur hafa farið fram á vallarsvæðinu á liðnum árum og er völlurinn nú fúllklár- aður. Hestamannafélagið Sindri hefur staðið fyrir reiðskóla frá ár- inu 1969. Fyrstu árin veittu hjón- in Albert Jóhannsson og Erla Þor- bergsdóttir í Skógum honum for- stöðu. í dag er reiðskólinn vinsæll og eru um 100 þátttakenndur í honum ár hvert. Á hverju ári er farið í félagsferð hjá Sindra og er þátttaka í henni alltaf góð. Um 120 félagar eru nú í Hestamannafélag- inu Sindra. Félagssvæðið er Vest- Mountain Horse myndar á Islandi ísland sækir sífellt á sem land feg- urðar og ævintýra. í vikunni kemur stór hópur Svía á vegum hestavöruverslunarinnar Reiðlistar til aö taka ljósmyndir af væntanlegri vetrarlínu Mountain Horse fyrirtækisins og verður ís- lenski hesturinn og íslensk náttúra þema vörulistans. Vörulisti Mountain Horse er tal- inn vera einn af vönduöustu vöru- listunum á þessu sviði í heiminum og verður honum dreift í nokkur hundruð þúsund eintökum og þýdd- ur á 10 tungumálum. Má búast við að þetta verkefni veki töluverða athygli. ELFA P. LEMMENS HITABLÁSARAR Fyrir versianir - iðnað - lagera Fyrir heitt vatn. Afköst 10 -150 kw Öflugustu blásararnir á markaðnum, búnir miðflóttaaflviftum og ryksíum. Betri hitadreifing - minni uppsetningarkostnaður, lægri rekstrarkostnaður. Hagstætt verð //// Einar MSM Farestveit & Cohf. BorRartúni 28 g 562 2901 og S62 2900 ur- og Austur-Eyjafjöll, Mýrdalur og Álftaver. Formaður Sindra er Elín Einarsdóttir frá Sólheimum í Mýrdal. -NH silfurhríngar a vsnai frá 1.300-2.300 hr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.