Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Side 10
10
wnmng
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 D"W
íslensk iðnhönnun í
nýju ljósi
Nú um helgina verður opnuð sýning á nor-
rænni iðnhönnun i Stedelijk-safhinu i Amster-
dam sem er ein yfirgripsmesta sýning sinnar
tegundar sem haldin hefur verið i þeim ranni.
Sýningin nefnist í gegn-
sceju noröri (Het transpar-
ante noorden) og er að
sögn sýningarstjórans,
Reyer Kras, samsett í því
augnamiði að gera skil
þeirri nýsköpun sem átt
hefur sér stað í norrænni
iðnhönnun á undanfóm-
um ántm eftir nokkra
lægð á sjöunda áratugn-
um. í kynningu á sýning-
unni hefúr Kras lagt sér-
staka áherslu á hlut ís-
lands, sem til þessa hefur
ekki verið eins þekkt og
hin ríkin á Norðurlönd-
um fyrir iðnhönnun sína.
Hefur hann ekki farið
leynt með þá skoðun sína
að gæði íslenskrar iðn-
hönnunar hafi verið eitt
af því sem kom honum
mest á ðvart við undirbúning sýningarinnar.
Nefhir hann sérstaklega framleiðslu fyrirtækj-
anna Marels og Össurar.
Hefur Reyer Kras valið lil sýningarinnar
20-30 gripi frá hverri Norðurlandaþjóð og er þar
um að ræða hluti sem framleiddir hafa verið i
einhveiju upplagi. Grafisk hönnun og fatahönn-
un eru undanskilin að þessu sinni til að drepa
ekki á dreif heildaráhrifum sýningarinnar. Að
sýningu lokinni mun Stedelijk-safhið festa kaup
á nokkrum hlutum fyrir hönnunardeild sína; tíl
að mynda verða keyptir 4 stólar eftir íslenska
höimuði. Meðal þeirra er stóllinn Tangó eftir
Sigurð Gústafsson (á mynd) sem fyrir skömmu
hlaut Menningarverðlaun DV fyrir hönnun. Er
þetta í fyrsta sinn sem safnið kaupir hluti eftir
íslenska hönnuði.
Meðal annarra sýnenda em Edda Jónsdóttir
og Kolbrún Björgólfsdóttir með leirflautur sín-
ar, Erla Þórarinsdóttir, sem sýnir höfuðfót úr
roði, Þorsteinn Geirharðsson, sem sýnir lampa,
húsgagnahönnuðimir Valdimar Harðarson og
Erla S. Óskarsdóttir, Þorbergiu Halldórsson
guilsmiður, fyrirtækin Össur, Marel, Stjömu-
Oddi, Sæplast, Markús-Lifhet og Vaki og er þá
fátt eitt nefnt af því sem þama verður til sýnis
frá hendi íslendinga.
Iðnhönnunarsýningin í Stedelijk-safninu
stendur til 13. júní og em íslenskir Amsterdam-
farar hvattir tO að láta hana ekki fram hjá sér
fara.
sinfónía
Svokallað Páskabarokk, árlegir
tónleikar í Kópavoginum, voru að
þessu sinni helgaðir tónlist Josephs
Haydns. Haydn var afskaplega af-
kastamikið tónskáld og því af nógu
að taka. Samt heyrist tónlist hans
ekki allt of oft hér og því vora þess-
ir tónleikar vel til fundnir og ágætis
tilbreyting. Haydn var mestan hluta
ævi sinnar í þjónustu Esterházy-fjöl-
skyldunnar og leið þar vel. Árið
1790, þegar Nikulás Esterházy prins
dó, tók við af honum Anton prins, en
hann var ekki eins mikill áhugamað-
ur um tónlist og forveri hans hafði
verið. Haydn var þó áfram í þjón-
ustu hans en fékk meiri tíma fyrir
sig. Hann fór til London og dvaldi
þar fyrst í 2 ár og síðan aftur í 3 ár
eftir smáviðkomu í Vín og samdi þar
ótal falleg verk. Efhisskrá tónleik-
anna var að mestu byggð á verkum
frá Lundúnatímabilunum, þremur
Lundúnatríóum, fyrir tvær flautur
og selló sem þau Guðrún S. Birgis-
dóttir og Martial Nardeau flautuleik-
arar léku ásamt Noru Kornblueh
sellóleikara. Þetta eru indælar tón-
smíðar, án mikilla tilfinningaum-
brota, en skemmtigildi þeirra er
ótvírætt og era þau vel til þess fallin
að koma manni í gott skap. Tríóin
þrjú vora öll afar fallega leikin, leik-
andi létt og þokkafull. Við öllu alvar- Joseph Haydn í augum samtímamanns.
legri tón kveður í verkinu Síðustu
sjö orö Krists sem var samið fyrir Dómkirkj-
una í Cádiz til nota á föstudeginum langa.
Fór biskupinn með orðin og síðan hljómaði
þessi fallega tónlist Haydns á milli.
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Ómfögur rödd
Árið 1787 útsetti Haydn verkið svo fyrir
strengjakvartett, og fékk það ópusnúmerið
51, og vora fjórir síðustu þættir hans fluttir
á þessum tónleikum af þeim Zbigniew Dubik
og Andrzej Kleina fiðluleikurum, Þórunni
Ósk Marinósdóttur lágfiðluleikara og Noru
Kornblueh á selló. Verkið var í stuttu máli
flutt af mikilli smekkvísi og síðasti kaflinn,
II terremoto,
eða jarðskjálft-
inn, kraftmikill
og öruggur.
Gaman væri að
fá að heyra
verkið í heild
sinni með
sömu flytjend-
um sem greini-
lega ná vel
saman. Alina
Dubik mezzó-
sópran og
Hrefna Egg-
ertsdóttir pí-
anóleikari fluttu svo fjögur
sönglög, The Mermaid’s Song,
A Pastoral Song, She never
Told Her Love og Sailor's
Song. Alina er án efa ein af
bestu söngkonum okkar og
hefur ómfagra rödd sem hlýð-
ir henni í einu og öllu. Ég
man ekki eftir að hafa heyrt
hana syngja á ensku fyrr, en
hún er henni kannski ekki
tömust tungumála sem þó
kom vart að sök. 011 vora lög-
in ekta fín í meðförum þeirra
og þá sérstaklega She never
Told Her Love vjð ljóð eftir
Shakespeare, en þar fékk Al-
ina að njóta sín í dramatík-
inni sem á svo einkar vel við
hana. Síðasta verkið á efnisskránni var svo
Lundúnasinfónía nr. 94 í G Dúr eða Surprise
í útsetningu Johanns Peters Salomons fyrir
flautu, strengjakvartett og píanó. Þessi út-
setning kemur svo sannarlega á óvart og
hljómar verkið ekki síður skemmtilega i
þessum búningi þegar það er flutt á svo lif-
andi hátt líkt og á laugardaginn. Leikgleði
flytjenda leyndi sér ekki og verður ekki á
neinn hallað ef sérstaklega er hælt leik
þeirra Zbigniews og Martials.
Tríó, sönglög
Tékkað á Lee Konitz og
Reynaud Patigny í Brussel
Brussel, miðstöð Evrópu? Á Grand
Place, ráðhústorgi þeirra Belga, hljómar
margradda söngur. Er þetta íslenskur
karlakór að syngja úr sér þynnkuna á
sunnudagsmorgni? Sólin er farin að skína
og klukkunni var flýtt um eina stund í gær.
Froskalappimar eru búnar svo að ég fæ
mér ristað brauð með sveppum og græn-
meti í staðinn. Þjónninn er með skalla og
snúið yfirskegg. Gengur hægum skrefum.
Virðulegur. Allt gengur samt hratt og ör-
ugglega fyrir sig. Eldra fólk á staðnum.
Þetta er tehús. Úti fyrir fólk af öllum kyn-
stofnum. Klukkan fimm síðdegis er Lee
Konitz að spila á l’Archiduc í hjarta borgar-
Jass
Ingvi Þór Kormáksson
innar. Staðurinn er fremur lítill, flygill á
miðju gólfi, efri hæðin svalir og hægt að
horfa þaðan ofan á kollana á spilamönnun-
um. Þeir vita svo sannarlega hvað þeir eru
að gera. Fágaður hljóðfæraleikur, nútíma-
legur djass; píanó, bassi og trommur ásamt
Konitz. Hann er feitlaginn í hvítum
kakíjakka. Tveir hinna innfæddu heita
Kris Defoort og Nic Thys en nafnið á þann
fjórða vantar. Kannski eru þeir Hollending-
ar eða flæmskir. í músíkinni era þeir á
svipuðum slóðum og Miles Davis og Bill
Evans á sínum tíma. Ýmislegt hefur að vísu
bæst í músíkina en stemningin er svipuð.
Lag hefst með spænskum blæ, á sér langan
aðdraganda og það tekur tima að átta sig á
að þetta er All the Things You Are. Það er
Lee Konitz & Co á L’Archiduc.
eins og lagið reyni að vera allt annað en
það er. Aðeins af og til tylla hljóðfæraleik-
ararnir sér á kunnuglega hljóma og stefja-
búta en eru fyrr en varir flognir burt. Til
Spánar kannski eða hver veit hvert. Þetta
er líkt og að vera í svefnrofunum, vakna til
hálfs og sofna aftur.
Engin leið að hætta...
Það er öðruvísi músík i gangi á le Grand
Café á næsta horni þennan sama eftirmið-
dag. Þar leikur búggí-vúggí píanistinn
Renaud Patigny. Ég hitti hann í gær. Við eig-
um sameiginlega vini. Hann er hér með
hljómsveit sem kallast Squeeze Me. Hún spil-
ar gamlan djass, dixieland, blús og búggí.
Það er heilmikið
fjör. Þeir hvíla sig
öðru hvoru á
hljóðfærunum,
blásararnir, René
de Smaele
(trompet) og
Nicolo Bertolino
(klarinett/sax) og
spinna í söng,
„skatta“ ásamt pí-
anistanum. Þeir
eru allir flnir spU-
arar, líka bassa-
leikarinn og
trommarinn.
Nicolo á erfitt
með að hætta þeg-
ar konsertinum
lýkur, dansar um
salinn og spUar
Ljósm. IMK tarantellu frá
heimalandinu, Ítalíu, á klarínettið. Þessi
hljómsveit hefur gefið út geisladiskinn Salu-
te to Uncle Bijou (Aurophone AU 31623). Hinn
bráðskemmtUegi píanisti Patigny hefur líka
sent frá sér nokkra diska undir eigin nafni,
þar á meðal Tritons Dance og Live 98
(AURecordings, dreifing: AMG). Hann er tal-
inn bestur á sínu sviði í Belgíu og þótt víða
væri leitað. Um kvöldið era haUirnar við
ráðhústorgið flóðlýstar. Enn era veitinga-
staðimir hálftómir. Það er byrjað að flytja þá
að nokkra út á gangstéttimar þótt enn sé
varla nógu hlýtt tU að híma lengi úti við.
Nokkrir ferðamenn eru á ferli. Eftir fáeinar
vikur verður eflaust ekki þverfótað fyrir
þeim og aUir þessir ágætu veitingastaðir fuU-
ir hvert kvöld.
Einar Bragi fær sænsk
þýðingarverðlaun
Einar Bragi, gagnvandað skáld og þýðandi,
hlaut nýverið mikla viðurkenningu úti í Svía-
ríki er Sænska akademían ákvað að veita hon-
um þýðingarverðlaun sín fyrir árið 1999 sem
eru samkvæmt reglugerð „tU þess ætiuð að
heiðra menn sem leyst hafa af hendi afbragðs-
þýðingar á eða úr sænsku.” Manna á milli eru
þessi verð-
laun stund-
um nefnd
„Nóbels-
verðlaun
þýðenda”.
Þessari
viðurkenn-
ingu fylgir
verðlaunafé
að upphæð
40 þúsund
sænskar krónur sem stofnunin Natur och Kult-
ur leggur fram í þessu skyni og eru verðlaunin
við hana kennd. Þau eru árlega veitt einstak-
lingi sem Akademían velur óháð þjóðemi. Ekki
þarf að fara mörgum orðum um rykti Sænsku
akademíunnar í bókmenntaheiminum.
Fyrsta ljóðabók Einars Braga, Eitt kvöld í
júní, kom út árið 1950 en síðan hafa komið út
þrjár ljóðabækur ,eftir hann. Úr sænsku hefur
Einar Bragi þýtt leikrit, skáldsögm- og ljóð eftir
mörg skáld. Til dæmis þýddi hann 21 leikrit eft-
ir August Strindberg, skáldsögtma Sonur minn
og ég eftir SöruiLidman og ljóðasafnið Létta
laufblaö og vœngur fugls eftir Gunnar Björling.
Þá hafa komið út söfn grænlenskra, færeyskra
og samískra ljóða í þýðingu Einars Braga.
Menningarsíða DV sendir skáldinu hamingju-
og ámaðaróskir.
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson
WUM