Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Side 2
2 MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 Fréttir Grunnskólakennari frá Pristina sem er einn af kosovo-albönsku flóttamönnunum: Svaf rólegur í fyrsta skipti í tæp 20 ár - finnst íslensk myndlist og menning um margt minna sig á björgun Fagnaðarfundir urðu í Leifsstöð þegar hjónin Zejnje og Osman Haziri hittust aftur eftir að konan hafði verið skilin eftir á Korfu með dóttur þeirra í vikunni, þegar eiginmaðurinn og hin tvö börnin fóru til íslands. Zejnje hafði kennt sér meins í brjóstholi í fyrstu flugferð sinni með Gæsluvélinni TF-SÝN á milli Skopje og Korfu. DV-mynd Sveinn „Slöustu tvær nætur eru þær fyrstu 1 tæp 20 ár sem ég hef getað sofið alveg rólegur - án þess að vakna upp eða dreyma um ofbeldi og ógnanir," sagði kosovo-albanski grunnskólakennarinn frá Pristina, Osman Haziri, í samtali við DV á gistiheimilinu í Borgartúni í gær, þar sem 23 flóttamenn búa um þess- ar mundir. Osman segist vilja búa áfram hér á landi - hann geti ekki hugsað sér að fara aftur til Kosovo: „Það má segja að ófriður hafi ver- ið í heimalandi okkar frá 1981. Frá þeim tíma hefur kötturinn verið að leika sér að fiskinum. Um daginn vorum viö síðan knúin til að fara frá heimilum okkar. Her og lögregla um- kringdu hverfið sem heitir Novaberda. Mér fannst eignirnar okkar og húsið engu skipta í því sambandi. Maður hugsaði ekki þannig. Við vorum bara að bjarga lífi okkar. Vissulega er maður tilbúinn að gefa blóð fyrir Kosovo. Kannski vilja börnin okkar fara aftur en ég vil það ekki,“ sagði Osman sem er eiginmað- ur Zejnje, konunnar sem var skilin eftir á Korfu en kom til íslands á laugardag ásamt dóttur þeirra hjóna, einu af þremur börnum þeirra. íslensk menning minnir á björgun Osman vakti athygli blaðamanns á því að þegar hann fór í skoðunar- ferð um Reykjavík í gær hefði ís- lensk myndlist og minnismerki um margt minnt sig á björgun - íslensk- ur andi endurspeglaðist í menning- unni. „Mér finnst samlíkingin vera sú að íslenskt fólk er að bjarga okkur. íslendingar eru mjög vingjarnleg þjóð. Við erum bara ein af þúsund- um sem hafa þjáðst en það verður ekki öllum bjargað. Ég dáist að ís- lendingum - þeir eru friösamt fólk.“ Sem kennari kvaðst hann vissu- lega hafa vitað sitthvað um ísland áður. „En nú veit ég miklu meira. Við höfum séð leikhús, söfh og stofn- anir. Mér fannst athyglisvert að sjá hluti hér í Reykjavík frá því i byrjun aldarinnar," sagöi Osman. Hann kveðst hræddur um að ef stríðið á Balkanskaga verði ekki stöðvað á næstu vikum muni fleiri þjóðir blandast í ófriðinn. „Þjóðirnar eru svo lengi búnar að bitast innbyrðis," sagði Osman Haziri. -Ótt DV fylgdist með þegar Kosovo-Albani fékk skyndilega gleðifréttir: Systir mín er á lífi! Farsími Nusrets hringdi. Hann var að fá fréttir frá Balkanskaga um systur sem hafði verið saknað í tíu daga. DV-mynd JAK „Ég var að fá stórkostlegar fréttir. Systir mín er á lífi! Og það er allt í lagi með hana. Ég hafði ekkert frétt af henni í tíu daga. Það hafði ríkt al- DV, Ólafsvik: Katrín Rós Baldursdóttir, 18 ára snót frá Akranesi, var kjörin fegurð- ardrottning Vesturlands á samkomu í félagsheimilinu Klifl í Ólafsvík á laugardagskvöld. Húsfyllir var, enda vel að keppninni staðið, og mikil gjör óvissa um hana,“ sagði Kosovo- Albaninn Nusret Hoti sem er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir átta ára búsetu hér á landi. Hann vann í spenna þegar nær dró úrslitunum. Alls tóku 13 stúlkur þátt í keppn- inni. Skagamenn geta verið hreykn- ir þar sem Katrín Rós var einnig kjörin ljósmyndafyrirsæta Vestur- lands. Sportlegasta stúlkan var kjör- in Hrönn Sigvaldadóttir en hún er einnig frá Akranesi. -PSJ Hampiðjunni í 7 ár en um eitt ár í Piast- prenti. Hann var að ræða við landa sína, flesta karlmennina í hinum 23 manna flóttamannahópi frá síðustu viku, þegar farsíminn hans hringdi skyndilega. Hann var þá nýbúinn að segja blaðamanni að fjölskylda hans væri tvístruð á Balkanskaga. Verst væri að hann vissi ekkert um systur sína - hvort hún væri lífs eða liðin. Þegar Nusret hafði svarað í símann færð- ist breitt bros yfir and- lit hans. Hann fór af- síðis og hélt áfram að tala. Að nokkrum mín- útum liðnum kom hann aftur og sagði blaðamanni fréttirnar - systirin var á lífi og í öruggu skjóli. „Ég er hættur að vinna hjá Plast- prenti núna þvi ég er búinn að vera að vinna að því að undanfórnu að fá fólkið mitt hingað til íslands á minn eigin kostnað - foreldra mína, þrjár systur, eiginmenn þeirra og böm. Fólkið er ýmist í Albaníu eða Montenegro núna. Ég er að fara til Balkanskaga á næstunni. Reyndar er ég tilbúinn að fara og berjast fyr- ir málstað okkar. Við höfum í raun- inni verið þrælar í okkar eigin heimalandi. Þess vegna höfum við verið að berjast fyrir rétti okkar. Það eru Serbar sem hafa notið þess sem þetta gjöfula land gefur af sér.“ Nusret hafði sérstaklega orð á því hvernig viðtökur landar hans hefðu fengið hér á landi á síðustu dögum. „Ég get sagt þér að þetta fólk trú- ir því varla enn þá hve vel hefur verið tekið á móti því . Það á ekki til orð.“ -Ótt Katrín Rós Baldursdóttir frá Akranesi er hér krýnd fegurðardrottning Vestur- lands í félagsheimllinu Klifi. DV-mynd PSJ Fegurðarsamkeppni Vesturlands: Katrín Rós fegurst Stuttar fréttir jdv Álagningu mótmælt VSÍ hefur sent félagsmálaráð- herra bréf þar sem sambandið mótmælir mis- munandi for- sendum við álagningu fast- eignaskatts á landsbyggðinni og höfuðborgar- svæðinu. Morgunblaðið greindi frá. Klámhundur laus Maður sem grunaður er um að hafa fjölfaldað og selt um 2.000 klám- spólur sem lögreglan lagði hald á á föstudag var látinn laus á laugar- dag. Stóran lögreglubíl þurfti undir spólurnar en fyrir áramót var lagt hald á um 1.000 spólur. RÚV greindi frá. Lágt menntunarstig Kennarasamband íslands lýsir yfir áhyggjum vegna menntunar- stigs leiðbeinenda í grunnskólun- um. Tæp 40% þeirra sem mennta- málaráðherra veitti undanþágu til kennslu hafa litlu meiri menntun en nemendur þeirra. Kísilgúrvinnslu hætt Steingrímur J. Sigfússon segir að vinnslu á kísilgúr úr Mývatni muni ljúka skömmu eftir aldamót vegna hráefnisskorts. Ekki komi til greina að opna ný námasvæði nema ný tækni komi til. Hann seg- ir stjómvöld hafa flotið sofandi að feigðarósi með því að sinna ekki annarri atvinnuuppbyggingu á svæöinu. RÚV greindi frá. Hálfur sannleikur Tannlæknafélag íslands segir að tryggingatannlæknir segi aðeins hálfan sannleikann þegar hann seg- ir að öll tannlæknisþjónusta við fatlaða undir 30 þúsundum sé greidd af Tryggingastofnun ríkis- ins. Tannlæknar séu með fjölda reikninga sem TR hafi ekki greitt. Tekjutengingin mistök Finnur Ing- ólfsson, ráð- herra Fram- sóknarflokks- ins, sagði í stjórnmálaum- ræðum í Sjón- varpinu að það hefðu verið mis- tök að tekjutengja bamabætur. Það hefði verið gert að kröfu verkalýðs- hreyfmgarinnar. RÚV greindi frá. Líkleg sameining Auknar likur eru á sameiningu Landsbjargar og Slysavarnafélags Islands eftir að fulltrúaráð félag- anna funduðu um helgina. RÚV greindi frá. Krabbameinsrannsókn Ný íslensk rannsókn sýnir að óþarfi sé að ráða konum, sem greinst hafa með brjóstakrabba- mein, frá því að eignast böm. Stöð 2 greindi frá. Enginn kjördæmakjörinn Samkvæmt skoðanakönnun Gallups kæmi Vinstri hreyfingin - grænt framboð ekki kjördæma- kjörnum manni að i Reykjavík. RÚV greindi frá. Snertibanki SPRON hefur kynnt til sögunnar Snertibankami sem getur sinnt Qestu því sem gjaldkerar og þjónustufulltrú- ar SPRON gera i dag. Allar aðgerðir em framkvæmdar með því að snerta skjáinn. Bankinn er gerður með ís- lenskri höimun og hugviti. Fyrst um sinn fá viðskiptavinir Snertibankans 50 krónur þegar þeir greiða reikninga með bankanum. Fresta Sundabraut Ögmundur Jónasson, efsti maður á lista Vinstri hreyfing- arinnar - græns ffamboðs í Reykjavík, sagði i stjórnmálaum- ræðum í Sjón- varpinu að hugsa ætti út í þann möguleika að fresta lagningu Sundabrautar og leggja fjármagnið í að bæta kjör öryrkja. RÚV greindi ffá. -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.