Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Side 14
14 MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 Fijálst, óháð dagblað útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREVRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF, Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgialds. Skyldur við flóttamenn „Það er hræðilegt að þurfa að yfirgefa föðurland sitt með þessum hryllingi. Fyrir fram getur maður ekki ímyndað sér hvað það er erfitt að upplifa allar þær hörm- ungar sem fylgja svona ofbeldi - að svipta fólk frelsinu, eignum sínum og tengslum við sitt fólk. Því er ekki hægt að lýsa.“ Þessi orð Selims Porochica, 35 ára bókbindara frá Pristina, hér í DV skömmu eftir komu flóttamannanna frá Kosovo síðastliðinn fimmtudag gefa nokkra innsýn í þann hrylling sem hann og aðrir hafa upplifað síðustu vikur og mánuði. En orð gefa okkur, sem erum svo gæfu- söm að búa í frjálsu landi friðar, aðeins takmarkaða mynd af lífreynslu þessa fólks - við munum aldrei skilja þau að fuilu. Enginn nema sá er reynir getur að fullu skilið þá angist og þjáningar sem flóttamenn upplifa. Við íslendingar berum, eins og aðrar þjóðir, siðferði- lega ábyrgð á því að gera allt sem hægt er til að bjarga þeim þúsundum flóttamanna sem hrakist hafa frá heim- ilum sínum undan glæpahyski Serba, undir stjórn Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu. Við berum ábyrgð á þeim sem enn eru innikróaðir af serbneskum hersveitum. Til skamms tíma er markmiðið að bjarga lífi þessa ógæfusama fólks en til lengri tíma verður að tryggja að þeir sem svo kjósa geti snúið aftur til síns heima í öryggi og friði og fái notið frelsis til að ráða sín- um málum. íslendingar og allir íbúar Vesturlanda verða að axla þessa ábyrgð, ekki aðeins vegna þess að þannig erum við trú þeim kristilega kærleika sem okkur er í blóð borinn heldur ekki síður vegna þess að við gerðum Slobodan Milosevic kleift að halda völdum í Júgóslavíu. Stefna Vesturlanda hefur öðru fremur tryggt völd Slobodans Milosevics. Fyrir nær átta árum lýstu Banda- ríkin yfir stuðningi við sameinaða Júgóslavíu og þar með við Milosevic. Alla tíð hefur hyski Milosevics sýnt nágrönnum sínum yfirgang og ofbeldi. Vopnasölubann Sameinuðu þjóðanna gerði Serbum kleift að fara með ófriði gegn fyrrum löndum sínum og koma upp dauða- búðum fyrir Króata og múslíma. Og Dayton-friðarsam- komulagið gerði ekki annað en festa Milosevic í sessi. Skiptar skoðanir á réttmæti loftárása NATO á Júgóslavíu breyta í engu þeim skyldum sem Vesturlönd hafa gagnvart Kosovo-Albönum. Árangur eða árangurs- leysi hemaðaraðgerða gegn Serbum leysa Vesturlönd ekki undan þeirri kvöð að tryggja hag þeirra sem hrak- ist hafa frá heimilum sínum. Furðulegustu röksemdimar gegn því að reynt sé að tryggja þúsundum flóttamanna frá Kosovo ömggt skjól eru að með því nái Milosevic tilgangi sínum - að hrekja Albana frá heimilum sínum í Kosovo fyrir fullt og allt. Þjóðernishreinsanir Serba skili því árangri. Þeir sem halda slíku fram hafa ekki skynjað þá gleði sem ríkti á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn fimmtudag. Þeir munu aldrei geta sett sig í fótspor þeirra sem búa við stöðuga ógnun, yfirgang og hörmungar. Við íslendingar eigum ekki sérlega glæsilega sögu þeg- ar kemur að því að bjóða flóttamenn velkomna til lands- ins. Á síðustu 42 árum höfum við aðeins boðið 308 flótta- menn velkomna hingað til lands. Framkoma okkar í garð gyðinga á fjórða og fimmta áratug aldarinnar þolir ekki mikla skoðun. Það var því ánægjulegt hve skjótt íslensk stjórnvöld brugðust við að þessu sinni en betur má ef duga skal. Óli Björn Kárason Þingflokkur SamfyIkingarinnar stofnaður. „Um þessar mundir fara frambjóðendur S-listans um byggðarlögin og kynna stefnumið og framtíðarsýn Samfylkingarinnar. Og það er góður samhljómur í forystusveitinni," segir í grein Guðmundar Árna Stefánssonar. Þess vegna Samfylkingin? og aftur þúsundum stuðningsmanna í opnu prófkjöri. Þá reyndu óvinir Samfylkingarinnar að telja fólki trú um að allt logaði í ilideilum vegna málefnavinnu. Það reyndist bull og þvæla þegar skýr og afdráttarlaus kosn- ingastefnuskrá Sam- fylkingarinnar var kynnt í sátt og sam- lyndi allra aðstand- enda. Um þessar mundir fara frambjóð- endur S-listans um byggðarlögin og kynna stefnumið og framtíðarsýn Sam- „Samfylkingin stendur fyrírjöfn■ uð, réttlæti og raunverulegt frelsi. / þessum þremur orðum er að fínna grunntónana í stefnu Samfylkingarínnar, sem stýra síðan stefnu og verklagi í við- fangsefnum samtímans Kjallarinn Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður „Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag munu aldrei ná saman.“ „Kvennalistinn verður aldrei með og fer í fýlu.“ „Þessir Samylkingarflokkar verða aldrei sammála um menn og málefni." „Stefnuskrá Samfylkingarinnar er svo óljós.“ „Stefnumið Samfylkingarinnar eru of róttæk og munu setja hér allt í bál og brand.“ „Það eru laumukommar og íhaldskratar í Samfylkingunni og brjálaðar kvennalistakonur. Þetta lið er bræðingur, sem brennur við á örfáum mánuðum.“ Á þessum nótum hafa „frasarn- ir“ verið af hálfu andstæðinga jafnaðar- og félagshyggjufólks síð- ustu misserin, eða allt frá því að stefnan var sett á sameiginlegt framboð Alþýðuflokksins, Alþýöu- bandalagsins, Kvennalista og óháðra vegna alþingiskosning- anna í maí ‘99. Og engar þessar hrakspár hafa staðist. Allt hefur verið afsannað. Góður gangur Fyrst var viðlagið það, að sam- starf þeirra flokka sem standa að Samfylkingunni myndi aldrei verða að veruleika. Sögulegar ástæður yrðu til þess. Sú spásögn reyndist röng. Viljinn til að sam- eina kraftana í baráttunni fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi reyndist öllu öðru yfirsterkara. Síðan var reynt að halda því fram að allt færi í háaloft vegna framboðsmála. Sú forsögn fauk út í veður og vind, því sterkir fram- boðslistar birtust hver af öðrum, flestir þeirra valdir af þúsundum fylkingarinnar. Og það er góður samhljómur í forystusveitinni. Að breyta - rétt Þegar síðan andstæðingar okkar samfylkingarmanna á jaðrinum, hvort heldur er til vinstri eða hægri, sáu að mættur var til leiks öflugur valkostur meirihluta ís- lenskra kjósenda, sem ennþá bíða þess að góðærið sæki það heim, þá var reynt að gera einstök stefnumið Samfylk- ingarinnar tortryggi- leg. Stundum var því haldið fram að orða- lag væri óljóst, en jafnoft var kúvent og sagt að áform Sam- fylkingarinnar væru of róttæk. Þannig fór gagnrýnin í kross. Samfylkingin er komin tÚ að vera - og til að gera. Stjórnmál eru ekki flókin. Þau eru þvert á móti einfóld. Póli- tískur vilji er allt sem þarf. í þessum kosn- ingum eru línur skýrari en oftast áður. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuð, réttlæti og raun- verulegt frelsi. í þessum þremur orð- um er að finna grunntónana í stefnu Samfylking- arinnar, sem stýra síðan stefnu og verklagi í viðfangs- efnum samtímans. Samfylkingin ér afl almennings til breytinga á gömlum og slitnum úrræðum, sem hafa aukið tekjumun í þjóðfélaginu og við- haldið völdum örfárra. Við sam- fylkingarfólk viljum réttlætið til öndvegis í íslensku samfélagi. Nú er tími til að breyta - breyta rétt. Guðmundur Árni Stefánsson Skoðanir annarra Hungurlús „Svokallaðar „endurbætur" á Reykjavíkurflug- velli eru einfaldlega það ódýrasta, sem ríkissjóður býður fram, en borgaryfirvöld eru sofandi yfir því hverjar afleiðingarnar eru og kostnaður fyrir borg- arbúa. Afstaða flugmálastjóra í þessari stöðu er skilj- anleg. Hann veit að ef hann þiggur ekki þessa hung- urlús, þá fær hann ekki neitt eins og fyrri daginn." Jóhann J. Ólafsson í Mbl. 9. apríl Umræður í sjónvarpssal „Þetta kom glögglega fram t.d. í þeim þætti um- ræðnanna, sem sneri að fískveiðistjómun. Fólk var engu nær um afsöðu flokkanna til þeirra álitamála, sem uppi hafa verið. Það kom fram, sem áður hefur komið fram, að stjómarflokkamir era tilbúnir til þess að beina umræðum um þessi málefni í nýjan farveg. En stjórnmálamennirnir ræddu einstök efn- isatriði ekki með þeim hætti að fólk fengi einhverj- ar viðbótarupplýsingar um málefnin.“ Úr forystugrein Mbl. 9. apríl Góðærishjalið „Athafnamennimir sem einlægt eru að mæla fyr- ir munn aldraðra tala undantekningarlítið um bless- un vinnustaöarins og hvílík eftirsjón sé af þeirri lífs- fyllingu sem hann á að veita. Það ömurlega er, að forsvarsmenn lífeyrisréttinda söfnunarsjóða eru innilega á sama máli. Og pólitíkusar með skamm- tímaminni leita nú frama síns meðal þeirra sem ávallt gleymast í góðærishjalinu." Oddur Ólafsson í Degi 9. april

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.