Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 10
I 10 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 Fréttir DV fylgir Guöjóni A. Kristjánssyni á Dvalarheimiliö Hlíf á ísafirði: r Með sólina í húfunni „Þú ert nú meiri helvítis ruglu- kollurinn að vera að hlaupa þetta með honum Sverri. Þið eruð eins og Bakkabræður sem héldu sig geta borið sólina inn í húfunum," sagði Sigurður Helgason, vistmað- ur á á Dvalarheimilinu Hlíf á ísa- firði, þegar Guðjón A. Kristjáns- son, efsta mann á lista frjáls- lyndra, bar að garði ásamt DV. Sigurður, sem starfaði á árum áður sem vélstjóri, var á sjó í 45 ár. Guðjón lét hann ekki slá sig út af laginu og sagði Frjálslynda flokkinn vera í góðum málum og sjálfur hefði hann hreina sam- visku. „Þú hefur nú verið stuðn- ingsmaður minn áður,“ sagði Guð- jón og klappaði Sigurði á öxlina. „Það kemur ekki til greina að kjósa þig. Þið eruð allir eins þess- ir pólítíkusar. Það er tómt helvítis rugl sem kemur frá ykkur öllum. Eintómt loforðarugl," sagði hann en Guðjón gaf sig ekki og lagði höndina á axlir hans. „Þú kýst mig nú samt, er það ekki ?“ spurði hann væntanlegan kjósanda blíð- lega? Það var ekki að sjá að Sig- urði leiddust blíðuhót frambjóð- andans en síðan hvessti hann röddina. „Það þýðir ekkert að kjósa þig. Þú verður bara settur beint á skítakamarinn þegar þú kemur einn inn á Alþingi. Hann leit síðan á Guðjón sem enn hélt um axlir hans. „Andskot- ans rugl,“ sagði hann heldur blíð- ari manninn. „Ég ákveð mig bara í kjörklefanum. Mér líst ágætlega á þig og nógu ertu feitur,“ bætti hann við og stóð af öndinni af hlátri. „Gerðu ekki kvenfólkið hrætt,“ kallaði hann á eftir Guð- jóni þegar hann hélt ásamt föru- neyti í föndursal Hlífar þar sem konur voru í miklum meirihluta. „Hann kýs mig,“ sagði Guðjón drýg- indalega við DV brosti sínu breiðasta. „Addi Kitta Guj. Fyrir hvern ertu nú í framboði?" kallaði virðuleg eldri kona yfir sal- inn þveran. „Ég er i efsta sæti fyrir Frjálslynda flokkinn og Pétur Bjarna er í öðru sæti,“ svaraði frambjóðandinn af bragði. „Já, Pétur er ágætur," sagði gamla konan um hæl og upp- HH dfcZá*- 'hák '" ^ “* f Það fór vel á með Guðjóni og konunum á Hlíf. Hann virtist vita deili á þeim öllum. skar skellihlátur annarra vist- manna. Svo var að sjá að allar konurnar væru tengdar Guðjóni með einum eða öðrum hætti. Faömlög og kveðjur voru allsráðandi og hann vissi deili á öllum. „Manstu þegar ég var lítill og þú tróðst í mig lýsi og rúgbrauði,“ sagði hann við eina konuna og hún hélt það nú. „Mikið | ertu nú skip- stjóralegur á duggarapeysu og í joggingbux- um,“ sagði hún. Ein konan vildi vita hvurslags þetta væri eiginlega með hann að fara í framboð með Sverri. „Gastu ekki haldið þig í Sjálfstæðisflokknum," spurði hún með þunga. „Það var sparkað í mig tvisvar og ég bíð ekki eftir þriðja spark- inu,“ svaraði Guðjón. Svo var að sjá að Guðjón nyti nokkurrar hylli kvennanna á Hlíf þó ekki væri mikið um beinar pólitískar ástarjátningar. „Það getur vel verið að ég kjósi hann. Hann er búinn að fá svo margt á hrygginn í gegnum tíðina og þolir allt,“ sagði ein Hlíf- arkvenna í hálfum hljóðum við DV um það bil sem Addi Kitta Gauj hélt ánægður út af Hlíf. -rt og Iðnaðarhúsnæði til leigu 110 fm iðnaðarhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum til leigu við Bíldshöfða. Mikil lofthæð. Frekarl upplýsingar ísíma 567 4235 frákl. 13-17. Kemur ekki til greina að kjósa þig. Þið eruð allir eins, sagði hinn aldni sægarpur, Sigurður Helgason, við Guðjón A. Kristjánsson, frambjóðanda Frjálslynda flokksins. DV-myndir GVA ';:-i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.