Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreiflng: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Samkeppni í orkumálum Þegar Friðrik Sophusson var ráðinn forstjóri Lands- virkjunar bundu margir vonir við að hann hefði frum- kvæði að róttækum breytingum á fyrirtækinu og þar með á íslenskum orkumálum. Þó ákvörðun um breyting- ar sé ekki hans að taka heldur löggjafans, er ljóst að for- stjóri Landsvirkjunar getur haft veruleg áhrif á það hver þróunin verður. Fyrstu merki þess að breytinga sé að vænta sáust á fundi Landsvirkjunar í liðinni viku, þeg- ar Friðrik Sophusson tilkynnti að um næstu áramót yrði starfsemi fyrirtækisins skipt upp í tvennt, framleiðslu- svið og flutningasvið. Þá er unnið að því að kanna hvaða áhrif það hefði á rekstur og hag Landsvirkjunar ef fyrir- tækið yrði hlutafélagavætt. Þetta eru gleðileg tíðindi og ljóst að hugmyndir forstjórans og Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra um að markaðsvæða orkuframleiðslu og -sölu fara saman. Stærsta verkefni Friðriks Sophussonar er að leiða Landsvirkjun inn í nýja tíma, þar sem ríkir samkeppni í stað einokunar. Að líkindum verður það nauðsynlegt að brjóta Landsvirkjun upp í nokkur smærri fyrirtæki og selja þau einkaaðilum. Fyrsta skrefið í þá átt verður stigið um komandi áramót. Skortur á samkeppni er eitt helsta vandamál íslensku þjóðarinnar og ein meginskýring á því að laun eru al- mennt ekki hærri en raun ber vitni. Fylgifiskar fá- keppni og einokunar eru lítil framleiðni vinnuafls og fjármagns, óstjórn og óráðsía. Þetta á við í framleiðslu og sölu á raforku eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Þessi einfoldu sannindi um gildi samkeppninnar eru flestum orðin ljós og stjórnmálamenn virðast átta sig á því að nýir tímar kalla á nýtt skipulag - kalla á sam- keppni í stað einokunar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri benti réttilega á í ræðu, sem hún hélt í nóv- ember sl. við gagnsetningu raforkuvers á Nesjavöllum, að mikil deigla væri í raforkumálum landsmanna. „Ýmis teikn eru á lofti um að menn muni feta sig inn í einhvers konar samkeppnisumhverfi,“ sagði borgar- stjóri meðal annars, en einmitt þess vegna telur Ingi- björg Sólrún nauðsynlegt að endurmeta hvort rétt sé að borgin eigi hlut í Landsvirkjun. Þessi yfirlýsing borgarstjóra lýsir vel hve skilningur á samkeppni í orkumálum hefur aukist á síðustu árum. En forsenda þess að hér komist á samkeppni á sviði orkumála er að Landsvirkjun verði skipt upp. Annars vegar á að stofna fyrirtæki um dreifikerfið - fyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningi raforku fyrir þá er hana framleiða. Og hins vegar verður að stofna eitt eða fleiri framleiðslufyrirtæki á grunni Landsvirkjunar. Þessar skoðanir eru ekki ósvipaðar þeim sem Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri hefur sett fram, en á ársþingi Raf- magnsveitna ríkisins á síðasta ári sagði hann meðal annars: „RARIK hefur margoft bent á það í ræðu og riti að meginforsenda aukinnar samkeppni sé stofnun fyrir- tækis um meginflutningskerfm.“ Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri og raunar flestir aðrir stjórnmála- menn, virðast vera sammála um að samkeppni verði komið á í orkumálum þjóðarinnar. Vandinn er að ekki liggur fyrir hvert framtíðarhlutverk Landsvirkjunar verður né hvort pólitísk eining næst um að skipta fyrir- tækinu upp í minni samkeppniseiningar, sem þó er for- senda þess að hugmyndir um markaðsvæðingu nái fram að ganga. Óli Björn Kárason Kjósendur hafa í reynd lítil sem engin bein áhrif á það sem við tekur eftir kjördag, segir greinarhöfundur. Halelúja Landsfundarsamþykktin var loðin og opin í báða enda. Hún var til vitnis um það viðhorf stjómar- herranna að kosningar séu slæmur timi til að ráða málum til lykta, enda séu kjósendur gallagripir sem halda beri í hæfilegri fiarlægð frá málum sem varða þjóðarhagsmuni. Það er hárrétt hjá Jóni Ormi Halldórssyni að íslensk stjómmál snúast öðru fremur um að geyma mál frammyfir kosning- ar. Landsfundurinn var sérkennileg samkunda og minnti einna helst á „Þá hefjast hrossakaup flokks- foríngjanna og aldrei að vita hverju fram kann að vinda, nema telja má líklegt að hjakkað verði í sama farinu, með því kjósend- um hefur að mestu verið hlíft við að taka afstöðu tii mikilvægra og afdrifaríkra mála.“ Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Senn rennur upp sá örlagaríki dagur þegar þegnarnir fá á fjögra ára fresti að tjá hug sinn til stjórnarfars og stefnumiða póli- tískra afla í land- inu. Kannski er helsti djúpt i árinni tekið að kalla dag- inn örlagaríkan, því kjósendur hafa í reynd lítil sem eng- in bein áhrif á það sem við tekur eftir kjördag. Þá hefjast hrossakaup flokks- foringjanna og aldrei að vita hverju fram kann að vinda, nema telja má líklegt að hjakk- að verði í sama far- inu, með því kjós- endum hefur að mestu verið hlíft við að taka afstöðu til mikilvægra og af- drifaríkra mála. Loömulla Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins var lýsandi dæmi um loð- mulluna í íslenkum stjórnmálum. Þar voru engin hinna stóru mála tekin til umræðu, hvorki gjafakvótamálið, gagnagrunnurinn, virkjanamálin, hálendið, kjör aldr- aðra og öryrkja né Evrópumálin. Davíð Oddsson og Kristján Ragnars- son gerðu að vísu grín að andstæð- ingum gjafakvótans, en málflutning- ur þeirra einkenndist að vanda af klisjubornum stráksskap. samkomu hjá Krossinum og öðrum álíka trúflokkum. Þar komu saman á annað þúsund félagar fjölmenn- asta stjómmálaflokksins til að ráða ráðum sinrnn, en þar heyrðist varla hjáróma rödd. Að vísu fengu unglið- ar að sprikla svolítið og halda á loft hugsjónum sínum um lögleiðslu vændis og eiturlyfia og fjasa um frelsi frjálshyggjunnar sem farið er að hljóma nánast einsog óþverraorð í munni uppskafninga sem gera sér enga grein fyrir að raunverulegt frelsi útheimtir ábyrgðartilfmningu, sjálfsaga og virðingu fyrir mann- helgi, en felur ekki í sér afturhvarf til lögmála fmmskógarins. Halelújakór Hjáróma raddir ungliðanna trufl- uðu samt í engu samstilltan halelú- jakór landsfundarmanna sem í skjóli aðstöðu og áhrifa gátu látið sér í léttu rúmi liggja allt tal um hugsjónir og ferskar hugmyndir. Það voru sérhagsmunir hvers og eins sem máli skiptu, og þeir urðu best tryggðir með því að þjappa sér um Foringja sem hélt því fram án þess að blikna eða blána að þjóðar- sátt hefði orðið um öll helstu deilu- mál liðins kjörtímabils! Davíð Oddsson hlaut sovéska kosningu í embætti flokksformanns með 97,27% atkvæða, og má telja sögulega niðurstöðu hjá langstærsta flokki landsins sem þaráofan kennir sig við „sjálfstæði". Það er með sjálf- stæðið einsog frelsið: þessum hug- tökum er veifað í tíma og ótíma með þeim afleiðingum að þau snjást og verða innihaldssnauð. Ef marka má niðurstööu lands- fundarins er fátt um sjálfstæða ein- staklinga í röðum sjálfstæðismanna, en þar er afturámóti að finna stóra hjörð sérdrægra jámanna sem vita mætavel hvað til síns friðar heyrir þegar tryggja skal aðstöðu og forrétt- indi fjáraflamanna og hverskyns spekúlanta, sem líta á nýstárlegar hugmyndir og sjálfstæða afstöðu í veigamiklum málum einsog hverja aðra óværu á þjóðarlíkamanum. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Baráttuaðferðir aldraðra og öryrkja „Eitt einkenni nútíma stjórnmála eru harðsæknir þrýstihópar sem stilla stjórnmálamönnum upp við vegg þegar þeir eru vamarlitlir síðustu vikurnar fyr- ir kosningar ... Aldraðir og öryrkjar njóta mikillar samúðar í þjóðfélaginu, en bardagaaðferðir þeirra undanfamar vikur hafa gengið fram af ýmsum ... Það er því meginatriði fyrir aldraða og öryrkja að gaum- gæfa vel þau loforð sem borin em á borð þeirra nú fyr- ir kosningar. Það blasir við að sum loforðin era þess eðlis að þau verða aldrei efnd, hver svo sem kosninga- úrslitin verða. En ekki síst hljóta menn að leiða hug- ann að því aö án traustrar efnahagslegrar undirstöðu er lítið svigrúm til raunverulegra kjarabóta." Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 22. apríl. Vaxtabótakerfið skuldhvetjandi „í kosningabaráttunni er talsvert rætt um „skulda- söfnun heimilanna". Hún virðist jafnvel koma stjóm- málamönnum á óvart. Jafnvel fyrrverandi félags- málaráðherrum eins og Rannveigu Guðmundsdóttm- og Jóhönnu Sigurðardóttur sem eiga þátt í því að hvetja fólk til skuldasöfnunar þegar það kaupir hús- næði. Vaxtabótakerfið hvetur nefnilega til skulda- söfnunar. Fólk sem á 2 milljónir króna og kaupir 7 milljón króna íbúð á auðvitað að taka 7 milljónir að láni og láta milljónirnar tvær á beit þar sem þær vaxa og dafna. Dæmið lítur nefnilega þannig út að fólk með meðaltekjur sem skuldar 7 milljónir greiðir ekki meiri vexti og verðbætur heldur en fólk sem skuldar 5 milljónir króna þegar tekið hefur verið tillit til vaxtabóta." Úr Vef-Þjóðviljanum 22. apríl Átök á vinnumarkaði „Ég fæ ekki betur séð en að það verði heiftarleg átök á vinnumarkaðnum næsta vetur þegar samningar era lausir, sennilega meiri átök en menn hafa séð um langt árabil ... Opinberir embættismenn hafa síðastliðið kjörtímabil samið við sjálfa sig um verulegar kjara- bætur. Þeir era komnir með helmingi hærri greiðslur í lífeyrissjóði en aðrir landsmenn. Opinberir embættis- menn ráðast að þeim launþegum með offorsi, sem era svo ósvífhir að vilja vera í stéttarfélögum utan BSRB. Þeir gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að þeir fái sömu kjarabætur og hinir sem era svo þægir og góðir að vera í félögum innan BSRB.“ Örn Friðriksson í Degi 22. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.