Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 Spurningin Hvað er efst á baugi í þínu iífi þessa daga? María Gunnarsdóttir nemi: Sam- ræmdu prófin. Árni Þór Jóhannsson nemi: Sam- ræmdu prófin. Sigurgeir Þór Helgason nemi: Samræmdu prófin og Tvíhöföi. Magnús Björnsson nemi: Sam- ræmdu prófin. Jónína Sveinbjarnardóttir, 11 ára: Handbolti en ég æfi með 6. flokki Fjölnis. Anna Lilja Gísladóttir, 11 ára: Ég er að fara að keppa á skákmóti. Lesendur Hrókur alls fagnað- ar í áfengismálum Iftdhufslls IdDnaflar... tterkur leikur á danska ylsu... „Áfengisauglýsingar eru gott búsflag fyrir fjölmiðla hér á landi sem erlendis. - Auglýsing í blaðinu Hrók- ur alls fagnaðar. Árni G. Einarsson skrifar: Það er ástæða til að fagna útkomu blaðsins „Hrókur alls fagnaðar“ sem ég rakst á fyr- ir skömmu í bókaverslun og kostaði 895 krónur. - Þetta blað, sem virðist að miklu leyti höfða til áhugamanna um skák þótt margt annað efni sé í blaðinu, hefur þá sér- stöðu að vera eina tímaritið á íslandi og raunar eini fjöl- miðillinn sem birtir áfengis- auglýsingar tæpitungulaust. Blaðið er prentað hér á landi - en gefið út í Eistlandi. Ekki veit ég hvort útgáfa blaðsins í Eistlandi veitir undanþágu frá banni á áfeng- isauglýsingum, en hér er hið merkasta mál á ferð og fróð- legt verður að vita hvort þetta reynist rétt, því ef svo er að útgáfa íslenskra prent- miðla (blaða eða tímarita) eigi sér stað erlendis en þeir seldir hér á landi fríar hana við að hlíta þeim lögum sem gilda um áfengisauglýsingar, þá hygg ég að margir útgef- endur hugsi sinn gang. - Áfengisauglýsingar eru nefni- lega gott búsílag fyrir fjöl- miðla hér á landi sem erlendis. í gegnum tíðina hefur leyfst að selja hér á landi erlend blöð og tímarit sem eru uppfull af auglýs- ingum á áfengi og tóbaki. Enginn hefur amast við því þótt íslensk lög heimili ekki auglýsingar af þessu tagi. íslenskum prentmiðlum hefur hins vegar ekki liðist að birta slíkar auglýsingar. - Fyrr en þá nú með útkomu blaðsins „Hrókur alls fagnaðar“. Ég óska hugumstórum út- gefanda blaðsins og öðrum aðstandendum þess til ham- ingju með frumkvæðið. Von- andi brýtur blaðið hefðina um auglýsingabann á áfengi hér á landi. Auðvitað er það ekki annað en skinhelgi að leyfa erlendum fjölmiðlum að birta áfengisauglýsingar hér en innlendum ekki. Og að sjálfsögðu verður stofnun, sem mér skilst að sé Lög- reglustjóraembættið, að taka á þessu máli af ábyrgð og sanngirni. Margir líta til þess tíma með eftirvæntingu að hér á landi verði loks komið á fullkomið prent- frelsi. Það ríkir ekki í dag með þeim ólögum sem ríkja í tvískinnungi um birtingu áfengisauglýsinga. Lesendasíða DV hafði sam- band við Lögreglustjóraemb- ættið í Reykjavik til að kanna hvort þar á bæ væri mál þetta til umfjöllunar. Af svari viðmælanda mátti ráða að engin vitneskja hefði borist til embættisins um tilvist þessa tímarits á íslenska markaðin- um. Málið yrði hins vegar tekið fyr- ir á fundum embættisins að þessari ábendingu fenginni. Davíð, Davíð, Davíð - eini marktæki andstæöingurinn? Magnús Sigurðsson skrifar: Margir eru famir að taka eftir því hve andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins og raunar ríkisstjórnar- innar í heild leggja sig í líma við að koma höggi á Davið Oddsson, for- sætisráðherra og formann sjálf- stæðismanna. Það birtist vart svo skopmynd í Mbl. eða annars staðar að ekki megi greina Davíð á myndinni eða spjóti beint að honum í myndefni eða texta. Nú er ég ekki að tala um Lesbókarsöguna í Mbl. og mynd- skreytingu með henni sem nú er búið að biðjast afsökunar á fyrir hönd Lesbókarinnar. Það er eins og andstæðingar rík- isstjórnarinnar séu með Davíð á heUanum. Kannski eðlUegt, hann er í forsvari og ábyrgur fyrir gjörð- um stjómarinnar. En fyrr má nú rota en dauðrota, að hræðslan við Davíð sé svona ógnarleg. Aö vísu svarar hann einn andstæðingum sinum með þeim hætti sem þeim ber. Hann er snöggur tU svars og þekkir hvernig á að svara svo að undan svíði pólitískt. En vinstri menn hafa ekki vanist slíku í gegn- um tíðina. Þeir hafa aUtaf fengið að vaða uppi með dylgjur og meining- ar sem þeir hafa ekki getað staðið við. Nú blöskrar þeim er þeir fá svör í sömu mynt og þeir bjóða öðr- um. Auðvitað er Davíð Oddsson fær um að standa af sér árásir vinstri manna og gerir það með glans. Furðulegt er hins vegar að svo virð- ist sem vinstri menn meti það svo að Davíð Oddsson sé eini marktæki andstæðingurinn í stjómmálunum i dag sem vert er að kankast við. En kannski er það bara raunin. Forsetar og barnamergð slensk börn hylla þjóðhöföingja á Bessastaðahlaði. HUdur Guðmundsdóttir skrifar: Ég er ein þeirra sem fagna mjög auknum samskiptum okkar við Eystrasaltslöndin, enda vorum við íslendingar fyrst þjóða tU að viður- kenna þessar þjóðir sem sjálfstæðar og fuUvalda. Það var í ráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar. Nú hefur forseti einnar þessar þjóðar verið að endurgjalda heimsókn for- seta okkar til Lettlands og hefur þessa atburðar verið getið hér að nokkra eins og vera ber. Mér finnst hins vegar aldrei við- kunnanlegt þegar bömum er safnað saman til að hyUa erlenda gesti sem hingað koma í heimsókn. Þetta er ekki tíðkað meðal annarra þjóða, nema hvað ég minnist þessa frá hinum fyrrverandi austantjalds- löndum. Þar mátti gjaman sjá fyrir- menn taka við blómum úr höndum ungbama og fá koss á kinn að laun- um. Mér kom því undarlega fyrir sjónir að sjá blaðamyndir af sams- konar smölun barna tU Bessastaða til að hylla forsetana og veifa fánum þjóðanna tveggja. Það má vel vera að börnin hafi fagnað tUbreytingunni og því að fá frí frá skóla. En við þurfum nú ekki að hafa áhyggjur af skorti á frítím- um í skólum landsins, þar era ávaUt einhver frí með stuttu mUlibUi, auk þess sem kennarar senda börnin heim þegar þeim svo sýnist. Loks ókeypis sjónvarp Dísa skrifar: Ég held að aUtof fáir geri sér grein fyrir því að hægt er að horfa á prýðUega sjónvarpsstöð og það alveg ókeypis, a.m.k. hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég var að horfa í gærkvöldi á EgU Helgason fréttamann ræða um kosningarn- ar og síðan var hann að tala við frambjóðendur. Einnig er Val- gerður Matthíasdóttir komin á Skjá eitt og um helgar sit ég oft eins og límd og horfi á Sigga Hlö. og félaga í skemmtilegum þætti. AUt fyrir ekki neitt! Eitt finnst mér þó skrýtið og það er að mjög fáar auglýsingar sjást á Skjá eitt, en slikar sjónvarpsstöðvar aUs staðar í Evrópu gera það gott og auglýsendur eru vel með á nótun- um. Mér finnst hins vegar sárt að sjá annars frábæra þætti t.d. gamla slagara frá BBC endur- sýnda aftur og aftur, en sennilega er það peningaskortur vegna þess að íslensk fyrirtæki skUja ekki hvað hér er á ferðinni spennandi mál í íslensku sjónvarpsflórunni, sem hlýtur að dafna og vaxa á næstu áram líkt og annars staðar í hinum vestræna heimi. Margrét var best Guðrún Sveinsdóttir skrifar: Margrét Frímannsdóttir stóð sig langbest í umræðum forystu- manna flokkanna síðasta þriðju- dag. Hún sat þama undir árásum frá öUum þessum karlmönnum, sem eru í framboði fyrir hina flokkana og lét þá ekki vaða ofan í sig. Sérstaklega var Geir H. Haarde óvæginn við hana og beindi spjótum sinum nær ein- göngu að henni, í stað þess að leggja áherslu á sín verk. Ég skil ekki þetta fólk sem ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það gæti ég ekki vegna þess hvernig hann hef- ur komið ffarn við aldraða og ör- yrkja. Þá er Samfylkingin meira traustvekjandi valkostur, með Margréti Frímannsdóttur í farar- hroddi, en hún hefur sýnt það og sannað með sínum verkum að hún ber hag fjöldans fyrir brjósti. Stimplun fyrir atvinnulausa J.M.G. skrifar: Fyrir Atvinnuleysistrygginga- sjóð væri ódýrast að semja við ís- landspóst um að pósthúsin önnuð- ust stimplunina fyrir atvinnu- lausa og þá hefðu þeir líka styttra að fara. Mætti þá leggja ráðning- arstofurnar niður, því þær gegndu engu hlutverki. En Park- insonlögmálið vill hafa sitt og nú hefur nýtt bákn verið sett á stofn í Mjóddinni í Reykjavík. Margir atvinnulausir kvarta yfir því að svæðismiðlanirnar séu ekki þjón- ar atvinnulausra en setji sig á háan hest gagnvart þeim. Ýmsir segja sömu sögu af skrifstofum stéttarfélaganna. Fordæmum drápsleikföng Kolbrún Inga Sæmundsdóttir skrifar: Fyrir nokkra barst inn um bréfalúguna hjá mér (og eflaust á fleiri heimili í landinu) bæklingur frá stórri leikfangabúð. Heil siða var yfir „stríðsleiklong", eflaust nákvæmar eftirlíkingar af hríð- skotabyssum, vélbyssum, hnifum, handsprengjum, hjálmum í felulit- um o.fl. o.fl. Og allai' byssumar með hljóði að því er sagt var. Það er sláandi að á sama tima og við horfum daglega á fréttir frá ná- grönnum okkar, sundurskotnum og brenndum húsum þeirra er verið að auglýsa og selja bömum á íslandi leikföng af þessu tagi. Hvemig skyldi flóttamönnunum „okkar" líða ef þeir fá svona lagað inn á sín heimili? Auðvitað er þetta til skammar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.