Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 Fréttir Flugvélarskrúfa gefin safninu á Hnjóti: Hjartanlega þakklátur - segir Egill Ólafsson Whitworth Whitley kafbátaleitar- vél. Sú vél var með tvo Rolls-Royce Merlin V-12 hreyfla. Sterkar líkur eru fyrir að skrúfan góða hafi verið af vélinni T4325 sem tilheyrði breska flughernum RAF og var gerð út frá Kaldrananesi í síðari heims- styrjöldinni. Vél þessi hvarf þann 3. nóvember árið 1943 á sömu slóðum og skrúfan fannst á dögunum. HKr. Egill Ólafsson á Hnjóti. DV-mynd Hörður. Flugvélarskrúfa, sem togarinn Freri fékk í vörpuna vestur af Eld- eyjarboða fyrir skömmu, er nú kom- in í flugminjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti i Örlygshöfn. Það voru Brynjólfur Halldórsson og áhöfn og útgerð Frera sem ánöfnuðu safninu skrúfuna fljótt eftir að togarinn kom í land. Var hún síðan send með bíl vestur á Patreksfjörð en þangað kom hún 19. apríl. „Ég er hjartanlega þakklátur fyr- ir þessa gjöf,“ sagði Egill Ólafsson, stofnandi flugminjasafnsins, í sam- tali við DV. „Þetta sýnir vel þann hug sem al- menningur ber til þess sem ég hef verið að byggja hér upp. Við Vest- firðingar þurfum svo sannarlega á sem flestum þáttum að halda til að efla byggðina og laða fleiri ferða- menn að svæðinu." Flugvélarskrúfan sem hér um ræðir er talin vera af Armstrong- Gyða Dröfn Tryggvadóttir sér um efní blaðsins, sími 550 5000. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 hið fyrsta. Athugið að síðasti skiladagun auglýsinga er föstudagurinn 30. apríl. Hveragerði: Blómasýning garðyrkjunema DV, Hveragerði: Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykj- um í Ölfusi er sextiu ára á þessu ári. Sú hefð hefur skapast að haldið er upp á sumardaginn fyrsta með Nemi í skólanum skreyttur á afmælishátíð. því að hafa opið hús fyrir almenn- ing í garði og húsakynnum skólans. Hér er um að ræða sýningu á nær öflu því sem við kemur görðum og gróðri, blómum, blómaskreytingum, landslagsarkitektúr. DV-mynd Eva Nemar í garðyrkjuskólanum standa fyrir sýningunni, og gefa út „Vorboð- ann“, rit skólanemanna. í tilefni af sextugsafmæli skólans nú er gefið út veglegt afmælisrit með margs kyns fróðleik um garða og gróður. -eh Sölumaður Heildverslun óskar að ráða röskan og ábyggilegan sölumann nú þegar eða sem (yrst. Ilrn framtíðarstarf er að ræða. Reyklaus vinnustaður. Umsókn sendist Auglysingadeild DV, merkt „Sölumaður 2604".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.