Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 18
18 Fréttir MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 Ný og breytt útgáfa tðivui téckni 09 visinda Heimasíður stjórnmálaflokkanna: Góðar eða slæmar? Óttast íslendingar 2000-vandann? Getnaðarvarnir karlmanna Landbúnaður 20 síðna aukablað um landbúnaðinn - Borgarbarn tekið tali í sveitinni - Innviðir Hvanneyrar skoðaðir - Forvitnilegt viðtal við 3 kynslóðir sem búa undir sama þaki - Lífrænir bændur f ókus - Könnun á bestu hljómsveit allra tíma - Hverjir eru hvernig á Gand Rokk? - Lífið eftir vinnu Kennsla á námskeiðinu. DV-mynd G Raufarhöfn: Rúmlega 60 á tölvunámskeiði DV, Raufarhö&i: Fyrirtækið íslensk miðlun ehf. hefur stofnað hlutafélag um síma- þjónustufyrirtæki, í samvinnu við Raufarhafnarhrepp. Stefnt er að opnun fyrirtækisins um miðjan apr- íl og munu allt að 13 manns fá vinnu viö fyrirtækið. í tengslum við undirbúning þess bauð Islensk miðlun öllum sem vildu upp á nám- skeið í meðferð á tölvum. Rúmlega 60 manns skráðu sig á námskeiðið. Kennt hefur verið í fé- lagsheimilinu frá morgni til kvölds undanfarna daga og hefur áhugi verið mikill. í sambandi við nám- skeiðið bauð fyrirtækið einnig upp á hagstæð kaup á tölvum, þannig að búast má við að tölvunotkun meðal almennings vaxi verulega við þetta átak, sem hefur mælst vel fyrir og hlotið góðar undirtektir. G. Raufarhöfn: íþróttamaður ársins 10 ára DV, Raufarhöfn: Ungmennafélagið Austri á Rauf- arhöfn hélt fyrir skömmu fjöl- skyldudag þar sem veittar voru við- urkenningar fyrir starf liðins árs. Á þessum degi er kynnt val á íþrótta- manni ársins. Að þessu sinni var Jóhann Reynir Gunnlaugsson fyrir valinu. Hann er 10 ára gamall og stund- ar þær íþróttir sem boðið er upp á á staðnum af miklum áhuga. Hann er vel liðtækur bæði í knattspymu og körfuknattleik. Einnig hefur hann tekið þátt í frjálsum íþróttum og stóð sig meðal annars mjög vel á Gogga-mótinu i Mosfellsbæ sl. vor. Þá er hann efnilegur lang- hlaupari og tók meðal annars þátt í gamlárshlaupi ÍR um áramótin og hljóp þá 10 km, einungis 9 ára gamall. G. Jóhann Reynir Gunnlaugsson með verðlaunagripinn. DV-mynd G Akranes: Höfði fær 11 milljónir - úr Framkvæmdasjóði aldraðra DV Akranesi: Á fundi stjórnar Dvalarheimilis- ins Höfða á Akranesi nýverið var lagt fram bréf frá heilbrigðisráð- herra, Ingibjörgu Pálmadóttur, vegna samstarfsnefndar um málefni aldraðra. í bréfinu kemur fram að ákveðið hefur verið að veita Höfða úr Framkvæmdasjóði aldraðra 11.085.000 krónur á árinu 1999, sem skiptast þannig: Vegna endurbóta hjúkrunarrýma er framlagið 1.675.000 krónur; 1.910.000 krónur vegna anddyris á Höfðahúsinu; 2.500.000 krónur vegna lóðarfram- kvæmda og 5.000.000 krónur vegna endurbóta á þaki. -DVÓ Þelr Ilska sem róa.. Þelr Ilska sem róa... Þelr ílska sem róa.. Þelr www.visir.is FYRíTUáí. M.S9 FSÉTTI8HIASÍ. J \ i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.