Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 26
 38 MANUDAGUR 26. APRÍL 1999 Hver verða úrslit kosninganna? (spurt á Siglufirði) ... imiiiii. .. CX:j ■ Theódór Eggertsson fisksali: Samfylkingin fær 2 menn, Sjálf- stæðisflokkur, Framsókn og vinstri-grænir 1 mann hver. Eysteinn Aðalsteinsson fisk- . sali: Framsóknarflokkur og 1 Samfylking fá tvo menn og Sjálf- V stæðisflokkurinn einn mann. Berglind Birkisdóttir póst- dama: Samfylkingin vinnur, ég vil ekki segja neitt meira. Ólafur Þór Ólafsson aðalbók- ari: Þetta verður svipað og síð- ast, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur fá tvo menn og Samfylkingin fær einn mann. Gunnar Hall sjómaður: Ég hef ekki hugmynd um það og engan áhuga á að vita það. L Pálína Pálsdóttir fram- kvæmdastjóri: Þetta verður svipað og verið hefur en ég vona að Samfylkingin fái tvo menn. ÉmmámmmmmÉmámmmM Kosningabaráttan á Norðurlandi vestra harðnar: Þrír flokkar geta náð uppbótarþingsætinu X DV, Akureyri: Mjög mikil spenna hefur hlaupið í kosningabaráttuna í Norðurlands- kjördæmi vestra síðustu dagana og má segja að skoðanakönnun Gallup í síðustu viku hafi verið sem olía á eld sem hafði reyndar ekki logað glatt fram að því. Niðurstöður könn- unarinnar leiddu í ljós að 5. þing- sæti kjördæmisins, sem er uppbót- arþingsæti, getur hafnað hjá Sjálf- stæðisflokki, Samfylkingunni eða hjá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og frambjóðendur róa nú lífróður fyrir þessu sæti. Reyndar getur fleira spilað inn í við úthlut- un þessa þing- sætis en ein- ungis niður- stöðurnar í kjördæminu sjálfu, það gera flóknar kosn- ingareglur að verkum, reglur sem eru varla fyrir aðra en hámenntaða reiknimeistara að höndla. Framsóknarmenn unnu stórsigur í kjördæminu fyrir fjórum árum, bættu þá við sig 6,4% atkvæða og fengu 38,7% og örugga kosningu tveggja manna. Sjálfstæðisflokkur- inn vann 2,7%, fékk 30,8% og tvo menn, þar af annan kjördæmakos- inn. Alþýðubandalag fékk 15,6% og einn mann á þing. Skoðanakönnun Gallups á dögunum sýndi tap Fram- sóknar um rúm 4%, Sjáifstæðis- Fréttaljós Gylfi Krlstjánsson flokkur heldur nokkurn veginn sínu kjörfylgi, Samfylkingin fær um 24% sem er um 6% minna en flokkarnir fengu sem standa að fylkingunni og vinstri - grænir fá 7,6%. Þessi niðurstaða varð til þess að hleypa miklu lífi í baráttuna en samkvæmt þessari niðurstöðu kom uppbótarsætið í hlut Vilhjálms Eg- ilssonar, 2. manns Sjálfstæðis- flokksins. Mjög mjótt er þó á mun- unum að Samfylkingin hirði það sæti og Vinstri - grænir eru heldur ekki langt undan. Mikil undiralda Á kosninga- fundi á Siglufirði í síðustu viku mátti vel merkja þá undiröldu sem er á milli flokkanna. Sérstaklega „gneistaöi" þar á milli Kristjáns Norðurland vestra . V/ j. v-,\ • .u. 8 Þingmenn Ö Landskjörnir Stjórnarandstaöa Möllers samfylkingarmanns ann- ars vegar og Jóns Bjarnasonar frá vinstri-grænum og Árna Gunnars- sonar framsóknarmanns hins vegar en Vilhjálmur Egilsson fékk þó sín- ar „pillur“. Honum er oft legið á hálsi fyrir að „leika tveimur skjöld- um“, vera í öðru starfi ásamt þing- mennskunni og sinna kjördæminu og þingstörfunum ekki nógu vel en Vilhjálmur svaraði fullum hálsi og sagðist geta horft framan í fólkið í salnum kinnroðalaust og fullyrt að hann skilaði sínu starfi í þinginu Stjórnarflokkar betur en flestir aðrir. Menn hreyttu hinu og þessu hver í annan og greinilegt var að „kveikjuþráður- inn“ var víða stuttur. Varðandi sum málefnin sem bar á góma voru menn þó nokkuð sam- mála, s.s. jarðgöng milli Siglufjarð- ar og Ólafsfjaröar, og menn voru sammála um að landbúnaðurinn í kjördæminu ætti undir högg að sækja og þyrfti aðstoð. Byggðamálin almennt, s.s. fólksflóttinn úr kjör- dæminu, kjör aldraðra og öryrkja, atvinnuleysið og sámdrátturinn í sjávarútvegi, sérstaklega í vestur- hluta kjördæmisins, voru hins veg- ar þau mál sem menn tókust helst á um og gekk á ýmsu eins og venju- lega. Framboðsmálin sérstök Framboðsmál flokkanna í kjör- dæminu hafa verið með nokkuð sér- stökum hætti. Jón Bjarnason, sem tók þátt í prófkjöri Samfylkingar- innar og hafði þar ekki erindi sem erfiði, gekk til liðs við Vinstrihreyf- inguna - grænt framboð og tók þar forustusætið og Sigfús Jónsson, varaþingmaðm- Sjálfstæðisflokks- ins, skipar nú efsta sæti Frjálslynda flokksins. Innan Framsóknarflokks- ins var geysilega hörð barátta i prófkjöri um 2. sætið sem Stefán Guðmundsson hefur skipað og lauk henni með sigri Áma Gunnarsson- ar. Sjálfstæðismenn stilltu hins veg- ar upp á sinn lista án átaka. Ljóst er að Siglfirðingar munu flykkja sér um kratann Kristján L. Möller, fyrrverandi bæjarfulltrúa, og sjá nú fram á að eignast „sinn eigin“ þingmann eins og þeir orða það margir. Kristján sigraði í próf- kjöri Samfylkingarinnar eftir ævin- týralega kjörsókn á Siglufirði og Anna Kristín Gunnarsdóttir Al- þýðubandcilagskona á Sauðárkróki varð að gera sér 2. sætið að góðu. Þessi úrslit voru ekki hagstæð fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Vilhjálm Eg- Um 100 manns sóttu framboðsfundinn á Siglufirði og fylgdust með spennandi umræðum. DV-mynd gk Framboðslistar á Norðurlandi vestra Framsóknarflokk- urinn 1. Páll Pétursson félagsmálaráðherra, A-Húnavatnssýslu. 2. Ámi Gunnarsson, formaður SUF, Skaga- firði. gS®j! 3. Herdís Sannumlar- dóttir pHáúfúlltrúi, SkagafMKg 4. Birkir Jón Jónsson nemi, Sigluflrði. 5. Elín R. Lindal oddviti, Húnabyggð vestri. 6. Sverrir Sveinsson veitustjóri, Siglufirði. 7. Valgarður Hilmars- son oddviti, A-Húnavatnssýslu. 8. Árborg S. Ragnars- dóttir sjúkraliði, Húnabyggð vestri. 9. Elínborg Hilmars- dóttir bóndi, Skagafirði. 10. Guðjón Ingimund- arson kennari, Skagafirði. Frjálslyndi flokkurinn 1. Sigfús Jónsson bóndi, Húnabyggð vestri. 2. Pálmi Sighvatsson forstöðumaður, Skagafirði. 3. Þorstaínn;Sigurgeirs- son bóndi, Húnabyggð vestri. 4. Valgéir Sigurðsson athafnamaður, Siglufirði. 5. Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi, Skagafirði. 6. Guðmundur Þor- bergsson bóndi, Húnabyggð vestri. 7. Sigurður Sigurðsson flakari, Skagafirði. 8. Böðvar Sigvaldason bóndi, Húnabyggð vestri. 9. Hallmundur Guð- mundsson stýrimaður, Húnabyggð vestri. 10. Reynir Jóhannes- son endurskoðandi, Húnabyggð vestri. Sjálfstæðis- flokkurinn: 1. Hjálmar Jónsson alþingismaður, Sauðárkróki. 2. Vilhjáimur Egilsson alþingismaður, 3. Sigríðw' rngvarsdótt- ir umboðsjnaðii', Siglu- 4. Adolf H. Berndsen framkvæmdastjóri, Skagaströnd. 5. Guðný Helga Bjöms- dóttir bóndi, Húnabyggð vestri. 6. Ásdis Guðmunds- dóttir, form. öldunnar, Skagafirði 7. Ágúst Sigurðsson bóndi, A-Húnavatns- sýslu. 8. Sigríður Ingólfsdótt- ir verslunarmaður, Húnabyggð vestri. 9. Bjöm Jónsson spari- sjóðsstjóri, Siglufirði. 10. Pálmi Jónsson, fyrrv. alþingismaður, A- Húnavatnssýslu. Húmanista- flokkurinn 1. Aðalsteinn Tryggva- son ræstitæknir, Húnabyggð vestri. 2. Ragnar Sverrisson iámiðnaðarmaður. Revkjavik. 3. Gunnar Guömunds- son tiilsijðri. Húnabyggð vestri. 4. Kristján Dýrfjörð vélstjóri, Hafnarfirði. 5. Jóhannes Þórðarson múrari, A-Húnavatns- sýslu. Sam- nesdótt- u, Siglu- Samfylkingin 1. Kristján L. Möller verslunarmaður, Siglufirði. 2. Anna Kristín Gunnarsdóttir kennari, Skagafirði. 3. Vali mannssi stöðu, Bjj 4. Sign; ir, form. firði. 5. Ágúst Jakobsson aðstoðarskólastj óri, Húnabyggð vestri. 6. Eva Sigurðardóttir bankastarfsmaður, Skagafirði. 7. Ingibjörg Hafstað bæjarfulltrúi, Skagafirði. 8. Pétur Hermannsson matreiðslumaður, Húnabyggð vestri. 9. Steindór Haraldsson hótelhaldari, Skagaströnd. 10. Ragnar Arnalds alþingismaður, Skagafirði. Vinstrihreyfingin - grænt framboð 1. Jón Bjarnason skóla- stjóri, Skagafirði. 2. Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri, Húna- byggö vestri. 3. Magnús Jósefsson bóndi, A-Hlna®tns- 4. Svanhildúr kristins- dóttir leikskólastjóri, Skagafirði. 5. Freyr Rögnvaldsson nemi, Skagafirði. 6. Hannes Baldvinsson skrifstofumaður, Siglu- firði. 7. Bjarnfriður Hjartar- dóttir verkakona, Skaga- firði. 8. Sigurbjörg Geirsdótt- ir bóndi, A-Húnavatns- sýslu. 9. Lúther Olgeirsson bóndi, A-Húnavatns- sýslu. 10. Kolbeinn Friðbjarn- arson skrifstofiunaður, Siglufirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.