Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 44
m Jókertölur vikunnar: Vinningar Fjöldi Vinnings- vlnninga upphað 2. 4 af 5 4. 3 af 5 5.747.360 102.870 9.210 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 Álftanes: Snákur lék lausum hala Uppi varö fótur og fit á Áiftanesi í gær þegar fréttist af snáki sem lék lausum hala í húsgarði. Lögreglan í Hafnarfiröi var kölluð til og voru lögreglumennirnir Jón Garðar Bjarnason og Guðrún Gísladóttir lengi dags aö eltast við snákinn sem var snar í snúningum. Að loktun gripu hafnfirsku lögreglumennimir til þess ráðs að nota hrífu í barátt- unni við snákinn og tókst með erfið- ismunum að „raka“ honum ofan í þvottafötu. Þar á botninum mátti snákurinn sín lítils. Ekki er ljóst hvaðan snákurinn kom eða hverrar gerðar hann er. Hann er röndóttur og yfir metri að lengd. Honum verður eytt. -EIR Dauðþreyttir á snjónum DV, Ólafsfiröi: Enn er mjög mikiil snjór í Ólafs- 1 firði, þrátt fyrir hlýindi síðustu daga. Einstök veðurblíða var aila síðustu viku og mun það vera lengsti blíðviðr- iskafli síðustu mánaða. Snjóinn tekur samt hægt upp þrátt fyrir hita og sól á daginn, því næturfrostið hefur verið mikið, allt að 15 stig þegar mest var. Bæjarbúar eru allir orðnir dauðþreytt- ir á snjónum og hlakka til sumarsins sem aldrei fyrr. Mörg öflug tæki voru notuð í vik- unni við að hreinsa götur bæjarins. Snjóblásari var notaður til að ráðast á stærstu skafla og hólana sem hafa myndast. Þá var snjó mokað á vöru- bíla til að sturta i höfhina. -HJ Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setti í gær kristnihátíð í Akureyrarkirkju. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, predik- aði. Fjöldi gesta var viðstaddur at- höfnina, svo sem ráðherrar, vígslu- biskupar og prófastar. Hér ganga virðulegir fulltrúar fóiksins út úr , ^ kirkjunni að athöfn lokinni. DV-mynd Sigurður Bogi. Hafnfirsku lögreglumennirnir Jón Garðar og Guðrún Gísladóttir voru að vonum stolt eftir að hafa yfirbugað snákinn á Álftanesi. DV-mynd S. Nýr meirihluti í kvöld? DV, Borgarbyggð: „Fundi okkar með sjálfstæðismönn- um var að ljúka. Viðræðum verður haldið áfram í kvöld og málin eru í góðum farvegi. Ég þori ekki að segja hvenær nýr meirihluti verður mynd- aður en þetta er í fysta sinn sem ég segi að málin séu í góðum farvegi. Málin gætu skýrst í kvöld,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, einn af fjórum fúiltrúum Borgarbyggðarlistans, við DV seint í gærkvöld. Guðrún vildi hins vegar ekkert segja um hvort sjálfstæðismenn væru búnir að gefa eftir bæjarstjórastólinn. -DVÓ Eldsvoöi í Landbroti DV.Vík: Slökkviliðið á Kirkjubæjarklaustri var kallað að bænum Efri- Vík í Land- broti um kl. 3 aðfaranótt laugardags. Þar hafði kviknað í gömlu húsi sem var alelda þegar komið var að. Að sögn Reynis Ragnarssonar, lögreglu- manns í Vík, er húsið, sem var tvílyft með steyptum útveggjum en timbur- gólfi og milliveggjum, ónýtt eftir elds- voðann. Undanfarið hafði verið unnið að endurbótum á húsinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá blástur- sofni. -NH Deilurnar innan verkalýðsforystunnar halda áfram: Hættir í öllum nefndum ASÍ - segir formaður Rafiðnaðarsambands íslands Rafiðnaðarsamband íslands hef- ur hætt öllum nefndarstörfum inn- an Alþýðusambands íslands og mun segja sig úr heildarsamtökun- um á næsta þingi þeirra, verði samþykkt um skil milli faglærða og ófaglærðra innan ASÍ ekki dreg- in til baka. Á nýafstöðnu þingi Raf- iðnaðarsambandsins var lögum þess breytt á þann veg að það geng- ur úr ÁSÍ hafi fyrrgreind sam- þykkt heildarsamtakanna ekki verið dregin til baka. „Boltinn liggur hjá ASÍ núna,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands ís- lands. „Ef þeir draga ekki sam- þykktina til baka munum við ganga úr ASÍ á næsta þingi þess. Við erum í mörgum nefndum inn- an ASÍ og munum tiikynna þeim í dag að við séum hættir störfúm í þeim öllum, svo lengi sem sam- þykkt þeirra er í gildi. Þessar ákvarðanir voru teknar á þingi okkar sl. fostudag." Guðmundur sagðist hafa sagt í Veðrið á morgun: Skúrir fyrir sunnan og vestan Á morgun verður suðvestan- gola eða kaldi og skúrir, einkum sunnan og vestan til, en þurrt að mestu norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 3 til 10 stig, hlýj- ast sunnan til. Veðrið í dag er á bls. 53. lokaræðu á þingi Rafiðnaðarsam- bandsins að menn skyldu búa sig undir að þurfa að sitja undir „skít- kasti frá ASÍ og forystumönum í ákveðnum félögum“. Það væru þeirra vinnubrögð þegar kæmi að því að fjalla um alvörumál, s.s. skipulagsmál. „Framhaldið er algerlega undir ASÍ komið, hvort það vill vera samtök launamanna í landinu eða ekki. Þeir halda fyrir utan samtök- in samböndum sem eru að reyna að komast þar inn. Þeir vissu að samþykkt þeirra sl. miðvikudag þýddi að verið væri að reka okkur úr ASÍ. Ef það er þeirra stefna hafa þeir völd til þess. En þessi stefna er áfall fyrir verkalýðshreyfinguna og íslenska launamenn, en mest er þó áfallið fyrir þá sem síst skyldi, þá ófaglærðu sem eru innan sam- banda verslunarmanna og verka- fólks.“ -JSS Forseti ASÍ: Reynum að setja deiluna niður „Það er viðfangsefni að reyna að setja þessa deilu niður,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, „en ég kann ekki að svara því á þessu augnabliki hvemig að því verður staðið eða hvemig til tekst." Grétar sagði að fyndist niðurstaða sem allir málsaðilar gætu unað væri búið að leysa málið. Aðspurður um hvort til greina kæmi að draga sam- þykktina um skilin milli faglærðra og ófaglærðra í ASÍ til baka, sagði Grétar að málið snerist ekki bara um það. Skiptar skoðanir væra í hreyfingunni um þann grandvallarágreining sem endurspeglaðist þama. Að- alatriðið væri aö finna nið- urstöðu sem allir gætu unað, einnig félagsmenn í Þorsteinsson. Rafiðnaðarsambandi ís- lands. Forystumenn ASÍ munu hitta fúlltrúa Matvís á morgun, en aðild þess að ASÍ var samþykkt sl. mið- vikudag. Grétar sagði að forysta ASÍ myndi örugg- lega ræða við rafiðnaðar- menn á næstunni, eins og aðra sem málið snerti. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.