Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 13 Fréttir $ SUZUKI Hólma- drangur á fjarlæg mið DV, Hólmavík: Nú nýverið landaði frystitogarinn Hólmadrangur ST 70 allgóðum rækjuafla á Hólmavík miðað við þá ördeyðu sem sögð hefur verið á mið- um við ísland siðustu mánuðina. Að því búnu hélt skipið til rækjuveiða á Flæmingagrunn þar sem það hefur áður verið og áunnið sér þar með veiðireynslu. Um er að ræða tvær veiðiferðir og um 10 vikna úthald. Aflanum úr fyrri veiðiferðinni verður landað í Kanada og hann síðan sendur til íslands. Þess er vænst að skipið komi með nánast fullfermi úr síðari veiðiferðinni. 15 menn eru i áhöfn auk eftirlistmanns frá Fiskistofu og reiknað er með að flestir þeirra verði úthaldið á enda. Guðflnnur Strandamenn: Skíðamenn í sókn DV Hólmavík: Skíðafólk af Ströndum hefur stöðugt verið að bæta getu sína og það til mikilla muna síðustu árin og er að komast í flokk með þeim bestu í göngugreinum, bæði í flokkum hinna yngri og fullorðinna. Sex keppendur tóku til dæmis þátt í Fljótagöngunni nýverið og komust allir á verðlaunapall. Þar af urðu tveir sigurvegarar. Fyrir dyr- um eru innanhéraðsmót og skíða- vertíðinni lýkur að venju með þátt- töku í Fossavatnsgöngunni við ísa- fjörð um næstu mánaðamót. -GF Pizza 67 selur hugmyndina víða um heim: Gengur vel á fyrsta Pizza 67 í Kína Merki Pizza 67 verður víða sýni- legt í Kína ef fram ganga hugmynd- ir um opnun pitsustaða þar í landi. í þriðju stærstu borg landsins, Ti- anjin, þar sem búa 9,3 milljónir manna, er búið að opna pitsustað þar sem íslenska pitsumerkið blasir við. Heimamenn reka staðinn á við- skiptasérleyfi (franchising) frá Pizza 67. Ætlun rekstraraðilanna er að opna Pizza 67 í fleiri borgum Kína á næstu mánuðum, enda hefur fyrsti pitsustaðurinn gengið að ósk- um, að sögn Gísla Gislasonar hjá Pizza 67 sem heimsótti Kina nýlega. Kínverska fyrirtækið, sem rekur Pizza 67, mun vera fyrsta almenn- ingshlutafélagið í Kína. Tuttugu pitsustaðir á fslandi eru undir merkjum Pizza 67, einn í Kaupmannahöfn, einn í Tékklandi, auk staða sem er annaðhvort er nýlega búið að opna eða er verið að opna. Pizza 67 selur viðskipta- sérleyfi en innifalið í því er allt kerfið, allt frá uppskriftum til skrifstofuhalds, í raun hugmyndin öli í einum pakka. í Madrid er fyr- irhugað að opna Pizza 67 og sama má segja um fleiri lönd. „Það er verið að skoða ýmsa möguleika og þetta gengur mjög vel,“ sagði Gísli Gíslason. Hann segir að mikið sé unnið í Banda- ríkjunum, en þar var stofnað fyrir- tækið Pizza 67 US í fyrra og fyrir- hugað að opna pitsustaði þar í landi. Gísli segir að Pizza 67 kerfið í heild sé metið á 3 milljónir Bandaríkjadala, ef farið verður af stað í Bandaríkjunum. „Möguleikarnir í þessu eru nán- ast óendanlegir. Við erum víða með sambönd, en þetta er dýr vinna sem við erum í og því forum við hægt í sakirnar. Við þurfum að ná svolítið fleiri stöðum erlendis til að geta farið hraðar yfir, en meðan bíðum átekta," sagði Gísli Gíslason. Pizza 67 mun vera fyrsta ís- lenska fyrirtækið sem nýtur sér- leyfistekna af þessu tagi, peninga sem renna inn í landið. Hins vegar eru nokkur fyrirtæki hér á landi sem greiða afgjöld til Bandaríkj- anna, til dæmis Domino’s, Kent- ucky Fried og McDonald’s. -JBP Kórinn. Fremst eru stjórnendurnir Kjartan Eggertsson og Nanna Þórðardóttir, ásamt séra Friðriki J. Hjartar sóknar- presti. DV-mynd Jón E. Tónleikar í Ólafsvíkurkirkju DV, Ólafsvik: Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju hélt tónleika fyrir skömmu. Á efn- iskránni voru ýmis verk. Byrjað var á dúett úr kantötu eftir J.S. Bach sem konurnar fluttu og einnig sungu þær fleiri verk. Þá fluttu kcirlamir nokkur lög og einnig söng kórinn saman. Stjómandi kórsins, Kjartan Egg- ertsson, gerði lög við nokkra Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar og einnig samdi einn kórfélaginn, Bjami Ólafsson, ljóð við eitt laga Kjartans. Þá sungu þær Nanna Þórðardóttir og Margrét Jónasdóttir dúett og fengu þær og kórinn mjög góðar undirtektir. Alls söng kórinn 20 lög á þessum tónleikum sem voru vel sóttir. Æf- ingar hafa staðið yfir frá áramótum og m.a. var farið á Hótel Örk eina helgina í vetur til að æfa. Staðið hafa yfir breytingar nú í mars á Ólafsvíkurkirkju að innan sem hafa tekist mjög vel og var þetta fyrsta athöfnin sem þar fór fram eftir þær. DV-PSJ. Nýr Qórhjóladrifinn Baleno Wagon verð aðeins: 1.675.000 kr. BALENO a leið • Nýtt stílhreint og glæsilegt útlit • Sérlega rúmgóður • ABS • Sameinar mikið afl og litla eyðslu • Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.