Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 Fréttir Neta- og togararallið veldur vonbrigðum: Viðvörunarbjöllur hringja á Hafró - fiskifræðingar tvístígandi „Ef þetta heldur áfram svona forum við að hafa áhyggjur," sagði Vilhjálmur Þorsteinsson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun, um nýlokið netarall stofnunarinn- ar. „Þetta var dapurt og okkur mikil vonbrigði. Það virðist vera minna af fiski í sjónum en menn töldu.“ Vilhjálmur varar þó við of mik- illi svartsýni. Niðurstöður neta- rallsins hyggi á mörgum þáttum og ekki sé rétt að álykta út frá þeim gögnum einum sem liggja nú fyrir. Samkvæmt heimildum DV eru nið- urstöður úr togararalli Hafrann- sóknastofnunar á sömu nótum og úr netarallinu og velta menn þvi alvarlega fyrir sér hvort fiskistofn- arnir séu í sögulegu lágmarki, þrátt fyrir yfirlýsingar stjómmála- manna um annað: „Við getum ekki svarað því með þessi gögn í höndunum. Þama get- D og B jafnir á Hrauninu Samkvæmt skoðanakönnun sem starfsfólk fangelsisins á Litla-Hrauni gerði innan sinna vébanda á fylgi flokkanna í Suð- urlandskjördæmi fyrir helgi, eru Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur hnífjafnir í kjördæm- inu. Könnunin fór fram eins og um kosningar væri að ræða og fengu D- og B-listar 19 atkvæði hvor. 58 manns kusu og niöurstöður urðu þær að Framsóknarflokkur- inn fékk 19 atkvæði og tvo þing- menn, Sjálfstæðisflokkurinn einnig 19 atkvæði og tvo þing- menn, Samfylkingin 11 atkvæði og einn þingmann, Frjálslyndi flokkurinn 3 atkvæði, Húman- istaflokkurinn tvö og Vinstri- hreyfingin - grænt framboð tvö. Tveir seðlar vom ógildir. -SÁ ur svo margt spilað inn í, ekki síst veðurfar. En þetta er dapurlegt," sagði Vilhjálmur Þorsteinsson. Sólmundur Einarsson fiskifræð- ingur hafði umsjón með togararall- inu. Hann vildi ekkert tjá sig um niðurstöðumar þar sem hann var staddur við rannsóknarstörf um borð í Dröfninni á Breiðafirði. Hann ætti eftir að vinna betur í gögnunum en játti því þó aðspurð- ur að niðurstöðurnar væru langt frá því að vera glæsilegar. Fimm bátar tóku þátt í netarall- inu, sem hófst 5. apríl og lauk 20. Þrátt fyrir viðvörunarbjöllur á Hafrannsóknastofnun er engu líkara en þorskurinn gangi á land í nágrenni Reykjavík- ur. Þessi sjómaður var ekki að örvænta eftir að hafa lagt 18 net í Kollafirði alveg upp við landsteina. Úr netunum kom hálft annað tonn af fallegum þorski. _____________________________________ DV-mynd S. Kleifabergið, skip Þormóðs ramma - Sæbergs, gerði stuttan stans í Hafnarfirði í gær. Nokkur styrr hefur staðið um kaup á kosti í skipið, en fyrrum kokkur á Kleifaberginu hefur sagt að útgerðin banni kaup á kosti annars staðar en í Valbergi, sem er verslun Þormóðs ramma - Sæbergs á Ólafsfirði. Þar mun verðlagið vera 30% hærra en í þeim verslunum sem áhöfnin kýs að skipta við, að sögn kokksins. Gunnar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma - Sæbergs, hefur sagt kokkinn Ijúga þessu og það sé skýrt í kjarasamningum að áhöfnin ráði hvar hún kaupi sinn kost. DV-mynd S. Akranes Ný Uppgrips- verslun hjá Olís DV Akranesi: Olls opnaði 15. apríl sína 14. Uppgrips- verslun að Suðurgötu 10 á Akranesi í 140 fermetra húsnæði. Með tilknmu Unn- Gunnar Sigurðsson, um- tiiKomu upp boðsmaður 0|ís á Vest. gripsverslun- urlandi og fyrrum forseti arinnar rekur bæjarstjórnar Akraness, í Olís á sama nýju Uppgripsverslun- stað umboð, inni- DV-mynd Daníel Uppgripsverslun og sölutum og er opið alla daga. „Með tilkomu Uppgripsverslunar- innar vonumst við til þess að geta þjón- ustað Neðri-Skagann mun betur en verið hefúr. Áfram verður um að ræða sjálfsafgreiðslu á olíu og bensíni enda hefur það verið vinsælt. Fólk fær 2 króna afslátt fyrir að setja bensín eða olíu sjálft á bílinn," sagði Guimar Sig- urðsson , umboðsmaður Olís á Vestur- landi, við DV. -DVÓ sandkorn Ekið á Johnsen Nýjasti baráttumaður launafólks, Ámi Johnsen, sem kastaði því fram í ræðu á framboðsfundi að hækka mætti tekjur launafólks á landinu um 40-50%, var viðstaddur opnun hjólbarðaverk- smiðju í sódómu íhaldsins á Suður- landi, Hveragerði, á dögunum. Þar er hafín framleiðsla á dekkjum sem eiga eftir að fleyta ís- lenskum bifreið- um inn í 21. öld- ina. Sagan segir að fyrsti gangurinn sem Johnsen þing- maður framleiddi hafi tekið mið af vaxtarlagi þingmannsins og verði nefhdur eftir honum. Nú geta menn ekið á Johnsen... Nafnarugl Ýmis framboö hafa fengið á sig nöfn af andstæðingum þeirra sem höfða til fortíðar eða einhverra ein- kenna. íhaldsmenn eru gjamir á að kaila samfylk- inguna fylkinguna og vísa til hins gamla rauða fé- lagsskapar • sen Bima Þórðar- dóttir og Ragnar Stefánsson skjálfti stóðu í bijóstvöm fyrir á árum áður. Sam- kvæmt þessu er Ný framsókn Nýtt vín á gömlum belgjum. Græningjar era Græneygðir og Frjálslyndi flokkurinn er Siðblindi flokkur- inn... Akraborgarbyggð Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, og bæjarstjóm Akraness hafa gert ítrekaðar tilraunir til að sameina nágrannasveitarfélögin en ekkert gengið þar sem einn af hrepp- unum í nágrenni Akraness, Skil- mannahreppur, ágim- ist ekki sérstaklega miklar skuldir Akra- neskaupstaðar. Vilja menn þar í hreppi halda í bankabók- ina sem ku vera ansi stór. Nú hafa Akurnesingar leit- að til sveitarfélaga í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu og vilja ræða samein- ingu alira sveitarfélaga í sýslunum. Þykja menn bjartsýnir um að á næstu áram verði byggð með 10 þús- und íbúa sameinuð. Gárungarnir era þegar komnir með nafn á nýja sveitarfélagið, Akraborgarbyggð. Segjast þeir vissir um að Ömefna- nefnd muni hreinlega ekki geta hafnað því nafhi... Söðluðu um Samfylkingin skiptir ekki við GSP almannatengsl varðandi aug- lýsingar sínar, eins og flestallir munu hafa haldið, heldur lætur Máttinn og dýrðina um þau mál. Heimildir Sand- koms herma að samíylkingarmenn hafi verið allt ann- að en kátir með auglýsingaherferð GSP fyrir LÍÚ i fyrra þar sem sí- fellt var verið að segja þjóðinni hver ætti kvótann og m.a. birtar myndir af hyítklæddum konum. Auglýsingar LÍÚ hafa verið auglýs- ingameisturum Samfylkingar til- efni til innblásturs. Nýlega kom í umferð kort þar sem umrædd aug- lýsing fær samfylkingarmeðferð. Á kortinu era myndir af Davið Odds- syni, Kristjáni Ragnarssyni, Hail- dóri Ásgrímssyni og Þorsteini Pálssyni íklæddum hvítum bolum eins og stúlkur LÍÚ í fyrra. Yfir höfðum þeirra stendur: Hverjir eiga kvótann? Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.