Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 Útlönd Clinton hvatti Jeltsín til að vinna að lausn Kosovo-deilunnar: NATO ætlar að auka hernaðaraðgerðirnar Leiðtogar ríkja Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) urðu sammála um það á fundi sinum í Washington í gær að herða á hernaðaraðgerðun- um gegn Júgóslavíu. Á sama tíma sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti Borís Jeltsín Rússlandsforseta að hann yrði að leita leiða til að binda enda á átökin. Frelsisher Kosovo (FHK) bauðst í gær til að leiða landhernað NATO gegn hersveitum Serba. Sögðu Frelsishermenn að með því að nýta þekkingu þeirra á staðháttum mætti draga verulega úr mannfalli. Einlægur stuöningur Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Robin Cook, breskur starfsbróðir hennar, sögðu hins vegar að enn hefði ekk- ert verið ákveðið um hvenær land- hermenn yrðu sendir til Kosovo. „Það sem ég tel að þessi leiðtoga- Noregur: Reknir vegna 160 milljarða DV, Ósló: Bæði stjórn og forstjóri norska riksiolíufélagsins Statoil urðu að taka pokana sina fyrir helgi eftir að staðfest var að kostnaður við byggingu olíu- vinnsiuskipsins Ásgars hefur farið 160 milljarða íslenskra króna fram úr áætlun. Forstjórinn, Harald Nordvik, segir bjartsýni í áætlanagerð og of flókinn tækibúnað um borð í skipinu hafa ráðið úrslitum um að skipið kostar helmingi meira en áætlað var. Því er hins vegar haldið fram af gagnrýnendum verksins að engar áætlanir af viti hafi verið gerðar. Þegar ráð- ist var í smíðina var olíuverð hátt og ekki hægt að fara á haus- inn á olíuvinnslu. Statoil er að öllu í eigu norska ríksins. Meðal stjórnarmanna þar voru forseti Alþýðusam- bandsins norska og forstjóri símafélagsins. -GK ísland í annan flokk í NATO DV, Ósló: ísland, Noregur og Tyrkland eiga á hættu að enda sem áhrifa- lausar annars flokks þjóðir innan NATO, ef Evrópusambandsþjóð- imar fá vilja sínum framgegnt. Séra Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, staðfesti í gær að deilt hefði verið um skipu- lag NATO á afmælisfundinum í Washington. Vandinn er að Evrópusamband- ið, ESB, vill koma fram sameinað innan NATO í nafni Vestur-Evr- ópusambandins. ísland, Noregur og Tyrkland hafa aðeins rétt til áheyrnar innan Vestur-Evrópu- sambandins og gætu orðið eins og áheymaraðilar í NATO líka. -GK Dópsali í haldi eftir skotárás Þýska lögreglan handtók í gær flkniefnasala sem grunaður er um að hafa skotið 46 ára gamlan mann úr fíkniefnalögreglunni til bana þegar laganna verðir gerðu áhlaup á íbúð mannsins. Eftir skotárásina lokaði dópsalinn sig inni í íbúö nágranna síns í tutt- ugu klukkustundir. Ungur albanskur drengur frá Kosovo fer klyfjaður brauði frá mat- arskömmtunarstöð í flóttamanna- búðum í Vlora í Albaníu. fundur hafi haft í fór með sér er ein- lægur stuðningur við aukinn lofthernað," sagði Albright. Reuters fréttastofan sá sérstaka ástæðu til að geta stuðnings ís- lensku ríkisstjórnarinnar við hern- aðaraðgerðir NATO og sendi frá sér viðtal við Davið Oddsson forsætis- ráðherra. Davíð minnti á að íslendingar hefðu ekki her og því hefðu þeir sig ekki mjög i frammi þegar viðkvæm mál eins og landhernaður í Kosovo væru rædd. Hann sagði að þau ríki sem yrðu að bera þyngstar byrðarnar i því sambandi yrðu að bera mesta ábyrgð á þeirri ákvörðun. Loftárásir NATO á Júgóslavíu héldu áfram í gær og leiðtogar bandalagsríkjanna nítján voru á einu máli um nauðsyn þess að stöðva alla olíuflutninga til Júgóslavíu. Ekki var þó gengið frá því á fundi leiðtoganna hvaða skip mætti stöðva þegar til hafnbanns kæmi. Förum aö lögum Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði að í því sambandi yrðu ríki NATO að fara að alþjóðalögum. Wesley Clark, æðsti hershöfðingi NATO, sagði í Tirana, höfuðborg Albaníu, að loftárásirnar gengju samkvæmt áætlun og að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti vissi að hann væri að tapa stríðinu. Clark sagði fréttamönnum, eftir fund næö hermönnum NATO og yfirmönnum þeirra, að Apache- árásarþyrlur Bandaríkjahers yrðu teknar í notkun á næstunni. „Við erum að vinna. Milosevic er að tapa og hann veit það,“ sagði Clark á flugvellinum í Tirana þar sem sjá mátti flugvélar með bæði hergögn og hjálpargögn. Tvær indíánakonur í Gvatemala kveikja á kertum í minningu biskupsins Juans Josés Gerardis, sem var myrtur fyr- ir einu ári. Meira en tíu þúsund manns komu saman í dómkirkju Gvatemala til aö hlýöa á messu til heiöurs biskupin- um. Saksóknarar vita ekki enn hver myrti biskup, en grunur beinist að öryggissveitum landsins. Skotárásin á skólann í Kólóradó: Foreldrar ódæðismanna komnir undir smásjána Foreldrar ódæðismannanna tveggja sem myrtu tólf samnemend- ur sína og einn kennara í fram- haldsskóla í Littleton í Colorado í síðustu viku gætu átt von á því að verða sóttir til saka. Ríkisstjóri Colorado sagði þetta í gær, eftir að lögreglan fann órækar sannanir um skipulagningu morðárásarinnar í herbergi annars piltanna. „Ég tel að foreldrarnir verði kannski ákærðir og ættu svo sann- arlega að verða ákærðir ef staðfest- ing fæst á þessum sönnunum," sagði Bill Owens rikisstjóri í viðtali við fréttaþátt Fox sjónvarpsstöðvar- innar. Owens tilgreindi ekki fyrir hvað foreldrar piltanna kynnu að verða ákærðir. Janet Reno, dómsmálaráðherra Kimmie Cornell og Brittney Pastine voru viö útför vinkonu sinnar sem lést í skotárásinni í Colorado. Bandaríkjanna, sagði einnig í gær að rannsakað yrði hveijir hafi látið piltana hafa byssurnar sem þeir notuðu við ódæðisverkið og einnig „hvað foreldramir vissu og hvað þeir hefðu átt að vita.“ Allt frá því þeir Eric Harris og Dylan Klebold frömdu morðin hefur bandaríska þjóðin velt því fyrir sér hvemig 17 og 18 ára piltar hafi get- að komist yfir jafn mikið af skot- vopnum og sprengiefni og raun bar vitni án þess að foreldrar þeirra fengju veður af því. Lögreglan hefur fundið dagbók annars piltanna. Þar er að finna margar tilvísanir í Þýskaland nas- ista. Árásin í síðustu viku, sem mun hafa verið eitt ár í skipulagningu, var gerð á 110 ára afmælisdegi Ad- olfs Hitlers. Stuttar fréttir i>v Trúaöir mótmæla Meira en tíu þúsund stuðnings- menn kínversks sértrúcirsöfnuðar efndu til mótmælaaðgerða fyrir utan stjómarskrifstofurnar í Pek- ing í gær og kröfðust þess að fá opinbera viðurkenningu. Gere veitir stuðning Hollywood-leikarinn Richard Gere bauð í gær fram stuðning sinn við Tíbeta nokkum sem er í hungurverk- falli íyrir utan bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna í borginni. Gere, sem 'er kunnur stuðningsmaður málstaðar Tíbet- búa, veittist við það tækifæri að kínverskum stjómvöldum fyrir að koma sér hjá því að láta rann- saka mannréttindabrot þeirra. Kerlinga elst Elsti núlifandi Frakkinn, Marie Brémont, hélt upp á 113 ára af- mæli sitt á elliheimili í borginni Angers í gær. Aflýsa varð mót- töku fyrir fréttamenn og fyrir- menni þar sem afmælisbarnið var of þreytt. Að öðru leyti amar ekk- ert að Brémont. Þrælar rokkara Rokkarar, eða vélhjólabófar, í dönskum fangelsum hafa það fyr- ir sið að gera veikburða fanga að þjónum sínum, segir í nýrri skýrslu fangelsiseftirlitsmanns. Auken boðið starf Svend Auken, umhverfisráð- herra Danmerkur, hefúr á ný ver- ið spurður hvort hann hafi áhuga á starfi Ritt Bjerregaard í fram- kvæmdastjóm EvrópusambEmds- ins, að sögn Jyllands-Posten. Vilja Palestínuríki Samtökin átta sem mynda Frelsissamtök Palestinu hafa hvatt Yasser Arafat, forseta Palestínu- manna, til að lýsa yfir stofh- un sjálfstæðs palestínsks rík- is þann 4. maí næstkomandi. ísraelar em mjög andvígir slíkri sjálfstæðisyfirlýsingu og leiðtogar Vesturlanda hafa hvatt Arafat til að fresta yfirlýsingunni. Enginn klofningur Uppreisnarforinginn Foday Sankoh í Sierra Leone vísaði í gær á bug að klofningur væri í fylkingu hans eftir að tveir helstu herforingjar hans mættu ekki á skipulagsfund í Togo í gær. Kosið í Venesúela íbúar í Venesúela gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu í gær um nýja stjórnarskrá sem mun heim- ila forseta landsins að halda áfram með „friðsamá byltingu“ sína fram á næstu öld. Næsta víst þykir að forsetinn fái sínu fram- gengt. Breti handtekinn Lögregla í Costa Rrica sagði í gær að breskur ferðamaður hefði verið handtekinn um borð í skemmtiferðaskipi með 7,5 kíló af kókaíni í fómm sínum. Hægrimenn klofnir Frönskum háegrimönnum tókst ekki að jafna ágreining sinn vegna komandi kosninga til Evrópuþingsins og munu því ganga klofnir til leiks. Mið- hægriflokkur- inn UDF ítrek- aði að hann vildi ekki vera með á sama lista og gaullistaflokkurinn RPR, sem er enn í sáram eftir óvænta af- sögn formanns sins, Philippes Séguins, á dögunum. Margir gaullistar gerðu sér vonir um að sættir myndu takast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.