Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Skoðanakönnun DV um afstöðuna til loftárása NATO á Júgóslavíu: Þjóðin klofin í afstöðu til loftárásanna Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til loftárása NATO á Júgóslavíu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem DV framkvæmdi síðasta vetrardag. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- víg(ur) loftárásum NATO á Júgóslavíu? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Þegar afstaða allra í könnuninni er skoðuð kemur í ljós að 46,3% voru fylgjandi loftárásunum, 40% á móti, 10% óákveðin og 3,7% neituðu að svara. Þannig tóku 86,3% að- spurðra í könnun DV afstöðu til loftárása NATO. Sé einungis litið til þeirra sem af- stöðu tóku voru 53,6% fylgjandi loft- árásunum en 46,4% á móti. Munur- inn er vart marktækur. Loftárásirnar nutu meira fylgis meðal karla en kvenna. 59,5% karla voru fylgjandi loftárásunum en 40,5% á móti. Hins vegar voru 47,6% kvenna fylgjandi loftárásunum en 52,4% á móti. Fylgi við loftárásirnar mælist mest þegar afstaða íbúa höfúðborg- arsvæðisins er skoðuð. 58,7% íbúa þar voru fylgjandi loftárásum NATO en 41,3% á móti. Meðal lands- byggðarbúa voru 48,4% fylgjandi en 51,6% á móti loftárásum NATO á Júgóslavíu. -hlh Rannsókn á Lindarmálinu: Tröllaukin málsgögn „Ég vil nú ekkert láta hafa eftir mér núna,“ sagði Jón Snorrason, deildarstjóri hjá Ríkislögreglunni, í gær þegar hann var spurður um framvindu rannsóknar svokallaðs Lindarmáls. Þar var um að ræða 700 milljóna króna fjárþurrð hjá eigna- leigufyrirtæki sem framsóknar- menn stofnuðu til og Landshanki ís- lands eignaðist síðan. Jón sagði að töluverður þrýsting- ur væri á að málinu lyki sem fyrst, en það væri meira en að segja það að ná landi í málinu. Gögn málsins væru tröllaukin. Yfirheyrslur í málinu fóru fram í desember síðastliðnum. Allmargir aðilar málsins voru kallaðir fyrir. Síðan hefur tíminn liðið og rann- sóknin ekki til lykta leidd. Að rann- sókn hafa staðið starfsmenn ríkis- lögreglunnar og aðkeyptir endur- skoðendur. Jón sagðist ekki geta sagt hvenær rannsókn lyki né heldur hvort bú- ast mætti við ákæru í málinu. Heimildir sem DV hefur segja að búast megi við niðurstöðu i næstu viku. -JBP íslandspóstur: Útibú sameinuð íslandspóstur stefnir að samein- ingu pósthúsa í sumar. Pósthúsun- um í Ármúla og á Kleppsvegi verð- ur lokað og starfsemin flutt í hús- næði Sölu vamarliðseigna á Grens- ásvegi. Þá verður öll bréfbera- vinnsla í Ármúla, á Kleppsvegi og Rauðarárstíg einnig flutt á Grensás- veg. Pósthúsið á Rauðarárstíg verð- ur flutt i Skipholt. Ekki er gert ráð fyrir fækkun starfsfólks vegna þess- ara tilfærslna. Einar Þorsteinsson, forstjóri ís- landspósts, sagði að íslandspóstur hefði orðið að fara úr Ármúlanum þar sem Síminn ætti það húsnæði. Hvað varðar frekari breytingar sagði Einar að einnig væri verið að athuga möguleika á því að póstúti- búið í Breiðholti myndi sinna að einhverju leyti austurhluta Kópa- vogs. „Kópavogurinn er að breiðast mjög út og nálgast Breiðholtið, þannig að þetta kæmi til greina. En þetta eru bara hugmyndir enn sem komið er.“ -JSS Loftárásir NATO í Júgóslavíu Þeir sem tóku afstöðu 46,4% 53,6% , V áKgglgllpPÍP^ Karlar 40,5% 59,5% Konur 47,6% Andvígir Fylgjandi 52,4% Höfuðborgarsvæðið 58,7% Landsbyggðin 48,4% Á fimmta tímanum á laugardag varð vélhjólaslys á mótum Holtavegar og Sæbraut- ar. Ökumaður vélhjólsins hafði „prjónað yfir sig“ og fallið á götuna með þeim af- leiðingum að hann meiddist á fæti og öxl. Sjúkrabifreið flutti manninn á slysadeild þar sem gert var að sárum hans, sem ekki eru talin alvarleg. DV-mynd S. i * Þessir krakkar í Réttarholtsskóla sátu sveittir yfir íslenskunni þegar Ijósmyndari DV truflaði þá í fyrsta samræmda prófinu á miðvikudaginn. I dag þreyta tfundubekkingar stærðfræðiprófið, en þeir geta fyrst andað léttar á þriðjudaginn. Þá verður enskuprófið, sem jafnframt er síðasta samræmda prófið í ár. DV-mynd Hiimar Þór. Halldór á BBC Eftir ræðu Halldórs Ásgríms- sonar í National Press Club í Washington var honum boðið að taka þátt í beinni sjón- varpsútsend- ingu um mál- efni Atlants- hafshandalags- ins á BBC World Service. Útsendingin náði til 70 landa. Fuglafri&land Tekist hefur samstarf milli sveitarfélagsins Árborgar og Fuglaverndunarfélags íslands með það fyrir augum að vernda stórt friðland fugla vestan við Eyrarbakka, upp með Ölfusá. Gera á svæðið að útivistarsvæði fyrir áhugafólk um fuglalíf. Mbl greindi frá. Litiö vitaö um skotvopn Tölur liggja ekki fyrir um fiölda skotvopna á íslandi. Dagur greinir frá því að til standi þó að breyta þessu, en grunur er um að raunveruleg skotvopnaeign sé mun meiri en skráð. Krabbameinsfélag 50 ára Krabbameinsfélag Hafnarfjarö- ar átti 50 ára afmæli fyrir skömmu. Á fundi stjórnar félags- ins á afmælisdeginum var Jak- obína Mathiesen kjörin fyrsti heiðursfélagi félagsins, en hún var meðal stofnenda þess og sat í fyrstu stjóminni. Umhverfisáætlun Samtökin Sól í Hvalfirði, Norð- urál, íslenska jámblendifélagið og sveitarfélögin við Hvalfjörð ganga bráðlega frá umhverfis- áætlun til fimm ára. Þar taka verksmiðjurnar tvær í Hvaifirði á sig ýmsar skuldbindingar utan starfsleyfis þeirra. Morgunblaðið sagði frá. Ingibjörg í stjórn Ný stjóm Landsvirkjunar var kosin á fostudag. Hún er að mestu óbreytt fyrir utan að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri tekur sæti Kristínar Ein- arsdóttur og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri, tekur við af Jakobi Bjöms- syni, fyrrverandi bæjarstjóra. Dagur sagði frá. Makaskipti á kvóta Dæmi era um að sjávarútvegs- fyrirtæki hafi makaskipti á kvóta, í þeim eina tilgangi að sýna betri fjárhagsstööu í bók- haldi. Þetta er gert annars vegar til að sýna betri stöðu á efnahags- reikningi og hins vegar að nýta skattalegt tap. Mbl. greindi frá þessu. UVS ræöur starfsfólk Liftæknifyrirtækið Urður Verðandi Skuld hefur fundið hús- næði og ráðið tvo starfsmenn. Forráðamenn fyrirtækisins segj- ast stefna á að starfmönnum fjölgi í 10 til 12 á þessu ári. Dag- ur sagði frá. Stjórnar sér sjálf Margrét Frímannsdóttir og Sighvatur Björgvinsson segja fullyrðingar Davíðs Odds- sonar um að auglýsinga- stofa ráði því hvað Samfylk- ingin segi og geri opinber- lega rangar. Þau segjast sjá um þessi mál sjálf. Dagur sagði frá þessu. Skólaþjónusta á Dalvík Akureyringar hafa dregið sig út úr Skólaþjónustu Eyþings og því verður skólaþjónusta fyrir fjögur sveitarfélög á Norðurlandi staðsett á Dalvík. Þessi sveitarfé- lög eru Dalvíkurbyggð, Ólafsfjörð- ur, Hrísey og væntanlega Grims- ey. Dagur greindi frá. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.