Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1999 37 Fréttir Egilsstaðlr Ný sóknar* færi á mörgum sviðum DV, Egilsstöðum: „Við höfum strax greint aukna umræðu um atvinnumál og tæki- færi í þeim efnum. Það er ljósara en áður að hér eru mörg sóknarfæri á mörgum sviðum. Þarna voru Qutt mörg athyglisverð erindi og fyrir- lesarar sýndu svæðinu mikinn áhuga. í heild má segja að ráðstefn- an hafi tekist mjög vel og þátttakan fór fram úr björtustu vonum,“ sagði Hilmar Gunnlaugsson, lögfræðing- ur og formaður atvinnumálanefnd- ar á Austur-Héraði. Nefndin gekkst nýlega fyrir ráðstefhu um atvinnu- mál og uppbyggingu á svæðinu þar sem 16 fyrirlesarar fluttu erindi um hin ýmsu mál er snerta atvinnu- sköpum og framþróun. Meðal frummælenda voru Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar, Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, Gylfi Árnason, frkvstj. opinna kerfa, Þorkell Sigur- laugsson, stjómarformaður Tölvu- mynda, Guðjón Kristjánsson húsa- smiður og Rögnvaldur Ólafsson frá Háskóla íslands. Af heimamönnum fluttu erindi m.a. Ásmundur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Aust- urlands. Emil Björnsson frá Fræðsluneti Austurlands, Gunnar Vignisson, Atvinnuþróunarfélagi Austurlands, Ólöf Guðmundsdótt- Hiuti fyrirlesara. Fr. v.: Gylfi Árnason, Hallgrímur Jónasson, Emil Björnsson, Sólveig Bergsteinsdóttir fundarritari, Þorkell Sigurlaugsson og í ræðustól Rögnvaldur Ólafsson. DV-mynd SB ir, Aðalsteinn Jónsson, Eymundur Magnússon, Eyþór Elísson og Björn Hafþór Guðmundsson. „Þessi ráðstefna mun vekja um- ræðu á breiðum grunni og niður- stöður hennar verða notaðar til að móta skýra stefnu eftir áhuga heimamanna," sagði Gunnar Vign- isson. „Við höfum hingað til hugs- að okkur landsbyggðina í sam- keppni við Reykjavík en nú hefur landið minnkað með bættum sam- göngum og við gætum alveg eins litið á okkur sem besta hverfið í Reykjavik þar sem við getum nýtt okkur bestu kosti höfuðborgarinn- ar, svo sem menningu og menntun, en verið laus við mest af göllunum og þar á ég við vegalengdir til vinnu, umferðarþunga og flkni- efnavandann.“ -SB Frá verðlaunaafhendingu Fljótamótsins í Ketilási. DV-mynd Örn Fjölmenni í Fljótagöngu DV, Fljótum: 37 keppendur tóku þátt í annarri Fljótagöngunni, sem fram fór um síð- ustu helgi. Þetta er talsverð aukning ffá því í fyrra þegar gangan var hald- in í fyrsta skipti. Að þessu sinni var alls keppt í sjö flokkum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: í 50 km göngu sigraði Haukur Eiríksson, Akureyri, fékk tímann 2:40.54. Ekki er hægt að segja að sigur Hauks hafi komið á óvart því hann hefur verið mjög sigursæll í göngukeppni í vetur. Hlaut hann fyrir vikið aðalverðluan mótsins, sem voru 50 þúsund krónur. í öðru sæti varð Birkir Stefánsson, Ströndum, á tímanum 2:42.56 og þriðji varð Magnús Eiríksson, Sigufirði, á 2:43.01. í 25 km göngu sigruðu Guðrún Ó. Pálsdóttir, Siglufirði, á 2:01.15, og Ragnar Bragason, Ströndum, með tím- ann 1:37.33. í 10 km göngu sigruðu Kristín Þrastardóttir, Siglufirði, á 47.35, og Sigvaldi Magnússon, Strönd- um, á 36.34. ! 5 km göngu sigruðu svo Rakel Ósk Björnsdóttir, Siglufirði, á 25.13, og Sævar Birgisson, Tindastóli, á 22.21. Það var Skíðafélag Fljótamanna sem gekkst fyrir mótinu og gekk það vel og snurðulaust fyrir sig, enda veð- ur ágætt. Auk bikara fyrir sigurveg- ara í hverjum flokki voru margvísleg verðlaun í boði og áttu allir keppend- ur jafna möguleika til þeirra, þ.e. dregið var um hveijir hrepptu þau. Lét Trausti Sveinsson, forsvarsmaður mótsins, þess getið við verðlaunaaf- hendingu að áformað væri að Fljóta- gangan yrði árlegur viðburður hér eft- ir og að stefnt væri á að auka umfang hennar á næstu árum. -Ö.Þ. Þegar þú vilt vita meira -r t. i Endurfundir Holtabúa Þeir sem bjugj;u og áttu heima í Stangarholti, Stórholti, Meðalholti, Einholti, Þverholti, Skipholti, Nóatúni og á Háteigsvegi á árunuml940- 1970 ætla að hittast og rifja upp gömlu góðu kvnnin. Staður og stund: Versalir (áður Gullhamrar), Iðnaðarmannafélagshúsinu, Hallveigarstíg 1, laugardaginn 15. maí nk. kl. 21-03. Til skemmtunar: Við sjálf og frjáls dagskrá í höndum Holtakrakkanna. Landsfrægir söngvarar úr Holtunum stíga á stokk o. fl. Snillingarnir leika fyrir dansi. Veislustjóri: Þórður Sigurgeirsson. Miðaverð: Sama og var fyrir tveim árum, kr. 1.500. Miðasala hefst fimmtudaginn29. apríl í TVé-List, Engjateigi 17. Opið á venjulegum verslunartíma. Einnig verður miðasala við innganginn þann 15. maí. Hittumst öll 15. maí og cndurlifum æskubrekin og kvöldið fyrir tveimur árum. Undirbúningsnefndin. wm Xællskápur CG1340 - Kælir 216 Itr. • Frystir 71 Itr. • -Tværgrindur • Sjálfvirk afþýðing f kæli Orkunýtni B •Mál hxbxd: 165x60x60 Kr. 59.900. stgr. f' L—1 CZ3 Kæliskápur CG 1275 Kælir 172 Itr. • Frystir56 itr. ■Tvær grindur ‘Sjálfvirkafbýðing í kæli -Orkunýtni C «Mál hxbxd: 150x55x60 Kr. 53.900.- stgr. H Ö N N U N Kæliskápur RG 1145 -Kælir 114 Itr. -Klakahólf 14 Itr. -OrkunýtniD • Mál hxbxd: 85x50x56 Kr. 26.900.- stgr. Mesí\ Lógmúla 8 • Sími 533 2800 Kæliskápur RG 2190 -Kælir 134 Itr. *Frystir 40 Itr. • Sjálfvirk afþýðing í kæli - Orkunýtni C * Mál hxbxd: 117x50x60 Kr. 37.900.- stgr. G Æ Kæliskápur RG 2250 •Kælir 184 Itr • Frystir 46 Itr •Sjálfvirk afþýðing í kæli -Orkunýtni C Mál hxbxd: 139x55x59 Kr. 39.900.- stgr. Kælískápur RG 2290 Kælir 211 Itr. •Fiystir 63 Itr. P*~*~*l •Sjálfvirk afþýðing íkæli •Orkunýtni C •Mál hxbxd: 164x55x60 Kr. 48.900.- stgr. Þú þarf ekki að biða eftir næsta tilboði. Þu færð okkar I á g a iNDESIT verð aila daga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.