Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1999, Blaðsíða 40
52 MANUDAGUR 26. APRÍL 1999 nn Ummæli Klemmdur Framsóknar- flokkur „Þessir flokkar sigla inn á miðjuna, annar frá hægri og hinn frá vinstri, og ræfils Framsókn- arflokkurinn klemmist þar í milli. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, í DV. Sérkennileg loforð „Mér finnst framsetningin á loforðum flokkanna mjög sér- kennileg um þessar mundir. Annars vegar ætlar Samfylk- ingin að fjármagna þetta með auðlindaskatti og það er eins og enginn eigi að borga hann. Hins vegar ætlar Framsókn að borga þetta með hagvexti fram i tímann.“ Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, í DV. Kommúnistaávarpið „Það er aðeins eitt hús á ís- landi sem nær að fanga andann á hak við Komm- \ únistaávarpið og það er að sjálf- sögðu gamla Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg.“ Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi. Skrumskældar yfirlýsingar „Við höfum orðið varir við að gengi hlutabréfa í ÍE, sem til sölu eru, hafa hækkað við I hverja skrumskældu yflrlýs- inguna frá fyrirtækinu á fætur annarri." Skúli Sigurðsson vísinda- sagnfræðingur, í Degi. Ljótt að skrökva „Það er ljótt af embættis- j mönnum að skrökva tölum inn í ræður ráð- herra, sem svo aðrir stjóm- málamenn hafa eftir án þess að þekkja rang- færslurnar." Benedikt Davíösson, formað- ur Landssambands eldri borgara, í Degi. Söfnuðurinn getur vel við unað „Ef Sorpa tekur við því á annað borð má Neskirkjusöfn- uðurinn vel við una.“ Gunnar Gunnarsson organisti, um örlög gamla orgelsins í Neskirkju, í DV. Ég mun marka mín spor DV, Suðurnesjum: „Mér líst mjög vel á starfið sem er afskaplega spennandi en um leið krefjandi," segir nýskipaður sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, Jó- hann R. Benediktsson. „Það kemur flestum á óvart hversu umfangs- mikið starfið er. Hér starfa um sjötíu manns árið um kring, 30 lögreglumenn og jafnmargir toll- verðir, auk annars starfsfólks. Að sumrinu, sem er mesti álagstíminn, er fjöldi starfsmanna um eitt hundrað." Jóhann tók við starfinu nú í apr- íl af Þorgeiri Þorsteinssyni sem hafði gegnt starfi sýslumanns í 25 ár. Fyrstu vinnudagamir hafa farið í að komast inn í starfið. „Ég er að kynnast starfinu frá nýrri hlið þó ég þekki það nokkuð frá starfi mínu í ráöuneytinu en það má segja að það sé í rauninni tvískipt. Annars vegar er það öryggis- og tollgæsla í Leifsstöð og hins vegar löggæsla á vamarsvæðunum og samskipti við Varnarliðið. Ég hef notað þessa fyrstu daga til að kynna mér starfið og embættið og kynnast fólkinu og ég mun náttúrlega marka mín spor þegar fram í sækir því vitaskuld fylgja nýir siðir nýjum mönnum. Jóhann, sem er menntaður lögfræðingur, starfaði áður í ell- efu ár í utanríkisráðuneytinu, var þar af þrjú ár sendiráðsritari í sendiráðinu í París og fjögur ár sendiráðunautur í Bmssel. „Við fjölskyldan fluttum heim frá Brus- sel fyrir einu ári. Þetta var orðin löng úti- vera og við hjónin hlökkuðum mikið til að koma heim, því heima er jú alltaf best. Þessi flutningsskylda, sem fylgir starfmu í utanríkisþj ónustunni er oft íþyngjandi fyrir fjölskylduna." Jóhann segir áhugamálin margvísleg. „Eg hef alltaf haft áhuga á skák. Síðan reyni ég að skokka helst þrisvar í viku og sprikla í knattspymu með félögum mínum úr Háskólanum. Undanfar- ið hef ég svo verið að stíga mín fyrstu spor á skíðum sem er náttúrlega óskaíþrótt fjölskyldunnar og tvö eldri bömin em farin að stunda skíðin með okkur." Eiginkona Jóhanns er Sigríður Guðrún Guð- mundsdóttir viðskipta- fræðingur og eiga þau þrjú börn, Benedikt Ragnar, sjö ára, Ólaf Örn, fimm ára, og Gyðu sem er tveggja ára. -A.G. Maður dagsins Magnús Gunn- arsson, bæjar- stjóri í Hafnar- firði. Koma fótta- fólks kynnt Hafnarfjarðardeild Rauða . kross íslands boðar til op- ins kynningarfundar vegna komu flóttafólks frá Kosovo til bæjarins. Fundurinn verður haldinn í Gaflinum í kvöld kl. 20.30. Erindi flytja Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross íslands, Magnús Gunnars- * son bæjarstjóri, Hólmfríður Gísladóttir deildarstjóri, Margrét Einarsdóttir sál- fræðingur og Herdís Sigur- jónsdóttir svæðisfulltrúi. Félag einstæðra for- eldra á Norðurlandi Félagsfundur verður í kvöld kl. 20 á Fosshótel- KEA. Fundarefni verða þau málefni sem félagið hefur sett sér sem forgangsmál, það er að segja réttindi Samkomur barna til samneytis við báða foreldra, fæðingaror- lof, meðlagsgreiðslur, skatt- fríðindi barna í stað bóta, áhrifamáttur sýslumanna og dómsmálaráðaneytis á líf einstaklinga og barna eftir skilnað og fleira. Spuni frá leikhús- sporti fyrr í vetur. Úrslit í leik- hússporti Eftir æsispennandi keppni, sem staðið hafa yfir í vetur, munu úrslit- in loks ráðast í leikhússporti í kvöld. Spunakeppnir þessar hafa notið fádæma vinsælda og oft hafa færri komist að en vildu og því óhætt að spá því að hart verði barist um miðana á þessu úrslitakvöldi. Segja má að spunaæði hafi riðiö yfir landið eftir að leikhússport var fyrst kynnt í Iðnó í fyrrasumar. Fyrir þá sem misst hafa úr bygg- ist leikhússportið á því að 2 lið at- vinnuleikara mætast og skora hvort á annað í spunakeppni. Áhorfendur eru hvattir til þess að láta skoðanir sínar í ljós og láta Leikhús heyra í sér ef vel tekst til og lika þegar illa fer, með því að hrópa, klappa og stappa. Þrír dómarar gefa stig fyrir þráð, tækni og skemmtun. Yfirdómari er ætíð leynigestur og því spennandi að sjá hver mætir á úrslitakvöldið. í úrslitum eru lið Spunagenanna og 1001 spuni. í Spunagenunum eru Halldóra Geirharðsdóttir, Stefán Jónsson, Bergur Þór Ingólfsson og Árni Pétur Guðjónsson. í 1001 spuna eru Gunnar Hansson, Linda Ásgeirsdóttir, Sveinn Þór Geirsson og Kjartan Guðjónsson. Athygli vekur að bræður munu berjast á þessu úrslitakvöldi en það eru einmitt bræðurnn Ámi Pétur og Kjartan og mun það eflaust auka gífurlega á spennuna í húsinu. Bridge Aðaltvímenningskeppni Bridgefé- lags Reykjavíkur stendur nú sem hæst og þar hafa Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson náð veru- legri forystu þegar þremur kvöldum af 6 er lokið. Þeir em með 311 stig i plús en parið í öðra sæti (Hrólfur og Oddur Hjaltasynir) er með 147 stig. Síðastliðinn miðvikudag spiluðu Ásmundur Pálsson og Jakob Krist- insson í forföllum Braga og Sig- tryggs og skoruðu látlaust allt kvöldið. Þegar upp var staðið höfðu þeir halað inn 163 stig í plús. Skoð- um hér eitt spil frá síðasta spila- kvöldi í keppninni. Eftir opnun vesturs hljóta að vera mjög góðar líkur fyrir því að tígulslemma standi á hendur NS. Aðeins eitt par náði þó tígulslemmunni, Gísli Haf- liðason og Ólafur Þ. Jóhannesson, og fyrir það þáðu þeir hreinan topp. Suður gjafari og NS á hættu: 4 7 *Á9 * ÁD53 * ÁKG976 4 KDG84 874 ♦ 82 * 1042 4 963 * G1065 * G10974 * 5 Spilið kom fyrir á 15 borðum og fyrir utan þá sem náðu slemmunni, voru aðeins tveir sem náðu að kom- ast í 5 tígla. Ann- að parið fékk þann samning að visu doblaðan, en báðir fengu góða skor að launum. Meðal- skorið í NS-átt- irnar fékkst fyrir 130 stig í NS (að spila laufbút og vinna fjögur). Ásmundur Nokkrir sagn- Pálsson. hafa dobluðu spaðabút á hendur AV og fyrir tvo niður (300) fengu NS 21 stig af 28 mögulegum. Á fimm borðum af 15 voru það AV sem fengu töluna, fyr- ir vörn í þremur gröndum eða 5 laufum. ísak Öm Sigurðsson 4 A1052 * KD32 4 K6 ♦ D83

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.