Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 Fréttir sandkorn Landlaus blökkumaður fær ekki landvistarleyfi á Islandi: Þessar fréttir eru reiðarslag - segir Halldóra Gunnlaugsdóttir, unnusta hans, sem kærir úrskurðinn til ráðherra DV, ísafirði: Beiðni Christopher Bundeh, blökkumanns frá Sierra Leone, sem sótti um landvistarleyfi hér á landi með aðstoð íslenskrar sam- býliskonu sinnar, hefur nú verið hafnað. „Þessar fréttir eru reiðar- slag,“ segir Halldóra Gunnlaugs- dóttir, sem mánuðum saman hefur barist fyrir því að fá leyfi fyrir unnusta sinn að flytjast til íslands. Halldóra sótti úrskurð til út- lendingaeftirlitsins með þessum tíðindum 19. apríl í umboði Christophers. Hún segist óttast mjög um framtíð hans, en hann er nú landlaus í Finnlandi, þaðan sem honum hefur verið vísað á brott. Hann mun heldur ekki njóta réttinda sem flóttamaður og til Si- erra Leone kemst hann ekki vegna vargaldar sem þar geysar. Reynd- ar segir Halldóra að vegna ástand- ins í Sierra Leone, þá hafi bæði Rauði krossinn og Sameinuðu þjóðirnar flutt sitt starfsfólk á brott þaðan. Hún segist lítið vita um fram- Halldóra og Christopher Bundeh. DV-mynd Hörður haldið, en býst við að úrskurði út- lendingaeftirlitsins verði áfrýjaö til dómsmálaráðherra. Segist hún þegar hafa pantað fund með hon- um nú í vikunni. í synjun útlend- ingaeftirlitsins er vísað til samn- inga á milli Norðurlandanna um að ef maður hafi hlotið dóm í ein- hverju landanna og verið vísað á brott, þá sé engu þeirra heimilt að taka við honum. Tómas Jónsson, lögfræðingur Christophers og Halldóru hér á landi, segir að reglur á milli land- anna hafi mjög unnið gegn land- vistarbeiðni Christophers og að með brottvísunarúrskurði frá Finnlandi sé Christopher í raun réttlaus þar í landi og staða hans því afar erfið. Ef mál hans sé hins vegar skoðað í heild sinni, þá eigi hann sér sitthvað til málbóta. Það sé þvi ekki síst út frá mannúðar- sjónarmiðum sem Tómas veiti sína aðstoð í málinu. Tómas segir að úrskurður útlendingaeftirlits- ins verði nú kærður til ráðherra. HKr. Ég er ekki sægreifi - segir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður DV, Akureyri: „Maðurinn verður auðvitað að gæta þess að vera ekki með órök- studdar ávirðingar af þessu tagi út í loftið. Ég ætla ekki að standa í neinu karpi við Sverri," segir Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en Sverrir Hermanns- son, formaður Fjálslynda flokks- ins, „spyrti" hann við flokk „kvótagreifanna" í Beinni línu á DV, er hann sagði Steingrím ..hluthafa norður á Þórshöfn" og átti þar við að Steingrímur hefði hagsmuna að gæta sem eigandi hlutafjár í Hraðfrystistöð Þórs- hafnar. „Sverrir verður auðvitað að eiga það við sig og sína hvaða aðferðir hann velur í sinni kosningabar- áttu, en þar sem hann nafngreindi mig sérstaklega á „Beinni línu DV“ er rétt að upplýsa að það er rétt að ég á örlítið hlutafé í sjávar- útvegsfyrirtæki í minni gömlu heimabyggð," segir Steingrímur og á þar við Hraðfrystistöð Þórs- hafnar. „Á erfiðleikaárum í sjávarútveg- inum upp úr 1990 var skorað á alla heimamenn og þá sem eiga rætur í þessu byggðarlagi að leggja sitt af mörkum til hjálpar fyrirtækinu og styrkja um leið stoðir atvinnulífs- ins á Þórshöfn. Ég, ásamt tugum eða hundruðum annarra einstak- linga, varð við þessu kalli og lagði fram mjög óverulega fjárhæð og hef átt þetta síðan. Þama er um mjög hverfandi eign að ræða, þetta vom á sínum tíma einhverjar hundruðir þúsunda króna og ég veit reyndar ekkert hvað þetta er í dag. Ég hef ekki haft af þessu meiri áhyggjur en það að ég veit ekki hvað þetta eru miklir peningar í dag. Ég á í fyrirtækinu svipaðan hlut og hundruð íbúa á svæðinu sem lögðu í þetta peninga á sínum tíma, en þetta var á þeim tíma þeg- ar heimamenn vora að freista þess að ná forræði fyrirtækisins aftur í sínar hendur, eftir að það hafði lent að verulegu leyti í eigu ríkis- ins um tíma vegna endurfjármögn- unar á erfiðleikaárunum upp úr 1990. Sverrir Hermannson getur sofið alveg rólegur yfir þessu, ég á ekki þarna eign sem skiptir neinu máli og satt best að segja finnst mér það komið niður á dapurlegt plan ef hlutir eins og þessir eiga helst að vera honum til framdrátt- ar. Að öðru leyti hefur hlutabréfa- eign mín í gegnum tíðina aðallega falist í því að setja fé I ýmiss kon- ar útgáfufyrirtæki á vinstri kant- inum, en ég held að þau séu öll með tölu gjaldþrota. Ég hef því Steingrímur J. Sigfússon: „Ég er ekki sægreifi". ekki fitnað af verðbréfaeign og sæ- greifi er ég ekki,“ segir Steingrím- ur. -gk Undirstaða æskulýðsstarfsins :ÆM£ Ef til er íþróttastórveldi á íslandi þá er það KR. Félag- ið ber höfuð og herðar yfir önnur slík enda elsta knatt- spymufélag landsins, hvorki meira né minna en aldargamalt. Raunar má segja að önnur íþróttafélög séu aðeins eftirlíkingar stór- veldisins. Áratugum saman safhaði KR öllum helstu titlum sem völ var á í safn sitt. Útilókað var aö koma tölu á alla þá bikara. Skápapláss dugði ekki. Veldi félagsins frá upp- hafi var slíkt að svart-hvítur búningur dugði. Liðsmenn hins glæsta vesturbæjarliðs þurftu ekki lit í búninga sína til þess að sjást. Þeir höfðu einfaldan smekk og það dugði. Félagið er enn stórveldi en illar tungur hafa líkt því við breska ljónið. Stóra-Bretland var máttugt stórveldi með nýlendur um allan heim. Síðustu áratugi hefur veldi þess skroppið saman svo um munar. Þessar sömu rætnu tungur segja því að breska ljónið geti enn. öskrað en sé því miður tannlaust. Hið sama eigi við um vestur- bæjarveldið, að minnsta kosti á knattpspymu- vellinum. Svona níð nær auðvitað engri átt en KR-ingar verða því miður að kyngja því að Is- landsmeistaratitill hefur ekki unnist í ríflega þrjátíu ár. Það er langur tími fyrir unnendur knattspyrnustórveldis. Tapi stórveldi orrustu á einu sviði leitar það annað þar sem vænta má árangurs og uppreisn- ar æru. Þetta er þekkt úr sögunni og á einnig við um KR. Þar sem dráttur varð á glæstum sigram á knattspymuvellinum tóku bestu synir félagsins sig til og breyttu félaginu í hlutafélag, KR-Sport. Hlutafélagiö tók að sér rekstur knattspyrnudeild- ar félagsins en önnur markmið þess vógu þyngra. í stofnskrá þess var nefnilega gert ráð fyrir því að KR-Sport sérhæfði sig og fjárfesti á sviði lista, menningar og afþreyingariðnaðar. Þessi nýja stefna KR-inga er fráleitt orðin tóm því félagið hefur þegar haslað sér völl á sviði menningar og afþreyingar. Æskulýðsstarf íþróttafélagsins virðist tryggt eftir að það festi kaup á þremur merkum menningarstofnunum, Rauða ljóninu, Koníaksstofunni og Sex baujunni. Allt eru þetta með virtustu börum í vesturbæ Reykjavíkur. í fregnum af kaupunum sögðu KR- ingar að þeir væra með þessu að hugsa til fram- tíðar og verður það vart skilið á annan veg en að þar sé átt viö æskulýðsstarfið, framtíð félagsins. Menningu og afþreyingu er því vel sinnt hjá KR. Enn hefur ekki reynt á stuðning KR-Sport við sjálfa gyöjuna en list skal, svo sem segir í stofnskrá, styrkja af alefli. Þegar þar aö kemur er búist við að félagið einbeiti sér að svokölluðum listrænum dansi. Sú dansmennt nýtur aukinna vinsælda hérlendis en sá galli er á gjöf Njarðar að flytja hefur þurft inn hina listrænu dansara, ým- ist frá Eystrasaltsríkjunum eða Austur-Evrópu. Styrki KR-Sport þessa tegund listar af sama afli og menningu og afþreyingu er von til þess að efla megi þjóðlegri þætti hins listræna dans, jafnvel að stúlkumar stigi vikivakaspor við súluna. Áfram KR! Dagfari Tími Margrétar Um helgina tók Margrét Frl- mannsdóttir af skarið með að hún væri forsætisráöherraefhi Samfylk- ingarinnar í viðtölmn við Dag og Bylgjuna. Yfirlýsingar hennar féllu ekki alls staðar í kramið. Margir kratar telja að Sig- hvatur Björgvins- son ætti að leiða ríkisstjómar- myndun eða Jó- hanna Sigurðar- dóttir þar sem leiðin væri greið fyrir hana í leið- togahlutverkið. En Jóhanna hefur ekkert sést í kosningabaráttunni og Sighvatur hefur talað þannig í fjöl- miðlum að hann virðist ekki sækj- ast eftir frekari vegtyllum í ríkis- stjóminni. Tími Margrétar virðist því kominn... Siv ráðherra Eftir ráðherraraunir Framsókn- ar á liðnum vetri í kjölfar ákvörð- unar Guðmundar Bjamasonar um að hætta í stjóm- málum vekur eftir- tekt hveijum Fram- sókn teflir fram á sviði fjölmiðlanna. Þar hafa þrir þing- menn verið mest áberandi, formað- urinn, Halldór Ásgrímsson, og í minna mæli Finnur Ing- ólfsson varaformaður. En auk þeirra hefur Siv Friðleifsdóttir verið atkvæðamest. Nær ekkert hef- ur borið á formanni þingflokksins, Valgerði Sverrisdóttm-, sem fyrir kosningamar var þó talin standa næst rikisstjóminni. Þetta telja menn að bendi til að Halldór sé bú- inn að veðja á Siv sem ráðherra þegar Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur innsigla næstu ríkisstjóm að morgni 9. maí... Mathiesen og Árnason Hinn sívinsæli skák- og kapp- ræðubar, Grand Rokk, er langt frá því að vera hætt- ur að leggja lin- umar iýrir kom- andi kosningar. Hann ætlar ann- an fóstudaginn í röð að boða til kappræðna milli frambjóð- enda fyrir þingkosningam- ar. í hádeginu á fóstudaginn mun barinn, í samvinnu við Bylgjuna, boða til kappræðna milli frambjóð- andanna Marðar Ámasonar og Áma Mathiesen. Er búist við fjölda gesta á kappræðumar en þátttaka síðasta fóstudag var ffam- ar björtustu vonum. Stjómandi er sem fyrr hinn algjörlega ópólitíski dagskrárgerðarmaður, Snorri Már Skúlason... Kosningaspár Margir em famir að spá í úrsht alþingiskosninganna þann 8. maí, bæði fyrrverandi ráðherrar og for- stjórar. Friðrik Sophusson, fyrr- verandi fiármála- ráðherra og for- sfjóri Landsvirkj- unar, er einn þeirra. Hann var spurðm- að því um helgina hvemig alþing- iskosningam- ar færa. Hann var fLjótur til sv 40. Það er að segja Sjálfstæðisflokk- urinn 40%, Samfylkinginn 30%, Framsókn 20% og hinir flokkamir th samans 10%. Nú er bara að sjá hvort Friðrik verður sannspár. Ef svo er er draumur Margrétar Frímanns- dóttm- og félaga í Samfylkingunni um ráðherrastóla að engu orðinn. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.