Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Side 8
8 MIÐVKUDAGUR 28. APRÍL 1999 Hvað gerðist? vísir.is Fimm kraftmiklir fjölmiðlar: DV, fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar, Dagur, Viðskiptablaðið og Vísir.is hafa sameinast um öflugasta íslenska fréttamiðilinn á Netinu - www.visir.is. OV] %“T 10 Utlönd Loftárásir á Belgrad í nótt: Talað í Moskvu Flugvélar Atlantshafsbandalags- ins (NATO) vörpuðu sprengjum sín- um á Belgrad og nágrenni í nótt, 35. nótt lofthemaðarins gegn stjórn Slobodans Milosevics Júgóslavíu- forseta. Rússnesk stjómvöld, hefðbundnir bandamenn Serba, fá fjölda hátt- settra vestrænna embættismanna í heimsókn til Moskvu í dag til að reyna að finna lausn á átökunum í Kosovo. Fyrstur til fundar við ráða- menn i Moskvu verður þýski land- varnaráðherrann Rudolf Scharping og á hæla hans koma Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, og George Papandreou, utan- ríkisráðherra Grikklands. Strobe Talbott, aðstoðamtanríkis- ráðherra Bandaríkjcinna, reiö á vað- ið í gær en viðræður hans við Rússa virðast líthm árangur hafa borið. Og svona til að minna NATO á nauðsyn þess að hið fyrsta verði samið um sjálfstjóm Kosovo héldu albanskir flóttamenn úr héraðinu áfram að streyma þúsundum saman yfir landamæri nágrannaríkjanna. Sumir sögðu sögur af hugsanlegum ijöldamorðum á meira en hundrað flóttamönnum. Vuk Draskovic, fyrram leiðtogi stjómarandstöðunnar en nú aðstoð- arforsætisráðherra Júgóslavíu, sagði fréttamönnum að sfjómvöld í Belgrad ættu að leyfa friðargæslu- sveitum SÞ að fara inn í Kosovo. Fréttaskýrendur telja margir að yfirlýsingar Draskovics að undan- fómu megi túlka sem svo að ágrein- ingur sé innan júgóslavnesku stjómarinnar. Þessi albanska fjölskylda frá Jakovica í Kosovo komst yfir landamærin til Albaníu snemma í morgun eftir mikla hrakninga. Flóttamenn sögðu að Serbar hefðu handtekið alla karla nema þá elstu í bflalestinni. Málefni ö j Gestgjafar: Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Garðar Sverrisson varaformaður ÖryrkjabandaLagsins flytur ávarp. Dúettinn Súkkat tekur á málunum á sinn hátt. Kosningamiðstöðin Ármúla 23, sími 588 4350 Samfylkingin loQ í Reykjavík www.samfylking.is Fundur í kosningamiðstöðinni á morgun fimmtudagskvöldið 29. aprít kl. 20.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.