Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1999 13 Ný Framsókn - breyttar lífsskoðanir eða framsæknir flokkar? Eins og flestum Suð- umesjamönnum a.m.k. er kunnugt hef ég ákveðið að styðja Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum sem framimdan eru. Þetta er ekki skyndi- ákvörðun eða að óat- huguðu máli. Þetta á sér langan aðdraganda og lífsskoðanir minar hafa ekki breyst. Ég hef starfað í 25 ár með Alþýðuflokknum og finnst tími til að breyta til, enda allt flokkakerfið að breyt- ast og riðlast. Kjallarinn kennari þýðuflokknum og þá er tími til að breyta til og í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á Framsóknar- flokknum á síðustu áram hef ég ákveðið að reyna ágræðslu við þá. Tíminn verð- ur að leiða i ljós hvort sú ágræðsla tekst eða hvort ég skjóti rótum aftur sem græðlingur með hinu nýja afbrigði, Samfylkingunni. Breyttur Fram- sóknarflokkur Lífsskoðanir Það er ekki auðvelt að losa um ræturnar eftir 25 ár. En ef við höldum samlíkingunni áfram þá kemur að því að tréð ber ekki lengur ávöxt og þá er helst til ráða að taka græðling og róta hann eða reyna ágræðslu. Að þessum tíma- punkti er komið hjá mér. Kjarni lífsskoðana minna er öfgaleysi, víðsýni, alþjóðahyggja og stuðn- ingur við NATO. Einnig umhyggja fyrir þeim sem minna mega sin í þjóðfélaginu. Ég er á móti óheftri auðhyggju og vil efla samvinnu- hugsjónina. Samvinnustefhan á mikið í mér og ég tel hana eiga fullt erindi í því samfélagi sem við lifum í. Undanfarin ár finnst mér ég hafa hætt að bera ávöxt með Al- ““Ef menn eru ekki blindaðir af flokks- klafanum og hafa fylgst vel með pólitíkinni á síðustu árum verður þeim ljóst að heilmiklar breyting- ar hafa orðið á Framsóknarflokkn- um. Hann hefur á síðustu árum orðið opnari og víðsýnni og reynt að sinna hagsmunum fólksins á mölinni meira. Þróunin hófst á síðustu árum í stjórnartíð Stein- gríms Hermannssonar og henni hefur verið haldið stöðugt og öfga- laust áfram undir forustu Halldórs Ásgrímssonar. Hrun og niðurlæg- ing Sambandsins hefur losað um kverkatök lands- bygðarinnar og • gefið flokknum lífsrými. Flokkur- inn er smám sam- an'að breyta þeirri neikvæðu ímynd almennings að flokkurinn hafi bará verið póli- tískur armur Sambandsins. Nú hefur forusta flokksins opnað á að skoða aðild að Efnahagsbandalag- inu og sýnt ýmis merki um aukna aþjóðahyggju. Samvinnumenn í Framsóknarflokknum eru „Jónas Jónsson frá Hríflu stóð að stofnun beggja flokkanna. Það er kannski ekki eins langt á milli krata og framsóknarmanna og margir telja, eftir að landsbyggð- in hefur linað tök sín á Framsókn- arflokknum.“ „Þróunin hófst á síðustu árum í stjórnartíð Steingríms Hermannssonar og henni hefur verið haldið stöðugt og öfgalaust áfram undir forystu Halldórs Ásgrímssonar," segir Jón m.a. í grein sinni. flestir samvinnumennirnir sem ég hef unnið með á undanfómum árum. Ég reyndi í mörg ár að fá Alþýðuflokkinn til að taka upp merki samvinnustefnunnar, en án árangurs. Það er þó sú stefna sem á uppruna sinn og uppgang í breskri jafnaðarstefnu, sem Al- þýðuflokkurinn hefur oft litið til að öðru leyti. Jónas Jónsson frá Hriflu stóð að stofnun beggja flokkanna. Það er kannski ekki eins langt á milli krata og fram- sóknarmanna og margir telja, eftir að landsbyggðin hefur linað tök sín á Framsóknarflokknum. Miðjan og stjórnarsetan Ég kann vel við mig á miðjunni. Alþýðuflokkurinn hefur færst frá miðjunni með Samfylkingunni. Mér sýnist Framsóknarflokkurinn vera kominn í þá stöðu að geta set- ið í ríkisstjórn, hvor stóru flokk- anna sem myndar hana. Mér finnst það ágætt. Samfylkingin tal- ar ekki einni röddu með afstöðuna til NATO og vamarmálanna, þótt yfirlýst stefna sé óbreytt. Ég er misánægður með ýmsa ráðherra Framsóknarflokksins, en ég var það lika með ráðherra Alþýðu- flokksins á sínum tima. Mér fmnst menn eins og t.d. Hjálmar Árna- son vera að gera góða hluti og verðskulda stuðning. Sú breyting sem ég tel hafa orð- ið á Framsóknarflokknum hefur fylgt því að hann hefur fengið sín- ar bestu kosningar í þéttbýlinu, tvo þingmenn á Reykjanesi; Stein- grím og Jóhann, Sif og Hjálmar. Ef stuöningurinn hér á suðvest- urhorninu dvínar herðast tök landsbyggðarinnar að sama skapi aftur. Mér fmnst rétt að leggja mitt lóð á vogarskálarnar að þessu sinni til að viðhalda hinni nýju ímynd Framsóknarflokksins og efla hana hér á Reykjanesi og á suðvesturhorni landsins. Jón Gröndal Engar rúsínur í grjónagrautinn „Heyrðu nú kona, sérðu hvemig bamabömin okkar njóta sín? Öll með derhúfu á ská dorgandi á bryggjusporðinum. Þau ná sjálf- sagt í marhnút eða ufsatitt. Og þarna kemur hún Gunna hans Jóns á Gulltoppi og kyssir hann lika þessi ósköp um leið og hann hoppar i land. Hún hefur líka held- ur betur ástæðu til þess því hann fór út í nótt með 20 bala og fékk 300 kíló á hvem. Þau geta heldur betur slett úr klaufunum eftir ver- tíðina. í kvöld sjáum við nýtt leik- rit sem verið er að setja á fjalirnar hér í Þorskavík. - Já, það er gam- an að vera til.“ „Heyrðu gamli minn,“ svarar konan. „Þetta er tálsýn. Það eina sem þú sérð hér út um gluggann á þessari 60 þúsund króna leigu- kjallaraholu eru fætur á fólki sem gengur hér eftir gangstéttunum. Ertu búin að gleyma að við emm flutt á Mölina. Þorskavík komin í eyði ásamt annarri byggð á Vest- fjörðum?" Kannski kæmi betri tíð Gamli maðurinn horfði dapur á konuna. Þetta var rétt hjá henni, en það haföi bara verið svo gaman að vera til í góða einbýlishúsinu þeirra á Þorskavík, með bömin og bamabömin í kringum sig, að hqnn gleymdi sér stundum og sá þetta allt fyrir sér. Þau áttu þó enn húsið. Kannski kæmi betri tíð. Þau höfðu haldið að þau myndu eiga eftir eftir 63 þúsund krónur af þessum 123 þúsund króna eftir- launum sínum, en þá kom babb í bátinn. Borga þurfti 240 þúsund krónur af eign þeirra á ári vegna fasteignaskatts, eignaskatts, trygginga og upphitunar. Þá voru bara eftir 43 þúsund krón- ur fyrir brýn- ustu nauðsynj- mn. Þau yrðu að spara. Ekki einu sinni rúsínur út í grjónagrautinn hans Steingríms. Þetta var velferð ríkisstjórnarinnar sem allir keppt- ust við að hrósa í skoðanakönnun- um. Við hvaða fólk var eiginlega talað? Hvern er talað við í skoð- anakönnunum? Jú, þau vissu það gamlingjamir frá Þorskavík. Það vom kvóta- kóngamir og þeirra niðjar. Þeirra tölur vom upp á milljarða í tekjur af alls konar kvóta- braski. Kvótakóngar sem fyrir höfðu gjafa- kvóta höfðu ráð á að kaup kvóta þótt dýr væri. Þeir nýttu hann svo til þess að borga niður fiskvinnslu sína eða seldu heila klabbið til hæstbjóð- anda. Þeir vom held- m- ekkert að hugsa um þorp í eyði á hinu fljótandi móðurskipi íslandi. Nei, það er miklu skemmtilegara að fara til Þýskalands eða Chile og taka þátt í uppbyggingu þar. Það heitir að nema land fyrir afurðir ís- lendinga. Ekkert sældarlíf fyrir Reykvíkinga En það er líka önnur hlið á mál- inu. Þaö kostar neftiilega ekkert smávegis fyrir Reykvíkinga að taka á móti þessu flóttafólki af landsbyggðinni. Það voru ekki bara gamlingjar með nær engar tekjur sem nú flæddu yfír suðvest- urhornið. Þarna voru líka ung- lingar, böm, barnafólk og bara fólk á besta aldri. Það þyrfti auð- vitað að byggja fleiri barnaskóla, menntaskóla, stækka háskólann, bæta samgöngur og byggja sund- laugar. Næst þegar við Reykvíkingar ætlum að fara í sundlaugar á góð- viðrisdegi er eins gott að fara eldsnemma og tryggja sér pláss svo hægt sé að sleikja sól- skinið dálítið. Ekki verður hægt að taka sér sundsprett vegna fólksmergðar. Við getum líka gleymt skíðaiðkunum. Á meðan kaupa kvótakóngar sér hall- ir og skraut og selja útlendingum kvót- ann. Sameignina. Það á fara að hleypa út- lendingum inn í sjáv- arútveginn og er þeg- ar byrjað þótt frekar dult fari. Stórfé fyrir kvót- ann Ungum mönnum dettur í hug að fara í Stýrimanna- skólann og vilja gera út. Hvílík firra. Hvar er hægt að fá kvóta? Jú, í útlöndum. Það em útlending- ar sem eiga allan kvóta lands- manna af þvi að núverandi stjórn- arherrar náðu kosningu. Já, ísland er orðið nýlenda vegna þess að við gættum ekki sameignar þjóðarinnar. Eini flokk- urinn sem hefur komið með raun- hæf markmið til þess að stöðva þessa vitleysu og það strax er Frjálslyndi flokkurinn. Kynnið ykkur stefnu hans og þá mun bet- ur fara en á horfist. Ema V. Ingólfsdóttir „Á meðan kaupa kvótakóngar sér hallir og skraut og selja útlend- ingum kvótann. Sameignina. Það á fara að hleypa útlendingum inn í sjávarútveginn og er þegar byrj- að þótt frekar dult fari.“ Kjallarinn Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, 4. maður á lista Frjálslynda flokksins I Reykjavík Með og á móti Á að hefja kísilgúrtöku í Syðri-Flóa í Mývatni? Fólkið njóti vafans líka „Þær vinnsluaðferðir sem notað- ar hafa verið hafa haft það í for með sér að talsverð yfirferð hefur verið við kísil- gúrnámiö úr Ytri-Flóa. Mér finnst koma til greina að skoða möguleikana sem eru á þvi að nýta kísilgúr á miklu takmark- aðra svæði en jafnframt á Tómas lngi olrich- meira dýpi. Þess vegna finnst mér koma til greina að fara í Syðri-Flóa, einskorða náma- vinnsluna þar við mjög takmarkað svæði og fylgjast jafnframt mjög náið með því hvernig áhrif sú nýt- ing hefði á lífríkið. Jafnframt teldi ég að rétt væri að beina athygli rannsóknaraðila að Ytri-Flóa, þar sem kísilgúrnám- ið hefui' farið fram, og freista þess að gera grein fyrir því á sem fyllst- an máta hvemig áhrif námið hefur haft á lífríkið í Ytri-Flóa þar sem samband milli Ytri-Flóa og Syðri- Flóa er takmarkaðra en menn hafa gert sér í hugarlund. Þessi rannsókn þyrfti að sýna hvort námið hefur í raun haft skaðleg áhrif á lífríkið í Ytri-Flóa, en vísbendingar eru um það að námið hafi að einhverju leyti breytt lífríkinu þar til hins betra. Þær vísbendingar felast fyrst og fremst í því að staða fuglalífs og sjaldgæfra fuglategunda, eins og t.d. flórgoða, hafi batnað. Þar sem enn hefur ekki tekist að færa sönn- ur á það að kísilgúmámið hafi skaðað lífríkið þá er mikils vert að reyna að breyta vinnsluaðferðum og einbeita sér að því að kalla þess- ar upplýsingar fram. Þegar talað er um að náttúran eigi að njóta vafans skal haft í huga að fólkið sem býr í Mývatnssveit er hluti af lífríkinu og á að njóta vafa líka.“ Ekki gegn áliti vísindamanna „Eins og þetta mál stendur þá lýkur starfsemi Kisiliðjunnar þeg- ar núverandi námasvæði í Ytri- Flóa er upp- urið. Mín af- staða er sú að ef ekki skapast nýjar forsendur á grundvelli nýrrar vinnslu- tækni og nýjar upplýsingar breyta ekki því mati að það væri of áhættu- samt gagnvart lífríkinu að heimila námagröft í Syðri-Flóa að mönnum beri að halda sig við þá niðurstöðu. Ég er ekki tilbúinn að ganga gegn áliti vísindamanna og náttúruverndar- yflrvalda ef það er á það lund aö of mikil áhætta sé tekin gagnvart líf- ríkinu og andvígur því að þvi sé breytt með pólitísku vaidi. Hins vegar ber að bregðast við þessu, og þótt fyrr hefði verið, með því að búa atvinnu- og mannlíf í Mývatnssveit og Þingeyjarsýslum undir þessar breytingar og það er gagnrýni vert að mikill tími hefur tapast frá 1993, þegar málin voru sett í þann farveg af ráðherram Al- þýðuflokksins sem þau eru í enn og ekki hefur verið hróflað við af ráðherrum Framsóknarflokksins. Þeir sem þannig hafa staðið að málum og ekkert gert bera auðvit- að sína ábyrgð í þessu máli.“ Steingrímur J. Sig- fú&son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.