Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Page 3
m e ö m æ 1 i
e f n i
Það er sama hvað snyrti-
vöruframleiðendur reyr
þeir skáka aldrei Old
Spice. Þetta er einfald-
lega einl rakspírinn á
markaðnum. Þú hendir
framan í þig smáslettu
og hún dugir í viku,
jafnvel þó þú baðir þig
nokkrum sinnum. Það
segir sig bara sjálft að ? __
allir alvöru karlmenn ^
nota Old Spice. Þetta „Spice“ hef-
ur kannski fengið á sig vont orð
þegar Kryddstelpurnar voru, en
nú eru þær ekki lengur og því er
Spice-ið í Old Spice aftur orðið að
sannri karlmennsku.
Franska pönnukakan á Kaffi
París er sjúklega góð. Þessi með
skinku, grænmeti og pasta er
vægast sagt froðufellandi geggjuð
og betri mat færðu varla í hádeg-
inu ofan í miðbæ.
Taktu svo t.d. gamlan Bond-
ara um helgina. Bara ekki taka
Sean Connery. Hann er of artí og
bara einum of orginal
fyrir plebbatrend-
ið sem er í gangi
þessa dagana.
Plebbarnir fila
Roger Moore
og hata alla
hina Bondana.
Þeir taka að vísu
pínu mark á Pierce Brosnan en
um helgina virkar bara að horfa
á Roger Moore í hlutverki einka-
spæjarans knáa.
Takkaskór eru sniðugir í
partíið. Láttu bara sem þú hafir
verið að koma af æfingu og hafir
verið læstur úti. Það mun virka á
alla gesti og sá sem mætir í
takkaskóm á djammið og er í
ofanálag læstur úti, sefur ekki
einn. Það er hægt að bóka það.
Það er að sjálfsögðu álitamál hvaða partí eru best og lík-
lega misjafnt eftir fólki hvaða partí það fílar. En Fókus
ákvað samt að gera smákönnun á bestu kosningapartíum
bæjarins. Já, við verðum öll að vera í stuði
annað kvöld og þá
getur verið gott að hafa
smaleiðarvísi um
skemmtanalíf
kosninganæturinnar.
HvsLöa flokk
besta
jJbiJjJJU ÍjJjjLIJjJlJ JJlJf
Frjálslyndir bjóða upp á heimatilbúin
skemmtiatriði í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni
6. Sverrir Hermannsson lætur líklega sjá sig
ásamt öðrum frambjóðendum ffokksins. Þarna verð-
ur leikið og sungið á píanó og tilboðum lofað á
heimatilbúnum bar. Húsið opnað kl. 20.
Framsóknarflokkurinn lofar engu stuði en
þó við að halda úti einhverjum heimatil-
búnum skemmtiatriðum á Grand Hótel. Það er sorglegt
fyrir þá sem hafa séð þingmenn Framsóknar i Reykja-
neskjördæmi rappa. Það verða engin tilboð á barnum en
húsið opnað kl. 21.
Vinstri-grænir eru méð frumlegasta partíið
og hittast í Risinu, Hverflsgötu. Þar verður
auðvitað sjónvarp eins og á öllum öðrum stöðum og
listamenn á borð við Bjartmar Guðlaugsson, Her-
dísi Jónsdóttur píanóleikara og Guðmund Magn-
ússon búktalara. Auk þess verður allt á fátæklinga-
verði á barnum og frambjóðendur 1 feiknastuði.
X-H j'jJijjji1 jjJjíjujfj
Húmanistar hittast á Punktinum,
Laugavegi. Það er lítil og sæt suddabúlla, sem er í
sama húsi og gamli Blúsbarinn var. Húmanistar
lofa miklu stuði og þar fær fólk frjálsan aðgang að
frambjóðendum og talsmenn flokksins gáfu í skyn
að eitthvað af stjörnustuðningsfólki húmanista
kynni að mæta. Þar erum við líklega að ræða um
fólk eins og Hörð Torfa, Bergþóru og jafnvel
meistara Megas. Bjórinn á húmanísku verði.
i'JíJíBfJ
JjJJjdl) íj Jjtifjjwjj
, i «3 Samfylkingin hittist á Naustinu og lofar
i eneum sérstökum skemmtiatriðum fyrir
^81 * 9 utan að mesta stuðgrúppa landsins mætir -
Sýrupolkasveitin Hringir ásamt Möggu Stínu. Það
ætti því að verða fjör en leiðinlegt að ekki er fyrirhug-
að neitt frambjóðendaspreli sem er yfirleitt talið nauð-
synlegt fyrir svona skemmtun. Ekkert tilboð á barnum
og þessi fimm hundruð hausa staður verður opnaður
MU
Kóngarnir í bransanum eru að sjálfsögðu
stuðningsmenn Dabba kóngs. Sjálfstæðis-
flokkurinn heldur sitt partí á Broadway og býður
upp á sveiflukónginn Geirmund Valtýsson. Fólk
þarf að vísu að vera með boðsmiða sem hægt er að
nálgast á næstu kosningaskrifstofu og það er ekkert
tilboð á barnum. Bjórinn verður sem sagt á góð-
ærisprís en því er lofað að frambjóðendurnir sprelli.
Húsið opnað kl. 22.
kl. 21.
Þvottaklemmur í eyrum
Litlu stjórnleysingjarnir í Anarkistaflokknum hittast á Grand Rokki án þess að það sé gefið í
skyn að þeir taki allan staðinn og því eru allir velkomnir svo lengi sem þeir eru annað hvort með
þvottáklemmu í barminum eða i eyrunum eins og formaðurinn, Þórarinn Haki. Geirfuglarnir leika
fyrir dansi og frambjóðendur sprella. Heiða úr Unun (19. sæti listans) ætlar að flytja frumsamdar
hækur og Elvar Geir (7. sæti listans) les ljóð. Bjórinn kostar 300 kall.
Sandra Guðmundsdóttir er hörkukvendi. Einstæö móðir 16 mánaða drengs og
starfmaður hjá Nýbarða í Garðabæ.
„Eg hringdi á öll dekkjaverk-
stæðin í Reykjavík og nágrenni,"
segir Sandra Guðmundsdóttir, en
hún vinnur við að skipta um dekk
á Hjólbarðaverkstæðinu Ný-
barða í Garðabæ.
Og hvernig líkar þér vinnan?
„Þetta er flnt. Svolítið erfitt,
en það er samt ekkert mál að
skipta um dekk,“ segir þessi ein-
stæða móðir úr Breiðholtinu.
Eigandi Nýbarða segir þetta yera
mjög sjaldgæft og að þeir hafi ver-
ið svolítið smeykir við að ráða
Söndru í fyrstu. En það voru bara
fordómar af því að hún er stelpa,
enda hefur það komið á daginn að
hún er starfi sínu fullkomlega vax-
in. Allavega hafa margir strákar
staðið sig verr og ef eitthvað er hef-
„Hvað er svona merkilegt við það,
að vera karlmaður?" Ekkert, sé litið
til þeirrar staðreyndar að á
dekkjarverkstæði í Garðabæ vinnur
21 árs stúlka. Hún hellir ekki upp
á kaffí og skúrar, heldur skiptir bara
um dekk eins og aðrir sem vinna þarna.
Fókus athugaði af hverju Sandra
Buðmundsdóttir fékk vinnu hjá Nýbarða.
ur Sandra staðið sig betur. Það má
því fullyrða að síðasta vígi karl-
anna sé endanlega fallið. Erfiðis-
vinna tengist ekki bara kröftum og
karlhormónum heldur er meiri
nauðsyn á að vera áhugasamur og
duglegur.
En ertu í föstu starfi hjá Ný-
baröa?
„Nei. Þetta er bara sumartörnin,
en ég kem vonandi aftur í vetrar-
törnina," segir Sandra og skellir
sér undir næsta bíl. Seinnipartinn
er hún svo komin heim til sín og
sinnir 16 mánaða gömlum syni sín-
um. Nóg að gera á stóru heimili og
Sandra hefur yflr engu að kvarta
hvað starfsfélaga og umhverfi á
vinnustað varðar.
Alda Björk:
Það er búið að rakka mig nið:
ur í fjölmiðlum 4
Hafdís Huld:
Eg ætla að fá
mér góðan
lögfræð-
ing
Lifid eftir vmnu
Engir meikd
3isund spilar fyrir hve
Kór laglausra syi
Hangir á
MÆ? ÆÆm 1».
Kafiipari^n
Fókus á vefnum:
Páll Óskar
svarar
bréfum
I
f ókus
fylgir DV á
föstudögum
Forsíöumyndina tók Teitur af
Hafdísi Huld Þrastardóttur.
7. maí 1999 f ÓkllS