Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Page 6
í - I fá rríér góðan lögfræðing Eins og ailir vita þá var Hafdís Huid . í GusGus rekin í síðustu viku. Þessi nítján ára fyrrum Gussari og sunnudaga- skólastúlka er svona að ná lendingu eftir erilsama viku og ákvað að útskýra sína hlið málsins fyrir Fókus. „Ég byrjaði í GusGus þegar ég var fimmtán ára,“ segir Hafdís Huld sem var eina söngkonan i þessu níu manna tríói frá því þau gerðu stóra samninginn við 4AD þar til hún var rekin í síðustu viku. „Þá var ég bara að lesa Gauragang fyrir samræmdu prófin, vann sem aðstoðarkennari í sunnudagaskóla og var nýbúin að vinna söngvakeppni grunnskóla og vann líka einhver verðlaun í sam- kvæmisdönsum. Jú, og ég var með þátt á RÚV og fannst ég bara vera þokkaleg pæja. Þá var ég svo mikið bam og svo full af sjálfstrausti að mér fannst ekkert óeðlilegt við það að þessir fullorðnu menn vildu vinna með mér,“ segir Hafdís og augljóst að hún er að koma niður eftir limbóið síðustu daga. En hvernig samningur var þaö sem þió skrifuöuö þá undir? „Þá vissi ég lítið meira um hann en að hann var upp á tugi blaðsíðna á ensku lagamáli og við skildum ekki neitt í honum,“ segir Hafdís og bætir þvi við að hver og einn í GusGus sé þó samkvæmt honum persónulega skuldbundinn 4AD, hvort sem þeir séu í eða utan við GusGus. Hafdís er þessa dagana að lesa aftur yfir samn- inginn og það er ljóst að hún hefur skrifað undir fimm plötu samning sem rennur út á tíu árum. Hún ætti því að vera laus frá honum 26 ára en þangað til veit hún ekki alveg hvað hún á að gera. „En sem betur fer er ísland undan- skilið í samningnum svo ég get gefið út tónlist héma heima en í millitíð- inni gæti ég alltaf orðið prestur," seg- ir Hafdís og hlær. Sunnudagaskólastúlka með sukkuðum poppbolt- um Til fróðleiks má geta þess að þegar hér var komið sögu höfðu þrjár stúlkur hrakist úr GusGus með ein- um eða öðmm hætti. Þetta vora drottningar á borð við Emilíönu Torrini, Heiðrúnu Önnu og Ragn- heiði Axel. Hafdís er því í raun fjórða stúlkan sem poppboltamir í GusGus berja frá sér. Hvernig var samstarflö í hljómsveitinni fyrir ári? „GusGus er náttúrlega ekki hefðbundin hljómsveit. Við höldum fundi en ekki æfingar og þetta var bara vinna. Frá mínum sjónarhóli var þetta ekki vinahópur heldur vinnu- félagar, og oft ágætir sem slíkir. Ég á hins vegar eng- an trúnaðarvin í GusGus og passa á margan hátt engan veginn inn í þetta dæmi því ég reyki hvorki né drekk og er miklu yngri en strák- arnir,“ segir Hafdís. „En það er ekki eins og það hafi breyst nýlega," bæt- ir hún við. Varst þú þá bara uppi á hótelher- bergi á tónleikaferöum á meóan þeir fóru á djammiö? „í rauninni. Það var bara Cartoon Network fyrir mig og klúbbar fyrir þá.“ Fór þá ekki í taugarnar á þeim að þú fékkst miklu meiri athygli en þeir og þá Daníel? „Það veit ég ekki. Ég fékk bara upp- sagnarbréf og þar áður hafði ég e k k i verið send í; mörg við- New Music Monthly í Bandaríkjunum þótti ekki ástæöa til að kynna um- fjöllun sína um GusGus á forsíðu sinni nema þá út frá Hafdísi Huid. töl.“ En ef maöur skoöar þau erlendu blöó sem hafa fjallaö um GusGus þá viröist þú fá mesta athyglina. Það hlýtur nú að hafa fariö fyrir brjóstiö á þessum gœjum sem eru búnir aö vera í bransanum í vel tíu ár? „Ég veit það ekki en vissulega hef- ur hvarflað að mér að brottrekstur- inn stafi af afbrýðisemi," segir Haf- dís. „Til dæmis hafa frásagnir af mér verið hvort tveggja fyrirferðarmeiri og lofsamlegri en ég átti von á. Þá hefur það líka gerst undanfarið að mikið hefur verið beðið um mig í viðtöl. En ég veit til þess að þegar er- lendir blaðamenn hafa beðið um mig hafa þeir fengið Daníel og Sigga og það án þess að neinn hafi látið mig Með forsíðu þessa erlenda tímarits fyrir framan sig er erfitt að þykjast ekki vita hvert erlendir fjölmiðlar beina athygli sinni. En það er sömu sögu að segja þegar blöðunum er flett og það á líka við um blöð sem ekki hafa GusGus á forsíðu. Þar er Hafdís iðulega miðpunktur athygtinnar. vita,“ heldur Hafdís áfram og minn- ist þess einmitt að MTv í Miami hafi beðið um hana fyrir nokkra en hún hafi ekki verið látin vita og Daníel og Siggi farið. Bað um upplýsingar um fjármál GusGus hefur gefið út tvær plötur af þessum fimm plötu samningi við útgáfufyrirtækið 4AD. Á fyrri plöt- unni, Polidistortion, var Hafdís ekki mjög áberandi en á þess- ari sem kom út nú ný verið , This Is GusGus er það stórt dæmi að á Netinu er starfræktur spjaliklúbbur fyrir aðdáendur. Fók- us greip niður í það sem sannir GusGusaðdá- endur hafa um málið að segja: Eric Oehler, Boston: „This Hafdis thing is sorta odd.“ Peter Madden, San Fransisco: „If this is true I have serious doupts for the future of GusGus." Gelmer Puiclon, New Vork: „Can GusGus really be GusGus without Hafdis? It sounds like Hafdis has been really mistreated by the band and management." Shane Henson, Boston: This is completely awful. Let’s hope she „pulls á Bjork" and shows these boys." David Futato, Boston: „I really hope Daniel Agust isn't trying to make GusGus a vehicle for him and him alone." Normal, er hún aftur á móti mjög áberandi og hefði þriðja smáskífa plötunnar líklegast orðið Teenage Sensation en það lag syngur Hafdís ein. Það er því ljóst að missir Hafdís- ar er sár fyrir aðdáendur og aðstand- endur hljómsveitarinnar, sérstaklega ef tekið er með í reikninginn að fyrsta smáskífan, Ladyshave, hefur ekki gengið neitt úti og var langt frá því að vera sá smellur sem hún átti að vera. En af hverju varstu rekin? „Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Hafdís. „Fyrir tveimur mánuð- um benti ekkert til þess og ég var meira að segja fullvissuð um það skriflega að ég væri ómissandi." Hafdís lenti að vísu í veseni vegna þess að hún hafði tekið að sér eitt af aðalhlutverkunum í söngleiknum Rent sem Þjóðleikhúsið er að setja upp í Loftkastalanum. Umboðsmaður hennar gagnvart Þjóðleikhúsinu var Baldur Stefánsson, framkvæmda- stjóri GusGus, og hafði hann lofað að sjá til þess að sýningar söngleiksins myndu ekki stangast á við tónleika GusGus. Hann stóð ekki við þetta og svarið sem Hafdís fékk frá honum var: „Hvað er Þjóðleikhúsið mið- að við heimsyfirráð?“ Þetta svar verður að teljast nokkuð fyndið í ljósi þess að Baldur er sonur þjóðleikhússtjóra. „Strax nokkrum dögum seinna, eftir að ég hafði hætt við Rent og strákarnir sent mér skriflega yfir- lýsingu um að þeir myndu koma betur fram við mig, kom þó upp um- ræða innan GusGus um að breyta launakerfinu fyrir unnin verk, þar á meðal plötuna sem við vorum nýbú- in að ljúka vinnu við, This Is Normal, sem og eldri plötuna okkar, Polydistortion. Mér fannst fáránlegt að slíkt ætti að gilda aftur í tímann. Sérstaklega þegar allar helstu ákvarðanimar höfðu verið teknar miða við það kerfi sem gilt hafði. Svo ég bað um upplýsingar um fjármál hljómsveitarinnar og fékk þau svör að enginn vissi neitt um þau þannig _að ég hlyti að geta sætt mig við að vita ekki neitt held- ur,“ heldur H a f d í s áfram og útskýrir að frá upp- hafi Hafdís Huld: „Ég get gefið út tónlist hérna heima en í millitíðinni gæti ég alitaf orðið prestur." I tónleikaferð GusGus um Bandarík- in, sem nú stendur yfir, láta strákarn- ir lítið á því bera að Hafdís sé ekki lengur í hljómsveitinni og varast að tjá sig um málið. Að vísu sagði Daní- el Ágúst, á miðjum tónleikum í Boston: „We are a boys band now.“ hafi öllu verið skipt jafnt í GusGus rétt eins og það er í flestum öðrum hljómsveitum. En niðurstaðan varð að Hafdís gaf eftir Rent til að geta verið í Gus gus en var samt rekin tveimur mánuðum seinna. Ætlar að leita réttar síns „Það er bara fáránlegt að hafa ver- ið að vinna með fólki sem sendir mér bréf í febrúar um hvað ég sé meiri- háttar og ómissandi. Og svo allt í einu er ekki hægt að vinna með mér í apríl vegna „listræns ágreinings“,“ segir Hafdís Huld, „sérstaklega í ljósi þess að við erum ekki búin að vinna neitt að listrænni sköpun í þessa tvo mánuði og engin listræn ágreinings- mál verið til umræðu. Við höfum bara verið í viðtölum, haldið nokkra vel heppnaða tónleika og látið taka af okkur myndir." Ætlarðu í mál viö þá? „Að sjálfsögðu fæ ég mér góðan lögfræðing og leita réttar míns. Ég er enginn hálfviti." En myndirðu ganga aftur í hljóm- sveitina ef karlarnir í GusGus bœöu þig um þaö? „Þarf maður ekki að hafa einhvem snefil af sjálfsvirðingu?" Hvaö um framhaldið? „Ég veit það ekki, er ekkert farin að hugsa út í það en það kemur plata út í Frakklandi á næstu mánuðum með hljómsveit sem heitir Zend Avesta og þar syng ég eitt lag sem ég samdi. Svo hefur mér verið boðið að syngja með Deep Red sem starfrækt er í Kalifomíu. Þeir eru með góðan samning og ég á alveg eins von á því að vinna með þeim en hér heima er ég að vinna með Bigga Bix og Ölla í Þeramín." -MT 6 f Ó k U S 7. maí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.