Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Page 8
Höfuðstöðvar Bellatrix og Botnleðju: Savn- farir og aðrar Ester „Bíbí“ Ásgeirsdóttir, bassaleikari Bellatrix, er hætt. Já, meikgengi íslands stendur höllum fæti þessa dagana. í síðustu viku var það Hafdís Huld og nú er það Ester. Hún hætti að vísu af sjálfs- dáðum en engu að síður kemur þetta sér illa fyrir Bellatrix þar sem hinar stelpurnar (og strákur- inn) fóru til Hollands í vikunni og spiluðu á Bevrijdingsfestivalinu í Hollandi á miðvikudaginn. Hjörtur, sem spilaði á gítar með Spoon í gamla daga, kom í staðinn fyrir Bíbí á þessum tónleiku, en verður ekki til frambúðar. Bella- trix er að leita að bassaleikara, helst stelpu. Þær Trixur ætla annars að flytja til London í lok maí og láta sverfa til stáls í meikinu. Kannski flnna þær bassastelpu þar. Mikil tengsl eru milli Bellatrix og hijóm- sveitarinnar Botnleðju. Heiðar og Eliza eru saman eins og alþjóð veit og þá er hljómborðsleikarinn KJG með Sigrúnu gítarleikara í Kolrössu. Þeir ætla að flytja út á eftir stúlkunum en segja þó að Botnleðja sé siður en svo hætt. Halli, trommari Botnleðju, er orð- inn pabbi, eignaðist nýlega strák, og Raggi bassaleikari er í góðum gír í Spútnik. Þeir tveir munu þó eflaust flýta sér til London þegar kallið kemur og Silt fær breik í meikinu. Þegar þú ferð út á skrallið - að skemmta þér, eins og það er kallað - er flokkur . fólks í vinnu við það eitt að þjónusta þig í rallinu. Barþjónar og hljómlistarmenn af ýmsum toga hafa fengið sinn skerf af sviðsljósinu en Fókusi fannst kominn tími til að tala við hitt fólkið, fólkið sem sópar upp ruslinu eftir þig, hleypir þér inn á skemmtistaðina, selur þér pylsur og blóm. Megum við kynna máttarstólpa skemmtanalífsins. Þeir eru: Þernur þambaranna Þetta er stundum alveg agalegt • • • • ,or lani :opar „Þetta er stundum alveg agalegt og það kemur fyrir að byttumar ráðast á bílana. Það stökk einn of- urölvi upp á einn bílinn og ætlaði að stela blikkljósunum, en löggan náði honum.“ Það getur greinilega verið hættulegt að vinna á „litlum sóp“, eins og hreinsunarstarfsmenn kalla litlu tíkurnar sem fara á stjá kl. 4 á nóttunni til að hreinsa göt- urnar. Konráð á ekki orð yfir sóðaskap íslensks drykkjufólks. „íslendingar er hrikalegir sóðar, sérstaklega um helgar. Mér blöskr- aði á fyrstu vaktinni minni. Það er sparkaö í ruslatunnur svo draslið fer út um allt. Og svo eru það gler- brotin. Það eru hreinlega glerbrot um allt.“ Stundum þarf Konráð að fara út úr bílnum til að ná til hættulegra glerbrota sem bíllinn nær ekki til. En það er fleira en glerbrot sem hann rekst á. „Ég hef ryksugað upp sprautu- nálar. Mér brá helvíti i fyrsta skipti þegar ég þurfti þess.“ Hvaö er til ráöa gegn sóóaskap landans? „Það þarf bara rosalegt átak og það þarf að koma innan frá, frá fólkinu sjálfu. Þá myndi þetta lag- ast.“ Elva Blumenstein blómasölustúlka: Ertu búin aó vera í þessu lengi? „Já, svona hálft ár,“ segir Elva Blumenstein blómasölustúlka og bætir því við að henni líki ágæt- lega þetta starf. En er eitthvað aó gera í þessu? „Já, það er dálítið að gera. Að Vlð erum 15-20 vísu voru janúar og febrúar róleg- ir, en nú er þetta farið að aukast aftur.“ Eruó þið margar í þessu? „Ég held við séum örugglega 15-20 í þessu. Annars sagði dyra- vörður við vinkonu mína um dag- inn að hann hefði séð fimm nýjar í þessu á einu kvöldi." Og þetta er kannski ekki bransi sem rekinn er á fastakúnnum, eöa hvaö? „Ef maður er með þjónustuna í lagi þá man fólk auðvitað eftir manni. Ég er með nokkra fastakúnna. Þeir eru að visu bara karlmenn og versla reglulega við mig,“ segir Elva og talar einnig um þá skemmtilegu stemningu sem hefur myndast á milli margra af blómastúlkunum og starfsfólks skemmtistaðanna. Hún vonar samt að stelpunum fjölgi ekki um of því þá gæti Reykjavíkurborg tekið upp á því að banna þessa sölumennsku. Jón Benóní Reynisson, dyravörður á Gauki á Stöng: „Eg er búinn að vera í dyra- vörslu í tólf ár,“ segir Jón Benóní Reynisson dyravörður, betur þekktur sem Benni á Gauknum. Hefuröu þá ekki lent í öllu sem hœgt er aó lenda í? „Jú. Það hefur flestallt gerst.“ Myndiröu líta á þig sem meiri þjón en vörö? „Já,“ svarar Benni, án þess að hugsa sig um. „Ég er náttúrlega bara í þjónustustarfi." Fólk leitar til þín? „Já. Það er leitað til mín um allt milli himins og jarðar. Fólk er líka alltaf að týna bæði lyklum og veskjum og jafnvel fotunum sín- um. Þá er leitað til mín og ég reyni að aðstoða þetta fólk.“ Og þetta fólk er iðulega drukkiö? „Já. Margir eru verulega drukknir oftast nær og stundum er fólk meira en drukkið.“ Ertu ánœgöur meó hlutskipti þitt sem dyravöröur? „Jú,“ segir Benni, „þannig séð. Ég tek starfið ekki inn á mig og alls ekki með mér heim.“ tvífarar Butthead. Margrét Frimannsdóttlr. „Eg vinn aðra hverja helgi frá átta til átta en annars vinn ég alltaf á næturvöktum," segir Óli sem af- greiðir drykkjufólk og önnur næt- urdýr í lúgunni á BSÍ. Er ekki erfitt aö vinna allar nœt- ur? „Nei. Maður lærir að lifa með þessu. Þetta er ekkert mál.“ Og hvaó er svona vinsœlast? „Pylsa með öllu stendur alltaf fyrir sínu en hinir réttimir sækja náttúrlega alltaf á. Við bjóðum upp á svið, samlokur, hamborgara og bara allt sem gengur í þessum bransa en pylsan er alltaf jafnvin- sæl.“ Drykkjufólk kemur mikiö til aö leita þjónustu hjá þér? „Já. En það er nú bara aðallega að kaupa sér mat eða tóbak.“ Verða menn fljótt svangir á nœt- urgöltri? „He, he, he, he, he,“ eru einkunnarorð Buttheads, besta vinar Beavisar. „Félagslegt réttlæti, breytum rétt,“ er slagorð Margrétar Frimannsdóttur, bestu vinkonu Jóhönnu Sigurðardóttur. Butthead og Margrét eiga ótrúlega margt sameiginlegt og því eru þau tvífarar vikunnar. Þau eru bæði með mikinn og sterklegan góm en frekar litlar tennur, þó þær séu eflaust mjög beittar. Butthead er líka gáfaðri gæinn í þáttunum Beavis og Butthead en þeir þykja annars báðir hræðilega vitlausir. „Já. Þeir verða fljótt svangir. Verður maður það ekki alltaf þegar maður er á töltinu? Það fylgir því að fara í bæinn um helgar." Feró þú stundum í bœinn? „Nei. Voðalega sjaldan," segir Óli og augljóst að hann er dyggur þjónn kúnnanna sinna. f Ó k U S 7. maí 1999 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.