Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Page 22
í f ó k u s
Helmiltsmatur. Þetta nýaldarkjaftæði er komið
út í algerar öfgar. i sumar verða heitustu vör-
urnar bjúgu og grjónagrautur á virkum dög-
um. Lambalæri og hryggur um helgar. Bara
eldhús mamma og allt annað en nýrnabaunir
á Grænum kosti eða hvað þetta gras heitir allt
saman sem fæst í Heilsuhúsinu og víöar. Við
erum íslendingar og eigum hvorki að láta
bjóða okkur upp á gras né heimilismat frá
framandi þjóðum. Því allt þetta súrsæta og
núðludrasl er hvort eð er bara eitthvað sem er
borðað í gettóum þriðja heimsins. Leyfum út-
lendingunum að éta það og veljum rammís-
lenskan mat. Lopahúfuliöið og allt þetta
“Damon Albarn wannabe“-hyski er úr fókus
og þá gildir auðvitað það sama um artl-fartí-
fæðið sem þessu fólki finnst ofsalega fint að
borða. Mjólk, saltkjöt og baunir, túkall.
ú r f ó k u s
Hefurðu pælt I þvi að langamma þín og afi áttu
ekki sjónvarp? Og hvað þá videótæki?
Hvað ætli þetta fólk hafi eiginlega verið að
gera um helgar þegar það vaknaði grúttimbrað
eftir svallið kvöldið áður? Örugglega bara
brugðið sér I útreiöartúr á honum Grána sín-
um og riðið um móana þar til þynnkan var flog-
in út I veður og vind.
Það eru engar sögur til um ungmennavanda-
mál fyrr á öldinni svo það þarf engan stórsnill-
ing til að sjá að hér er beint samband á milli.
Sjónvörp og myndbönd eru rót alls hins illa.
En hvað er samt betra en aö vakna þunnur, fá
sér góða spólu (sérstaklega eins og spáin er
um helgina) og liggja með kók og kalda pítsu
við höndina? Ekki margt. Það sem gengur
bara alls ekki er hvernig sumar leigur okra á
þessum spólum sínum. Okurvideóleigur eru
úr fókus. Stöndum því þétt saman og leigjum
ekki dýrari spólu en á 300 kall og fáum helst
eina gamla með. Viö getum þetta alveg ef við
stöndum þétt saman og þegar okrararnir
missa viðskiptin lækka þeir verðið.
Lifid eftir vmnu
í farteskinu. Ef þið sjáiö hana þá endilega tak-
ið hana upp í, annars getur hún ekki spilað á
Hóteiinu á Klrkjubæjarklaustri klukkan
20.30.
Nú er KK kominn langleiðina með hringinn.
Hann mun I kvöld leika fyrir Hvammstangafólk
og nærsveitamenn á Hótel Seli. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21.
Radíusbræóur verða með skemmtun á Hlöðu-
feili, Húsavík. Gáfulegt grín eins og þeim ein-
um er lagið. Steinn Ármann: „Þaö er alltaf
sama sólin." Davíð: „Já, alltaf sama sólin,
reikistjarnan Jörð ferðast ekki á milli sól-
kerfa.“
tLeikhús
Borgarleikhúslð sýnir í kvöld farsa eftir eina
fyndna Nóbelshafann undanfarna áratugi,
Dario Fo. Þetta er gamall kunningi íslenskra
leikhúsgesta - Stjórnleysingi ferst af slysför-
um. Borgarleikhúsiö hefur sótt Hilmar Jóns-
son leikstjóra til Hafnarfjarðar til að setja
þetta upp og með honum fýlgir lunginn úr sam-
starfsfólki hans frá Hermóðl og Háðvöru. Egg-
ert Þorleifsson leikur hlutverk brjálæðingsins,
það sama og Arnar Jónsson lék I síðustu upp-
færslu.
Helllsbúinn býr í helli sínum í íslensku óper-
unnl. Sýning kl. 20. BJarni Haukur Þórsson er
hellisbúinn. Síminn er 551 1475.
Nemendaleik-
húsið sýnir
Krákuhöllina
eftir Einar Örn
Guðmundsson.
Þetta er slð-
asta verkið
sem sýnt verð-
ur I Lindarbæ en nú á að taka húsnæðið und-
ir skjalageymslur. Hllmlr Snær er leikstjóri en
leikarar eru Egill Heiðar Anton Pálsson, Hin-
rlk Hoe Haraldsson, Jóhanna Vigdís Arnar-
dóttir, Laufey Brá Jónsdóttlr, Maria Pálsdótt-
ir, Nanna Krlstín Magnúsdóttir, Rúnar Freyr
Gíslason og Stefán Karl Stefánsson. Sviðs-
mynd og búningar eru I höndum Jórunnar
Ragnarsdóttur lýsingu hannar Egill Ingibergs-
son og um hljóðið sér meistari Sigurður Bjóla.
Þjóðlelkhúslð. Sjálfstætt fólk, seinni hluti:
Ásta Sóllilja - Lífsblómið, verður sýndur kl. 20.
Þeir sem sáu Bjart fyrr um daginn geta skellt
sér á aöra þrjá tíma af Laxness eftir kvöldmat.
Steinunn Ólina Þorstelnsdóttir er Ásta Sóllilja
og Arnar Jónsson er Bjartur seinni hlutans.
Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson og hann
samdi hann leikgeröina ásamt eiginkonu
sinni.
•Kabarett
Enn eru það Cellne Dion, Diana Ross og
Gloria Estefan sem standa á sviöinu í Broad-
way. Sóldögg leikur á eftir.
•Fundir
Klukkan 20.30 fer I gang fyrirlestur um stöðu
Frakklands I alþjóðastjómmálum aö loknu
kalda stríöinu. Hann er haldinn I húsnæöi Alll-
ance Franpes við Ingólfstorg. Fyrirlesarar eru
Tómas Ingl Olrlch sem menntaður er I Frakk-
landi og Frlðrlk Páll Jónsson yfirmaður er-
lendra frétta á fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Árnl Snævarr yfirmaður erlendra frétta á Stöð
2 stýrir umræöum sem fara fram bæði á
frönsku og íslensku.
Fimmtudágur
13. mai
• Krár
Á Romance hangir Ell og hamrar pianóið.
Bjuggust þið við öðru?
Á Krlnglukrána mætir goðið Rúnar Júlíusson
viö annan mann. Eldra viskí, meiri pening!
•Klassík
Barnakór biskupstungna treöur upp ásamt
hljómsveitir
Á morgun kl. 14 hefst hin ár-
lega útskriftarsýning MHÍ í SS-
húsinu. Sýningin bindur enda á
60 ára sögu skólans því á næsta
ári heitir MHÍ Listaháskólinn. í
ár sýna 56 útskriftarnemar, 12
fleiri en í fyrra. Einn þeirra er
Unnar Örn Auðarson sem
verður með stærsta verk sýning-
arinnar og e.t.v. stærsta verk
sem sett hefur verið upp á ís-
landi. Hann er þögull sem gröfin
um verkið og lofar bara að það
sé „svaka skemmtilegt".
Unnar útskrifast úr fjöltækni-
deild og hefur eitthvað verið að
sýna, verk eftir hann var t.d. ný-
lega rifið úr glugga Búnaðar-
bankans. En er það ekki eintóm
geðveiki að jafn lítil þjóð og ís-
land sé að útskrifa 56 myndlista-
menn á ári?
„Jú, það er rugl“, samþykkir
Unnar. „En þetta er líka fyrsta
og síðasta sýning flestra sem
eru að sýna þarna. Og af hverju
ekki að halda upp á það?
Fólk fer bara að vinna eins
og gengur, en þegar maður er
orðinn það sem maður er þá fer
maður að gera það sem maður
gerir.“
En hvaö bíóur listamannanna
útskrifuöu - œtlar þú t.d. á spena
ríkisins?
„Já, og vinna svart með. Svo
hangir maður á kaffihúsum og
hugsar. Hugsar um myndlist.“
Ertu ekki á leiöinni út í heim?
„Jú, er það ekki við hæfi?
Þarf maður ekki að ná sér í
gráðurnar? En ég hangi allavega
í eitt ár á Kaffibarnum áður, til
að komast í klíkuna og fá
styrk.“
Ein „heví“ í lokin: Er mynd '
listarheimurinn búinn að
blóðmjólka sjálfan sig?
„Nei. Myndlistin er eins og
amaba. Hún breytir sér og yfir-
tekur allt annað. Hún stjórnar
t.d. heiminum núna.“
Ú-
h ú !
Unnar
og hinir
55 verða í
góðu stuði
á morgun.
Það er vel
þess virði að
tékka á þessari
stóru samsýn-
ingu því
það má
alltaf rekast
á eitthvað snið-
ugt innan um.
Ætla að hanga
eitt ár á
Kaffibarnum
Diddú i Skálholtsklrkju klukkan 15. Á efnis-
skránni er t.d. Ave Maria Sjúberts. Stjórnandi
er Hilmar Örn Agnarsson.
•S v eitin
Nú ætti Bergþóra að vera komin á Höfn I
Hornafiröi. það er Veltingahúsið Víkin sem
tekur á móti henni með glans. Jóhann I Hlekkj-
um mætir eflaust á giggið.
Þegar minnst er á Boröeyri kemur þá Mike
Tyson upp I hugann? —já —nei. KK er með
tónleika I barnaskólanum I kvöld klukkan 21.
Þaðan liggur svo leiðin niörá Akranes til að
spila fyrir Sunnu sem reyndar er I prófum.
Le i khús
Þjóðleikhúslð. Sjálfstætt fólk, fyrri hluti:
Bjartur - Landnámsmaöur íslands veröur
sýndur I kl. 20. fyrir þá sem vilja sjá báða
hluta verksins á sama degi. Ingvar E. Slgurðs-
son leikur Bjart en Margrét Vilhjálmsdóttir er
Rósa kona hans. Leikstjóri er Kjartan sjálfur
Ragnarsson og samdi hann leikgerðina ásamt
Sigríði Margréti Guðmundsdóttur.
Helllsbúlnn býr I helli sínum I íslensku óper-
unni. Sýning kl. 20. Bjarni Haukur Þórsson er
hellisbúinn. Síminn er 551 1475.
Spunaverkið Hnetan verður sýnt I Iðnó, kl.
20.30. Spuninn spinnst að mestu úti I geimn-
um og fjallar um leit fimm fslendinga að
plánetunni Hnetunni sem er byggileg mönn-
um. Árið er 2099 um borð I geimflaug og
áhorfendur ráða þvl nokkuö hvert hún fer og I
hverju áhöfnin lendir. Leikstjóri er hinn sænski
Martin Geijer. Leikarar eru Gunnar Helgason
og Hansson, Ingrld Jónsdóttir, Friðrik Friö-
riksson og Linda Ásgeirsdóttir.
Nemendaleikhúsiö sýnir Krákuhöllina eftir
Einar Örn Guðmundsson. Þetta er síðasta
verkið sem sýnt verður I Lindarbæ en nú á að
taka húsnæðið undir skjalageymslur. Hilmir
Snær er leikstjóri en leikarar eru Egill Heiðar
Anton Pálsson, Hlnrik Hoe Haraldsson, Jó-
hanna Vigdís Arnardóttir, Laufey Brá Jóns-
dóttir, María Pálsdóttlr, Nanna Kristín Magn-
úsdóttir, Rúnar Freyr Gislason og Stefán Karl
Stefánsson. Sviðsmynd og búningar eru I
höndum Jórunnar Ragnarsdóttur lýsingu
hannar Eglll Ingibergsson og um hljóðið sér
meistari Sigurður Bjóla.
Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund
Backman er á Smíðaverkstæði Þjóðlelkhúss-
Ins kl. 20.30. Þessi farsi gengur og gengur.
Enn eitt gangstykkið með „gömlu leikurunum"
- að þessu sinni Þóru Friðriksdóttur, Bessa
Bjarnasynl og Guörúnu Þ. Stephensen. Sim-
inn er 5511200 fyrir þá sem vilja panta miða
á sýningu einhvern tlma I framtíðinni.
•Kabarett
Stebbi Hilmars
og Eyjólfur
Kristjáns ætla
að vera Simon
og Garfunkel
öðru sinni, en
nú á Hótel Loft-
leiðum. Með
þeim er sem fyrr sægur af góðum hljóðfæra-
leikurum og söngkonurnar Guðrún Gunnars-
dóttir og Berglind Björk en hún mun leika á
teskeiðar I nokkrum lögum.
•Síöustu forvöö
Form skynjana er að renna skeið sitt á enda.
Þessi sýning, sem staðið hefur yfir I Ásmund-
arsafnl við Sigtún er samsett af verkum Ás-
mundar og Ragnhildar Stefánsdóttur. Ragn-
hildur hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir
túlkun sína á upplifunum mannsins af sinni
innri og ytri tilvist. Hún notar mannslíkamann
sem grundvöll verka sinna, hvort sem hún er
að vísa til skynjana eöa líkamlegra þátta.
Margir kannast við verk hennar Skynjun sem
er nokkurra metra hár Konulíkami sem stend-
ur á strandlengjunni við Skerjafjörð. Það er
opið til klukkan 16 I Ásmundarsafni.
•Feröir
Ferðafélagið skundar að skoða gamlan af-
tökustað á Kjalarnesi klukkan 13. Lagt verður
upp frá Umferðarmlðstöð og Mörkinni 6. Farið
verður I fylgd Páls Slgurössonar prófessors
sem veit allt um þennan stað.
Klukkan 10.30 leggur Ferðafélag íslands upp
I sklðagöngu/gönguferð á Esjuna. Safnast
saman austan megin við Umferöarmiðstöðina
rétt áður. Stuð.
Nú er það aðalgöngudagur Póstgöngunnar.
Gengið verður frá Bessastöðum suður I Kúa-
gerði með viðkomu I pósthúsinu I Hafnarfirði.
Boðið upp á grillaðar pylsur I lok göngunnar.
Rútuferðir frá BSÍ klukkan 9.15, pósthúsinu í
Kópavogl klukkan 9.30 og pósthúsinu í
Garðabæ klukkan 9.45.
Góða skemmtun
Stendur þú
fyrir einhverju?
Sendu upplýsingar í
e-mail fokus@fokus.is / fax 550 5020
hverjir voru hvar
m©xara. a.
www.visir.is
„framleiðandi" og forslðu- [“
stúlka Heimdallar inn nef-
ið og hélt uppi áróðri.
Föstudagurinn var
þaulsetinn á Vega-
mótum. Poppelítan
ræddi poppið yfir
glösum, þ.á m.
Palli I Maus, Barði
I Bang Gang og
Stebbl Hllmars,
sem voru næst-
um búnir að
stofna nýtt
band, þegar
sjálfur kóngur-
inn, Jakob Frí-
mann, mætti og
fræddi þá um
réttindabaráttu.
Ekki langt undan voru
Hjaltl Rögnvaldsson leik-
ari og Steinunn Ólína leikkona. Þá léku Siggi
Hall poppkokkur og Ingvi Stelnar kaffibrennslu- ,
stjóri lausum hala.
Daginn eftir stóðu nýir popparar á Vegamótum.
Söngleikkonan Esther Talía, Sölvi Quarashi,
Þröstur Súrefni og Úlfur og Bogi Stjörnukisar
kinkuðu eflaust kumpánlega kolli hver til ann-
ars á meðan Jón Sæmundur, Páll Banine,
Snorrabros, Þorsteinn Bachman og llmur leik-
listarskólapía nutu veitinga. Alls ekki
minni menn voru Magnús Geir, Ólafur
Egill og Bjarni Ben. Meistari
Jón Gnarr lét svo nokkur
gullkorn fjúka.
Fjölmiölaspírur voru fjöl-
mennar á Astró á föstudag-
inn enda áttu þrjár þeirra af-
mæli: Svala á FM957, Er-
ling af Rnum miðli og Ragn-
ar Páll af Bylgjunni. Jáfn
kátir voru fréttamennirnir Sigur-
steinn Másson og Þór Jónsson þó
þeir ættu ekki afmæll.
Sæti gæinn úr Titringi
(Jíorsteinn?) mætti lika,
svo og Þór Bæringur
(hvern djöfulinn gerir
hann?), Eyvi - örugglega
meö gítarnögl tilbúna I
vasanum ef ske kynni að
hann kæmist I eftirparti
með kassagítar - Viddi
af Glaumbarnum og
Björn Blöndal, Ijósmyndari fræga og
fina fólksins. Á sínum stað voru svo
Stebbi Hllmars og aðrir Sálarmeðlim-
ir (nema Gummi náttúrlega, sem er I
London), meölimir úr Skítamóral,
sem hjálpuðu grínaranum Sveini
Waage yfir erfiða þröskulda og
Svava og gengið úr Sautján. Allir
skemmtu sér vel og vakti það mikla
kátínu þegar Guðmundur Börkur,
helsti steggurinn hjá BSR, mætti
Á föstudaginn var stappað á Kaffi Thomsen.
Innan um beibin og bóndadurgana sáust Herb
Legowitz, konungur lopahúfnanna, báðir Skýj-
um ofar-gaurarnir og Diana Ómel,
kynæsandi að vanda með nýjum
vini. Kvöldið eftir voru ný andlit
mætt á djammið, þ.á m. smettin á
Mána af X-inu, strákunum I Botn-
leðju og Óskari Guðjóns, saxófón-
leikara. Þá sáust Emilía og Odd-
laug, sem áður studdu Kvennalist-
ann, styðja við frambjóðendurnaVII-
hjálm Vilhjálmsson og Mörð Árna-
• son. Við grammófóninn voru Mar-
1 geir og Klute og skiptu um plötur af snilld.
Á Sólon voru m.a. nokkrir spútnikkar af Rton,
þ.á m. BJössl Jóns, Anna Karen, Ingó og Örn
Úlfar ásamt Elb Eibelsháuser Ijósmyndaragúrú
og Magne Kvam galdrakalli á Oz.
Á laugardaginn mátti sjá myndlistarsnillingana
Jón Sæmund, Húbert Nóa og Pál Banine á
Kaffibarnum. Einnig rak Árnl Þór Vlgfússon
klæddur rauöum kjól og dansaöi á sig gat.
Margt af sama liðinu var mætt aftur á laugar-
dagskvöldið og sumt m.a.s. með nesti. Þó
bættist nýtt kjöt við, m.a. grímubúningaklæddir
meðlimir úr Older félagshópnum: Kata Lýsis-
módel, sem var með bleyju og snuð (enda
kannski ekki vanþörf á?), Sigga Halla sem var
slökkviliðskona, Pétur úr Löndun var I viðeig-
andi veiðigalla, Klddi stórfætti mætti I górillu-
búningi (sá einhver mun?), einhver GIsli mætti
sem stór böllur (var hann I grímubúningi?) og
Valli Sport, sem mætti sem hermaður. Valli
þessi er með hausverk
um helgar og lét taka sig
úr sambandi um daginn.
Hann var þó nógu mikið I
sambandi til að horfa
löngunaraugum á allar
Piayboy-gellurnar sem
stigu erótískan dans á
blikkandi dansgólfinu.
22
f Ó k U S 7. maí 1999