Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 Fréttir Sindri Snær frá Eskifirði fékk ósk sína uppfyllta og fór til Bretlands: Hápunkturinn aö Liver- pool burstaði Wimbledon „Við komum hingað á föstudag- inn og þetta er búið að vera ævin- týri líkast," sagði Einar Einarsson, faðir Sindra Snæs Einarssonar, drengsins sem brenndist illa á Eski- firði í lok síðasta sumars og hefur átt erfiðan vetur þar sem hann hef- ur að mestu leyti dvalið á Landspít- alanum. Þar sem vitað var að Sindri Snær er mikill aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool ákvað McDonald á íslandi að bjóða honum ásamt foreldrum hans og stórvini hans, Flosa Helgasyni, vaktmanni á Landspítalanum, sem hefur gert honum stundirnar á spít- alanum bærilegri, á síðasta leik Liverpool í ensku meistaradeild- inni sem háður var í gær og fór hópurinn til Englands á föstudag- inn. Liverpool, sem lék á heimavelli gegn Wimbledon, átti góðan dag og sigraði með þremur mörkum gegn engu. „Þetta var æðislega gaman og það að Liverpool skyldi bursta Wimbledon var hápunkturinn á ferðinni," segir Sindri Snær sem var að vonum mjög glaður þegar DV hafði samband við hann eftir að leik var lokið. „Það var verst að ég gat eiginlega ekkert séð þegar mörkin voru skoruð. Við sátum frekar ofar- lega og þegar skorað var risu allir á fætur áður en markið kom og ég sá því ekki mörkin en það var alveg þess virði fyrst það var Liverpool sem skoraði." Sindri var spurður hvort foreldr- ar hans og Flosi væru jafnmiklir Liverpool-aðdáendur og hann sjálf- ur: „Það held ég nú og Flosi var enn æstari en ég svo ég held að hann sé orðinn miklu harðari stuðnings- maður heldur en ég.“ Að sjálfsögðu klæddist Sindri Liverpool-gallanum sínum á leikn- um og Flosi var einnig í sínum Liverpool-bol: „Það var mjög gaman að geta mætt í þessum búningi og sjá flestalla vera eins klædda og maður sjálfur." Og Sindri segist aldrei muni gleyma stemningunni á vellinum. „Þetta var ótrúlegt, allt þetta fólk sem lifði sig inn í leik- inn.“ Að sögn föður Sindra fengu þau sæti mjög ofarlega á vellinum: „Ég hélt í fyrstu að við myndum lítið sjá en það var öðru nær, við sáum ljóm- Sindri Snær Einarsson fyrir framan Anfield-leikvanginn í Liverpool. andi vel og stemningin var líka þannig að það var ekki annað hægt en að taka þátt í henni. í heildina hefur þessi ferð heppnast mjög vel og ég vil biðja fyrir þakklæti frá okkur öllum til McDonalds sem bauð til þessarar ferðar." Sindri Snær kemur heim í dag og mun leggjast inn á Landspítalann ein- hvern tíma en vonast til að fá að fara austur til síns heima á Eski- firði sem fyrst.“ -HK Sindri Snær Einarsson ásamt foreldrum sínum Einari Einarssyni og Ingi- björgu Sverrisdóttir og Flosa Helgasyni, vaktmanni á Landspítalanum og stórvini Sindra. Tannlæknadeilan dregur dilk á eftir sér: Starfslið félagsins hættir Kveikt var í sinu í Ártúnsbrekkunni á föstudagskvöld, rétt hjá jarðhús- unum. Mikið er af trjágróðri á þess- um stað og skemmdist hann nokk- uð í eldinum. Hér má sjá slökkviliðs- menn vinna að því að slökkva eld- inn. DV-mynd S Erfiðleikar KÞ: Beðið eftir aðalfundi Stjómendur harðviðarverk- smiðjunnar Aldins hf., dóttur- fyrirtækis Kaupfélags Þingey- inga, hafa um helgina unnið að skýrslu fyrir Landsbankann um framtíð fyrirtækisins. Starfs- menn Aldins fengu engin laun greidd út sl. föstudag en þeir eru um fimmtán talsins. Verkalýðsfélag Húsavíkur samþykkti í gær ályktun þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum vegna stöðu Kaupfé- lagsins. Aðalfundm’ KÞ verður haldinn á þriðjudag og á Húsa- vík bíða menn milli vonar og ótta eftir niðurstöðu fundarins. -kjart Framkvæmdastjóri Tannlæknafé- lags íslands ásamt hinum starfs- krafti skrifstofu félagsins er á för- um frá félaginu vegna hinna harð- vítugu deilna sem ríkja í félaginu. Sigríður Dagbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri félagsins og starfs- maður í 21 ár, sagði í gær að hún vildi hætta störfum, og undir það tók Anný Antonsdóttir ritari sem unnið hefur hjá félaginu í 6 ár. Þær segjast renna blint í sjóinn með framtíðaratvinnu en báðar hætta í júní. í fréttabréfi Tannlæknafélagsins sem barst félagsmönnum í síðustu viku eru kveðjuorð þeirra tveggja. Þær segjast kveðja með söknuði, vinnustaðurinn hafi verið góður. En á síðasta hausti m-ðu breytingar sem hafa í raun skipt félaginu í tvo helminga. „I harðvítugum deilum félagsmanna í haust urðum við þess áskynja, okkur til mikils ama, að skrifstofan var dregin inn í kosn- ingabaráttuna, okkur Anný að ósekju," segir í kveðjuorðum frétta- bréfsins, sem Sigríður skrifaði. Enn fremur segja þær að stjórn félagsins hafi nú „frjálsar hendur og getur nú kerlingalaust tekið til við að efna kosningaloforðin", eins og segir í bréfinu. Sigríður sagði að breytingar í fé- laginu og óánægja hafi valdið því að þær ákváðu báðar að hætta. Bylt- ingin í félaginu hafi komið af stað illindum manna á meðal, ástandi sem var óþekkt, en bitnar mjög á skrifstofunni. -JBP Tannlæknar á byltingarfundi á síðasta hausti, síðan er félagið nánast klofið í tvennt. DV-mynd Teitur Stuttar fréttir i>v Vinnuskylda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir óánægju kenn- ara með stöðu sína og kjör það alvarlega að ekki verði komist hjá því að gera grund- vallarbreyting- ar á skólastarf- inu. Breyting- arnar sem borgarstjóri vill ná fram felast fyrst og fremst í því að kennarar skipuleggi starf sitt fyrst og fremst í skólanum. „Vinnuskylda" taki við af „kennsluskyldu". Textavarpið greindi frá. Borgar sig að léttast íslenskur læknir i Svíþjóð hef- ur sýnt fram á það í doktorsrit- gerð sinni að offfitusjúklingar, sem léttast varanlega um 20-30 kíló, eiga síður á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma eftir það. Textavai-pið greindi frá. Skólagjöld hækka Skólagjöld í ísaksskóla hækka um 100 prósent næsta vetur í kjölfar þess að nýr þjónustu- samningur var gerður við skól- ann: Foreldrafélag skólans telur að með samningnum sé nemend- um ekki tryggð sama greiðslu og nemendum annarra skóla borgar- innar. Nýr framkvæmdastjóri Bernhard Petersen mun síð- sumars taka við stöðu fram- kvæmdastjóra Vöku-Helga- fells í stað Ólafs Ragnars- sonar sem mun sem starfandi stjórnarfor- maður einbeita sér að upp- byggingu fyrirtækisins en fyrir- hugað er að skrá það á Verð- bréfaþing íslands. Ólafur stofnaði Vöku-Helgafell fyrir um 20 árum og hefur stýrt rekstri þess síðan þá. Bernhard er viðskiptafræð- ingur og starfaði síðast sem fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Til fyrirmyndar David Friedman, bandarískur prófessor sem er sonur nóbels- verðlaunahafans Miltons Fried- mans, segir að íslenska Þjóðveld- ið hafi verið til fyrirmyndar þar sem það hafði aðeins einn ríkis- starfsmann. Friedman er staddur hér á landi og heldur nokkra fyr- irlestra, m.a. hjá íslandsbanka og Verslunarráöi íslands. Kosovo-söfnun Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross íslands efna til söfn- unar vikuna 17.-20. maí fyrir fómarlömb átakanna á Balkanskaga. Söfnunin hefst á Stöð 2 í dag og nær hápunkti á fimmtudaginn. Söfnunarsíminn er 7 50 50 50 en einnig er hægt að leggja inn á reikning Spron núm- er 1150 26 56789. Lyfjakostnaður eykst Haraldur Briem smitsjúk- dómalæknir segir að færri látist af völdum al- næmis hér á landi en áður. Hann segir að kostnaður vegna lyfja- meðferðar hafi aukist ár frá ári. 126 íslend- ingar hafa smitast hér á landi og hafa 40 látist. Gistu 800 þús. nætur Erlendir ferðamenn eyddu samtals 800 þúsund gistinóttum á íslandi skv. nýrri könnun sem Hagstofan framkvæmdi. Flestar vora á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Á vesturhluta lands- ins eyddu ferðamennirnir 55 þús- und gistinóttum og á austurhluta landsins 220 þúsund. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.