Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999
Fréttir
Betn notaðir bílar
MM Pajero 2.5 Ti
^ \ Árg. 1996 • Ekinn: 80.000 km • 5 gíra
NI-089
Ssangyong Musso 602 EL TDi
Arg. 1997 • Ekinn: 64.000 km • 5 gira
Álfelgur, gangbretti, ofl. • LO-669 gm
Suzuki Vitara JLXi-V-6 2.0
Árg. 1997 • Ekinn: 51.000 km
, LK-002
-433BES3EISS)
® TOYOTA
Betri notaðir bflar
Toyota
Rav
17 • Ekinn::
sjálfski pting
km
felqur
000
Arg
1997
ó*
spoiler
720
i WifciTiTa
Subaru Legacy
Ekinn
Arg
1997
km
40
000
Alfelgur,
CBBmlEEö
sjálfskipt
187
Dægurlagakeppni á Sauöárkróki:
Fyrrum stjóri sigraði
Það var líf og flör á úrslitakvöldi
hinnar vinsælu Dægurlagakeppni
Kvenfélags Sauðárkróks í íþrótta-
húsinu á Sauðárkróki á dögunum.
Rúmlega 500 manns voru saman
komin og skemmtu sér vel. MikO
eftirvænting ríkti þegar úrslit voru
kunngerð um val á sigurlaginu. Það
átti að þessu sinni Guðmundur
Ragnarsson, starfsmaður vegagerð-
arinnar á Sauðárkróki, fyrrum
framkvæmdastjóri keppninnar. í
öðru sæti var íag eftir Jón Sigurðs-
son, búnaðarráðunaut á Blönduósi,
sem hreppti einnig þetta sæti á síð-
asta ári, og þriðja sætið féll Grétari
Sigurbergssyni lækni úr Reykjavík
í hlut.
Það var Margrét Viðarsdóttir,
ung Sauðárkróksmær, sem söng sig-
urlagið. Með hljómsveitinni í sigur-
laginu lék Jón St. Gíslason á harm-
óníku.
Sigurlagið heitir Ingiríður Lára
og segir höfundurinn Guðmundur
að það hafi orðið til við hugrenn-
ingar á einni kvöldstund. Textinn
fjallar um Reykjavíkurmær sem
fær ákafa löngun til að flytja norð-
ur í Skagafjörö," segir Guðmundur.
Lag Jóns Sigurðssonar heitir „Inn
um gluggann til þín“ og það er Ein-
ar sonur Jóns sem syngur. Lag
Grétars í þriðja sætinu heitir Sum-
arást og það syngur Lýdía dóttir
hans.
Höfundar hinna laganna sem
komust í úrslitin eru: Kristján
Hreinsson, Kristinn Snævar Jóns-
son, Þorsteinn Gunnlaugsson, Guð-
brandur Guðbrandsson við texta
Hilmis Jóhannessonar, Birgir H.
Arason og Ásdís Halldóra Hreins-
dóttir, Dagmann Ingvarsson og Agn-
ar Steinarsson og Erla Gígja Þor-
valdsdóttir.
Eirikur Hilmisson var hljóm-
sveitarstjóri og með honum léku
Steinar Gunnarsson, Kristján Bald-
vinsson og Hilmar Sverrisson. Þá
voru fjölbreytt skemmtiatriði. Með-
al annars léku Fimmkarlarnir
svokölluðu, ungir harmoníkuleikar-
ar Handan vatna, Línudansarar frá
Skagaströnd sýndu listir sínar og
boðið var upp á gítardúett og sitt-
hvað fleira. Kynnir á dægurlaga-
keppninni var Sigrún Alda Sig-
hvatsdóttir.
-ÞÁ
■
‘me1
wr jÉSb
Blómarósir með nýfædd lömb.
DV-mynd Njörður
Mýrdalur:
Sauðburður í vorblíðu
DV.Vík:
Sauðburður er nú kominn á full-
an gang hjá bændum um allt land. I
Mýrdal er hann langt kominn á
sumum bæjum en annars staðar er
allt í fullum gangi. Frjósemi er yfir-
leitt góð, mikið tvílembt og talsvert
um þrílembur.
Tíðarfarið að undanfórnu hefur
verið nokkuð gott og jörð grænkar
dag frá degi, á sumum hæjum eru
lömb farin að sjást skoppa um velli
og tún í vorviðrinu. -NH
Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku
- reisa á styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur á Hellnum
DV.Vestuxlandí:
Nokkrir áhugasamir aðilar í
Snæfellsbæ hafa ákveðið að hefja
til vegs og virðingar fæðingarstað
Guðríðar Þorbjarnardóttur á Laug-
arbrekku - forna bæjarstæðinu - á
Hellnum í tilefni ársins 2000. Þeir
eru Reynir Bragason, bóndi á
Laugarbrekku, Skúli Alexanders-
son, fyrrverandi alþingismaður,
Hellissandi, Guðrún G. Bergmann,
rithöfundur og leiðbeinandi, Sól-
brekku, Ragnhildur Sigurðardóttir
landvörður, Álftavatni, og Kristinn
Jónasson, Ólafsvik, bæjarstjóri
Snæfellsbæjar.
Stefnt er að því að setja upp
styttu af Guðríði við Laugarbrekku,
afsteypu af styttu Ásmundar Sveins-
sonar myndhöggvara sem nefnist
Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku.
Slík afsteypa er við Glaumbæ í
Skagafirði en þar bjó Guðríður á
efri árum. Vegslóði verður lagður
að bæjarstæðinu og við enda hans
útbúið bílastæði. Ýmsar merkingar
verða settir upp og göngustígar
lagðir.
Miklar tóftir eru við Laugar-
brekku enda var á bæjarstæðinu
landnámsbýli. Seinna var þar þing-
staður og þar sátu fyrirmenn öld
fram af öld. Þar er líka merkilegur,
gamall kirkjugarður með fornfræg-
um bautasteinum. Miklar líkur eru
á uppgreftri á fornleifum í og við
bæjartóftimar á næstu árum.
Staðurinn er friðaður en leyfi hef-
ur fengist fyrir framkvæmdum hjá
þjóðminjasafninu. Menntamála-
ráðuneytið hefur þegar stutt þetta
verkefni með fjárframlagi og fyrir-
hugað er að leita til aðila í Snæfells-
bæ eftir frekari stuðningi. -DVÓ