Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 40
^gLvinningstöIurlaugardagmn: 15, Jókertölur vikuimar: Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5 af 5 0 3.320.140 2. 4 af 5+1® 1 309.340 3. 4 af 5 65 7.490 4. 3 af 5 1.980 600 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Seðlabankastjóri varar við mikilli þenslu í þjóðfélaginu: Megum ekki reikna með vaxtalækkun Verðbólgan á Islandi er minni en í öðrum Evrópu- löndum, ef hún er mæld á sama hátt og í öðrum lönd- um. En mælingar á verð- bólgu hér á landi sýna engu að síður mikla þenslu. Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabanka- stjóri sagði í samtali við DV í gærkvöldi að menn óttuðust að ný verðbólgu- mæling sem sýndi 2,4-2,8% Afæri ivið of lág, trúlega *væri verðbólgan sem kom- in er af stað rétt rúm 3%. á tiltölulega stuttum tíma, í september og aftur í febrú- ar. Við reiknum alls ekki með að vextir muni lækka í náinni framtíð. Þenslan í þjóðfélaginu er mikil og við þurfum að hafa háa vexti hér, það má ekki reikna með að þeir lækki,“ sagði Birgir ísleifur í gærkvöldi. Birgir segir að íslending- ar eyði meiru en þeir afla eins og sést á viðskiptahall- anum, jafnvel þótt skýra megi hluta hans á síðasta ári með innkaupum á flár- „Við höfum tvisvar hækkað vexti festingarinnflutningi sem síðar Birgir Isleifur Gunnarsson seðlabanka- stjóri: minnsta verðbólga í Evr- ópu á íslandi. muni koma okkur til góða. Stað- reynd sé þó að stór hluti skýringar- innar liggi í neysluvöru, ekki sist svokallaðri varanlegri neysluvöru, bílum, heimilistækjum og fleiru slíku. „Það er athyglisvert í þessu sam- bandi og kemur sjaldan fram að Evrópusambandið og sérstaklega evrópski seðlabankinn notar ann- ars konar neysluvísitölu, þeir taka húsnæðiskostnaðinn út úr. Ef við tökum þá vísitölu erum við með eig- inlega lægstu vísitölu í Evrópu en húsnæðið hefur vegið mjög þungt í vísitölumælingum okkar,“ sagði Birgir Isleifur. -JBP Kysstu Nissan í þrjá daga Það hefur vakið mikla eftirtekt þeirra sem hafa sótt Alvital-sport- bílasýninguna í Laugardalshöllinni ^um helgina að heill hópur ung- ^nnenna hefur staðið þéttingsfast við bíl í höllinni. Tilefnið er kossa- keppni þar sem sá sem kyssir bíl af gerðinni Nissan Almeira lengst hlýtur hann í verðlaun. Keppnin hófst á fostudaginn en keppendur fengu að eyða nóttinni heima hjá sér. Þeir fengu að auki fimm mín- útna hlé fyrir hvern klukkutíma. Seint í gærkvöldi voru aðeins tveir keppendur eftir, þær Hlaðgerður íris Bjömsdóttir og Inga Pála Ei- ríksdóttir. Þær gáfust þó báðar upp á sama tíma og verður því dregið um hvor þeirra hlýtur bílinn í verð- laun í morgunþætti útvarpsstöðvar- innar FM 957 á þriðjudaginn en um það kváðu reglur sem samdar höfðu verið fyrir keppnina. Stúlkurnar héldu út í rúmlega 50 klukkutíma við að kyssa bílinn - ekki alveg að tilefnislausu fyrir aðra þeirra. Nokkrir karlmenn tóku þátt í keppninni en duttu flestir fljótlega út. -hb Stúlkurnar voru að vonum þreyttar eftir að hafa kysst sportbílinn í rúmlega 50 klukkutíma. DV-mynd S Síldarsmugan: Jón Kjartansson dreginn 370 mílur DY Eskifirði: Nótaveiðiskipið Jón Kjartansson SU frá Eskifírði fékk snurpuvírinn og nótina í skrúfuna seinni partinn á fóstudaginn, þar sem skipið var við veiðar norðarlega í Síldarsmug- unni. Guðrún Þorkelsdóttir, sem fengið hafði 400 tonna síldarkast fyrr um daginn, tók Jón í tog á föstudags- (^tvöldið og var haldið til Eskifjarðar Jón Kjartansson SU. sem er um 370 sjómílna leið. Gert er ráð fyrir að skipin komi til hafnar á Eskifirði um hádegi i dag. Drátturinn hefúr þá tekið góða 60 tíma sem er langur tími. Skipstjóm- armenn hafa haft á orði að rík ástæða væri fyrir flotann sem stundar veiðar svona langt í burtu að hafa köfunarskipið Eldingu, sem hefur á að skipa öflugum reyndum kafara, eða varðskip sem fylgdi skipunum og innti af hendi þjón- ustu og aðstoð í tilvikum sem þess- um. -Regína MÁNUDAGUR 17. MAÍ1999 Fegurðarvísitalan í Vestmannaeyjum hækkaði skyndilega um tvo eða þrjá heila þegar hópur fegurðardísa af fastalandinu kom í heimsókn til að tala við eyjaskeggja og skepnuna Keikó, sem lét sér þó fátt um finnast. Stelpurnar reyndu fyrir sér í sprangi, og hér má sjá eina þeirra, hana Freydísl frá Akur- eyri, f mikilli sveiflu. DV-mynd Ómar FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ Veðrið á morgun: Hiti 5 til 16 stig Á morgun er gert ráð fyrir stinningskalda eða allhvassri sunnan- og suðvestanátt með rigningu um landið sunnan- og vestanvert en lengst af þurra veðri norðaustanlands. Hiti verð- ur á bilinu 5 til 16 stig, hlýjast norðaustan til. Veðrið í dag er á bls. 61. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PO RÆÐWR FERÐINNI SÍMI581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.