Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 37
DV MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 61 Útskriftarnemendur hafa fengið góða dóma fyrir Krákuhöllina Krákuhöllín Tíunda sýning á Krákuhöllinni, sem er lokaverkefni Nemendaleik- hússins, verður annað kvöld í Lindarbæ. Krákuhöllin er nýtt ís- lenskt leikrit eftir Einar Örn Gunnarsson og er þetta fyrsta leikritið sem hann semur, en Ein- ar Örn hefur áður sent frá sér skáldsögur. Átta persónur koma við sögu í leikritinu. Það sem sameinar þessar persónur er hús- ið sem þær búa í, Krákuhöllin. Bréfberinn Frans gegnir lykilhlut- verki. Hann er einlægur og hrein- skiptinn og ávallt fús til að hjálpa og hughreysta íbúa hússins. Hann lagfærir t.d. handrit rithöfundar- ins Arons svo úr verður athyglis- verð bók og er mælikvarði mynd- listarkonunnar Önnu á eigin verk. En Jónatan aðstoðarlæknir sækist líka eftir vináttu Önnu og í því skyni gerir hann Frans tor- tryggilegan í augum hennar og annarra íbúa hússins. Leikhús Leiklistarnemarnir sem fara með hlutverkin átta eru Egill Heið- ar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Har- aldsson, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir, Laufey Brá Jónsdóttir, Mar- ía Pálsdóttir, Nanna Kristin Magn- úsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Stefán Karl Stefánsson. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason. Veðurá Faxaflóasvæði næstu viku - samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - Hitastig- á 12 tíma bili 12stlg man. þriö. miö. fim. fös. Úrkoma - á 12 tíma bm 19 mm 16 14 12 Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Djasskvöld Krókódflsins Eins og fram kom fyrr í vetur hefur Listaklúbbur Leikhúskjallarans verið starfandi í fimm ár. Nú er hins vegar komið að því að starfsemi klúbhsins leggist í sum- ardvala fram til hausts. Dagskráin nk. mánudag er því síðasta dagskrá vetrarins og verður tekið sérstakt tUlit til þess að dagurinn er þjóðhátíðardagur Noregs. Norð- mönnum verður þess vegna boðið til þjóðlegrar dag- skrár snemma kvölds með söng og upplestri en aðaldag- skrá kvöldsins hefst síðan kl. 21.00. Skemmtanir Hljómsveitin Krókódíllinn, sem skipuð er þeim Sig- urði Flosasyni á saxófón, Þóri Baldurssyni á Hammond- orgel, Eðvarð Lárussyni á gítar og Halldóri G. Hauks- syni á trommur, mun sjá til þess að gestir klúbbsins hverfi á vit sumars með djassaðan takt í blóðinu. For- sprakki djasssveitarinnar, Sigurður Flosason, skilgrein- ir tónlist þeirra félaga sem „forn-funk og frum-fusion“ tónlist; tónlist þar sem blús og rokk verður að djassi. Dagskrá Listaklúbbsins er öllum opin. Bjarni Tryggva á Gauknum í kvöld ætlar trúbadorinn og skemmtikrafturinn Bjami Tryggva að sýna allar sína hestu hliðar á Gauki á Stöng. Fram undan eru mörg tónlistarkvöld á Gaukn- Sigurður Flosason er einn Krókódílanna sem leika Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. um og meðal hljómsveita sem skemmta þar á næstunni eru Skítamórall, írafár, Botnleðja, BeOatrix og Dead Sea Apple. Veðrið í dag Skýjað og dálítil rigning Við Jan Mayen er 990 mb lægð á hreyfingu norðnorðaustur en á sunn- anverðu Grænlandshafi er dálitið lægðardrag sem þokast norðaustur á bóginn. í dag verður sunnan- og síðan suð- vestangola, skýjað og dálítil rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands framan af degi en að mestu þurrt norðaustanlands, hiti 5 til 10 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður suð- austangola eða kaldi, dálítil rigning með köflum, hiti 4 tU 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.36 Sólarupprás á morgun: 4.11 Síðdegisílóð í Reykjavik: 18.22 Árdegisflóð á morgun: 06.44 Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri skýjað 14 Bergsstaöir rigning 11 Bolungarvík rigning 11 EgUsstaðir 12 Kirkjubæjarkl. rigning og súld 9 Keflavíkurflv. súld á sið. kls. 10 Raufarhöfn alskýjað 11 Reykjavík rigning 10 Stórhöfði súld 9 Bergen léttkskýjað 11 Helsinki úrkoma í grennd 12 Kaupmhöfn úrkoma í grennd 13 Ósló skýjað 14 Stokkhólmur 13 Þórshöfn skýjað 7 Þrándheimur skúr á síð. kls. 7 Algarve léttskýjað 19 Amsterdam skýjað 12 Barcelona léttskýjað 21 Berlín léttskýjað 14 Chicago þokumóða 17 Dublin skýjað 12 Halifax léttskýjað 11 Frankfurt skýjað 13 Hamborg skýjað 13 Jan Mayen léttskýjað 1 London skýjað 15 Lúxemborg hálfskýjað 14 MaUorca skýjað 27 Montreal léttskýjað 14 Narssarssuaq snjóél á síð. kls. 2 New York skýjað 12 Orlando heiðskírt 18 París hálfskýjað 15 Róm þokumóða 22 Vín skýjað 13 Washington alskýjað 10 Winnipeg léttskýjað 11 Alþýðulistmálari sýnir í Miðgarði Um helgina var opnuð málverkasýning í GaUerí Garði á Selfossi á verk- um eftir Gunnar Gránz. Gunnar er fæddur í Vest- Sýningar mannaeyjum 1932 en fluttist tU Selfoss 1942 og hefur átt lögheimUi þar síðan. Hann hefur að mestu leyti stundað mál- araiðn, ekki gengið í list- kúnstskóla, heldur lært af lífinu og sniUingum í litum og formi og því ávallt verið alþýðulist- málari, sér og öðrum til ánægju. Gunnar hefur verið virkur í Myndlist- arfélagi Árnesinga frá stofnun þess, haldið einkasýningar og einnig tekið þátt í fiölda sam- sýninga. Sýningin stend- ur til 10. júní. Gunnar Gránz ásamt tveimur verka sinna. Ragnar Örn ásamt systkinum Litli drengurinn, sem á myndinni er með systkin- um sínum, heitir Ragnar Örn. Hann fæddist 21. jan- úar síðastliðinn kl. 7.26. Við fæðingu var hann Barn dagsins 4215 grömm að þyngd og 53 sentímetrar. Systkini Ragnars eru Birgir Þór, eUefu ára, Viktoría Ósk, fiögurra ára, og Óskar Örn, þriggja ára. Foreldr- ar þeirra eru Dagrún N. Magnúsdóttir og Einar S. Sigurðsson. Fótboltastrákar ásamt þjálfara sínum. Varsity Blues Varsity Blues sem Bíóhöllin sýnir gerist í smábæ í Texas þar sem aUt snýst um fótboltalið menntaskólans og bærinn vaknar ‘ tU lífsins á hverjum fóstudegi þeg- ar menntaskólaliðið keppir. í myndinni fylgjumst við meö fimm strákum sem eru á síðasta ári, sigrum þeirra og vonbrigðum. Þeir þola ekki bara harðræði frá þjálfaranum sem pínir þá áfram, heldur eru foreldrarnir einnig stanslaust að hvetja þá til dáða og þeir eru undir miklum þrýstingi að enda menntaskólaferilinn sem hetjur, sem þýðir að þá verð- ur liðið að verða meistari. Þegar líð- ///////// Kvikmyndir ur ið lokum keppnis- timabUsins og allt leikur í lyndi meiðist fyrirliðinn og besti maður liðsins og liðið verður því að treysta á varamann hans, Jonath- an Moxon (James Van Der Beek). Sá er ekki alveg tilbúinn að kyngja öUu sem strangur þjálfar- inn Bud Kilmer (Jon Voight) fer fram á. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíohollin: 8MM Saga-Bió: Varsity Blues Bíóborgin: True Crime Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: Arlington Road Kringlubíó: Belly Laugarásbíó: Free Money Regnboginn: Taktu lagið, Lóa Stjörnubíó: Deep End of the Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 frægð, 7 blóm, 9 dreifa, 10 hættulegan, 12 espa, 14 slæmt, 16 hímir, 18 gangflötur, 19 dreng, 20 skjól, 21 ógnaði. Lóðrétt: 1 óþreyja, 2 fitla, 3 hált, 4 stertur, 5 klaki, 6 sjór, 8 reimar, 11 einvöld, 13 drabb, 15 tól, 17 óhljóð, 19 greini. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 vUd, 5 óms, 8 eljusöm, 9 dárar, 11 ris, 13 tusk, 14 askur, 16 ók, 17 heim, 18 urt, 20 ám, 21 næma. Lóðrétt: 1 veira, 2 ildi, 3 ljá, 4 durt- um, 5 ós, 6 mörs, 7 smekk, 10 aurum, 12 skin, 15 sem, 16 óra, 17 há, 19 tá. Gengið Almennt gengi Ll’ 14. 05. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqengi Dollar 73,660 74,040 73,460 Pund 119,000 119,610 118,960 Kan. dollar 50,660 50,970 49,800 Dönsk kr. 10,5690 10,6280 10,5380 Norsk kr 9,6030 9,6560 9,4420 Sænsk kr. 8,7750 8,8240 8,8000 Fi. mark 13,2107 13,2901 13,1780 Fra. franki 11,9745 12,0464 11,9448 Belg. franki 1,9471 1,9588 1,9423 Sviss. franki 49,0400 49,3100 48,7200 Holl. gyllini 35,6433 35,8575 35,5548 Þýskt mark 40,1607 40,4020 40,0610 it. lira 0,040570 0,04081 0,040470 Aust. sch. 5,7083 5,7426 5,6941 Port. escudo 0,3918 0,3941 0,3908 Spá. peseti 0,4721 0,4749 0,4710 Jap. yen 0,601600 0,60520 0,615700 írskt pund 99,734 100,334 99,487 SDR 99,350000 99,95000 99,580000 ECU 78,5500 79,0200 78,3500 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.