Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999
17
Fréttir
Framkvæmdir við risastóra skemmu í Þorlákshöfn:
Rís með leifturhraða
„Þetta mun verða mikil lyftistöng
fyrir Þorlákshöfn og umsvif við
höfnina stóraukast. Tilkoma
geymslunnar gerir að verkum að
flutninga- og fiskiskip geta sparað
sér 12 tíma siglingu fyrir Reykjanes
til að skipa upp eða lesta farm í
Reykjavík," segir Hafsteinn Ás-
geirsson, stjómarformaður ísfélags
Þorlákshafnar hf.
Ein stærsta frysti- og kæli-
geymsla landsins er nú að rísa með
leifturhraða í Þorlákshöfn. ístak hf.
annast framkvæmdir og voru
starfsmenn að ljúka við að reisa
/ afjprm
V §/ \j k ' 'v 8--- •8r^8l MÍ y' '*tÍ
JB g*”"1!
Starfsmenn ístaks slógu hvergi af þegar DV átti leið um. Unnið var af krafti við að reisa hina risavöxnu skemmu enda
liggur mikið á þar sem verklok eiga að vera f júlílok. DV-mynd S
stálgrind hússins á föstudag.
Skemman verður alls um 2000 fer-
metrar að gmnnfleti og 16 metrar á
hæð þar sem hún rís hæst. Þorláks-
hafnarbúar binda miklar vonir við
geymsluna og að hún muni draga
mikil viðskipti að. Með tilkomu
hennar er talið að fleiri fiskiskip
muni landa á staðnum og viðkom-
um flutningaskipa stórfjölga. Mikil
áhersla er lögð á að geymslan verði
umhverfisvæn og uppfyllir hún
ströngustu kröfur um öryggi og
umhverfisvemd.
Það er ísfélag Þorlákshafnar sem
á skemmuna og er gert ráð fyrir að
hún verði tekin í notkun í ágúst í
sumar. Undirverktakar ístaks eru
Kæliverksmiðjan Frost og Rafvör.
„Við emm með sérstakt kælikerfi
í húsinu sem er þess eðlis að það
mengar ekki út frá sér. Ég á von því
að verslanir og þeir sem kaupa
kælivöru muni í vaxandi mæli
krefjast þess að vömr þeirra verði
geymdar við þessar aðstæður. Þá er
ekki síður áríðandi að kaupendur
geti rakið feril vömnnar frá fram-
leiðanda og þangað til hún er af-
hent. Skráningarkerfi okkar gerir
ferilinn sýnilegan," segir Hafsteinn.
-rt
Hjón meö 3 börn og 2 hunda óska eftir
einbýlishúsi til leigu.
Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið.
Allt að 6 mánaða fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Upplýsingar gefur Sverrir í símum
421 7530,869 0977 og 552 2903.
Tekur 5 kg.
60 min. timast.
2 hitastillingar I
Snýr í báðar áttir
o.fl.
Barki fylgir
Ótrúlegt
á fslandi
Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja í Evrópu
- AN NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Bl/erð nú kr.
29.900
Þú sparar kr.