Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 10
I Fréttir MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 DV Kosovo-fjölskylda á Eiðum: Nánast tilviljun að fjöl- skyldufaðirinn er á lífi „Þeir brenndu húsiö okkar og sögöu okkur að fara til Albaníu. Fyrst vorum viö gangandi en síðan fórum við með lest þar sem margir menn á herskyldualdri voru teknir og við vitum ekkert hvað varð um þá,“ sagði Vasel Veselay, einn úr hópi flóttamanna sem nú dvelur á Eiðum. Hann komst með fjölskyldu sína til Makedóníu fyrir rúmum mán- uði. Þau biðu í viku eftir að komast yfir landamærin og höfðu þá ekkert skjól, sváfu undir berum himni en fengu einhvem mat. En hvers vegna var hann ekki tekinn í lestinni? Vasel yppti öxl- um. „Það voru ekki allir teknir. Þarna voru tveir bræður og annar var tekinn." Það er sem sagt nánast tilvljun að hann er hér á íslandi heill á húfi. Kona hans heitir Nazife og þau eiga fimm börn. Þrjú þeirra, Edona, Fitore og Kosovare, eru skólaskyld i haust en Shkendie og Frymzim em á leikskólaaldri. Frymzim er strák- ur en hitt em stelpur. Sannarlega framandi nöfn. Þau dvöldu rúman mánuð í flótta- mannabúðunum við mikil þrengsli. Þau fengu mat en framtíðin var vonlaus. Þau eru himinlifandi að vera komin til Islands eða eins og Vesel sagði: „Það er stórkostlegt að geta sofið rólegur án þess að heyra sprengjugný. Vera laus við óttann og við viljum þakka öllum sem hafa tekið á móti okkur.“ Þau vilja vera hér áfram en dreymir um að geta farið í heim- sókn til Kosovo eftir einhver ár. -SB Vorvaka Emblu: Saga leiklistar rakin í Hólminum í 90 ár DV, Stykkishólmi: Hin árlega vorvaka Emblu- kvenna í Stykkishólmi var haldin nú nýverið og að venju var boðið upp á fjölbreytta og menningarlega dagskrá í tali og tónum. Hólmgeir Sturla Þórsteinsson, tónlistarkenn- ari i Stykkishólmi, flutti píanóverk eftir Beethoven og Elísa Vilbergs- Guðlaug Ágústsdóttir og Katrín Gísladóttir (t.h.) fluttu skemmtilegan fyrirlestur um leiklistarlíf f Stykkis- hólmi. DV-mynd Birgitta dóttir söngnemi söng við undirleik Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Felix Bergsson flutti brot úr leik- riti sínu „Hinn fullkomni jafningi" í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur - nýkjörins þingmanns - og Emblu- konurnar Guðlaug Ágústsdóttir og Katrín Gísladóttir fluttu skemmti- legan pistil um leiklistarlíf í Hólm- inum. Pistillinn, sem saminn var af Emblukonum fyrir nokkrum árum, fjallaði um sögu leiklistarinnar allt frá dögum Sjónleikafélagsins, sem stofnað var árið 1877, fram til stofn- unar leikfélagsins Grímnis sem stofnað var árið 1967. -BB Veselay-fjölskyldan á Eiðum og með þeim er hún Ella, sem búið hefur á ís- landi f þrjú ár og talar ensku, albönsku og íslensku. DV-mynd Sigrún V/HOLTAWRÐA SIMI: 588 0300 ... SiStós .awMvJ 13 Zj 1990.000 KEC KIA GRAND SP0RTAGE 1999 f, V J E P P I I ! . " - ^ BENSÍNiVÉL-128 HP,'2';o'CCl ^'UTVARPM/KÁSSETTU? * •-* ✓ HÁTT 0G LÁGT DRIF1 METALIC LITURÍ i/ BYGGÐUR’Á'GRINDj i/lÚXUS INNRÉTTINGj ^'RAFMÁGN-Í-'ÖLÍU? ' RYÐVÖRN INNIFALINix | ✓ 'ÁLFELGUR ’ ' t'/STÓRT FARANGURSRÝMÚ *■“ ✓ L0FTKÆLING) . '.Á/SJÁLFSKIPTURj ) °rp) u § imL GETUM UTVE'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.