Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 11
11 MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999 DV Fréttir Villinganesvirkjun: Mun efla mjög atvinnu í Skagafirði - segir Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar Skagafjaröar „Okkar markmið með Villinga- nesvirkjun er að lækka orkukaupa- kostnað og auka okkar hlut í raf- orkuframleiðslunni. Við lítum á þessa virkjun sem hagkvæman kost og horfum til vatnsvæðisins alls,“ sagði Kristján Jónsson, fram- kvæmdastjóri Rafmagnsveitna ríks- ins, þegar Rarik og Norðlensk orka undirstrikuðu samstarf sitt um virkjun jökulsáa við Villinganes og Tyrfingsstaði, með stofnun hlutafé- lagsins Héraðsvatna ehf. í lok april, þar sem Rarik á 25% hlut og Norð- lensk orka 25%. í máli Kristjáns kom einnig fram að sú stefna sem stjómvöld höfðu mótað varðandi raforkumálin í landinu og það breytta umhverfi sem við blasti, gerði þeim Rarik- mönnum nauðsynlegt að styrkja stöðu sína gagnvart raforkufram- leiðslunni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið framleiddi einungis 15% af raforkunni sem það dreifði, sem að langmestu leyti væri keypt af Landsvirkjun. Kristján sagði að Rarik liti á 'sig sem landsbyggðar- fyrirtæki og ljóst að það yrði að bregðast við þeirri þróun að tveir risar væru að eflast og styrkjast á suðurhominu, Rafmagnsveita Reykjavíkur í samstarfl við Hita- veitu Reykjavíkur og Orkuveita Suðurnesja. Mikil samkeppni væri greinilega í uppsiglingu í raforku- dreifingunni. Meðal heimamanna er til máls tóku var Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjómar Skagafjarðar. Hann sagðist fagna þeirri stefnu sem stjómvöld hefðu boðað um að orkan yrði nýtt í þeim byggðarlögum sem hennar væri aflað. Gísli sagðist sannfærður um að Villinganesvirkj- un mundi virka sem vítamín- sprauta fyrir atvinnulifið í Skaga- firði meðan á uppbyggingu hennar stæði og vonandi að orka hennar yrði nýtt til frekari atvinnuupp- byggingar á svæðinu. í sama steng tók Sverrir Sveinsson á Siglufirði, gamall Skagfirðingur sem lengi hef- ur hvatt til þess að Jökulsár verði virkjaðar. Á stofnfundi Héraðsvatna ehf. var lagður fram stofnsamningur og samþykktir fyrir félagið. Kjörin var fimm manna stjóm, þrir fulltrúar frá Rarik og tveir frá heimaaðilum. Frá Rarik em í stjórninni: Kristján Jónsson, sem verður stjórnarfor- maður, Sturla Böðvarsson og Sveinn Þórarinsson. Frá heimaaðil- um Sigurður Ágústsson og Þórólfur Gíslason. Varamenn í stjórn era Ei- ríkur Briem og Gunnar Oddsson. Við athöfnina í Hótel Varmahlíð var rifjuð upp forsagan að því þegar menn fóra að ræða um Villinganes- virkjun. Fyrir rúmum tveimur ára- tugum gerði Orkustofnun framat- hugun á virkjunarkostum við Vill- inganes og í framhaldi af því var gerð verkhönnun að virkjuninni. Fyrsta verkefni hins nýja félags verður að endurskoða verkhönnun virkjunarinnar, láta framkvæma mat á umhverfisáhrifum og undir- búa virkjunarframkvæmdir, m.a. með samningum við landeigendur og gerð útboðsgagna. Gert er ráð fyrir að virkjunin verði 30-40 MW að afli og orkuvinnsla verði allt að Breiðdalsvík: Fyrsta löndun togara í 4 ár DVi Breiðdalsvík: Það var ánægjulegin- atburður sem átti sér stað fyrir íbúa Breið- dalsvíkur einn morguninn nýverið þegar togarinn Hafran lagist þar við bryggju með afla. Þetta er fyrsta tog- aralöndun á staðnum frá því 1995. Það ár hvarf Hrafney, togari Breið- dælinga, úr flota byggðarlagsins. Togarinn Hafrún er í eigu Njarð- ar ehf. í Kópavogi sem nú er í sam- starfi við Útgerðarfélag Breiðdæl- inga. Skipið landaði 30 tonnum af fiski og fór hluti af aflanum til vinnslu í frystihúsinu en nokkuð á markað og var selt beint. Eftir löndun hélt Hafrún á miðin við Rockall en mun landa aftur á Breiðdalsvík eftir þann túr. -HI Hafrún við bryggju á Breiðdalsvík. DV-mynd Hanna 200 Gwh á ári. Áætlaður kostnaður við virkjunina er rúmir 4 milljarðar og nýlegir útreikningar gera ráð fyrir að framleiðslukostnaður raf- orku frá virkjun verði 1,70 kr/kWst. Samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar hafa verið er gert ráð fyrir að nauðsynlegum undirbúnings- framkvæmdum verði lokið vorið 2001. Gangi það eftir og gefi iðnaðar- ráðherra leyfi fyrir virkjun gætu framkvæmdir þá hafist og virkjunin tekið til starfa á árinu 2004. -ÞÁ Beltavagnar Öflugir vinnuhestar með mikla burðargetu 'ÍS&Í. limm *-*.?-■**"“-*"“***•—**-*•*-— • ■ ábílunumí (RAFMAGN'ÞRUÐUM JÍ33jHESTÖFL TkSPOLVORN Í^SOLLtJGAf CrAÐ BILALAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.