Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 17. MAÍ 1999
19
DV
Fréttir
Slippstöðin á Akureyri:
„Ryðdallurinn" fær
sennilega viðgerð
DV, Akureyri:
„Ég vonast til að það verði sá end-
ir á að það verði hægt að gera við
þetta skip,“ segir Ingi Bjömsson um
rússneska togarann Omnya sem leg-
ið hefur við bryggju á Akureyri síð-
an í október árið 1997. Lengi vel lá
skipið, sem manna á milli á Akur-
eyri gengur undir nafninu „ryðdall-
urinn“, við Torfunefsbryggju, nærri
miðbænum, mörgum til ama, en síð-
ustu mánuðina hefur skipið legið við
viðlegukant Slippstöðvarinnar.
Útgerð skipsins hefur áður sent
tvo togara til Akureyrar þar sem
þeir fóru i talsvert mikla viðgerð og
endurbætur hjá Slippstöðinni. Samið
var um greiðslur í formi fisks sem
togaramir afla og mun hafa legið
fyrir að ekki yrði ráðist í vinnu við
þriðja togarann, Omnya, fyrr en þær
greiðslur væru komnar í hús.
„Það hefur allan tímann verið eitt-
hvað að gerast varðandi greiðslur
frá útgerðinni, málið snýst bara um
að klára viðskiptin með hin skipin
tvö en það hefur allan tímann verið
borgað af þeim skuldbindingum sem
gerðar vora. Ég á því von á að það
komi að því að við höldum áfram
vinnu fyrir Rússana og förum í
vinnu við Omnyu," segir Ingi.
Vinna Slippstöðvarinnar við hina
togarana tvo nam um 80-90 milijón-
um króna við hvort skip og Ingi seg-
ir líklegt að sams konar vinna verði
unnin við þriðja togarann. „Það er
líklegast að skipið verði „skverað",
sett í það millidekk og vinnslulína,"
segir Ingi. -gk
fiiPKI
Rússneski togarinn Omnya við bryggju hjá Slippstöðinni á Akureyri.
DV-mynd gk
Kaupfélag Skagfirðinga:
Gerbreytt og stærri
byggingavörudeild
Þann 23. april sl. á hundraðasta
og tíunda afmælisdegi Kaupfélags
Skagfirðinga var gerbreytt og
stækkuð byggingavöradeild á eyr-
inni nyrst í bænum tekin formlega í
notkun með viðhöfn. Byrjað var á
350 fermetra viðbyggingu við hús-
næðið sl. haust og hefur verið unn-
ið sleitulaust við það síðan ásamt
því að eldra húsnæði var veralega
endurbætt og skipulagi þess breytt.
Aðalverktaki var trésmiðjan Borg
hf. á Sauðárkróki en auk þess önn-
uðust heimaverktakar múrverk,
pípu- og raflagnir. Um skipulagn-
ingu verslunarinnar sá Ómar Bragi
Stefánsson á Sauðárkróki en yfir-
smiður var Bragi Skúlason.
Sveinn Sigfússon, deildarstjóri
byggingarvöradeildar, sagði i
ávarpi við þetta tækifæri að nú gæf-
ist Skagfirðingum og öðram við-
skiptavinum kostur á að versla í
Starfsmenn byggingavörudeildar-
innar.
gerhreyttri verslun sem að hans
mati gæfi ekkert eftir sambærileg-
um verslunum á höfuðborgarsvæð-
inu. Hann sagðist vona að þessi
breyting ásamt auknu vöraúrvali
yrði til að auka viðskipti, a.m.k.
byggi verslunin nú við mun betri
aðstöðu sem kæmi jafnt viðskipta-
vinum og starfsfólki til góða. -ÖÞ
Teg. DOWNING STREET 404
Há kommóða: 50.550,-. Spegill: 17.490,-.
Breið kommóða: 63.390,-. Náttborð: 28.680,-.
Höfðagafl Queen Size: 27.140,- King Size: 35.510,
Há kommóða: 59.980,-. Spegill: 27.330,-. Há kommóða: 51.370,-. Spegill: 19.130,-.
Breið kommóða: 69.980,-. Náttborð: 31.430,-. Breið kommóða: 59.290,-. Náttborð: 27.150,-.
Höfðagafl Queen Size: 32.790,- King Size: 40.980,- Höfðagafl Queen Size: 28.680,- King Size: 39.610,-
Glæsileg Amerísk svefnherbergishúsgögn. Sérlega vönduð og
mikil prýði fyrir heimilið. Fallegar kommóður, höfðagaflar og
rúm, sem henta mjög vel fyrir hinar frábæru SERTA dýnur. Láttu
það eftir þér að gera svefnherbergið að sannkölluðu draumalandi.
Við bjóðum fjölbreytt úrval og tökum vel á móti þér.
9513 húsgagnahöllin
112 Reykjavfk, sími 510 8000
Há kommóða: 52.740,-. Spegill: 19.130,-.
Breið kommóða: 66.940,-. Náttborð: 28.140,-.
Höfðagafl Queen Size: 24.580,- King Size: 30.140
Há kommóða: 46.450,-. Spegill: 16.390,-.
Breið kommóða: 65.580,-. Náttborð: 26.780,-.
Höfðagafl Queen Size: 21.850,- King Size: 27.310
Útsala - PELSINN - Útsala
Verðdæmi:
Minkapels
Þvottabjarnarpels
Fenjabjórpels
Pelsfóðurskápur
verð áður kr. 695
verð áður kr. 385
verS áður kr. 225
verS áSur kr. 95
dús. verð nú kr. 399
dús. verð nú kr. 199
dús. verð nú kr. 157
dús. verð nú kr. 59
}ÚS.
>ús.
>ús.
>ús.
50% afsláttur af öllum fatnaði
opið í dag Lokadagar útsölunnar. Láttu drauminn rætast.
RaSgreiSslur í 36 mánuSi
laugardag,
10-17
Ath.
Opið sunnudag,
14-17
4
PELSINN
Kirkjuhvoli,
Kirkjutorgi 4,
sími 552 0160