Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Bílstjóri Díönu
var njósnari
Breski njósnarinn fyrrverandi
Richard Tomlinson heldur því
fram í sjónvarpsviðtali að bíl-
stjóri Díönu prinsessu í hinstu
ökuferð hennar í París hafi verið
á mála hjá bresku leyniþjónust-
unni. Þá segir Tomlinson, sem
var rekinn árið 1995, að leyniþjón-
ustan hafi haft uppi áform um að
ráða Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseta af dögum. Gögn
þar um megi enn finna í skjölum
leyniþj ónustunnar.
Sergei Stepasjín, forsætisráðherraefni Jeltsíns. Rússlandsforseti kom til
Kremlar í morgun þar sem greiða átti atkvæði á þingi um tilnefningu
Stepasjíns. Símamynd Reuter
Heitir baráttu gegn
efnahagsbrotum
Allt benti til þess 'í morgun að
þrjár stærstu fylkingamar í neðri
deild rússneska þingsins, þar á
meðcd kommúnistar, myndu styðja
tilnefningu Sergeis Stepasjíns í
embætti forsætisráðherra. Stepa-
sjín tilkynnti í gær að hann hygöist
ekki gera umtalsverðar breytingar
á ríkisstjórninni. Hann hét því
jafnframt að berjast gegn efnahags-
brotum.
Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
tilnefndi Stepasjín í forsætisráð-
herraembættið eftir að hafa rekið
Prímakov.
Óvissa ríkti á ný igær um heilsu
Jeltsins þar sera hann virtist hafa
aflýst fundi með forsætisráðherra
Spánar, Jose Maria Aznar. Jeltsín
var á sveitasetri sínu utan við
Moskvu. Enginn vildi kannast við
að forsetinn hefði ætlað að hitta
Aznar þó svo að starfsmenn hans
hefðu fullyrt það á mánudaginn.
Morðinginn féll
fyrir eigin hendi
Þýskur karlmaður sem grunað-
ur var um að hafa myrt fimra
manns í Þýskalandi og Frakk-
landi á sunnudag svipti sig lífi í
gær þegar lögregla réðst til inn-
göngu í hótelherbergi hans í Lúx-
emborg.
Saksóknari í Lúxemborg sagði
að þýski morðinginn, Gúnther
Ewen, hefði skotið sig í höfuðið
þegar lögreglan var að brjóta nið-
ur hurðina á herbergi hans. Ewen
hatöi verið leitað í Frakklandi,
Þýskalandi og Lúxemborg frá því
á sunnudag. Það var hótelstarfs-
maður sem bar kennsl á hann og
lét lögregluna vita.
Effú ert 12 áta eðayngri er samkeppnin atti appskriftir
íMatreictslubók Tígra eitthvaðfjrirficj
Tígri er Hiikidmatmabur og kökur elskar fiauu. Tíejri
biiurykkur að seuda sér uppskriftir ab mat oj kökum.
Tíyra þcettigott aí fd eiufaUar eu jóðar uppskriftir
scm krakkar cijaaubrelt melab fara eftir. Allirsem
scnda iuu uppskriftir fá riburkeuuiujarskja!frá Tígra.
50 uppskriftir veria valMar op cjcfuar útí eiuni bók,
Matreihlubók Tícjra.
Þeirsem eicja uppskrift í bókiuuieicja vou á
cjlcesilecjuM víuuíucjum.
Skilafrestur er til 1. ácjúst.
Scuáiit til: Krakkaktitbbs t>V,
Þverkotli 11, 10S Reykjarik.
Merkt: l/ppskríjt
&
Hafna Sea Shepherd
Ýmis umhverfisvemdarsamtök
og færeyskir þingmenn segja
dönsk fyrirtæki ekki þurfa að ótt-
ast vegna hótana Sea
Shepherdsamtakanna. Samtökin
hengi bakara fyrir smiö með því
að ógna Ðönum vegna grinda-
dráps Færeyinga.
Ólga vegna afsagnar
Ólga er nú í Kongressflokknum
á Indlandi vegna afsagnar Soniu
Gandhi úr leið-
togaembætti
flokksins. Fjór-
ir forsætisráð-
herrar ríkja
undir stjórn
flokksins af-
hentu Gandhi
afsagnarbréf
sín. Kváöust þeir ekki sjá tilgang
í að gegna áfram embætti leiddi
hún ekki flokkinn. Gandhi sagði
af sér eftir fullyrðingar forystu-
manna flokksins um að hún væri
ófær um að stjórna vegna erlends
uppruna og reynsluleysis.
Stjórnarkreppa
Stjómarkreppa ríkir í Hollandi
eftir að hægriflokkurinn VVD,
sem er í samsteypustjórn lands-
ins, greiddi atkvæði gegn tillögu
stjórnarinnar um stjórnarskrár-
breytingu.
Búast við óeirðum
Yfirgnæfandi meirihluti
Indónesa, eða 87 prósent, telur að
óeirðir fylgi þingkosningunum 7.
júní næstkomandi.
Vilja aukið byssuöryggi
Öldungadeild Bandarikjaþings
greiddi í gær atkvæði með tillögu
um að gikklæsingar eða örugg
geymslubox yrðu seld með öllum
skammbyssum.
Reyndi sjálfsmorð
Lögreglan í Pakistan greindi frá
því í gær að Zardari, eiginmaður
stjómarand-
stöðuleiðtogans
Benazir Bhutto,
hefði reynt að
svipta sig lífi í
fangaklefa sín-
um. Bhutto vís-
aði fréttinni á
bug og sakaði
lögregluna um morðtilraun.
Bhutto og eiginmaður hennar
voru fyrir mánuði dæmd í fimm
ára fangelsi fyrir fjármálaspill-
ingu. Bhutto var stödd í London
er dómurinn var kveðinn upp og
dvelur þar enn.
Loftárásirnar á Júgóslavíu handahófskenndar:
Eins og í Víetnam
Bandarísk stjórnvöld vita ekki
gegn hvaða skotmörkum þau eiga
að beina loftárásum sínum á
Júgóslavíu og þær em gerðar af
jafnmiklu handahófi og í Víetnam.
Þetta segir bandariski hershöfð-
inginn Chuck Connors sem stjóm-
aði loftárásum Bandaríkjamanna á
írak i Persaflóastríðinu 1991.
„Ég var í Víetnam þar sem sams
konar aðferðum var beitt og í
Kosovo og ég tók þátt í Persaflóa-
stríðinu þar sem við beittum mikl-
um vopnabúnaði til að þvinga óvin-
inn til að beygja sig að vilja okkar,“
sagði Connors á fundi með frétta-
mönnum í gær.
Hann sagði að bandarísk stjóm-
völd yrðu að gera það upp við sig
hverju þau vildu ná fram í
Júgóslavíu og hafði uppi efasemdir
um að hægt yrði að fá Albani og
Serba til að búa saman í sátt og
samlyndi.
Sendimenn Bandaríkjanna og
Rússlands áttu erfiðan fund í
Martti Ahtisaari Finnlandsforseti
ræðir við sendimenn frá Was-
hington og Moskvu um Kosovo.
Helsinki í gær þar sem þeir reyndu
að finna lausn á átökunum í
Kosovo. Viðræðumar stóðu í sjö
klukkustundir og verður þeim fram
haldið i dag.
Loftárásunum á Júgóslavíu var
fram haldiö í gærkvöld og var flug-
skeytum meðal annars skotið að út-
hverfum höfuðborgarinnar Belgrad.
Pierre Moscovici, ráðherra mál-
efna Evrópu í frönsku ríkisstjóm-
inni, sagði í gær að Bretar væru
farnir að slá af kröfum sínum um að
landher yrði sendur til Kosovo.
Hann ítrekaði við sama tækifæri að
Frakkar væra andvígir landhem-
aði. Bretar hafa verið hörðustu tals-
menn landhemaðar í Kosovo en
fengið dræmar undirtektir.