Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Page 32
V I K I N (
L#TT«
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1999
Þingflokksherbergi:
Þaö á enginn
flokkur herbergi
- segir Sighvatur
■jf- „Mér líst ekkert á það, það er mín
persónulega skoðun, en það er stjórn-
ar Alþingis að
ákveða þetta,“
sagði Finnur Ing-
ólfsson í morgun
þegar DV spurði
hann hvernig hon-
um litist á að gefa
Samfylkingunni
eftir þingflokks-
herbergi Fram-
sóknarflokksins,
svo sem krafa er
um. Hann sagði að
herbergið sem hef-
ur verið vistar-
vera þingflokks
Framsóknarflokks
um áratugaskeið.
„Það á enginn
þingflokkur þing-
flokksherbergi.
Samfylkingin fer
einfaldlega þess á
leit að fá herbergi
sem samsvarar stærð hennar," sagði
Sighvatur Björgvinsson. -SÁ
Eldur á verk-
stæöi
m. Eldur kom upp að Dalsbraut 1 á Ak-
ureyri snemma í morgun. Húsnæðið
er verkstæði Byggingafélagsins
Hyrnu hf. Þegar slökkvilið kom á vett-
vang logaði krossviðarplata í glugga.
Einnig hafði kviknað í rusli fyrir neð-
an gluggann. Eldurinn var ekki mikill
og slökkviliðsmenn voru ekki lengi að
ráða niðurlögum hans og rannsaka nú
hver upptökin voru. Engan sakaði í
eldinum. -hvs
Finnur Ingólfs-
son.
Sighvatur Björg-
vinsson.
Félagsmálaráðherra:
Fór meö vísur á
gjörgæslunni
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
er á góðum batavegi eftir vel heppn-
aða skurðaðgerð
hjá Helga H. Sig-
____ urðssyni skurð-
lækni, æðaflutn-
. i, ing í kviðarholi,
sem fram fór á
þriðjudag. Ráð-
herrann var á
gjörgæslu í gær-
kvöld en lék á als
oddi. í hjartaað-
gerð kom í ljós að nauðsynlegt var að
skipta um hluta ósæðar, aðgerð óháð
hinni fyrri.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfull-
trúi, eiginkona Páls, sagði í morgun
að Páll hefði verið í besta lagi og
húmorinn á réttum stað. Þegar talað
>var um útlitið á ráðherranum hefði
hann farið með vel þekkta vísu um út-
litið og innrætið. -JBP
Páll Pétursson.
Selma Björnsdóttir heldur utan á sunnudagsmorgun til Israels til þess að keppa fyrir íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Nú standa
yfir stífar æfingar til þess að stilla saman strengi. Þessi mynd var einmitt tekin í gær þar sem verið var að æfa bakraddir og dansspor.
DV-mynd Pjetur
Allt fast í grunni Nýja bíós í Lækjargötu:
Verstu spár ræst
„Það er ljóst aö menn hafa ekki
unnið heimavinnuna sína. Þama
situr allt pikkfast og verstu spár
tæknimanna okkar hafa ræst,“
sagði Þórður Ólafur Búason, yfir-
verkfræðingur Reykjavíkurborgar,
um lóðina í Lækjargötu þar sem
Nýja bíó stóð eitt sinn. „Mistökin
vom þau að leyfa niðurrif hússins
áður en búið var að ganga endan-
lega frá teikningum að nýju húsi
sem myndi falla að skipulagi. Nú
hafa nýir eigendur að byggingar-
rétti á lóðinni óskað eftir breyting-
um á nýtingu sem falla ekki að gild-
andi skipulagsreglum."
Þama á yfirverkfræðingurinn við
hugmyndir eigenda um að víkja frá
því skilyrði að tvær efstu hæðir
nýrrar byggingar yrðu gerðar að
íbúðarhúsnæði., Eigendurnir hafa
óskað eftir því að fá að nýta hæðirn-
ar tvær á arðvænlegri hátt og þá
sem atvinnuhúsnæði. Þá hafa þeir
einnig óskað eftir því að fá að
stækka bygginguna.
Það var Bónus sem keypti lóð
Nýja bíós af Reykjavíkurborg fyrir
síðustu áramót og fékk leyfi til að
rifa bmnna byggingu sem þar stóö.
í viðtali við DV um miðjan janúar-
Veðrið á morgun:
Léttskýjað
fyrir norðan
Á morgun verður suðaustan-
kaldi og skúrir sunnan og vestan
til en hæg suðlæg átt og léttskýj-
að á Norðurlandi. Hiti verður á
bilinu 6 til 13 stig, hlýjast á Norð-
austurlandi síðdegis.
Veöriö í dag er á bls. 45.
- segir yfirverkfræðingur borgarinnar
ileimskur sem getur
ekki skipt um skoðun
Frétt DV frá 7. maí um eigendaskipti
á lóðinni við Lækjargötu.
mánuð sagði Jóhannes Jónsson í
Bónusi að húsið yrði horfið 7. febr-
úar og nýtt húst tilbúið til notkunar
1. september. „Við tökum tvær efstu
hæðimar undir íbúðir, annað verð-
ur fyrir matvöra," sagði Jóhannes í
Bónusi orðrétt. Síðar sagði hann að
það væri heimskur maður sem ekki
gæti skipt um skoðun en þá hafði
Bónus hætt við allar fyrirætlanir
um að selja matvöru við Lækjargötu
og selt Smáralind lóðina og þar á
bæ em menn með ráðagerðir um að
opna tískuvömverslun í nýju húsi
þegar það loks rís. Það var svo
Baugur sem sendi inn umsókn um
byggingarleyfi til byggingafulltrúa
Reykjavíkurborgar 5. maí en öll þau
fyrirtæki sem hér era nefnd em ná-
tengd innbyrðis og að hluta til í
eigu sömu aðila.
„Við höfum ekki enn beitt dag-
sektum vegna tcifa sem orðið hafa
þarna í Lækjargötunni enda verður
ákvörðun um það að koma frá borg-
arstjórn," sagði Þórður Ólafur Búa-
son, yfirverkfræðingur Reykjavík-
urborgar. -EIR
Formaður skipulagsnefndar:
Dagsektir neyðarúrræði
„Við beitum ekki dagsektum
nema í ýtmstu neyð. Hér er um
mjög sérstætt mál að ræða vegna
þess að lóðin skipti snarlega um
eigendur," sagði Guðrún Ágústs-
dóttir, formaður skipulagsnefndar
Reykjavikurborgar, um tafir á
framkvæmdum á lóð Nýja bíós
við Lækjargötu. „Ég get hins veg-
ar upplýst að skipulagsnefnd hef-
ur samþykkt óskir nýrra eigenda
um breytingar á fyrirhugaðri
byggingu. Verslun í kjallara hefur
verið samþykkt, svo og hækkun
lofthæðar á 1. og 2. hæð. Þá sam-
þykktum við einnig að tvær efstu
hæðirnar yrðu nýttar sem at-
vinnuhúsnæði
en ekki fyrir
íbúðir. Ytra út-
lit hússins er
svo til nánari
skoðunar hjá
okkur," sagði
Guðrún
Ágústsdóttir og
bætti því við
að nýjum lóð-
areigendum
væri ekkert að
vanbúnaði að halda áfram hönn-
unarvinnu og framkvæmdum á
lóðinni.
-EIR
Guðrún Ágústs-
dóttir.
SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES
SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI l/PPSKRIFT
PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI
SÍMI 581 1010
SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA