Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Qupperneq 28
3 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Aldin hf. í gjaldþrot Forráðamenn Aldins hf. á Húsa- vík munu óska eftir úrskurði um gjaldþrot fyrirtækisins í dag. Þá ákvörðun átti að kynna starfs- mönnum i morgun. Rekstur fyrir- tækisins hefur gengið afar illa og það safnað 130 milljóna króna skuldum við Kaupfélag Þingey- inga. Þær skuldir eiga sinn þátt í erfiðleikum KÞ sem er á leið í greiðslustöðvun. Lætur nærri að tap síðasta árs nemi um 100 millj- ónum króna. Aldin, sem hefur flutt inn trjá- boli frá Ameriku, sagað þá niður í borð og þurrkað með jarðhita, hóf starfsemi vorið 1997. Fyrsta árið var 39 milljóna króna halli á rekstri fyrirtækisins. Á síðari hluta árs í fyrra var ljóst að eigið fé Aldins, um 100 milljónir króna, var uppurið. Fjármagnaði Kaupfé- * lag Þingeyinga þá reksturinn, einn hluthafa. Kaupfélagið á stærstan hlut í Aldini, 31,7%, Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins 23,3%, KEA 20,5% og aðrir minna. Sjá fréttaljós um vantmat á mjólkursamlagi KÞ á bls. 6. -hlh Hörniungar i stríðsins p. I “ Hörmungar stríðsins í Helgarblaði DV verður viðtal við Auðun Bjarna Ólafsson, sem hefur verið yfirmaður uppbyggingarstarfs á stríðshrjáðum svæðum i Bosníu en mun brátt halda til Kosovo þar sem mörg brýn verkefni bíða hans. Viða- mikill myndaþáttur verður einnig frá ferðalagi um flóttamannabúðir í Makedóníu. Birt verða úrsht skoðana- könnunar DV um áhrifamesta ein- stakling veraldarsögunnar og hulunni svipt af því hverjir verða í fríðu fóru- neyti Selmu Björnsdóttur th Jerúsal- em. Nærmynd verður af Ehud Barak, nýkjömum forsætisráðherra ísraels, og i innlendu fréttaljósi er ljósi varp- að á langa sögu vandræða í rekstri * kaupfélaga á landsbyggðinni. Fjórir íturvaxnir búa sig undir orkumótið í kraftlyftingum, Sæmundur Sæmundsson, Auðunn Jónsson, Hjalti Úrsus Árnason og Andrés Guðmundsson. DV-mynd Hilmar Þór Alþjóöa gjaldeyrissjóðurinn sendir íslendingum viövörun: Skattahækkanir eða aðhald í op- inberum rekstri - er eina leiöin til aö viðhalda stööugleika Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, IMF, segir að íslendingar verði að beita ríkisfjármálum til að viðhalda stöð- ugleika og minnka eftirspum. Mjög mikill hagvöxtur og kaupmáttar- aukning undanfarinna ára sé nú farin að segja til sín og nú sé nauð- synlegt að bregða skjótt við. í þessu felst að hið opinbera verði að draga saman seglin, hækka skatta eða minnka útgjöld. Nauðsynlegt er að hið opinbera sé rekið með afgangi til að greiða niður skuldir og koma böndum á viðskiptahahann. Þótt Seðlabankinn hafi beitt vaxtahækkunum til að slá á þensl- una er hann kominn að útmörkum í beitingu peningamálastefnu og því verði ríkið að grípa inn í. IMF bendir á að örar breytingar á fjármálamörkuðum og einkavæðing Úármálafyrirtækja sé ein af ástæð- um þessarar þenslu þvi hún hafi í for með sér mikla aukningu á láns- fjármagni. Þetta er meðal annars ástæða hinnar miklu þenslu á fast- eignamarkaði. IMF tekur undir orð Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra, að frekari einkavæðing ríkis- fyrirtækja, sérstaklega bankanna, muni slá á þessa þenslu því það dragi úr peningamagni í umferð og ráðstöfunartekjum. Slíkt hefur spamað í for með sér, bæði hjá rík- inu og einkaaðilum, en kjaminn í skilaboðum IMF er að hið opinbera verði að gripa inn í og auka spam- að sinn. -BMG Spáð þriðja sæti Selma Björnsdóttir er talin þriðji líklegasti sigurvegari Evrópsku söngvakeppninnar í ár ef marka má skoðana- kannanir á Netinu. Lag- ið „All out of Luck“ er nú i þriðja sæti en þar fyrir ofan era lög frá Kýpur og Króatíu. Á heimasíðum forfallinna áhuga- manna um keppnina er íslenska lag- ið sagt minna á lög sjö- unda áratugarins en þó með nýtískulegum takti og útsetningu. Laginu er spáð mikilli vel- gengni og hugsanlega sigri ef frammistaða Selmu á úrslitakvöldinu verður góð. Þá er einnig sagt að lagið sé besta lagið sem komi frá Norður- löndunum i ár. Kio laus Héraðsdómari féllst í morgun á rök verjanda Kios Briggs um að sleppa honum úr gæsluvarðhaldi á meðan héraðsdómur tekur aftur ■ fýrir mál hans. Maðuinn verður þvi laus en er úr- skurðaður í far- bann til 15. sept- ember.. Verjandi Kios mótmælti gæslu- varðhaldinu og Kio Alexander fór fra” á að Briaas hann ^01 ernung- is úrskurðaður í farbann - hann mætti ganga laus á meðan dómstólar fjalla um mál hsms. „Við munum ganga í að þetta mál verði tekið fyrir sem fyrst aft- ur,“ sagði Ragnheiður Harðardótt- ir hjá ríkissaksóknaraembættinu við DV í morgun þegar hún var spurð um hvort útlit væri fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur taki mál Kios aftur fyrir á næstu vik- um. Málinu var vísað heim í hér- að í gær þar sem héraðsdómur tók ekki mið af framburði aðalvitnis, tiltekins Guðmundar, sem Kio bjó hjá á Spáni áður en hann fór til ís- lands með e-töflur. „Ég er vongóður um að skjól- stæðingur minn verði sýknaður í nýjum réttarhöldum enda eru fjöl- mörg atriði önnur en framburður Guðmundur Inga sem varpa veru- legum vafa á sekt hans í málinu," sagði Helgi Jóhannesson, verjandi Kios. -Ótt Gæs í arnar- hreiörinu Jón Sveinssonar iðnrekandi, sem Fuglaverndarfélagið hefur kært fýrir að brenna sinu og spilla meintu arnarhreiðri á hólma í landi Miðhúsa í Reykhólasveit, segir DV að vettvangsrannsókn Þórólfs Halldórssonar, sýslu- manns á Patreksfirði, hafi leitt i ljós að búið var að verpa í hið meinta arnarhreiður. Þar sé þó ekki um arnarhjón að ræða heldur gæs. Þegar komið var að hreiðrinu á miðvikudag hafi gæs legið á flmm eggjum í hreiðrinu. Jón Sveinsson hefur ritað dóms- málaráðherra bréf og óskað eftir því að hann hlutist til um að hann fái réttláta málsmeðferð. Hann segir í bréflnu að samskipti hans við sýslumanninn á Patreksfirði í tengslum við kæru Fuglavemdar- félagsins á hendur sér hafi verið þannig að sér sé orðið ljóst að hann fái ekki réttláta málsmeðferð hjá sýslumannsembættinu á Pat- reksfirði. Hann óskar því eftir að ráðuneytið taki málið af sýslu- manni og fái það í hendur óvilhöll- um aðila, t.d. ríkislögreglustjóra -SÁ Veðrið á morgun: Úrkoma um allt land Á morgun verður norðvestan- kaldi eða stinningskaldi suðvest- an til, en mun hægari á Norður- og Austurlandi. Skúrir eða slydduél verða á vestanverðu landinu en annars rigning eða súld með köflum. Hiti verður á bilinu 1 til 9 stig, svalast á Vest- fjörðum. Veðrið í dag er á bls. 29. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PO RÆÐUR FERÐINNI 5 UJ > a z SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.