Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Page 30
34 FIMMTUDAGUR 27. MAI 1999 Afmæli Ágúst Ólafsson Ágúst Ólafsson húsgagnasmíða- meistari, Hliðarlundi 2, Akureyri, varð sjötíu og fimm ára á mánudag- inn var. Starfsferill Ágúst fæddist á Akureyri og ólst upp á Oddeyri. Hann lauk gagn- fræðaprófi 1941, stundaði nám í hús- gagnasmíði og lauk sveinsprófi í greininni 1946. Ágúst starfaði við fyrirtæki þeirra feðga, Húsgagnavinnustofu Ólafs Ágústssonar, til 1976. Þá var hann kennari við Iðnskólann á Ak- ureyri og síðan við VMA 1976-94. Ágúst sat í stjórn Svifílugfélags Akureyrar í mörg ár og var formað- ur þess í tvö ár. Fjölskylda Ágúst kvæntist 22.6. 1946 Lilju Sigurðardóttur, f. 2.4. 1923, d. 19.10. 1990, húsmóður og verslunarmanni. Hún var dóttir Sigurðar Lárussonar og Ingibjargar Sigríðar Sigurðar- dóttur. Börn Ágústs og Lilju eru Rann- veig, f. 17.6.1947, húsmóð- ir, gift Þórði Hinrikssyni pípulagningarmeistara og eiga þau þrjú böm og þrjú bamabörn; Ólafur, f. 17.1. 1949, kvæntur Guð- ríði Þorsteinsdóttur og eiga þau þrjú böm og tvö barnabörn; Þórarinn, f. 16.1. 1955, kvæntur Þor- björgu Þorsteinsdóttur og eiga þau þrjár dætur; Ingibjörg Sigriður, f. 24.11. 1956, gift Erlingi Bergvinssyni og eiga þau fjögur böm og tvö bamaböm. Bróðir Ágústs var Þórarinn Bjar- héðinn Ólafsson, f. 25.9. 1919, d. 29.4. 1943. Foreldrar Ágústs voru Ólafur Ágústsson, f. 8.9. 1891, húsgagna- og húsasmíðameistari á Akureyri, og Rannveig Þór, f. 28.7. 1891, húsmóð- ir. Ætt Ólafur var sonur Jóns Ágústs, verkamanns á Oddeyri, Jónssonar, b. í Myrkárdal og í Gerði, Þorfinnssonar, b. á Litlu- Hámundarstöðum, Jóns- sonar. Móðir Jóns í Myrkárdal var Matthild- ur Magnúsdóttir. Móðir Jóns Ágústs var Bergrós Jónsdóttir, b. á Geirhild- arstöðum og Fagranesi, Arnfmnssonar. Móðir Bergrósar var Helga Gisladóttir. Móðir Ólafs var Salvör Níelsdóttir, b. á Syðri- Kambhóli, Friðrikssonar, vinnu- manns Larssonar en Lars var sonur Níelsar Hoeg og Önnu Catrine Lund. Móðir Níelsar á Syðra-Kamb- hóli var Þóra Oddsdóttir. Móðir Sal- varar var Sigríður Sigurðardóttir, b. á Syðra-Kambhóli Pálssonar, b. á Ytra-Holti í Svarfaðardal, Stein- grímssonar. Móðri Sigríðar var Sal- vör Sigfúsdóttir. Rannveig var systir Jónasar Þór, verksmiðjustjóra og forstjóra á Ak- ureyri, og Vilhjálms Þór, kaupfé- lagsstjóra og ráðherra. Rannveig var dóttir Þórarins Jónasar, b. á Brekku í Svarfaðardal og á Hrísum og á Æsustöðum, Jónassonar, b. á Veigastöðum og í Sigluvík, Jónsson- ar, b. í Sigluvík, Þórarinssonar, pr. á Tjöm, Sigfússonar. Móðir Jóns í Sigluvík var Soffia Halldórsdóttir. Móðir Jónasar á Veigastöðum var Guðrún Þórarinsdóttir. Móðir Þór- arins á Brekku var Margrét Þórar- insdóttir, b. á Veigastöðum, Þor- lákssonar. Móðir Rannveigar var Ólöf Mar- grét Þorsteinsdóttir Thorlacius, hreppstjóra á Öxnafelli í Eyjafirði, Einarssonar Thorlaciusar, pr. í Saurbæ, Hallgrímssonar Thorlaci- usar, pr. í Miklagarði, Einarssonar. Móðir Einars í Saurbæ var Ólöf Hallgrímsdóttir. Móðir Þorsteins hreppstjóra var Margrét Jónsdóttir. Móðir Ólafar Margrétar var Rannveig Rögnvaldsdóttir, b. i Dæli, Þorkelssonar, b. í Tungufelli, Jónssonar. Móðir Rannveigar var Ósk Þorleifsdóttir, b. á Jaðri, Þorleifssonar. Ágúst Ólafsson. Guðmundur Unnarsson Guðmundur Unnarsson bifreiða- stjóri, Engihjalla 11, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík . og ólst þar upp í vesturbænum. Hann var í Melaskóla og Hagaskóla. Guðmundur var búsettur á Höfn í Hornafirði á ámnum 1980-86. Þar stundaði hann löggæslu, sjó- mennsku og ýmis almenn störf i landi. Guðmundur hefur ekið langferða- bifreiðum frá 1986 en sl. tíu ár hefur hann starfað hjá Guðmundi Jónassyni ehf. Guðmundur hefur setið í stjórn Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis frá 1993 og hefur auk þess setið í samn- inganefnd félagsins frá þeim tíma. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 17.5. 1975 Kristínu Sveinsdóttur, f. 22.3. 1956, verslunarmanni. Hún er dóttir Sveins Kristinssonar, f. 5.8. 1920, d. 5.11. 1977, og Þóm Hákonardóttur, f. 16.5. 1926, húsmóður. Böm Guðmundar og Kristínar eru Unnar Þór, f. 21.1.1975, bifreiða- stjóri hjá Gámaco, búsettur í Kópa- vogi en unnusta hans er Berglind Gísladóttir, f. 13.10. 1978, ritari hjá sýslumanni í Kópavogi; Sveindís Ósk, f. 30.7. 1979, d. 7.12. 1996, nemi; Brynjar Már, f. 27.11. 1983. Sonur Guðmundar frá fyrri sam- búð er Kristján Geir, f. 8.8. 1973, flugþjónn, búsettur í Reykjavík. Hálfsystkini Guðmundar, sam- mæðra, era Guðfinna, f. 7.11. 1954, skrifstofumað- ur í Keflavík; Jón Þór, f. 29.3. 1956, rafvirki á Keflavíkurflugvelli, bú- settur í Hafnarfirði; Emil Þór, f. 4.3. 1957, flugvirki, búsettur í Hafnarfirði; Erla, f. 14.2. 1958, hús- móðir og nemi í Hafiiar- firði; Eydís, f. 5.5. 1960, húsmóðir í Keflavík; Ómar Þór, f. 10.4. 1962, sjóntækjafræðingur, bú- settur i Reykjavík. Hálfsystkini Guðmundar, sam- feðra, eru Sigríður, f. 8.4. 1952, starfsmaður við leikskóla, búsett á Eyrarbakka; Emilía, f. 1.7.1953, hús- móðir á Blönduósi; Heiðbrá, f. 3.9. .1954, hjúkrunarfræðingur í Kópa- vogi; Tryggvi, f. 4.12.1955, sjómaður, búsettur í Grindavík; Unnur, f. 25.3. 1957, húsmóðir og nemi í Garðabæ; Kristófer, f. 16.12.1958, lögreglumaður á Blönduósi; Guðmundur, f. 12.3.1960, sjómaður, bú- settur á Akranesi; Davíð Brár, f. 9.9. 1979, nemi í Reykjavík; Hanna Sigga, f. 14.4. 1981, nemi í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar eru Unnar S. Friðlaugs- son, f. 18.5. 1927, fyrrv. starfsmaður Pósts og síma á Blönduósi, og Dag- björt Guðmundsdóttir, f. 14.10. 1931, húsmóðir í Reykjavík. Guðmundur Unnarsson. Sölvi Magnús Gíslason Sölvi Magnús Gislason sjómaður, Hrannargötu 8, ísafirði, er fertugur í dag. Starfsferill Sölvi fæddist á ísafiröi en ólst upp á Kirkjubóli við Skutulsfjörö frá tveggja ára aldri og til 1972. Þá flutti hann aftur á ísafjörð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskólanum á ísafirði 1975. Sölvi fór sem sumar- drengur að Heiðarbæ I í Þingvalla- Sölvi Magnús Gíslason. hann sveit vorið 1973 og var þar þrjú sumur hjá hjón- unum Sveinbimi Jóhann- essyni og Steinunni E. Guðmundsdóttur. Þá var hann hjá þeim við murtu- veiðar á haustin í áratug. Sölvi hefur lengst af stundað sjómennsku frá 1976, lengst af hjá Norður- tanganum hf. á ísafirði, eða til 1995. Eftir það hef- ur hann starfað hjá ýms- um útgerðarfyrirtækjum við Djúp. Þá starfaði hjá Mjólkursamlagi ísfirðinga viö mjólkurflutninga á árinu 1998. Fjölskylda Sölvi kvæntist 16.2. 1994 Emilíu K. Gísladóttur, f. 29.8. 19166, mat- reiðslumeistara. Hún er dóttir Vili- ay Thiraponqsuchat, lögreglustjóra í Khon Khen í Taílandi, og Plamjia Thiraponqsuchat matreiðslumeist- ara. Systkini Sölva eru Skarphéðinn Gislason, f. 23.12. 1957, skipstjóri á ísafirði, kvæntur Eyrúnu Leifsdótt- ur frá Rifi á Snæfellsnesi og eiga þau þrjú böm; Steinvör Ingibjörg Gísladóttir, f. 16.7. 1960, ritari í Kópavogi og á hún eitt bam; Jón Finnbogi Gíslason, f. 15.4. 1963, húsasmiður í Grundafirði, kvæntur Erlu Kristjánsdóttur frá Breiðalæk á Barðaströnd og eiga þau tvö böm; Veigar Sigurður Gíslason, f. 1.8. 1964, stýrimaður á ísafirði; Njáll Flóki Gislason, f. 2.12. 1974, stýri- maður í Kópavogi en sambýliskona hans er Magnea Gunnarsdóttir úr Reykjavík. Foreldrar Sölva eru Gísli Sölvi Jónsson, f. 8.1. 1937, yfirverkstjóri í Básafelli á ísafirði, og Soffia Mar- grét Skarphéðinsdóttir, f. 17.6. 1938, listakona og verkakona. Hrafnhildur Jónsdóttir Hrafnhildur Jónsdóttir, skrif- stofustjóri við Búnaðarbankann í Hafnarfirði, Suðurhvammi 9, Hafn- arfirði, er fertug í dag. > Starfsferill Hrafnhildur fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún var í Kvenna- skólanum í Reykjavík og stundar nú nám við öldungadeildina í Flens- borg. Hrafnhildur starfaði í Samvinnu- bankanum í Hafnarfirði í nokkur ár, síðan við Landsbankann en hef- i ur nú starfað við Búnaðarbankann í fimm ár og er skrifstofustjóri þar frá 1994. Hrafnhildur sat í stjóm starfs- mannafélags Samvinnubankans og síðan í stjórn Starfsmannafélags Landsbankans. Fjölskylda Hrafnhildur giftist 30.6. 1979 Guð- jóni Ragnari Grétarssyni, f. 6.6. 1955, varðstjóra hjá Lögreglunni í Hafnarfirði. Hann er sonur Grétars Finnbogasonar, fyrrv. lögreglu- manns við Keflavíkurflugvöll, bú- settvu- í Hafnarfirði, og k.h., Kristín- ar Vigfúsdóttur, fyrrv. starfstúlku við St. Jósepsspítala i Hafnarfirði. Börn Hrafnhildar og Guðjóns Ragnars eru Jón Grétar Guðjónsson, f. 3.5. 1979, nemi; Guðrún Þóra Guðjónsdóttir, f. 23.4. 1980, nemi. Systkini Hrafnhildar eru Ólafur Örn Jónsson, f. 28.3. 1951, prentari í Hafnarfirði; Sigrún Jóns- dóttir, f. 19.7. 1953, versl- unarmaður í Hafnarfirði; Áslaug Jónsdóttir, f. 16.7. 1964, hárskeri í Hafnar- firði. Foreldrar Hrafnhildar Hrafnhildur Jónsdóttir. eru Jón Gestur Jónsson, f. 26.9. 1926, fyrrv. skipasmiður og starfsmaður við Stál- smiðjuna, búsettur í Hafnarfirði, og k.h., Rósa- munda Arnórsdóttir, f. 30.6. 1929, fyrrv. hár- greiðslumeistari og starfs- stúlka við Hrafnistu. Hrafnhildur tekur á móti gestum, vinum og kunn- ingjum í Kaffi Firði, Fjarðargötu 13-15, Hafn- arfirði, laugardaginn 29.5. milli kl. 17.00 og 20.00. Hl hamingju með afmælið 27. maí 85 ára Laufey J. Guðmundsdóttir, Réttarholtvegi 67, Reykjavík. 80 ára Ingigerður Helgadóttir, Hæðargarði 38, Reykjavík. Þórður Guðmundsson, Ljósheimum 2, Reykjavík. 75 ára Jón Hjaltason hæstaréttar- lögmaður, Heimagötu 22, Vestmannaeyjum. 70 ára Erla Guðmundsdóttir, Hátúni 25, Keflavík. 60 ára Jóhann J. Halldórsson, Frostafold 21, Reykjavík. Sigurgeir Hólmgeirsson, Völlum, Reykdælahr. S. Þing. Tryggvi Harðarson, Svartárkoti II, Bárðardal. 50 ára Ingibjörg Kaldal, Álfheimum 72, Reykjavík. Sigurlína Axelsdóttir, Heiðarseli 5, Reykjavík. Vigdís Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 54, Reykjavik. 40 ára Eiríkur Jónsson viðskipta- fræðingur, Miðhúsum 33, Reykjavík. Anton Örn Brynjarsson, Grænumýri 18, Akureyri. Ágúst Guðmundur Pétursson, Hjarðarholti, Dalabyggð. Bima Guðný Gunnlaugsdóttir, Logafold 161, Reykjavík. Borghildur Sigurbergsdóttir, Digranesvegi 72, Kópavogi. Einar Guðmundsson, Hliðarvegi 4, Siglufirði. Friðrik Stefán Halldórsson, Þverási 7A, Reykjavík. Guðrún Theódórsdóttir, Kaplaskjólsvegi 9, Reykjavík. Ólavía Vilhjálmsdóttir, Smáratúni 15, Selfossi. Unnsteinn Sigurjónsson, Hafnargötu 120, Bolungarvík. Þuríður Sigurðardóttir, Skipasundi 62, Reykjavík. AlJir , i UÍ/IFERÐAR Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.